Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 26. september 1986 .vísnaþáttur- Baldvin Halldórsson (Vestur- íslendingur) kvað aldraður: Elli herðir átök sín, enda sérðu litinn. Ævi-ferða fötin mín fara að verða slitin. Guðmundur Ingi Kristjánsson kvað þessar vísur til stúlku við skólaslit á Laugum 1930: Vfða Iiggja vegamót. Veturinn er að falia. Breiði vor á blað og rót birtu lífsins aiia. Sæit er vorið, satt er það. Samt - og því fer betur, - Ijúft er báðum okkur að elska þennan vetur. Karl Kristjánsson alþingism. ritaði þessa vísu í vísnabók ágætrar konu: Hvað sem annars auðnan gaf, ei var betra þegið, en geta hjartans grunni af grátið og líka hlegið. Karl Kristjánsson sendi mér næstu vísurnar tvær í nóv. 1974. Lýsa þær dekkri viðhorfum en þær er hann kvað fyrr á árum: Áhyggjur þér ekki gjörðu um eftirmæli vond né góð. Ferill manna flestra á jörðu fyrnist eins og daggarslóð. Illverka til er allra bragða neytt, yfirgangs og svika magnast kraftur. Mannskepnunni miða virðist greitt frá mennskunni til villidýrsins aftur. Næstu vísurnar tvær eru heimasmíð mín: Ég hef látið ból og bú brekkur, tún og fjallalæki. Væri ég ungur orðinn nú upp ég þráðinn glaður tæki. Þótt mér falli fljóð og menn og fullvel allur bærinn, sveitin kallar á mig enn eins og fjallablærinn. Þá leyfi ég mér að birta stökur eftir Þuríði Bjarnadóttur fyrrum hús- freyju að Árbót. Meðan Ijóðið svalar sál, Sjafnarglóðir funa, kveður óður uppheimsmál inn í hljóðan muna. Bæði er ótta björt og hlý. Barni er rótt um hjarta. Sendir á flótta sérhvert ský sumarnóttin bjarta. Hver mun sakna er lifnar láð þó Ijósir blakkni faldar? Finn ég vakna vilja og dáð, viðjar rakna kaldar. Kjartan Sveinsson orti um ónefnd- an oddvita: Áfram sótast oddvitinn öllum rótarlegri. Þó ógn sé ljótur andskotinn er hann hóti fegri. Sveinn Hannesson hafði þetta að segja um ónefndan mann: Sig að verja sá ei kann sýna er skyldi hreysti, en að berja bundinn mann ég betur engum treysti. Ekki er vitað hvort Sveinn kvað næstu vísu um sama mann. Hvar sem álfast amlóðinn engir bjálfann virða. Ei vil sjálfur andskotinn aplakálfinn hirða. Og enn kveður Sveinn Hannesson og snertir nú mýkri strengi. Hvar á vegi sem ég sé sóma föðurlandsins skal ég beygja koll og kné og kyssa sporin mannsins. Benedikt Einarsson, Hnausakoti í Miðfirði kvað: Lifði ég við glaum í gær, gætt skal þó að hinu, dag fyrir liðinn dróst ég nær dauðans takmarkinu. í júlí 1875 var Hjálmar Jónsson frá Bólu fluttur að Brekkuhúsum hjá Víðimýri. Heimsótti hann þá Jón skáld Árnason á Víðimýri. Jón kvað: Hugsarðu þér að hafa dvöl í húsunum þar á Brekku og deyja þar úr kröm og kvöl, kjörin við óþekku? Hjálmar kvað: Ljós á skari líf mitt er, lagt á veikdóms pressu, fyrr en varir útslökkt er inni í greni þessu. Ári síðar kvað Hjálmar eftirfarandi vísur á Akureyri: Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Forlög eru úr garði gjörð, svo gildir ekki að slíta. Aldrei mun ég Eyjafjörð upp frá þessu líta. Adams dómur órofinn ævi slítur vaðinn, kveð ég hér í hinsta sinn heiðursfólk og staðinn. Ekki er til þess vitað að þeir hafi átt í illdeilum Níels skáldi og Bólu- Hjálmar. Þó kvað Níels til Hjálmars: Falsi er hjartað holgrafið, hvofturinn byrlar eitur, sinnið hroka síbólgið, sálin hefur geitur. Hjálmar svaraði: Níels krullar meiðsli manns, mannorðs gulli spillir. Er rógbulla andskotans, arnardrullu kyllir. Á förnum vegi mætti Hjálmar prestshjónum er voru að koma úr kaupstað og var vinnumaður þeirra með í för að annast lestina og gekk það brösótt í slagveðrinu. Snjöll var lýsing Hjálmars á hersingunni: Aumt er að sjá í einni lest álagsgögnin slitin flest, dapra konu og drukkinn prest, drembinn þræl og meiddan hest. \siónvarpi FÖSTUDAGUH 26. septsmber 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaður: Mari- anna Friðjónsdóttir. 19.25 Litlu Prúðuleikararn- ir. (Muppet Babies). Niundi þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað. Rokkhátíð á Arnarhóli. Svipmyndir frá fyrri hluta hljómleika á afmælishátíð Reykjavíkur. Hljómsveit- imar Prófessor X og Tic- Tac leika. Tæknistjóri Vilmar H. Pedersen. Umsjón og stjórn: Mari- anna Friðjónsdóttir. 21.20 Bergerac Lokaþáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk: John Nettles. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.10 Seinni fréttir. 22.15 Á heitu sumri - Fyrri hluti. (The Long Hot Summer). Bandarisk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum, gerð eft- ir sögu William Faulkners. Myndin gerist í sveit í Suöurrikjunum þar sem stórbóndinn og jarðeig- andinn Wili Wamer ræður lögum og lofum. Hins veg- ar gengur honum illa að tjónka við fjölskyldu sina. Sonurinn er duglitUl, tengdadóttirin hálfgerð gáia en dóttirin hlédræg um of. AUslaus aðkomumaður, sem kemst i náðina hjá WUl, hleypir síðan öflu í bál og brand í fjölskyldunni. 00.00 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 27. september 17.30 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjami Felixson. 19.25 Ævintýri frá ýmsum löndum. (Storybook Intemational). 11. Hínemóa. Myndaflokkur fyrn böm. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Fyrirmyndarfaðir. (The Cosby Show). Nftjándi þáttur. Bandarfskur gaman- myndaflokkur í 24 þáttum. Þýðandi: Guðni Kottieins- son. 21.05 Laumufarþegar. (Monkey Business). Bandarisk grínmynd frá 1931. s/h. Aðahlutverk leflta fjörkálf- arnir Marxbræður, þeir Groucho, Harpo, Chico og Zeppo. Þeir bræður gerast laumu- farþegar um borð í risa- skipi á leið vestur um haf. Ekki liður á löngu þar tU yfirmenn á skipinu fá veð- ur af þessum aðskotadýr- um og hefst þá mikU leit og eltingaleikur sem berst víða. 22.25 Á heitu sumri. Siðari hluti. Bandarisk sjónvarpsmynd gerð eftir sögu WiUiam FauUuiers. Aðalhlutverk: Jason Robards og Ava Gardner. Efni fyrri hluta: HörkutóUð WUl Vamer hefur boðið aUslausum aðkomumanni, Ben Quick, jörð og dóttur sína fyrir konu.' Tengdadóttir Vamers lítur Ben einnig hým auga og hefur þetta þegar valdið árekstmm á heimUinu. 00.05 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 28. september 17.00 Guðsþjónusta i Strandarkirkju. Athöfninni verður sjón- varpað samdægurs á ÖU- um Norðurlöndum en hún er Uður f samstarfi nor- rænna sjónvarpsstöðva um trúarlegt efni. Séra Sig- urbjörn Einarsson biskup predikar en séra Tómas Guðmundsson sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Kór Langholtskirkju í Reykjavfk syngur, söng- stjóm og orgeUeikur: Jón Stefánsson. Þá syngur Barnakór Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði undir stjóm EgUs Friðleifs- sonar. ForleUt og eftirspU samdi ÞorkeU Sigurbjöms- son. 18.10 Andrés, Mikki og félagar. (Mickey and Donald). 22. þáttur. 18.35 Sumarið '83. íslensk sjónvarpsmynd um sumardvöl Reykjavík- urstúUcu í Flatey á Breiða- firði. Höfundur: Þorsteinn Mar- elsson. LeUcstjóri: Ása Ragnars- dóttir. 19.00 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Flóttamenn '86. 1. Afganskir flóttamenn í Pakistan. Fyrsti norræni fræðslu- þátturinn af fimm sem sýndir verða í sjónvarpinu í tengslum við sameigin- legt átak á Norðurlöndum tU hjálpar flóttamönnum í AfrUcu og Asíu. Hér á landi standa Hjálp- arstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn að sjón- varpsdagskrá og fjársöfn- un sem tengist henni sunnudaginn 5. október. 21.05 Janis Carol á Sögu. Sjónvarpsþáttur frá söngdagskrá Janis Carol Nielsson á Hótel Sögu í vor. 21.30 Staðgengillinn. (Marionettes, Inc.). Kanadisk sjónvarpsmynd gerð eftir visindasmásögu eftir Ray Bradbury. Leikendur: James Coco og Leshe Nielsen. Jón tölvusölumaður er orð- inn hundleiður á konunni og hehnUislífinu. Hann stenst þvi ekki mátið þeg- ar honum býðst óvenjuleg- ur staðgengUl. 22.00 Samuel Beckett - Þögn til þagnar. (SUence to SUence). HeimUdamynd frá irska sjónvarpinu um nóbels- skáldið Samuel Beckett og verk hans. 23.30 Dagskrárlok. Jjósvakarýni. Léttmeti á sunnudagsmorgnum, takk Ég er aö hugsa um að byrja á Rás 1, þó hlusta ég eigin- lega aldrei á hana. En mér varð það á að kveikja á útvarpinu siðastliðinn sunnudagsmorgunn, það kom nú til vegna þess að sonur minn var vaknaður kl. 6.30 og ég var af fremsta megni að reyna að stytta mér stundir. Við sem erum svo óheppin að geta ekki hlustað á Bylgjuna, verðum að hlusta á morgunandakt og aðra þvílíka skemmtun á sunnudagsmorgnum. Þar sem ég er ekki trúaðri en gengur og gerist og fer ekki ótilneydd í kirkju þá hef ég ekki gaman af morgunand- akt eða messum í útvarpi. í sjálfu sér er ég ekki að setja út á þessa dagskrá, því eflaust hafa margir ánægju af henni. Ég skil ekki af hverju Rás 2 sendir ekki út á sunnudagsmorgnum, eru þeir eitthvað öðruvísi en aörir morgnar? Mér finnst þeir a.m.k. mjög svipaðir laugardagsmorgnum. Af minni alkunnu fyrirhyggju- semi legg ég auk þess til að sjónvarpið sendi út barna- efni á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum. Því miður er ég yfirleitt sofnuð það snemma á kvöldin að lítið verður úr sjónvarpsglápi, og ef ég er ekki sofnuð þá eyði ég tímanum heldur í nytsamari verk, svo sem eins og strauja eða sauma. Mér til sárrar gremju svaf ég af mér nýja framhaldsmyndaþátt- inn á þriðjudagskvöldið og sömuleiðis umræðuþáttinn þar á eftir sem fjallaði um fjölmiðla á tímamótum. Skilst hins vegar að báðir þessir þættir hafi verið vel þess virði að eyða í þá tíma. Á laugardagskvöldið var hins vegar undantekning á þessum kvöldsvefni. Ég reyni að missa ekki af Fyrirmyndarfööurnum, sem mér þykir einstaklega skemmtilegur og hef áður hælt í þessum dálki. Ég horfði sem sagt á hann og síðan tók við bandarískur Helga Jóna Sveinsdóttir skrifar jpáttur. Þáttur þessi hét á því ástkæra ylhýra, Sveitasæla og þar komu fram 5 af skær- ustu stjörnum sveitasöngv- anna í Bandaríkjunum. Ég vona að unnendur sveita- söngva móðgist ekki þó ég lýsi yfir þeirri skoðun minni að þessi þáttur hafi verið alveg einstaklega væminn og leiðinlegur. Þetta eru kannski ágætir söngvarar, eri. .

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.