Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 5
skarta sínu fegursta. Það er áberandi núna að þó það sé kominn 24. sept. er skógurinn ekki farinn að fella laufið, það er farið að fölna og litadýrðin mjög mikil. Að mínum dómi er það áberandi að birkiskógarnir hafa bæði þést og færst út á síð- ustu árum, þannig að það er ekki hægt að sjá að um mikla ofbeit sé að ræða á því svæði. - Hefur fénu sem er á beit þarna fækkað? - Fé hefur að vísu fækkað en ég held að það hafi ekki allt að segja gagnvart birkiskógunum. Vetrarbeitin er úr sögunni og það er áberandi hvað skógamir hafa sótt hér heim í átt til bæja og þést mikið. Um fjórtán þús- und fjár var hér á fjaíli á síðasta ári og ég hygg að það hafi verið eitthvað svipað í ár. - Nú er mikil fækkun hjá ykkur vegna niðurskurðar, hvernig er hljóðið í þeim bænd- um sem fyrir þessu verða og hvað er til ráða fyrir þá núna? - Það er líklega um helming- ur vetrarfóðraðs fjár sem verður skorinn niður. Þetta kemur nátt- úrlega til með að hafa mikil áhrif. Einhverjir bændanna fá vinnu við laxeldisstöðvar en engan veginn allir geta fengið eða nýtt sér þá vinnu. Þannig að það er ekki fyrirsjáanlegt hvaða áhrif þetta kann að hafa á búset- una. Við verðum að vona að þegar til lengri tíma er litið verði þessar aðgerðir af hinu góða og útrými þessum vágesti sem riðu- veikin er. - Veistu til þess að bændur ætli að hætta búskap vegna þess- ara aðgerða? - Ég hef heyrt raddir um það en sönnur á því veit ég ekki. - Hvað með nýja fyrirtækið ykkar, Seljalax, er von til að það geti farið að bjarga málum? - Seljalax er hlutafélag sem stofnað var með rúmlega 10 milljón króna hlutafé. Tilrauna- boranir hafa staðið yfir í sumar, þær hafa heimamenn annast og kostnaðurinn hefur verið þrjár til fjórar milljónir. Seljalax hef- ur ekki fengið fjármagn til tilraunaborana og því leitar stjórn nú eftir samstarfsaðila um áframhaldandi rannsóknir, upp- byggingu og rekstur fiskeldis- stöðvar. Það eru bundnar mikl- ar vonir við þetta og ef tekst að byggja upp öflugt atvinnufyrir- tæki á þessu háhitasvæði þá verður það öllu héraðinu til góðs. - Nú hlýtur að vera svolítið dökkur skuggi yfir sveitinni á þessu hausti, hvað er að frétta af mannlífinu? - Náttúrlega eru vissar breyt- ingar á ferðinni en ég held að mannlíf gangi alveg eðlilega og menn horfi fram á veginn. - Talið þið mikið ísíma síðan sá sjálfvirki var loks tengdur? - Þetta er ótrúlega mikil breyting og það til batnaðar, bæði finnst mér auðvelt að ná og gott lag hafa verið á símanum. Ég er ekki frá því að menn tali meira saman, þó að nú sé úr sögunni að hægt sé að hlusta á annarra samtöl, þess saknar örugglega enginn. - Pakka þér kærlega fyrir spjallið Sigurgeir og vertu bless- aður. - Sömuleiðis, blessuð. IM „Haustlitirnir skarta sínu fegursta" — Sigurgeir ísaksson á línunni Á línuna er kominn Sigurgeir ísaksson verslunarstjóri í versl- un KNÞ Ásbyrgi. - Sigurgeir, hefur verið mikill ferðamannastraumur hjá ykkur í sumar? - Hann hefur verið mikill og meiri en áður held ég. Þar kem- ur ef til vill margt til m.a. mikil veðurblíða. Það sem hefur ein- kennt þetta sumar er góðviðri. Að vísu komu aðeins norðan- áhlaup en þau hafa staðið stutt og það komu ekki sunnanrok sem stundum hafa skapað mold- viðri og sandfok. Við höfum haft ákaflega staðbundna og góða veðráttu. Ferðamanna- straumur er mjög vaxandi á þessu svæði, bæði er það þjóð- garðurinn sem dregur og meiri auglýsingar hafa áhrif. - Tjaldaði fólk mikið við þjónustumiðstöðina í sumar? - Það var nokkuð mikið og mun meira en í fyrrasumar þó ég hafi ekki tölur þar um, einnig má geta þess að það er tjaldað inni í Ásbyrgi líka og ég held að íþróttavöllurinn þar hafi oft ver- ið fullsetinn í sumar. - Hvernig gekk heyskapurinn íþessari góðu tíð? - Heyskapur gekk mjög vel og nýting heyja er góð en þau eru mun minni að vöxtum en þau hafa verið áður. - Nú er komin sláturtíð, gerðist ekki eitthvað fréttnæmt í göngunum? - Við erum búnir að fara í tvennar göngur og þær hafa gengið mjög vel, í bæði skiptin fengum við ákaflega gott veður. Það er stórkostlegt að fara um heiðina þegar haustlitirnir ★ Norsk blöð. ★ Sænsk blöð. ★ Dönsk blöð. ★ Ensk blöð. ★ Amerísk blöð. ★ Tölvublöð. ★ Frönsk blöð. ★ ítölsk blöð. ★ Þýsk blöð. ★ Askríftarþjónusta Bókabúðin Hafnarstræti 100 - Pósthólf 633 - Akureyri - Sími 24334. Byggingarþjónusta Húseigendur ★ Fyrirtæki ★ Húsfélög Bjóðum alhliða húsasmíði, nýsmíði og viðgerðir. Innréttingar, útihurðir, gluggar og glerjun. Vinsamlegast leitið tilboða. Veitum ráðgjöf við einangrun húsa. Baldvin Björnsson sími 96-21977. Undirbúningsæfingar á skíðum Krakkar 12 ára og yngri. Undirbúningsæfingar hefjast á morgun laugardag í íþróttahúsi Glerárskóla kl. 14.00. Verið með frá byrjun, nýir féiagar velkomnir. Foreldraráð SRA. Loðdýrabændur Eyjafirði Fundur verður að Hótel KEA mánudaginn 29. sept- ember og hefst kl. 21.00. Frummælandi á fundinum verður Flemming Larsen forstjóri sölusamtakanna Saga, ræðir hann um markaðsmál og söluhorfur á loðdýrum. Einnig mætir á fundinn Jón Ragnar Björnsson fram- kvæmdastjóri SÍL. Allt áhugafólk velkomið. Loðdýraræktarfélag Eyjafjarðar, Búnaðarsamband Eyjafjarðar. RESTAURANT Restaurant Laut auglýsir: Um helgina bjóðum við öllum gestum okkar upp á ókeypis fordrykk. Á matseðlinum okkar finnið þér úrval freistandi rétta á skaplegu verði, svo sem: Glæný steikt smálúðuflök í Pernodrjóma kr. 440,- Gufusoðið heilagfiski með rækjusmjöri kr. 485.- Lambahrygg með steinselju og hvftlauk kr. 620.- Eldsteiktan turnbauta með ferskum kjörsveppum kr. 890,- ásamt réttum kvöldsins á vægu verði. Komið og eyðið rólegri kvöldstund við kertaljós í þægilegum veitingastað. Borðapantanir í síma 22525. xRestaurant Laut • Hótel Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.