Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 7
26. seþtember 1986 - DAGÚR - 7 Fyrsti frumkvööull glasafrjóvg- unar var Bandaríkjamaðurinn dr. Landrum Shettles. Þegar í byrjun áttunda áratugarins hafði hann frjóvgað egg í tilraunaglasi, en yfirmaður hans var hræddur við almenningsálitið og skipaði honum að eyðileggja þau og hætta þessum tilraunum. Síðar var dr. Shettles sagt upp stöð- unni. „Ef ég hefði fengið að halda áfram,“ andvarpaði hinn 76 ára gamli vísindamaður, „hefði fyrsta glasabarnið fæðst hér hjá okkur en ekki í Englandi fimm árum síðar.“ Nú rekur dr. Shettles eigin sjúkrastofnun í Las Vegas og starfar enn eftir reglunni sem móðir hans innleiddi honum: „Enginn vinnur nema vogi.“ „Ef hægt verður að þroska fóstur á þennan hátt án mikillar áhættu bætir það feikimiklu við þekkingu okkar á fósturþroska,“ segir hinn aldurhnigni vísinda- maður enn fullur eldmóðs og áhuga. Athugasemdina um að þarna sé náttúrulögmálunum algerlega snúið við tekur hann ekki alvarlega: „Mér finnst það einmitt óhemju spennandi að kíkja svolítið á spilin hjá náttúr- unni - og hjálpa henni aðeins ef með þarf.“ Dr. Shettles hefur samt engan áhuga á að kynna heiminum fyrstu karlkyns móðurina. „Ég mundi fremur vilja hjálpa konum sem misst hafa legið til að verða barnshafandi á ný. Reynslan sem þannig fengist kæmi karlmönnum síðar til góða.“ Dr. Shettles hefur grun um hverjir kunni að verða fyrstir á þessu sviði. „Það verða sennilega Ástralíumenn. Þeir hafa náð alveg ótrúlega langt í tilraunum á sviði skurðlækninga á síðari árum. Þeir hafa ekki svo mörg orð um það, heldur framkvæma það.“ Kvensjúkdómalæknirinn Taub- er í Essen telur tilgátu Shettles ekki ósennilega. Ekki alveg á næstunni, bætir hann við, en kannski eftir áratug eða svo. Sjálfur segist hann ákveðinn í að gera ekki tilraunir á þessu sviði, en bætir hins vegar við: „Við skulum ekki vanmeta framþróun rannsóknanna. Einhver læknir framkvæmir þetta einhvern tíma.“ Flestir þessara lækna og vís- indamanna eru karlmenn, og lengi hefur ýmsa frumkvöðla kvennahreyfinga grunað að stundum búi meira að baki þrýst- ingi á þessar tilraunir en forvitnin ein og áhugi á framþróun lækna- vísindanna. Þar komi líka til minnimáttarkennd karlmanna og öfund vegna sérhlutverks kon- unnar og hins nána sambands sem aðeins getur skapast milli móður og barns. Þar á ofan óttist karlmaðurinn, þótt ómeðvitað sé, vald „ofurmóðurinnar" vegna hins ómissandi hlutverks hennar við viðhald kynstofnsins, og reyni á allan hátt að draga úr þessu mikilvægi. í upphafi var konan talin eini skapari mannlífs, þar sem menn gerðu sér þá enn ekki grein fyrir hlutverki karlmannsins við æxl- unina. Þótt það breyttist síðar sér konan ein um barnsburðinn og fæðinguna. „Og ef við missum þetta síðasta vígi okkar,“ óttast Gloria Steinem, „þá verðum við ennþá minna ómissandi en við erum nú.“ Enn hefur þróunin ekki náð svo langt. Og hugsan- legt er að karlmaður gæti alls ekki fætt barn af einhverjum enn óþekktum orsökum. Við spyrjum prófessor Tauber hvort ekki sé stigið stórt stökk í þróuninni með tilkomu karlkyns móður. „Jú, vissulega, En sá sem fyrir- fram veit um og íhugar stórt stökk sem hann tekur, er ekki eins hættulegur og sá sem tekur lítið stökk að óathuguðu máli.“ Maria Bicl í STERN 32/1986, Þýð. Magnús Kristinsson. „Lapparnir" komnir Stærðir 26-33. Verð kr. 330.- Stærðir 36-45. Verð kr. 368.* Barnanáttföt. Handklæði. Verð frá kr. 305.- Margar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 198.- Athugið! Lokað í hádeginu. Opið laugardaga 10-12. Lækningastofa Hefi opnað lækningastofu að Bjargi, Bugðu- síðu 1 Akureyri. Sérgrein: Lyflækningar og lungnalækningar. Viðtalstími á miðvikudögum eftir kl. 14. Tímapantanir að Bjargi sími 26888 alla virka daga frá kl. 8-15.30. Friðrik E. Yngvason, læknir. 1° 18 11 • T ts' « KJÖRBÓKIN: VfSASTA LEHHN AÐ SETTU NIARKI Ef þú setur markið hátt og hyggur á góða fjárfestingu í framtíðinni er Kjörbók Landsbanka fslands einmitt fyrirþig. Kjörbókin er óbundin og örugg ávöxtunarleið. Hún ber háa vexti sem leggjast við höfuðstólinn á sex mánaða fresti. Til þess að tryggja að Kjörbókareigendur njóti ávallt hagstæðustu kjara er tryggðra reikninga og hag- stæðari leiðin valin. Settu þér markmið og byrjaðu strax að leggja inn á Kjörbók. ávöxtunin ársfjórðungslega borin saman við ávöxtun bundinna sex mánaða vísitölu- Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár BLÁTT CYAN RAUTT MAGENTA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.