Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 26. september 1986 26. september 1986 - DAGUR - 9 „Utvarp er skemmtilegur miðill sem býður upp á mikla möguleiká' Rödd Ernu Indriðadóttur hef- ur heyrst á öldum ljósvakans í 6 ár. Lengst af hefur hún flutt okkur fréttir af viðburðum líð- andi stundar, en einnig verið í dagskrárgerð, bæði fyrir útvarp og sjónvarp. Fyrir tveimur árum flutti Erna, ásamt fjölskyldu, til Akureyrar og tók þá við starfi frétta- manns við Ríkisútvarpið á Akureyri, en hefur nú tekið við starfið forstöðumanns Rúvak. Á næstunni heyrist rödd Ernu líklega lítið í útvarpinu, en við fáum vænt- anlega að njóta verka hennar í öflugum útvarpsrekstri á Akureyri. Erna er mætt í viðtal, og fyrst spurð um ætt, uppruna og fyrri störf. „Æi, það er svo hátíðlegt," segir Erna og hlær við, „en ég er fædd hér á Akureyri, í Norður- götunni. Móðir mín heitir Kristín Guðnadóttir og móðurafi minn og amma, Guðni Porsteinsson og Jakobína Ólafsdóttir, bjuggu mestallan sinn búskap í Fnjóska- dal. Þar bjuggu þau lengst á Skuggabjörgum, en einnig á Hálsi. Nú fara afkomendur þeirra í pílagrímsferðir að Skuggabjörgum, til að tína ber og líta á staðinn. Faðir minn er Indriði Gíslason, frá Skógargerði á Fljótsdalshéraði. Foreldrar hans voru Gísli Helgason og Dagný Pálsdóttir. Foreldrar mín- ir slitu samvistum áður en ég kom í heiminn og ég ólst því ekkert upp hjá föður mínum. Við mamma fluttum til Reykjavíkur. Mamma giftist síðar Gísla Eiríks- syni og ég ólst upp hjá þeim.“ Besti barnaskóli á landinu Erna ólst upp í Laugarnes- hverfinu í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla. „Mér finnst svona eftir á að hann hljóti að vera besti barnaskóli í landinu, fyrr og síðar. Það var alveg ótrú- lega skemmtilegt í þessum skóla. Ég hafði alveg frábæran kennara. Hann hét Jón Freyr Þórarinsson og varð síðar skólastjóri skólans. Ég held að það hafi verið alveg einstakt á þessum tíma hvernig hann kenndi. Hann var kennari af líf og sál og var með alls kyns nýjungar, við settum upp skemmtanir einu sinni á ári, söfnuðum í ferðasjóð og vorum í „Vona að við hjá Rúvak getum í sameiningu gert eitthvað skemmti- legt.“ alls kyns klúbbum. Það var ljós- myndaklúbbur, skákklúbbur og svo kenndi hann okkur dans öli árin. Það var alltaf grímuball á vorin, þetta var bara ekkert venjulegt. Ég varð hið mesta dansfífl af því að vera hjá honum. Ég er mikið búinn að reyna til að fá eiginmanninn til að fara í dansskóla, en það hefur ekki gengið. Nú eru synir mínir orðnir svo stórir að ég er að reyna að fá þá með mér. Undir- tektirnar hafa nú ekki verið neitt stórkostlegar, en ég heid að það sé nær ómögulegt fyrir konu að fara ein í dansskóla. Sigvaldi sagði mér reyndar að það væri allt í lagi, því það væri hægt að fá lánaða herra úr öðrum hópum, það má vera. Eftir dvölina í Laugarnes- skólanum fékk ég líka gríðarleg- an áhuga á ljósmyndun en hef því miður haft lítinn tíma til að sinna því. Á hverju hausti er það heil- agur ásetningur hjá mér að fara nú að mynda í vetur. Við höfum svo gott húspláss. Það stendur alltaf til að setja upp ljósmynda- herbergi í kjallaranum.“ Ætlaði að læra hárgreiðslu - Laugarnesskóli, hvað svo? „Jú, ég fór í heimavistarskóla á Laugarvatni þegar ég var ungling- ur. Fyrst í héraðsskólann og síð- an menntaskólann. Það er svolít- ið sérstakt að vera í heimavistar- skóla, alveg sérstakt samfélag. Vera mín þarna kom til af því að þegar ég var 14 ára ætlaði ég að Erna segist kunna vel við sig á Akureyri. Segist helst sakna fjðl- skyldunnar úr Reykjavík. læra hárgreiðslu. Það var mjög vinsælt í þeim hóp sem ég var í, hætta bara í skóla og læra hár- greiðslu. Mamma var ekkert mjög spennt fyrir þessu, hún ákvað að ég færi í landspróf og sendi mig þarna austur. Það var ekkert mál, það var alltaf um það talað að ég færi í menntaskóla og mér fannst það í rauninni alveg sjálfsagt. Þetta var að mörgu leyti bráðskemmtilegt. Við vorum nokkrar stelpur sem héldum hóp- inn og skemmtum okkur mjög vel. Ég lauk reyndar ekki stúd- entsprófi frá Laugarvatni, heldur Menntaskólanum í Hamrahlíð og það var árið 1972.“ - Hvað tók þá við, Háskólinn? „Nei, reyndar ekki. Veturinn eftir að ég varð stúdent gerðist ég húsmóðir. Mér finnst það nokk- uð merkilegt, svona eftir á að hyggja, að ég skyldi vera hús- móðir í heilan vetur og þá var ég ekki nema 19 ára. Þá var ég búin að eignast 2 börn, ársgamlan strák og annan nýfæddan. Mað- urinn minn var í Háskólanum. Okkur fannst við vera ógurlega fullorðin og ábyrgðarfull. Þetta voru viðbrigði, eftir að hafa verið í menntaskóla, frjáls eins og fuglinn, og allt í einu sestur að í 2ja herbergja íbúð f blokk með 2 ungabörn. Maðurinn minn var í skólanum allan daginn. Ég sat því ein heima og sá um strákana. Þegar maður er með 2 svona lítil börn er þetta vinna allan sólar- hringinn. En ég var ógurlega myndarleg húsmóðir, alltaf að baka. Svo komu skólasystur mín- ar í heimsókn og alveg sárvor- kenndu mér að komast ekki á böll um helgar. Þeim fannst þetta ekkert líf, en ég var sátt við það þennan tíma. Ég leit aldrei svo á að ég væri sest í helgan stein. Paradís á jörð Þennán vetur hlustaði ég gríðar- lega mikið á útvarpið. Ég man sérstaklega eftir að Páll Heiðar Jónsson var með þátt á laugar- dagsmorgnum þar sem fólk kom og sagði frá því hvað það hefði hlustað á í útvarpinu síðastliðna viku og hvað það vildi helst heyra í næstu viku. Ég man eftir að mér þótti alveg fráleitt að hann var alltaf með alveg óskaplega upp- tekið fólk í þessum þáttum. Mikils metna karla og konur, sem byrjuðu yfirleitt á því að lýsa því yfir hvað þau hefðu lítinn tíma til að hlusta. Ég var oft að hugsa um að hann ætti að fá ein- hverjar húsmæður eins og mig í þáttinn sem heyrðu nánast allt í útvarpinu. Við höfðum ekkert sjónvarp þannig að ég fylgdist afar vel með útvarpinu. Mér fannst útvarpið mjög gott á þess- um tíma. Eftir þennan vetur fluttum við til Svíþjóðar. Uppeldisbróðir minn var í listaskóla í Gauta- borg. Við höfðum haft talsvert samband við hann og hans fjöl- skyldu og því varð Svíþjóð fyrir valinu. Okkur var sagt að það Starfsmenn Rúvak. „Það vinnur hérna afskaplega skcmmtilegt og gott fólk,“ segir Erna. „Það var ekki hugsjón hjá mér að efla fréttaflutning g af landsbyggðinni, en * hins vegar fannst mér það spcnnandi verkefni.“ -úreinu í annað með Emu Indriðadóttur forstöðumanni RÚVAK vissi af dagskrárgerðarnámskeiði sem halda átti og sagðist myndi fara á það. Nú, ég fór á það og þar með voru mín örlög ráðin. Mér þótti útvarpið þá og þykir enn, gífurlega skemmtilegur miðill, sem býður upp á mikla möguleika. Páll Heiðar sá um þetta námskeið, hann var þá með Morgunpóstinn, ásamt Sigmari B. Haukssyni og ég byrjaði hjá þeim. 1981 byrjaði ég svo á frétta- stofunni og hef verið í fréttun- um síðan, þar til ég tók við starf- inu sem ég er nú í. Ég kunni mjög vel við mig á fréttastofunni. Bæði var starfið skemmtilegt og samstarfsfólkið frábært." Hef kynnst hér úrvals fólki - Hvers vegna fluttirðu norður? „Það var þetta hefðbundna, maðurinn minn, Pétur Reimars- Erna á skrifstofunni. „Svæðisútvarp hér á að vera skemmtileg viðbótarþjónusta.“ væri svo gott að vera þar með börn, maður fengi bókstaflega allt upp í hendurnar. Þetta virtist vera paradís á jörð fyrir barna- fólk. Svo við drifum okkur. - Hvernig fannst þér svo paradísin? „Mér fannst þetta að mörgu leyti mjög merkilegt þjóðfélag og þá aðallega hvaö margt var gert fyrir barnafólk. Ef maður fór í strætó og var með vagn eða kerru var það ekkert mál. Það var gert ráð fyrir því í vagninum og það kom alltaf einhver til að hjálpa foreldrum út og inn með vagninn. Þetta var mjög ólíkt því sem ég hafði kynnst í Reykjavík. Þar var heldur amast við því að maður kæmi með kerrur eða vagna í strætó. í Svíþjóð var það viðhorf ríkjandi að börn væru sjálfsogð og þú gast alls staðar verið með þau. Það er margt mjög gott í Svíþjóð, mikið öryggi, a.m.k. þar sem ég þekkti til.“ - Þú fórst í nám? „Já, ég fór í samfélagsfræði og tók BA próf í henni seinna. Ég tók fjölmiðlun sem aukagrein og fékk þá mikinn áhuga á faginu. Ég reyndi að komast í blaða- mannaháskóla, en það var eins og fyrir ríkan mann að komast í himnaríki. Það sóttu 1000 manns um en 60 voru teknir inn. Þá var ekki kominn neinn kvóti fyrir útlendinga, þannig að ég komst ekki að.“ Aldrei svo mikið sem séð hljóðnema - Hefurðu þá unnið eitthvað við blaðamennsku? „Já. Eftir að við komum heim langaði mig mikið í blaða- mennsku. Það var nú ekki hlaup- ið að því. Ég fór á öll blöðin og fyrir einhverja tilviljun fer ég upp á Alþýðublað. Það var þá tölu- vert stærra en það er núna, og þar fékk ég vinnu. Þetta var rétt fyrir kosningarnar ’78. Þá voru á Álþýðublaðinu ýmsir sem ég vann með seinna, Gunnar Kvaran, Atli Rúnar Halldórsson, Einar Sigurðsson, núverandi útvarpsstjóri á Bylgjunni, Axel Ammendrup, Jóhanna Sigþórs- dóttir og fleira fólk sem hefur komið við sögu fjölmiðlunar síðan. En þetta varð stuttur tími. Blaðið átti í fjárhagskröggum og var skömmu síðar minnkað niður í fjórblöðunginn fræga og það hættu flestallir. “ - En útvarpið, hvenær kom það til? „Meðan ég var á Alþýðublað- inu var mér boðið að vera með útvarpsþátt, en mér þótti það fár- ánlegt þar sem ég hafði aldrei svo mikið sem séð hljóðnema. Ég son, fékk vinnu hérna fyrir norð- an og þá flutti öll fjölskyldan. Það var engin hugsjón hjá mér að efla fréttaflutning af landsbyggð- inni, en hins vegar fannst mér það spennandi verkefni. Það hafði ekki verið fréttamaður hér í fullu starfi, en það var mikill áhugi á því á fréttastofunni að koma sér upp manni hér. Ég reyndi svo að hafa samband við fólk á svæðinu og kynna mér það sem var að gerast og hafa sam- band við fréttaritarana til að efla fréttastreymið suður. Ég reyndi að virkja ýmsa með mér í það, en mér finnst menn ekki hafa alveg nógu mikla hugsun á að láta vita af því sem er að gerast. Menn ætlast til að þeir sem vinna hjá útvarp- inu finni á sér hvað er að gerast og hvar, en þegar fréttamennirn- ar eru allir í Reykjavík eða á Akureyri er erfitt að fylgjast með öllu. Það er sem sagt vel þegið að menn láti heyra í sér, mér virðist að fólk á landsbyggðinni kunni ekki alveg inn á það. Það er meira um það fyrir sunnan. Þar eru menn vanir að hafa fjölmiðl- ana í kringum sig.“ - Ein klassísk, hvernig kanntu við þig á Akureyri? leggja áherslu á að hafa Rás 1 og 2 öflugar og síðan svæðisútvarpið sem viðbót við það. Mér finnst að svæðisútvarp hjá svona lítilli þjóð eigi ekki að vera umfangsmikið. Minn óskadraumur væri að geta haft stutta morgunútsendingu og síðan eitthvað síðdegis. Mér finnst að það ætti að stefna að því. En það verða ekki neinar stórbreytingar alveg á næstunni og ég hef ekki hug á að lengja útsendingartímann í bili, jafnvel frekar stytta hann. Það á að vera létt yfir svæðisútvarpi, góðar fréttir og rabb við fólk af svæð- inu.“ Líst vel á aukna samkeppni - Hvað finnst þér um frjálsa fjöl- miðla, þessa auknu samkeppni sem er að koma upp í útvarps- og sjónvarpsrekstri. Ér Ríkisútvarp- ið ófrjálst? „Mér líst vel á aukna sam- keppni, hún veitir aðhald. Mér hefur ekki fundist Ríkisútvarpið ófrjálst. En áður en Rás 2 kom til var það orðið mjög staðnað. Það voru búnar að vera háværar kröf- ur uppi um létt efni og meiri dæg- „Starfið leggst vel í mig.“ „Mér líkar alveg ljómandi vel á Akureyri, mér hefur alltaf liðið hér vel. Ég hef kynnst hér alveg úrvals fólki. Það eina sem ég sakna er að hafa ekki fólkið mitt í kringum mig. Ég held að það sé mikill missir fyrir börnin að hafa ekki afa og ömmu. Sérstaklega- finn ég fyrir þessu í kringum jól, þá eru margir frídagar og þá leið- ist mér, langar heim til pabba og mömmu. En það eru einu skiptin.“ Ekki bylting á Rúvak - Hyggstu gera einhverjar breyt- ingar á Rúvak? „Það var nú ekki gert ráð fyrir að það yrði nein bylting hérna. Það er stefnan að halda hér uppi dagskrárgerð fyrir Rás 1 og Rás 2. Það verður reyndar minna en oft áður því þegar ég tók við 1. ágúst var búið að ganga frá vetrar- dagskránni að mestu leyti, þann- ig að sumardagskráin næsta sum- ar kemur meira til minna kasta. Síðan er það auðvitað svæðisút- varpið sem verður áfram og það er verið að íhuga breytingar á því.“ - Nú hefur þú verið erlendis að kynna þér svæðisútvarpsstöðvar. Hvernig á svæðisútvarp að vera? „Ég lít svo á að svæðisútvarp hér eigi að vera skemmtileg við- bótarþjónusta. Mér finnst rétt að urtónlist. Það var ekki alveg orð- ið í takt við tímann. Mér finnst jákvætt að það bæt- ist við en ég er ekki mjög trúuð á að það sé svigrúm fyrir margar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hérna. Auglýsingamarkaðurinn er ekki endalaus og það er tölu- verð barátta um þær augiýsingar sem eru. Það er þá bara spuming um hver hefur betur í samkeppn- inni um auglýsingarnar. Ég ímynda mér að það geti ein útvarpsstöð, auk Ríkisútvarpsins, gengið á suðvesturhorninu, en ég hef litla trú á að einkasjónvarps- stöð geti gengið. Það þarf svo gíf- urlega fjármuni til. Það verður nýjabrum á þessu fyrst og mikið horft, en ég hef ekki trú á að þetta geti gengið til lengdar. Ég yrði ekki undrandi þótt þetta lognaðist út af eftir 1-2 ár.“ - Að lokum, hvemig líst þér á þetta nýja starf? „Alveg Ijómandi vel. Þetta er enn skemmtilegra en ég hafði búist við. En mikil vinna, svona til að byrja með. Ég þarf að koma mér inn í mál sem ég hafði ekki innsýn í áður, t.d. bókhald og rekstur. Þetta leggst mjög vel í mig, ekki síst vegna þess að það vinnur hérna afskaplega skemmtilegt og gott fólk með mér og ég vona að við getum í sameiningu gert eitthvað skemmtilegt.“ -HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.