Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 10
1Ó - DÁteÚR - 26. september 1986 Nýlega hefur lag eitt öðlast vin- sældir. Það er skondið lag með enn skondnari texta. Þetta lag er flutt af manni nokkrum sem nefnist Stanard Ridgway. Sá nefnir sig Stan og lagið nefnir hann nefnilega Camouflage. Texti þessa með eindæmum skemmtilega lags fjallar um draug nokkurn sem hjálpar ungum hermanni í Víetnam, bjargar lífi hans, og hverfur svo milli trjánna og sprenginganna. Hermaðurinn ungi á nefnilega í vök að verjast, eins og græn- lenskur selur, einn mót mörgum óvinum. Þá birtist við hlið hans jötunvaxinn maður með skot- færi og allegræjer og drepur flesta óvinina. Síðan hlaupa þeir kumpánar á brott í átt að herbúðunum. Á leiðinni er ein- hver af vondu köllunum svo óforskammaður að skjóta á unga hermanninn en þá stekkur hinn jötunvaxni fram fyrir kúl- una og grípur hana. Að lokum sjá þeir búðirnar og þá hverfur sá stóri. Þá verður þeim unga að orði: - Ja, þetta var nú skrýt- inn landgönguliði. Fyrr hafði sá ungi spurt hann að nafni og fengið svar um hæl: - Þeir kalla mig Camouflage. í búðum sín- um segir hann hinum her- mönnunum farir sínar. Þá leiða þeir hann að gröf í útjaðri her- búðanna og segja: - Sjáðu vinur, hér hvílir Camouflage, dauður síðan í gær. Blessaður vinurinn dó með þau orð á vör að hann langaði áður en hann hyrfi aö eilífu af þessari jörð, til að bjarga sosum einum ungum landgönguliða. Þannig endar lagið þegar hermaðurinn ungi þakkar þessurn látna vini sínum velgjörðirnar og segir svo: - Ja, þetta var sko skrýtinn land- gönguliði. I bresku poppblaði er Sounds nefnist var Stan Ridgway tekinn tali. Þar kom margt með endemum skemmti- legt fram. Maðurinn var eitt sinn fyrir ekki margt löngu í hljóm- sveit sem nefndist Wall of Voodoo. Hann hætti í henni og í kjölfar þess fylgdu málaferli og mikið þunglyndi. Til dæmis er hann spurður eftir létt spjall um lífið og tilveruna hvort hann hafi aldrei verið þunglyndur. „Jú, ég var hreint ofboðslega deprimeraður eftir að ég hætti í Wall of Voodoo. Jafnvel svo að sjálfsmorði skaut upp í koll mér.“ Einnig var spurt og spjallað um þetta lag hans sem útlistað var hér fyrir ofan. Hann var spurður hvort hann héldi ekki að fólk tæki fyrst og fremst eftir Rambo-bragðinu af þessu lagi og þess vegna væri það svo vinsælt. „Jú, töluvert hef ég nú hugs- að um það. Sérstaklega vegna bandarískra gagnrýnenda sem hafa gefið mér þennan Rambo- söngvara stimpil." - Nú fóru Bandaríkjamenn ofsalega flatt í Víetnam. Held- urðu að þú sért, eins og svo margir, að koma til móts við hetjuímyndina sem er svo dýrk- uð í USA og er þeim, Könun- um. svo nauðsynleg síðan þeir töpuðu, ha? „Jú, sko, það sem mér finnst um Víetnam kemur kannski ekki svo mjög fram í textanum. Mér fannst þetta alltaf vera, og finnst enn, að þetta hafi verið vitlaust stríð á vitlausum tíma á vitlausum stað og stjórnað af snarvitlausum rumpulýð. Það er það sem ég hef svo oft minnst á, hvernig það er ekki fólkið sem á upptökin að stríði, heldur stjórnvöld og sú stríðshyggja sem fylgir öllum her, alls staðar. Annars var það nú svo að þeg- ar ég samdi lagið var allur fj... að gerast í lífi mínu. Frændi minn sem hafði verið í Víet- nam, var nýlátinn af hjartaáfalli og Kaninn rétt búinn að labba sig inn í Grenada og ég hugs- aði með mér: „Ja, hvað er eig- inlega að ske“.“ - Trúirðu á ástina í nútíma þjóðfélagi? (Án félagslegs hreyfileika á grundvelli fastmót- aðra væntinga og atferlis- mynstraðrar rökhyggju). „Jú, sei, sei. Hún er mér hið fegursta í lífinu. Annars er ég enginn sérfræðingur. Ég er bara búinn að vera giftur í 10 ár.“ - Jæja, Stan. Trúirðu á drauga, ha? „Jú, ef við köfum djúpt í hlut- ina þá er það bara heimska að trúa ekki að eitthvað sííkt sé fyr- ir hendi. Mig „dauð“langar að hitta eins og einn draug. Sko, við vitum ekkert hvort þetta er fyrir hendi, eins og með kennaralaunin." - Að lokum Stan, hvers kon- ar persóna ert þú? „Jú, ætli ég sé ekki bara eins konar trúður. Og se ...“ Vantar þig sjónvaip eða Video? Eigum 9 gerðir af sjónvörpum og 4 gerðir af videó f— —:... - - - —- -t )•— — 1 —1 )l"T fi^j pi*i y <=r ***** f L VÍPgQ i Video: Samsung 34.900.-stgr. Sharp 50.200.-«tgr. Goldstar 43.800.-stgr. General 40.800.-stgr. í m/fjarstýringu m/fjarstýringu m/fjarstýringu m/fjarstýringu Hljómdeild Vorumaðíaka Rauðir, gulir, bláir, gráir og hvítir Verð aðeins kr. 3.700.-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.