Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 6
6 - ÐAGUR' - 26v september 1986 ___________________erlendur vettvanguc Fá karlmenn aðfæða börn? Skurðlæknirinn greip hnífinn og risti fimm senti- metra skurð í miðjan kviðinn. Síðan klauf hann vöðvann undir og opnaði með fingrunum nægilega stóran vasa í hann til að koma leginu fyrir. Næst los- aði hann gætilega um aðalkviðæðarnar, lét setja á sig stækkunargleraugu og tengdi legið slagæða- og bláæðakerfinu. Um leið og æðaklemmurnar voru fjarlægðar hvarf föli náliturinn af perulaga líffærinu fyrir ferskum roða. í gegnum legið rann aftur nýtt blóð. Mörg handtök voru enn eftir áður en hægt var að loka skurðinum. Svolítið þykkildi á kviðnum sýndi hvar legið hafði verið gróðursett. Skyldi nú líkaminn meðtaka aðskotavefinn? Og skyldi ein- hvern tíma þroskast fóstur í þessu legi? „Þessu hljóta þau sem fram- kvæmdu uppskurðinn að hafa velt fyrir sér. Og það því fremur, að enginn nema þau vissu að undir grænu yfirbreiðslunni á skurðarborðinu lá karlmaður. Nokkrum mánuðum síðar koma læknar frjóvguðu eggi fyrir í ígrædda leginu. Og eftir hálfan mánuð er það staðfest: Karlmað- ur er barnshafandi í fyrsta sinn. Hvaða kjaftæði er þetta annars? Léleg vfsindaskáldsaga eða blaðamannasprengja? Nei, ekki alveg. „Ef við værum viss að vilja það, gætum við framkvæmt þetta „læknisfræðilega afrek“ strax í dag.“ útskýrir dr. Jacques Testart, „faðir fyrsta franska glasabarnsins". Rétt eins og hver annar gæti það allt eins orðið J.R. úr Dallas, sem yrði að þamba gos í staðinn fyrir viskí, sitjandi óléttur við barboröið. Að áliti sumra sérfræðinga væri leg- ígræðsla ekki einu sinni nauðsyn- leg, heldur mætti koma fóstri fyr- ir í kviðarholi. Samkvæmt reynslu af utanlegsfóstrum kvenna má gera ráð fyrir að frjóvgað egg gæti einnig hjá karl- mönnum þroskast í blóðríka fitu- vefnum yfir þörmunum. Fóstrið mundi mynda legköku og taka upp næringu. Hugmyndin um barnshafandi karlmann var fyrst rædd opinber- lega fyrir sjö árum. Þá fæddi Margaret Martin í Nýja-Sjálandi heilbrigt barn, þótt legið hefði verið fjarlægt úr henni mörgum mánuðum fyrr. Aðeins 24 konur án legs hafa svo vitað sé orðið ófrískar í veröldinni. Margaret Martin er sú eina sem fæddi sitt barn, en það var tekið með keis- araskurði. Á eftir sagði læknir hennar, dr. Peter Jackson, við blaðamenn, að þessi fæðing sýndi að líffræðilega væri ekkert því til fyrirstöðu að karlmaður gæti fætt barn á sama hátt. „Loksins - nú geta karlmenn fætt börn“ eða „Konur lausar við fæðingarkvöðina“ hljómuðu fyrirsagnir blaðanna. Ennþá hefur enginn fram- kvæmt karlmannsfæðingu. En á sjöunda áratugnum gerði Banda- ríkjamaðurinn dr. Cecil Jacobsen tilraun, sem þá var raunar ekki svo mikið rætt um. Hann kom frjóvguðu bavíanseggi fyrir í kviðarholi karldýrs. Fóstrið þroskaðist, en dr. Jacobsen batt endi á þungunina eftir fjóra mán- uði. „Tilgangurinn með tilraun- inni var alls ekki að komast að raun um hvort karlmaður gæti borið þunga, heldur að kanna hve sjálfstætt fóstur getur þrosk- ast utan líkama móðurinnar,“ útskýrði hann. skurðlæknirinn dr. Leonard Bailey í Kaliforníu grætt apahjarta. „Baby Fae“ dó eftir 3 vikur af því að líkami þess hafnaði dýrahjartanu. Louise Brown er núna 8 ára. Hún er fyrsta barnið sem getið var í til- raunaglasi. Tilveru sína þakkar hún bresku læknunum dr. Patrick Step- toe og dr. Robert Edwards, sem kallaðir eru „feður glasabarnanna“. Enn hefur enginn framkvæmt þetta, en svona gæti það litið út. Skurðlæknar hafa komið legi fyrir í kviði karlmanns og síðar frjóvguðu eggi í leginu. Þar þroskast síðan fóstrið á venjulegan hátt uns barnið er tekið með keisaraskurði. Enda þótt dr. Jacobsen, er varð heimsfrægur sem upphafs- maður legvatnsprófana, hafi aldrei birt niðurstöður þessarar tilraun- ar, er í dag gjarna vísað til henn- ar sem sönnunar um möguleika á karlkyns móður. Dr. William DeFries setti fyrstur gervihjarta í mann. Hann vonaðist til að geta með því lengt líf tann- læknisins dr. Marney Clarks um nokkur ár til viðbótar. En hann dó eftir 112 daga þjáningar. Með nýrri frystitækni er nú hægt að geyma sæði, eggfrumur og jafnvel fóstur. Auðugur Bandaríkjamaður berst nú fyrir því að fá að „fram- leiða“ yflrburðagreint fólk með frystu sæði nóbelsverðlaunahafa. Á sömu skoðun er Peter Tau- ber, prófessor í kvensjúkdómum í Essen: „Þetta er bæði fræðilega og raunverulega framkvæman- legt. Og ef eftirspurn er fyrir hendi verður það áreiðanlega gert fyrr eða síðar.“ En hvar skyldi eftirspurnin helst vera? Ýmsir sérfræðingar eins og kynlífsfræðingurinn John Money frá Baltimore, nefna fyrst og fremst karlmenn sem láta skipta um kynferði. Eftir aðgerð- irnar þjást þeir oft af þeirri til- finningu að vera konur, fangnar í karllíkama. Fyrir marga þessara kynskiptinga gæti þungun og fæð- ing táknað uppfyllingu heitustu þrár þeirra, þ.e. að lifa lífinu sem kona að öllu leyti. Hommapör gætu einnig orðið hugsanlegir „viðskiptavinir“. Þeir þyrftu þá ekki annað enn egg- ■ gjafa til að geta fjölgað í fjöl- skyldunni. Enn væri hægt að hugsa sér, að hjón sem ekki vilja eignast börn strax láti frjóvga egg og rækta fóstur í tilraunaglasi. Það yrði síðan fryst á réttu þroskastigi. Ef eiginkonan létist síðar eða yrði ófær um að bera barn, gæti faðir- inn borið þungann og fætt barn þeirra. Að sjálfsögðu fylgdi þessu viss áhætta. Þar sem algengast er að blæðingar á fyrstu mánuðum kviðarholsþungunar bindi endi á hana, yrði maðurinn að vera und- ir stöðugu eftirliti á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir þennan vankant og marga fleiri, jafnvel hættu á getu- leysi eftir meðgönguna, kvaðst þriðjungur franskra karlmanna undir 35 ára aldri mundu við þessar aðstæður taka möguleik- ann á barnsburði til alvarlegrar athugunar. Kvikmyndaleikarinn Dustin Hoffman var nýlega spurður hvað honum fyndist um þá hugmynd að karlmenn eign- uðust börn. „Það er þá mál til komið! Ég væri sko alveg til í það.“ Eflaust eru þó fjölmargir kven- sjúkdómalæknar á sömu skoðun og prófessor Siegfried Trotnow, sem fylgdi fyrsta þýska glasa- barninu til lífsins 1982: „Ég lít á þetta sem vísindaskáldskap. Ég held það hljóti að vera óvenju- legt fólk sem óskar eftir svona nokkru. Sem kvensjúkdóma- læknir mundi ég hugsa mig tvisvar um, áður en ég tæki ábyrgð á barnsburði karlmanns." Ekki stóð á viðbrögðum við þessari yfirlýsingu dr. Trotnows. Kvensjúkdómalæknir í Ham- borg, sem lengi hefur rann- sakað vandamál varðandi ófrjó- semi, hafði þetta að segja: „Auð- vitað er sjálfsagt að reyna þetta. Því þá ekki? Ef karlmenn fá að ganga með og ala börn verða þeir kannski ekki eins áreitnir." Kvenréttindakonan Gloria Stein- em er sammála þessu: „Konur eru minna ofbeldishneigðar en karlar. Þær meta mannslífið meira af því að þær geta borið undir belti og fætt börn.“ Umræður hafa ekki síður spunnist um hina þjóðfélagslegu og lögfræðilegu hlið málsins. í dag getur barn í raun átt fimm „foreldri“, þ.e. konuna sem lagði til eggið, manninn sem lagði til sæðið, eldismóðurina sem þrosk- aði fóstrið í legi sínu og fæddi barnið og að síðustu foreldrana sem ekki gátu getið barnið saman heldur tóku við því nýfæddu. Að auki er sérfræðingurinn sem sér um frjóvgun eggsins í tilrauna- glasinu einnig stundum nefndur „faðir“ barnsins. Hvað viðkemur karlmannsþungun spyrja menn varla mjög lengi um hvað menn megi gera eftir að ljóst er að menn geti gert það, fremur en þegar tilraunir voru gerðar með hjartaflutning. Því þegar allt kemur til alls kostar mistekin kviðarholsfæðing karlmanns í hæsta lagi getuleysi eða fósturlát, en mistekinn hjartaflutningur lífið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.