Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 11
Leikfélag Akureyrar Irumsýnir: 26. september 1986 - DAGUFj - 11 U HERRA Næstkomandi laugardag verð- ur barnaleikritið Herra Hú frumsýnt hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Hér er um að ræða finnskt leikrit eftir Hannu Mákelá sem hann gerði eftir skáldsögu sinni, en bæði verk- in hafa notið mikilla vinsælda. Þórunn Sigurðardóttir leik- stýrir verkinu en leikarar eru þrír. Skúli Gautason er Herra Hú, en Inga Hildur Haralds- dóttir og Einar Jón Briem bregða sér í ýmis hlutverk á eftirminnilegan hátt. Herra Hú er svartklæddur náungi sem býr í kofa úti í skógi. Hann heldur það hlutverk sitt að hræða börn, en krakkarnir sjá í gegnum hann. Hú er samt ramm- göldróttur og fær stuðning frá afa sínum sem er kostuleg mynd á kofaveggnum. Einnig vill hin sjálfstæða spegilmynd hans leggja ýmislegt til málanna. Hú lendir í ýmsum uppákom- um sem ég vil ekki segja frá hér, en þegar risaköttur og gráðug jurt hyggjast éta hann þá verður hann skiljanlega ekki eins upp- litsdjarfur. Hann reynir að nálg- ast Mikka og Rimmu með því að hræða þau, því hann kann ekki að haga sér almennilega. Þau fara saman til borgarinnar sem birtist okkur sem hávær óskapnaður og Hú verður alveg ruglaður á þessum framandi stað. Hann kemst heim með leigubíl, en á enga peninga og lætur bíl- stjórann fá gull, sem afi hans kallaði alltaf „gagnslaust rusl“. í lokin koma verkfræðingur og mælingamaður og ætla að leggja veg gegnum skóginn. Hú, Mikki og Rimma neyðast til að flytja í hinn skelfilega heim, sem borgin er í augum höfundar, en Hú kemur á óvart, mest þó sjálfum sér, og stendur uppi sem bjarg-. ^vættur sveitarinnar. Eftir æfingunni að dæma þá er hér skemmtilegt verk á ferðinni og spurði ég Þórunni Sigurðar- dóttur leikstjóra um boðskap þess og til hvaða aldurshóps leikritið höfðaði að hennar mati: „Þetta er um einmanaleika hans og hvernig óttinn tengist einmanaleikanum, en ég held að höfundurinn sé lítið fyrir uppeld- islegar skýringar á persónunni Herra Hú, aðalmarkmiðið er að skemmta áhorfendum. Ég hugsa að þetta sé kannski ekki fyrir mjög litla krakka, nema þá með foreldrum sínum. En fjögurra til fimm ára börn og upp úr hafa örugglega mjög gaman af þessu. Þó að verkið hræði pínulítið, þá er ekkert í því sem er ljótt. Enda segja margir að börn hafi gott af því að vera svolítið hrædd ef það er í réttum skömmtum. Það er þrillið sem er svo spennandi. Það hafa allir gaman af því að láta hræða sig pínulítið, vera spenntir og slaka síðan á í lokin. Og ég held að fullorðnir geti haft gaman af þessu líka.“ Það eru orð að sönnu því þetta er skondið verk. Ég spjallaði örlítið við leikarana og aðspurð sögðust þau nýútskrifuð úr Leik- listarskólanum og það væri mjög skemmtilegt að eiga við Herra Hú. Ég spurði Skúla hvort Hú væri flókinn persónuleiki. „Já, hann er furðulegur. Þegar er verið að lýsa hugarástandi hans í handritinu, (hissa), (reið- ur) og slíkt, þá kemur kannski hálf blaðsíða um ímyndanir hans og drauma. Bókin er dálítið öðruvísi þó hún fjalli um sömu atburði, þar er Herra Hú jafnvel flóknara fyrirbæri. Það er gaman að leika þessa persónu,“ sagði Skúli. - Inga, er ekki erfitt að þeyt- ast svona á milli hlutverka? „Það er náttúrlega nóg að gera hjá okkur Einari við að skipta um gervi, en þetta er gert fyrir þrjá leikara, eða kannski fjóra. Ég held að kötturinn hafi verið karlmaður. En þetta er ofsalega gaman. Guð, ég hef ekki verið svona falleg í fimmtán ár!“ hrópar Inga upp yfir sig í gervi stelpunnar Rimmu. Tónlist skipar vegiegan sess í leikritinu. Þetta eru skemmtileg lög eftir Sven Sid og sjá Kristinn Örn Kristinsson, Finnur Eydal og Birgir Karlsson um flutning og leikararnir syngja. Leikmynd og búningar eru eftir Gylfa Gíslason og lýsingin er í höndum Ingvars Björnssonar. Þetta eru mikilvæg- ir þættir og virðast þeir Ingvar og Gylfi ætla að gera góða hluti. En á laugardaginn á allt að vera vel smurt, því þá verður frumsýning og er væntanlega kominn fiðring- ur í aðstandendur sýningarinnar. Þess má geta að höfundur leik- ritsins, Hannu Mákelá, er væntan- legur hingað til þess að vera við- staddur sýningu. SS Næturvörður óskast Frekari upplýsingar á Hótel Stefaníu, sími 26366. Tryggingafulltrúi Vegna afleysinga er óskað eftir manni til að gegna starfi tryggingafulltrúa um eins árs skeið. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. óskar að ráða fréttaritara á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði Upplýsingar veitir Gylfi Kristjánsson, frétta- stjóri, í síma 24222. Vélvirkjar athugið! Bíla- og vélaverkstæði Hjalta Sigfússonar á Árskógsströnd vill ráða nú þegar eða sem fyrst vélvirkja til starfa. Möguleiki fyrir traustan mann að gerast hluthafi í fyrirtækinu. Nánari upplýsingar veita á verkstæð- inu á vinnutíma, Sigfús Þorsteinsson eða Haukur Sigfússon, símar 61810 eða 61811. Heimasím- ar, Sigfús 63151 og Haukur 63144. Óskum að ráða starfsfólk strax í heils- eða hálfsdagsstörf. Vinnutími frá kl. 9-13 og 13-18 eða 9-18. Upplýsingar gefur verslunarstjóri. Ekki í síma. Kaupangi. MATVÖRU MARKAÐURINN Skúli Gautason í hlutverki „Herra Hú“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.