Dagur


Dagur - 05.09.1986, Qupperneq 3

Dagur - 05.09.1986, Qupperneq 3
5. september 1986 - DAGUR - 3 Heimilið '86. „Lapparnir" slá í gegn Einn sérhæfðasti básinn á heimilissýningunni í Laugar- dalshöll er tvímælalaust bás Þ. Þórðarsonar en þar fást nær eingöngu inniskór af ýmsum stærðum og gerðum. Eiginlega er illa gert að nota orðið „inniskór"" um varning þann sem þarna er á boðstólum, því Þórður Þórðarson, innflytj- andinn, kallar þetta „lappa“ og vill þannig gefa orðinu nýja merkingu í málinu. Þórður er sjálfur við afgreiðslu í básnum og er líflegur mjög - greinilega sölumaður af Guðs náð. Meðan blaðamaður Dags staldraði við seldi hann 9 pör af „löppum“ og það brást ekki að þeir sem á annað borð mátuðu lappana, drógu upp veskið skömmu síðar. „Ég flyt þetta inn af hugsjón,“ fullyrðir Þórður, sem reyndar hefur innflutninginn sem auka- búgrein. Rekstur skyndibitastað- ar í Hafnarfirði er hans aðalstarf. „Ég keypti mér fyrst svona skó fyrir 13 árum úti á Ítalíu þar sem þeir eru framleiddir og síðan hef Allir til Eyja. Engilbert Gíslason hafði í mörgu að snúast í bás Ferðaskrif- stofu Vestmannaeyja. Ungi maðurinn fremst á myndinni hafði hins vegar meiri áhuga á Ijósmyndaranum. Vikulegar ferðir milli Skotlands og Eyja Margir hafa staldrað við hjá Ferðaskrifstofu Vestmanna- eyja og kynnt sér það sem hún hefur upp á að bjóða, „enda básinn okkar í þjóðbraut á heimilissýningunni,“ eins og Engilbert Gíslason hjá Ferða- skrifstofunni orðaði það. Dagur hafði hlerað að Ferða- skrifstofa Vestmannaeyja væri meö einhverjar nýjungar á döf- inni fyrir næsta sumar og þeirri spurningu var beint til Éngil- berts. „Það er rétt, við stefnum að því að bjóða upp á vikulegar ferðir á milli Skotlands og Vest- mannaeyja næsta sumar. Þá yrði lagt upp frá Scrabster í Skot- landi, þaðan yrði farið til Þórs- hafnar í Færeyjum og síðan til Vestmannaeyja og Þorlákshafn- ar. Við erum komnir í samband við ýmsa aðila á Bretlandseyjum og þótt ekki sé búið að ganga endanlega frá samningum, bend- ir allt til þess að af þessu verði.“ Engilbert sagði að þessar ferðir yrðu í svokölluðum „túrista- klassa“ og hefðu menn augastað á gamla Smyrli í verkefnið. „Með þessu erum við ekki að stofna til samkeppni við Herjólf. Ég held þvert á móti að þetta verði til að auka ferðamannastrauminn til Eyja og sé ekkert því til fyrir- stöðu að góð samvinna geti tekist á milli þeirra aðila í Eyjum sem eru í þessum „bransa“,“ sagði Engilbert að lokum. BB Menn máta og kaupa. Lapparnir renna út. Þórður Þórðarson fylgist með og er tilbúinn með aðra stærð ef þessi skyldi ekki passa. Mynd: bb ég ekki gengið í öðru innanhúss. Ég hef alltaf haft einhver ráð með að endurnýja enda eru lapp- arnir vanabindandi. Það endaði með því að öll fjölskyldan var komin með „lappa-æði“ og ég ákvað að gefa fleirum tækifæri til að kynnast þessum einstaka fóta- búnaði og skellti mér því í inn- flutninginn. Reyndar fannst mörgum það vera hreint brjálæði af mér að vera með heilan bás á svona sýn- ingu eingöngu undir inniskó, en ég er ánægður með árangurinn enda búinn að selja um 100 pör á dag frá því að sýningin hófst.“ Þ. Þórðarson er með þrjár gerðir „lappa“ á boðstólum, úr frotté-efni, ull og bómull. Þeir eru mjög litskrúðugir, stórköfl- óttir og alla vega munstraðir. Erf- itt er að finna tvö pör nákvæm- lega eins, því skórnir eru hand- unnir og litasamsetningar mjög frjálslegar. „Þeir eru hallærislega smartir“, sagði einn unglingur sem staldr- aði við til að líta á dýrðina. „Fríkaðir“, bætti kunningi hans við og báðir keyptu sér par. Blaðamaður Dags lét einnig „plata sig upp úr skónum“ til að máta - og þá var ekki að sökum að spyrja. . . BB. strevma inn efni 1 haustlítum! aarn - Prjýrtaéfni í peýét|t%:fl Flaueí í.þuxut' og iákki gro og YH * Röndótf öa tótóti áarefni í s og jakka. „I1™ aukiö tu muda úrval af prjónag Newtak snið n0kkrUn1 'rÖnSkUm 9eröum onablað. í isle æmnian Saumanámskeio hefjast 8. sept. Sníðaþjónusta. Póstsendum. GLERARGATA 34 SIMI 96-23504 PÓSTHÓLF 84 602 AKUREYRI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.