Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 26. september 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 50. RITSTJÓRI OG ABYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stóraukin náms- og starfsfræðsla leiðari._________________ Á síðustu árum og áratug- um hefur þróunin verið sú að skólaskylda hefur lengst og atvinnuþátttaka ungl- inga hefur minnkað. Á árum áður tóku unglingar fullan þátt í atvinnulífi landsmanna yfir sumarið, voru í byggingavinnu, unnu við síldarsöltun eða aðra fiskverkun og margt fleira. Nú hefur sumar- vinnutími unglinganna styst og sífellt hefur reynst erfiðara fyrir þá að fá almennilega sumarvinnu. Atvinnuþátttaka ungl-; inga er af hinu góða og hef- ur trúlega aldrei skaðað neinn unglinginn, þótt óþarflega mikið hafi verið lagt á hann miðað við aldur og þroska. Unglingarnir hafa með þessum hætti kynnst atvinnuháttum þjóðarinnar og því hvar og hvernig verðmætin í þjóð- félaginu verða til. Nú eru til dæmi þess að langskóla- gengið fólk hafi aldrei difið hendi í kalt vatn og það er ekki góðs viti að verðandi ráðamenn þjóðarinnar viti lítið sem ekkert um upp- byggingu þjóðfélagsins, nema það sem hægt er að lesa sér til um. Sú þekking jafnast á engan hátt við raunverulega atvinnuþátt- töku. Nauðsynlegt er að bregð- ast við þessu á réttan hátt og með sífellt lengri skóla- göngu virðist nærtækast að tengja skólalífið meira atvinnurekstrinum, auk þess að reyna að gefa skólafólki kost á að taka þátt í atvinnulífinu í sumar- leyfum. Nú er unnið að verkefni norrænu ráðherra- nefndarinnar um fjölbreytt- ari atvinnuþátttöku kvenna og var verkefninu valinn starfsvettvangur á Akur- eyri. Það hefur hlotið nafnið „Brjótum múrana" og er verkefnisstjóri hér á landi Valgerður Bjarnadóttir. í tengslum við þetta starf hefur verið ákveðið að stór- auka náms- og starfs- fræðslu í grunnskólunum á Akureyri á þessu hausti. í vetur verða um 260 nem- endur í 9. bekk grunnskól- ans á Akureyri og hug- myndin er sú að bjóða öll- um þessum nemendum slíka fræðslu með virkri þátttöku í atvinnulífinu hálfan veturinn. Samvinna þarf að nást við um 130 fyrirtæki um að taka við og leiðbeina einum unglingi í senn í þrjár klukkustundir í viku allan veturinn. Vonandi er að fyrirtæki á Akureyri taki málaleitan þessari vel og að þessi til- raun til virkrar starfs- fræðslu innan fyrirtækjanna reynist vel. Hér er ekki að- eins um það að ræða að unglingar kynnist þeirri starfsemi sem bíður þeirra þegar skólagöngu lýkur, heldur er einnig lögð áhersla á það að bæði stelp- ur og strákar kynnist starfs- sviðum beggja kynjanna. Fróðlegt verður að fylgjast með áhrifum þessara aðgerða á viðhorf og náms- og starfsval unglinganna næstu árin. HS fþróttiL Umsjón: Kristján Kristjánsson Evrópukeppni unglingalandsliða í knattspyrnu: Tékkar betri og unnu sanngjarnan sigur „Við fengum á okkur klaufa- mörk í þessum leik. Fyrri hálf- ieikur var í lagi af okkar hálfu en í þeim síðari kom munurinn á áhugamönnum og atvinnu- mönnum greinlega í Ijós. Þeir eru grimmir og voru fljótir á Tvö mót í golfinu Tvö mót verða hjá Golfklúbbi Akureyrar um helgina, og er þetta að öllum líkindum næst- síðasta helgin sem golfmót eru á dagskrá þar. Fyrra mótið verður á morgun og hefst kl. 10. Um er að ræða svokallaðan fjórleik en þar leika tveir keppendur saman einum bolta og slá til skiptis. Keppt verður með fullri forgjöf. Á sunnudagsmorgun hefst keppni kl. 10 einnig og er þá „Stableford“-keppni á dagskrá. Eins og á laugardaginn verða leiknar 18 holur en nú með 7/8 forgjöf. gk-. Freyr til KA Freyr Sverrisson er leikið hef- ur með liði ÍBK í knattspyrnu undanfarin ár, mun leika með KA í 1. deildinni næsta sumar. Freyr sem var einn besti maður ÍBK í sumar, kemur norður um áramót. Hann mun án efa styrkja lið KA mikið. - Tékkóslóvakía sigraði ísland 4:0 á Akureyri í gær boltann. En eftir fyrri hálfleik- inn átti ég von á því að við stæðum í þeim,“ sagði Siguróli Kristjánsson eftir leikinn við Tékka á Akureyrarvelli í gær. Völlurinn var mjög háll og var erfitt fyrir leikmenn liðanna að fóta sig á honum. Tékkar voru töluvert ágengari í byrjun og fékk liðið nokkur góð færi sem ekki nýttust. En á 38. mín. fékk þeirra besti maður, Vandas, bolt- ann á miðum vellinum, tók hann með sér og skaut síðan þrumskoti af um 25 m færi og hafnaði bolt- inn efst í markinu, óverjandi fyrir Hermann Haraldsson. íslenska liðið var nær því að jafna skömmu síðar er Siguróli átti skot í slá og yfir af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1:0. Hvammstangi: Keppt í sundi í 3. deild Um helgina fer fram í sund- lauginni á Hvammstanga keppni í þriðju deild í sundi, en þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni fer fram. Keppnin hefst klukkan tvö á laugardag og lýkur seinnipartinn á sunnu- dag. Þátttakendur í þessari fyrstu 3. deildar keppni í sundi verða frá Hvammstanga, Vestmannaeyj- um, Norðfirði, ísafirði og Suður- Þingeyjarsýslu. Tvö efstu liðin í keppninni færast upp í 2. deild svo ekki er að efa að baráttan verður hörð í sundlauginni á Hvammstanga um helgina. G.Kr. Síðari hálfleikur var mun verr leikinn af báðum liðum og var lít- ið um færi. Þó tókst Tékkum að bæta við þremur mörkum áður en yfir lauk. Annað markið kom á 61. mín. Þá skoraði Faktor með skalla af stuttu færi, eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Hann skoraði einnig þriðja markið, af stuttu færi, 10. mín. síðar eftir að hafa komist í gegnum vörn íslenska liðsins. Jón Þórir Jónsson fékk gullið marktækifæri skömmu síðar, þá rétt kominn inná en gott skot hans var varið í horn. Það var svo skömmu fyrir leikslok að Nemec bætti við fjórða marki Tékka eftir hrikaieg mistök í vörn íslands. Loftur Ólafsson ætlaði að senda boltann á Hermann í markinu en sendingin var ónákvæm og Nem- ec náði boltanum og skoraði í tómt markið. Úrslitin 4:0 fyrir Tékka. íslenska liðið átti ágætan leik í fyrri hálfleik en leikur liðsins breytist til verri vegar í þeim síð- ari. Bestur í liðinu var Viðar Þorkelsson en einnig áttu þeir Kristján Gíslason, Siguróli Krist- jánsson og Guðmundur Guð- mundsson ágæta spretti. í tékkneska liðinu var Pavel Vandas langbestur. Hlynir Birgisson í baráttu við tékkneskan varnarmann í leiknum í gær. Mynd: RÞB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.