Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 23. desember 1985 Ingibjörg Arnljótsdóttir. Nú í miðjum jólaundirbúningnum skrapp heimildamaður Alls til Reykjavíkur til að gefa unglingum þar dálítinn gaum. Veðrið hér hefur verið ágætt en dálítið brothætt vegna hvassviðris og mikill- ar hálku. Hér er mikið stress í fólki - vegna jólanna - og allt á fuilu. Reykvíkingum er mishlýtt til Akureyrar og fólk er hér voða- lega linmælt. Öllu lék forvitni á að vita, hvernig unglingum finnst að búa hér og hvað þeir gera um helgar, á jólunum, í skólanum, í frístundum, á ári æskunnar, í sumar, næsta sumar og í framtíð- inni, og hvort dóp og brennivín sé hér eins mikið vandamál og margir vilja halda fram. Allt fór niður í bæ og tók tali nokkra ung- linga. Á Austurvelli hitti Allt tvær hláturmildar stelpur, Hrönn Steingrímsdóttur og Sigrúnu Sig- ursteinsdóttur í 8. bekk Digra- nesskóla í Kópavogi. - Stelpur, hvernig finnst ykkur að búa í Kópavogi og hvar vilduð þið helst búa? „Helst í Kópavogi, þar er þott- þétt að búa." - Hvar vilduð þið helst búa úti á landi? „Á Akureyri, þar er æðislega gaman að koma,“ segir Hrönn. - Hvaö gerið þið í frístund- um? „Við förum á böll flestar helgar. I skólanum annan hvern föstu- dag og annan hvern föstudag í félagsmiðstöðinni. Þar er ágætt félagslíf, borðtennis, klúbbar ofl.“ - Finnst ykkur mikil drykkja eða dóþ hér á meðal unglinga? „Nei, nei, ekkert mjög.“ - Finnst ykkur ekki gott bíó- úrval hér?“ „Jú, ágætt en við förum ekki mikið í bíó." - Hvað er uppáhaldsmaturinn ykkar? „Kjúklingur og franskar." - Hvað gerðuð þið í sumar? „Ég var að vinna í heildsölu," segir Sigrún - „og ég var að passa," segir Hrönn. - Gott kaup? „Já, já, ágætt.“ - Hvað ætlið þið að gera í framtíöinni? f „Fara í framhaldsskóla og læra eitthvað." - Eitthvað að lokum? „Kópavogur er bestur!" Friðleifur Friðleifsson var að kaupa sér pulsu í Austurstræti. - í hvaða skóla ertu? „9. Ab í Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi." - Hvað gerir þú í frístundum? „Það er mjög gott félagslíf í skólanum, ball á hverjum mið- vikudegi og svo fer maður kannski út að skemmta sér aðra hverja helgi. Ég fer töluvert í bíó enda góðar myndir hér en það vantar hins vegar skemmtistað fyrir minn aldurshóp. Ég spila líka handbolta og á trommur og hlusta mikið á plötur.“ - Hvernig finnst þér að búa hér? „Það er fínt. Nei ég vildi ekki búa á landsbyggðinni þar er ekk- ert sérstakt." - Er dóp og drykkja mikið vandamál hér? „Nei, frekar lítið.“ - Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? „Nautasteik með kartöflum, hrísgrjónum og béarnaise sósu.“ - Hvað varstu að gera í sumar? „Ég var að vinna í frystihúsi á Kirkjusandi og verð þar senni- lega næsta sumar líka, það er ^ gott kaup þar. Síðan fer ég út í lönd næsta sumar." - Hvað ætlar þú að gera eftir 9. bekk? „Ætli ég fari ekki í einhvern menntaskólann hérna og læri eitthvað skemmtilegt." Ingibjörg Arnljótsdóttir sat á bekk í biðskýli og beið. - í hvaða skóla ertu? „8. bekk Æfingadeildinni.'1 - Er gott félagslíf þar? „Nei alveg glatað." - Hvað gerirðu þá í frístund- um? „Ég fer mikið út að skemmta mér. Stundum í Tónabæ en oftar reyni ég þó að fara í Sigtún, en það vantar alveg skemmtistað eins og Villta tryllta Villa, hann var frábær." - Verður þú mikið vör við drykkju og dóp hér? „Ekki dóp en drykkjan er dálít- ið mikil." - Finnst þér það allt í lagi? Ekkert of ungir krakkar í þessu? „Nei, nei, mér finnst það allt í lagi, skipti mér ekki af því.“ - Hvað gerir þú annars þegar enginn skemmtistaður er fyrir ykkur? „Það eru partí, já og dálítið drukkið og svo fer maður í heim- sóknireða í bæinn í frístundum." - Hvernig finnst þér að búa í borginni? „Bara æðislega gaman.“ - Hvað varstu að gera í sumar? „Ég var að vinna á Háskóla- lóðinni." - Ertu búin að fá vinnu um jólin? „Já, ég vinn á Ijósastofu núna og fæ kannski vinnu þar aftur næsta sumar. Þar er ágætis kaup.“ - Ferðu mikið í bíó eða horfir á vídeó? „Ég fer mikið í bíó en horfi ekki mikið á vídeó.“ - Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? „Kjúklingur og franskar." - Ertu búin að kauþa jólagjaf- irnar? Spilling í höfuðborginni. „Nei, það verður gaman að byrja á því.“ - Finnst þér ár æskunnar eitt- hvað öðruvísi en önnur ár? „Nei, ég hef ekki tekið eftir því.“ - Hvað ætlar þú að gera eftir 9. bekk? „Ég ætla í Versló." Á förnum vegi náðist tal af Benedikt Erlingssyni sem var að koma úr vinnunni. - Hvar ertu að vinna? „Ég fékk vinnu sem sviðsmað- ur í Þjóðleikhúsinu nú um jólin." - Hvað varstu að gera í sumar? Benedikt Erllngsson. 9999 ■ ■ ■ ■ ALLT spyr Allt spyr gamlan karl með derhúfu sem hvorki vildi láta nafns síns getið né festast á filmu. „Frá Degi? Nei ekkert svo- leiðis hér, enga Framsókn takk, ja nema KEA borgi. Þeir hafa víst nóga peninga þar. í sambandi við unglinga? Já ekki er það skárra. Ég þekki þó lítið til þar en þeir eru varla verri hér en á Akureyri. Þeir eru ábyggilega röskir og bráðmyndarlegir. Dóp og brennivín? Ég veit það ekki. Ekki eins mikið og þeir segja, já ég held frekar lítið og þá helst á Hlemmi eða hvað? Munur? Ja það er varla verra á Akureyri í þessu veseni. Unglingaskemmtistaðir? Það er áreiðanlega þolanlegt fyrir þá. Já bíóið er ágætt og vídeóið meðan sjónvarpið er svona lélegt bara dálítið dýrt. En þeir líta sjálfsagt ekki í bók. Það hlýtur að vera nóg að gera í fóboltanum, körfu- boltanum og auðvitað hand- boltanum. það hefði átt að senda þá á móti Þjóðverjun- um í unglingahandbolta, þeir hefðu unnið þá.“ Hrönn Steingrímsdóttir og Sigrún Sigursteinsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.