Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 23. desember 1985 íþróttic Matseðill Sæsniglasúpa „Lady Curzon" Villibráöapaté meö radísum og rislingssósu Kiwi sorbet Rósapiparkrydduð aliönd meö hunangskaramellusoðnum vínberjum, rjómabökuöum kartöflustrimlum, smjörbættum blaðlauk og valhnetusalati Koníakslsterta með marsipan Konfektsmákökur Kaffi Konfekt - smákökuL-«=íf Körfubolti 1. deild: „Vörnin var ágæt í leiknum en sóknin brást algerlega eins og tölurnar gefa til kynna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson leikmaður Þórs i körfubolta eftir tap gegn Reyni í Sand- gerði í 1. deildinni á föstudags- kvöld. Úrslit leiksins urðu 51- 43 Reyni í vil. Reynismenn voru yfir í byrjun leiksins en Þórsarar komust síðan Björn Sveinsson meiddist illa á hendi gegn Reyni. vfir og miðjan hálfleikinn var staðan 22-17 Þór í vil. Þá kom af- leitur kafli Þórsara og Reynis- menn gengu á lagið og komust yfir 28-22. í hálfleik var staðan 33:26 fyrir Reyni. í byrjun síðari hálfleiks klúðr- uðu Þórsarar leiknum endanlega, því á fyrstu 10 mín. tókst þeim aðeins að skora 2 stig og staðan þé orðin 41-28 Reyni í vil. Eftir það var jafnræði með liðunum og lokastaðan eins og áður sagði 51- 43 fyrir Reyni. Þórsliðið náði sér aldrei á strik í þessum leik og stigaskorun liðs- ins í algjöru lágmarki. Björn Sveinsson Þórsari meiddist illa á hendi í leiknum. Stig Þórs skoruðu, Konráð Óskarsson 19, Hólmar Ástvalds- son 7, Björn Sveinsson 4, Jóhann Sigurðsson 4, Bjarni Össurason 4, Ólafur Adolfsson 3 og Eiríkur Sigurðsson 2. Flest stig Reynis skoruðu, Gylfi Þorkelsson 17, Sigurður Guðmundsson 13 og Magnús Brynjarsson 12. Þórsarar siaruðu UBK naumlega „Leikurinn gegn UBK var miklu betur leikinn af okkar hálfu en gegn Reyni þó svo hann hafi ekki verið neitt sér- stakur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson leikmaður Þórs eftir að Þórsarar höfðu náð að knýja fram eins stigs sigur á UBK í 1. deildinni í körfubolta á laugardag. Leikurinn var jafn fyrstu mín en Þórsarar náðu þó 6 stiga for- ystu 14-8. Breiðabliksmenn jafna 15-15 og komust yfir 29-24. Á 17. mín jafna Þórsarar 29-29 en þá fór allt í baklás hjá þeim og náðu þeir aðeins að skora eina körfu fram að hálfleik. í hálfleik var staðan 39-31 UBK í vil. í síðari hálfleik söxuðu Þórsar- ar á forskot UBK jafnt og þétt og Söngvararnir Michael Clarke Þuríður Baldursdóttir Antonía Ogonovsky syngja dúetta, léttar óperettur, við undirleik strengjasveitar. — ★ — Leikarar úr Leikfélagi Akureyrar syngja Paper Doll söngva úr Piaf. Strengjasveit úr Tónlistarskóla Akureyrar leikur fyrir hátíðargesti við borðhald. — ★ — Stiginn dans við undirleik hljómsveitarinnar Áningu Samkvæmisklæðnaður. Lokað öðrum en matargestum Takmarkaður fjöldi. Miðasala mánud. 30.12 kl. 18—20 Borðapantanir í síma 22970 alla daga Verð aðeins kr. 2.700.00 strax á 7. mín. komust þeir yfir 44-43. Breiðabliksmenn komast aftur yfir 48-44 en þá kom góður kafli Þórsara og þeir komust aft- ur yfir 51-48. Eftir það var leikur- inn í járnum. Þegar um 20 sek. eru eftir af leiknum og staðan 65- 64 fyrir Þór, missa þeir boltann, Breiðabliksmenn bruna upp skora 2 stig og komast yfir 66-65. Þórsarar voru snöggir að taka innkastið og sendu boltann fram á Halldór Arnarasson sem stökk upp á vítateig og skoraði af ör- yggi 67. stig Þórs. Þá voru aðeins 3 sek. eftir af leiktímanum. Úr- slitin því 67-66 og sætur sigur í höfn hjá Þórsurum. Það má því segja að hetja Þórsara í leiknum hafi verið Halldór Arnarson og var honum ákaft fagnað í leiks- lok. Þórsarar lentu í villuvandræð- um og þurftu þeir Konráð, Jó- hann og Ólafur að yfirgefa völl- inn í síðari hálfleik með 5 villur. Bestir Þórsara voru þeir Kon- ráð og Eiríkur þá var Ólafur Adolfsson góður í vörninni. Þó má segja að allt liðið hafi sloppið þokkalega frá leiknum. Stig Þórs skoruðu, Konráð Óskarsson 18 og þar af 5 3ja stiga körfur, Eiríkur Sigurðsson 14, Jóhann Sigurðsson 10, Ólafur Adolfsson 10, Hólmar Ástvalds- son 7, Halldór Arnarson 4, Bjarni Össurason 3 og Ingi Bjarnason 1. Flest stig UBK skoruðu, Kristján Rafnsson 20 og Kristinn Albertsson 15. Innanhús- mótKRA Innanhúsmót KRA í knatt- spyrnu verður haldið dagana 27. og 28. des. 1985. Til leiks mæta lið frá KA, Þór og Vaski. Mótið hefst kl. 18.15 á föstu- daginn og eru það yngstu knatt- spyrnumennirnir sem þá spila. Leikið verður til kl. rúmlega 23 og lýkur fyrri degi keppninnar með leik Þórs og KA í meistara- flokki karla. Daginn eftir hefst keppninn kl. 12.15 og er reiknað með að mótinu ljúki kl. 15,50 með verðlaunaafhendingu. Er hér gullið tækifæri fyrir knattspyrnunnendur að sjá marga góða leiki og víst er að ekkert verður gefið eftir frekar en fyrri daginn. Þór tapaði fyrir Reyni - í lélegum leik

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.