Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. desember 1985
Jónína Guðmundsdóttir
Níræð á jóladag
Jónína er fædd að Saurbæjar-
gerði í Hörgárdal jóladag 1890.
Foreldrar hennar voru hjónin
Lilja Gunnlaugsdóttir og Guð-
mundur Jónsson, bæði komin af
dugmiklu kjarnafólki eyfirsku.
Jónína ólst upp hjá foreldrum
sínum í eyfirskum byggðum en
barst síðar til Skagafjarðar og
giftist þar Hirti Jónassyni albróð-
ur Ólínu skáldkonu og þeirra
systkina. Nokkur ár voru þau
hjón í vinnumennsku en síðar við
búskap.
Lengi vel var ekki auður í búi
en hins vegar gnótt glaðværðar,
bjartsýni og góðvildar. Sá auður
hefur enst Jónínu vel. Og vin-
sældir nágranna áttu þau hjón,
hvar sem voru. Gestrisni og
hjálpsemi brást heldur aldrei og
var ekki farið í manngreinarálit,
enda áttu smælingjar og olnboga-
börn heimsins þar ætíð öruggt at-
hvarf og mættu hlýju, umburðar-
lyndi og skilningi. Sama var
hversu þröng húsakynnin voru og
ófullkomin. Hjá þcim undu allir.
Nokkur gamalmenni eyddu þar
sínum síðustu ævidögum.
Avallt var menningarbragur á
heimili þeirra hjóna og bækur
lesnar eins og föng unnust til, oft-
ast upphátt, enda bæði greind í
besta lagi og Jónína minnug fróð-
leikskona, þó alveg sérstaklega
um ættir. Enn á hún auðvelt með
að skáka, jafnvel máta, gilda
meðalmenn á því sviði.
Bæði voru þau hjón dugleg og
ráðdeildarsöm. Og þótt aldrei
yrðu skyndilegar sveiflur í bú-
skapnum vænkaðist efnahagur-
inn smátt og smátt, einkum þó
eftir að sonurinn komst upp.
Hirðusemi og þrifnaður var bæði
utanhúss og innan og litið var á
búfénað sem vini, jafnvel félaga,
sem bar að sýna nærgætni og um-
hyggju en miðluðu í staðinn ekki
aðeins efnahagslegu sjálfstæði
heldur jafnframt lífsfyllingu og
gleði. En slíkt er forsenda þess
að njóta búskapar og sveitalífs.
Þau hjón, Hjörtur og Jónína,
eignuðust tvö börn. Dóttirin,
Júnasína Þórey, lést ung að árum
eftir erfið og langvarandi veik-
indi. Þetta var mikið áfall og
skildi eftir djúpt sár. Sonurinn,
Friðfinnur Kristján, er harðsæk-
inn dugnaðarmaður, giftur Svan-
hildi Sæmundsdóttur, ágætri
konu. Hjá þeim hjónum, að
Brekkugötu 23 Akureyri dvelur
nú Jónína og nýtur umhyggju
eins og best getur. Á því heimili
virðist kynslóðabil ókunnugt
hugtak. Þær tengdamæðgur eru
nánir félagar í bestu merkingu
þess orðs, ræða mikið saman og
hafa uppi gamanmál, enda báðar
glaðlyndar að eðlisfari. Sonar-
Komin er út hjá Offsetstofunni á
Akureyri Ijóðabókin Rfs nú, sól
eftir Hugrúnu (Filippíu Krist-
jánsdóttur). Þetta er sjöunda
Ijóðabók hennar og eru nú bækur
Hugrúnar komnar á fjórða
tuginn.
Um efni þessarar bókar segir
m.a. á bókarkápu: „Hugrún yrkir
sem fyrr með rími og stuðlum, og
Ijóð hennar eru þrungin af trú og
rómantík. Yrkisefnin eru marg-
vísleg. Hún kemur víða við, og
glettnin skín sums staðar gegnum
alvöruna. Hún á marga þakkláta
lesendur, sérstaklega í hópi
þeirra, sem vilja halda sig við
hefðbundið Ijóðaform. Hún hefir
oft orð á því, að hún sé af sígilda,
gamla skólanum og vilji hafa
hann í heiðri.“
Bókin er prentuð á Offsetstof-
unni og kápan hönnuð þar einnig.
Rís nú, sól
eftir Hugrúnu
börnin tvö og börn þeirra eru tíð-
ir gestir og bera sólskin og vor
inn til langömmu, svo skamm-
degið styttist.
Jónína Guðmundsdóttir er um
margt óvenjuleg kona. Ævinlega
var yfir henni einhver heiðríkja
og reisn. Og ekkert er henni fjær
en barlómur og undansláttur,
þótt móti blási. Hún hefur jafnan
boðið örlögunum birginn, þó
kunnað að beygja sig og sætta sig
við það óhjákvæmilega, enda
einlæg trúkona. Enn heldur hún
líkams- og sálarkröftum með
ólíkindum þrátt fyrir harða lífs-
baráttu á stundum. Hún hefur
fótaferð nær alla daga, getur rætt
mál af raunsæi og festu og heldur
minni svo vel, að alloft er til
hennar leitað, ef aðra brestur
þann dýrmæta hæfileika.
Ég, sem þessar línur rita, hef
ævinlega verið stoltur af þessari
móðursystur minni, virt hana og
á af henni margar hugljúfar
myndir í minningasafni hugans,
enda hefur hún verið mér sem
önnur móðir allar götur frá því ég
var smábarn. Vona ég að þar
verði ekki breyting á úr þessu.
Ef ég ætti að lýsa þér með einni
setningu, frænka mín góð, þá get
ég óhikað sagt: Þú hefur verið og
ert hefðarkona í hversdagsklæð-
um. Þar með er kannski saman
dregið mest allt, sem sagt hefur
verið hér að framan.
Svo þakka ég þér, frænka, alla
hlýjuna, skilninginn og móður-
legu umhyggjuna, sem þú hefur
sýnt mér öll þessi mörgu ár og bið
þér blessunar Guðs í tíma og ei-
lífð.
Guðmundur L. Friðfinnsson.
rJjognL________________________
Jólasveinar 1 og 59...
Mikil eru þau undur og ósköp,
aö þurfa ár eftir ár að lifa í hinni
hræöilegustu óvissu hvað varð-
ar fjölda jólasveinanna. Til er
gömul vísa, sem af má draga
þá ályktun að þeir séu einn og
átta, - nefnilega, samkvæmt
minni margföldunartöflu, ein
n(u stykki. Er þá trúlegt að
Stúfur, só talinn heill jóiasveinn,
sem þó verður að teljast rausn-
arlegt. En auðvitað er ekki hægt
að syngja: Jólasveinar átta og
hálfur. Það gæti misskilist illi-
lega.
Annars heyrði ég hér um
daginn átakanlega sögu um jóla-
svein, sem var raunverulega
hálfur. Sá starfaði við aðalgöt-
una i erlendri stórborg og naut
fádæma vinsælda. Sjónvarpið
heimsótti „Jóla“ á vinnustað í
kalsaveðri. Löng röð barna beið
eftir viðtali. „Jóli“ laut niður að
smáfólkinu og hlustaði þolin-
móður á óskir þess. Fer engum
sögum af viðræðum þessum
um hríð. Loks er röðin komin að
fjögurra ára snáða, snaggara-
legum. „Jóli" lýtur niður að hon-
um og segir eitthvað. En sá litli
horfir ásakandi á „Jóla“ og seg-
ir hátt, svo heyrist fyrir tilverkn-
að tækninnar, landshorna á
milli: Það er vínlykt af þér. Var
ekki að sökum að spyrja, aum-
ingja „Jóli“ missti vinnuna snar-
lega. Svona geta litlu skinnin
verið hreinskilin og miskunnar-
laus, stundum.
En það var fjöldinn. Sumir
vilja halda því fram, að jóla-
sveinarnir séu jafnmargir jóla-
dögunum eða þrettán. En hugsi
menn sæmilega rökrétt þá
hljóta allir að sjá að þessi tala er
allt of lág. Þeir eru tii að mynda
örugglega ekki færri en einn og
átta hér á Akureyri og svo heyrir
maður þessu til viðbótar, að
þeir séu bókstaflega úti um allt
land.
Einhver reikningsglöggur,
stakk því að mér um daginn að
rétt jólasveinatala væri sextíu.
Og því meir, sem ég hugsa um
þetta, því sennilegra finnst mér
það vera.
Það eru sextíu karlar vikum
og mánuðum saman I gömlu
húsi við Austurvöll. Hvaö þeir
aðhafast, - vandi er um slíkt að
spá. En þegar líða fer að jólum,
fara þeir að ókyrrast og semja
lög í gríð og erg: Loka loks
sjoppunni og dreifa sér um
landið. Ekki lúta þeir samt niður
að „börnunum'1 til að hlusta á
óskir þeirra nema á fjögurra ára
fresti eða svo.
Það sem vantar, er að eitt-
hvert frekar miskunnarlaust en
hreinskilið „barn“ segi þeim, að
það sé nú ekkert tiltakanlega
góð af þeim lyktin.
Högni.
P.S. Meðan ég man: Gleðileg
jól. Sami.
Opið bréf
- til Halldórs Halldórssonar
ritstjóra
Vegna skrifa Helgarpóstsins í
dag neyðist ég til að senda þér
stutt bréf. Á kennarafundi í
Menntaskólanum á Akureyri fyr-
ir hálfum mánuði voru ekki
„greidd atkvæði um Jóhann Sig-
urjónsson aðstoðarskólameist-
ara“, heldur um það, hvort aug-
lýsa bæri stöðu skólameistara,
meðan ég hef leyfi frá störfum.
Ýmsir þeir, sem greiddu tillög-
unni atkvæði, gerðu það til þess
að styðja það að Jóhann fengi
stöðuna eftir að auglýst hefði
verið. Fráleitt er því að gera því
skóna, „að mikill ófriður verði
um Jóhann fái hann starfið“.
Jóhann Sigurjónsson var settur
aðstoðarskólameistari eftir um-
sókn og að áeggjan kennara. Að-
stoðarskólameistari skal vera
staðgengill skólameistara eins og
segir í lögum um menntaskóla.
Ég hef fengið leyfi til að gegna
störfum deildarstjóra í skrifstofu
Norrænu ráðherranefndarinnar í
Kaupmannahöfn allt að fjögur
ár, eins og samningar milli
Norðurlandanna heimila. Það er
því ekki aðeins, að ég vilji að
Jóhann Sigurjónsson aðstoðar-
skólameistari verði skólameist-
ari, heldur skal hann gegna því
starfi. Að loknu starfi mínu í
Kaupmannahöfn ætla ég að
koma aftur að Menntaskólanum
á Akureyri.
í grein Helgarpóstsins segir, að
mál, sem legið hafi í þagnargildi,
hafi nú „dúkkað upp“, m.a.
fjármál sjálfs skólans og dýr silki-
húfuyfirbygging, sem orðið hafi í
minni tíð. Fjármál skólans fara
um hendur Fjármálaskrifstofu
Menntamálaráðuneytis, Ríkis-
endurskoðunar og Ríkisféhirðis,
og hefur engin athugasemd verið
við þau gerð. En þetta kitlar og
heldur fleiri blöð gætu selst, því
fýsir eyru illt að heyra.
Við hvað þú át með dýrri silki-
húfuyfirbyggingu veit ég ekki.
Hins vegar starfar nú fleira fólk
við skólann en fyrir 14 árum. Á
þeim tíma hefur nemendum líka
fjölgað úr 480 í 730.
Og svo er það „tölvuskóli
MA“. Rétt er, að námskeið á
vegum skólans hafa verið kölluð
Tölvuskóli MA. Nafnnúmer
„tölvuskólans“ er hins vegar hið
sama og Menntaskólans á Akur-
eyri, og í öllum samningum hefur
þetta nafnnúmer verið notað,
m.a. í samningum við ATLANT-
IS HF. Söluskattssvik eru þar
engin, enda eru tölvur undan-
þegnar söluskatti. Laun kennara
á tölvunámskeiðum skólans eru
hin sömu og fyrir aðra kennslu,
en lægri en t.d. fyrir kennslu í
öldungadeild, sem þó er sam-
dögunum skýrðum við frá
)ví, að líklegur arftaki Tryggva
jlslasonar skólameistara Mennta-
skólans á Akureyri yrði Jóhann
Sigurjónsson konrektor. Sjálfur er
[iVyggvi að fara I leyfi vegna starfs
sem hann hefur fengið á vegum
Í)rðurlandaráðs. En sagan um kon-
ktorinn mun ekki vera alls kostai
tt enda þótt Dagur á Akureyr
ifi tekið undir og sagt vera einhufc
n Jóhann. Þetta mun vera fjarr.
nni enda hafði ekki verið leitað
its kennara, þegar þessar fréttii
voru birtar. En það hefur verið geri
,nú. Áalmennum kennarafundi í M/
'oru greidd atkvæði um Jóhann o
téllu atkvæði þannig, að hann fék
llO atkvæði, 17 voru á móti honui
4 sátu hjá. Þá var gerð samþyk j
fundinum, þar sem lagt var til,
ða TVyggva sk
bærileg. Þessi laun hafa öll verið
greidd á árinu 1985 og því full-
snemmt að segja að „þau séu
jafnframt ekki talin fram“.
Enginn „skólastjóri“ er við
„tölvuskólann". Jóhann Sigur-
jónsson hefur hins vegar fjallað
um ýmis mál í Menntaskólanum
á Akureyri sem varða tölvur og
tölvukennslu vegna sérþekkingar
sinnar og sérstaks áhuga. Hann
er ekki umboðsmaður fyrir ATL-
ANTIS HF. og hefur enga umb-
un þegir frá því fyrirtæki. Tölv-
ur þær, sem skólinn á nú, eru
keyptar fyrir gjafafé og tekjur af
tölvunámskeiðum.
Sögusjóður Menntaskólans á
Akureyri er stofnun, sem hefur
sérstakt söluskattsnúmer. Laun
við samningu verksins voru að
miklum hluta greidd úr ríkissjóði
og úr Launasjóði rithöfunda svo
og með styrk úr Framkvæmda-
sjóði íslands. Sjálfur hef ég eng-
an mann beðið um að telja ekki
fram greiðslur sem þeir hafa
fengið úr sjóðnum.
Mikilsvert er að hafa glögg-
skyggna og réttsýna blaðamenn.
Vandi fylgir hins vegar vegsemd
hverri, líka þeirri vegsemd að
vera blaðamaður og ritstjóri
Helgarpóstsins. Ekki skil ég,
hvað fyrir þér vakir að birta
klausu eins og þá, sem þú birtir í
dag eða hverjum það kann að
vera til góðs. Én ég vona, að þér
takist ekki að vinna meiri skaða
með þessum söguburði en þú hef-
ur þegar gert. Söguburður þessi
er rangur og slík iðja er fyrirlit-
leg.
Menntaskólanum á Akureyri,
19. desember 1985.
Tryggvi Gíslason.
Umboðsmenn Dags
Sauðárkrókur: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828.
Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489.
Blönduós: Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581.
Olafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308.
Hrísey: Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728.
Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247.
Grenivík: Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112.
Húsavík: Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529
Mývatnssveit: Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173.
Kópasker: Anna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128.
Raufarhöfn: Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225.
Kópavogur: Guðbjörg Bjarnadóttir, Vallhólma 12, sími 641562.