Dagur - 25.09.1986, Síða 11

Dagur - 25.09.1986, Síða 11
íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson 25. september 1986 - DAGUR - 11 Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu: Sovéski „björninn" slapp með skrekkinn! íslenska landsliðið bætti enn einni skrautfjöður í hatt sinn í gærkvöld, er liðið gerði jafn- tefli við sovéska landsliðið í Dæma á Norður- landamótinu Þeir Olafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson handknatt- leiksdómarar frá Akureyri, hafa verið valdir til þess að dæma fyrir íslands hönd á Norðurlandamóti unglinga- landsliða, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Mótið fer fram í Noregi, 16.-20. október næstkomandi. Alls taka 6 lið þátt í mótinu að þessu sinni, frá Islandi, Færeyj- um, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og má reikna með að þeir Ólafur og Stefán dæmi í það minnsta þrjá leiki. Valið á þeim félögum kemur ekki á óvart, þeir hafa sýnt það í þeim leikjum sem þeir hafa dæmt, að þeir eru í fremstu röð íslenskra handknattleiksdómara. Á laugardaginn leika Þór og bikarmeistarar Hauka, æflnga- leik í körfuknattleik í Höllinni og hefst hann kl. 14. Þórsarar tefla fram tveimur nýjum mönnum í þessum leik, þeim ívari Webster þjálfara og Guð- mundi Björnssyni sem kominn er í herbúðir Þórs á ný, eftir ársveru í KR. knattspyrnu á Laugardalsveil- inum. Leikurinn var viðureign liðanna í B-riðli Evrópumóts- ins í knattspyrnu og var þetta annar leikur íslenska liðsins. Um daginn gerði liðið marka- laust jafntefli við það franska. Sovéska liðið sótti mun meira í fyrri hálfleik og áttu hinir snjöllu Atli Eðvaldsson fyririiði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Haukar hafa verið með eitt besta liðið í íslenskum körfubolta undanfarin ár en nú hefur liðið misst eitthvað af mönnum og þar á meðal Webster. Engu að síður eru í Haukaliðinu nokkrir af bestu leikmönnum landsins og má þar nefna, Pálmar Sigurðs- son, Henning Henningsson og Ólaf Rafnsson. leikmenn liðsins nokkur mjög góð skot að marki íslands án þess þó að skora. íslenska liðið átti nokkur skyndiupphlaup án þess þó að skapa mikla hættu í víta- teig Sovétmanna. Pað var svo frekar gegn gangi leiksins að íslenska liðið náði for- ystu á 30. mín. Arnór Guðj- ohnsen vann þá boltann af varn- armanni Sovétmanna og skoraði með góðu skoti upp undir þak- netið af markteig, 1:0. Eftir markið sóttu Sovétmenn í sig veðrið og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks náðu þeir að jafna. Einn sovésku leikmannanna átti þá fast skot að markinu, boltinn fór í íslenskan varnarmann og af honum í markhornið, óverjandi í kvöld kl. 17.30 leika landslið íslands og Tékkóslóvakíu skip- uð leikmönnum 21 árs og yngri, landsleik í knattspyrnu á Þjálfari Hauka er Jón Sigurðs- son en hann hefur þjálfað og leik- ið með KR undanfarin ár. Jón tók við af Einari Bollasyni sem nú stýrir liði ÍR x 1. deildinni. Verður fróðlegt að sjá hver mun- urinn er nú á Úrvalsdeildarliði Hauka og 1. deildar liði Þórs. Körfuknattleiksáhugamönnum gefst hér því kærkomið tækifæri að því að sjá Þórsara spila gegn einu af besta liði landsins. ívar Webster leikur með Þór á laug- ardag gegn sínuni gömlu félögum í Haukum. fyrir Bjarna Sigurðsson. Staðan 1:1 í hálfleik. í síðari hálfleik fengu bæði lið nokkur ágæt marktækifæri en íslenska liðið barðist mjög vel, gaf hvergi eftir og úrslitin 1:1. íslenska liðið lék vel í þessum leik og náði mun betur saman í gær en gegn Frökkum um dag- inn. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð er íslenska liðið í efsta sætinu í B-riðli Evrópukeppninnar, með 2 stig. Noregur og A.-Þýskaland gerðu markalaust jafntefli í Nor- egi í gær og eru hin liðin í B-riðl- inum, Frakkar, Rússar, Norð- menn og A.-Þjóðverjar öll jöfn að stigum, með 1 stig hvert eftir 1 leik. Akureyrarvellinum. Leikurinn er annar leikur íslenska liðsins í Evrópukeppninni. Fyrsti leik- ur liðsins var við Finna um daginn í Finnlandi og tapaðist hann 2:0. í íslenska landsliðshópnum eru fjórir leikmenn frá Akureyri, þrír frá Þór, þeir Siguróli Kristjáns- son, Hlynur Birgisson og Júlíus Tryggvason og Þorvaldur Örlygs- son úr KA. Þá er einnig í hópn- um Hermann nokkur Haraldsson en hann lék í marki KA fyrir nokkrum árum en spilar nú í Danmörku. íslenski hópurinn hefur dvalið á Akureyri frá því á þriðjudag við æfingar. Guðni Kjartansson þjálfari sagðist vera hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn en hann sagðist þó vita lítið sem ekkert um tékkn- eska liðið. „Ég á þó von á því að þeir séu bæði líkamlega sterkir og mjög fljótir,“ sagði Guðni. Knattspyrnuáhugamönnum á Norðurlandi gefst hér kjörið tækifæri til þess að sjá einn alvöru leik í lok knattspyrnuver- tíðarinnar. Keppa í Reykjavík Þeir félagar Víkingur Trausta- son og Aðalsteinn Kjartansson frá Lyftingaráði Akureyrar taka á laugardag þátt í opna KR mótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Reykjavík. Vík- ingur sem keppir í plús 125 kg flokki á mjög góða möguleika á því að vinna besta afrek mótsins og þá um leið glæsileg- an bikar. Kári Elíson ætlar ekki að taka þátt í mótinu. Hann æfir nú að kappi fyrir heimsmeistaramótið í kraftlyftingum sem frarn fer í Haag í Hollandi í byrjun nóvember og ætlar Kári sér stóra hluti þar. „Verið haft samband frá þremur félögum" - seglr Gústaf Baldvinsson Eins og komið hefur fram í fréttum, mun það ákveðið að Gústaf Baldvinsson láti af störfum sem þjálfari meist- araflokks KA í knattspyrnu. Gústaf hefur verið með liðið síðustu þrjú ár og hann hefur nú skilað liðinu þangað sem það var er hann tók við því þá, þ.e. í 1. deild. Gústaf býr nú og starfar á fsa- firði og Dagur sló á þráðinn þangað og spurði hann að því hvort hann væri búinn að ráða sig til starfa hjá öðru félagi. . „Á þessu stigi get ég ekkert sagt um það hvort ég þjálfa nokkuð næsta ár. En það hefur þegar verið haft samband við mig frá þremur félögum og þau beðið um viðræður þess efnis. Þetta eru eitt lið í 1. deild og tvö lið úr 2. deild en hvaða félög þetta eru get ég ekki látið uppi. Ég á þó von á því að það skýrist á næstu dögum hvort ég fer út í þjálfun áfram og þá hjá hvaða félagi,“ sagði Gustaf Baldvins- son. Það kemur ekki á óvart að félögin sýni Gústaf áhuga, því hann hefur sýnt það með KA- liðið að hann er mjög fær þjálf- ari. Körfubolti: Hvað gera Þórsarar gegn bikarmeisturum Hauka - Liðin leika æfingaleik í Höllinni á laugardag Knattspyrna: Landsleikur á Akureyri í kvöld Handbolti: KAtil Eyja Handknattleikslið KA leik- ur tvo æflngaleiki í Vest- mannaeyjum um helgina. Annar leikurinn verður við heimamenn en hinn er við Val úr Reykjavík. KA-menn æfa nú af fullum krafti fyrir keppnistímabilið sem nú fer í hönd en eins og komið hefur fram leikur KA fyrsta leikinn í 1. deildinni gegn Fram þann 8. október. • Spjótkast: Gott kast hjá Sigurði Sigurður Matthíasson spjót- kastari frá Dalvík bætti enn árangur sinn í greininni á frjálsíþróttamóti í Osló um síðustu helgi og kastaði spjótinu 72,16 m. Þetta kast Sigurðar dugði honum til sigurs á mótinu. Hann átti einnig ógilt kast sem var um 74 m. Besti árang- ur Sigurðar var áður 70,80 m. Eins og áður hefur komið fram í Degi, mun Sigurður stunda nám og æfingar í Bandaríkjunum í vetur og á eflaust eftir að bæta sig enn meira þar. Skfða- æfingar Skíðaæfingar á vegum for- eldrafélags SRA og SRA, fyrir krakka 12 ára og yngri hefjast á laugardaginn kemur, kl. 14 og fara fram í íþróttahúsi Glerárskóla. _AHir krakkar, yngri en 12 ára sem hafa áhuga á skíða- nþróttinni, eru hvattir til að mæta. • HKRA: Aðal- fundur Aðalfundur Handknattleiks- ráðs Akureyrar verður hald- inn miðvikudaginn 1. október. Fundurinn verður í ÍBA-her- berginu við Laugargötu og hefst kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Hvað er að ske? Fjórða skiptið í röð kom engin tólfa upp hjá íslenskum get- raunum nú í 5. leikviku. 9 rað- ir voru nxeð 11 rétta og fær hver röð kr. 83.580 og 141 röð með 10 rétta sem gefa kr. 2.286. Einungis í 1. leikvikunni á þessu starfstímabili hefur unn- ist á 12 rétta.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.