Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 26.09.1986, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 26. september 1986 Nýir réttir á helgarseðli Smiðjunnar „Emm Sorpeyðingarmál Sauðárkróksbæjar: í hreinustu vandræðum“ - segir Snorri Björn bæjarstjóri „Við erum í hreinustu vand- ræðum það er alveg ljóst“ sagði Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri á Sauðárkróki þeg- ar blaðið spurði hann eftir stöðu mála í sorpeyðingu Sauðárkróksbæjar. Snorri kvað samning sem bærinn gerði um sorphauga í landi Skarðs í Skarðshreppi í ná- grenni Sauðárkróks hafa verið sagt upp í desember síðastliðn- um og þeir hefðu átt að vera farnir í júní. Um næstu skref í máli Sauðárkróksbæjar og Rípurhrepps vegna fyrirhugaðr- ar sorpbrennslu í landi Hellu- lands kvaðst hann ekki vita. Bæjarstjórn Sauðárkróks sendi hreppsnefnd Rípurhrepps bréf 3. september sem enn hefur ekki verið svarað. „Hvað við bíðum lengi enn vitum við ekki. Við Sérkennsla: Niöurskuröurinn er allt að 70% „Þessi skerðing fjár til sér- kennslu er ekki bundin við Lundarskóla, því þetta er eins við alla skóla á Akureyri. Hitt er annað að skólinn hefur tek- ið við fleiri sérkennslunemend- um en aðrir skólar, því nemendur sem þurfa sér- kennslu eru fluttir til okkar úr öðrum hverfum bæjarins,“ sagði Jóhann Sigvaldason skólastjóri Lundarskóla á Akureyri. Pegar í ljós kom að ríkið greiddi ekki fyrir þá sérkennslu sem greind var í bænum gekk Akureyrarbær í ábyrgð sem nem- ur 2/3 af kostnaði. Utlit er fyrir að þær greiðslur berist fram að áramótum. Um framhaldið er því óvissa. Lundarskóli hefur því flesta sér- kennslutíma af öllum skólum á Akureyri. Jóhann tók sem dæmi nemanda sem þarf kennara með sér allan tímann sem hann er við nám. Samkvæmt sérkennslu er þessum nemanda úthlutað 7 tím- um á viku, en Lundarskóli útvegar þessum nemanda 20 tíma á viku, en það er réttur nemandans sam- kvæmt lögum. „Þetta þýðir að aðrir nemendur fá ekki þá umönnun sem þeir þurfa og við getum ekki hrakið frá okkur nemendur sem eru komnir til okkar. Við bfðum eftir því hvort kennarar sem sinna þessum nemendum fái laun sín greidd um næstu mánaðamót. Þetta er því í lausu lofti þar til lausn finnst á málinu,“ sagði Jóhann. „Við höfum ástæðu til að ætla að málið fái farsæla lausn,“ sagði Björn Jósef Arnviðarson formað- ur Skólanefndar Akureyrar, er hann var spurður um þessi mál. Fræðslustjórar á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum eru nú að ræða þessi mál við yfirvöld í Reykjavík. Er mál manna að þessi umdæmi eigi margt sameiginlegt varðandi sér- kennslu. Kennarar hafa víðast verið ráðnir til sérkennslunnar upp á það að málin leysist. Mennta- málaráðuneytið hefur, eftir því sem best er vitað, ekki staðfest allar ráðningarnar. Fjárveiting til sérkennslu var aukin um 36-37% á síðasta ári, eða úr 140 stundum í rúmar 200 stundir. Ef miðað er við greinda þörf og óskir fræðsluskrifstofunn- ar er niðurskurður þrátt fyrir það allt að 70%. Á síðasta ári voru heimilaðar 140 stundir til sér- kennslu, en kennt var samkvæmt greindri þörf og það greitt af ráðuneytinu. gej- Þannig lítur bifreiðin út sem stolið var. Bifreiðin ófundin Bifreiðin A-10604 sem stolið var í Gránufélagsgötu á Akur- eyri aðfaranótt laugardagsins 13. september sl. er enn ófund- in þrátt fyrir mikla leit. Bifreiðin er af Lancer gerð, ljósdrapplituð og af árgerð 1981. Rannsóknarlögreglan á Akureyri biður alla þá sem geta gefið upp- lýsingar um bifreiðina að gefa sig fram. Þess má geta að þegar bif-< reiðinni var stolið var hún ólæst og lyklarnir í bifreiðinni þannig að þjófnaðurinn var auðveldur þeim sem þar voru að verki. gk-. erum í rauninni að bíða eftir hvort þeir ætla standa við sam- þykkt fyrri hreppsnefndar eða ekki, það er það sem við óskum eftir svari við,“ sagði Snorri Björn. í máli hans kom einnig fram að bæði landeigendur í Skarðshreppi og bygginganefnd Skarðshrepps hefðu sýnt mikla lipurð. Þeim hefði verið gerð grein fyrir því hvernig málin stæðu og tekið þessu með skiln- ingi enn sem komið væri en hversu lengi sem það yrði. Árni Gíslason oddviti Rípur- hrepps vildi ekkert um málið segja þegar blaðið hafði samband við hann í gær en bjóst við að bréfið yrði tekið fyrir á fundi hreppsnefndar á næstunni. Menn hefðu verið í göngum og fjárragi undanfarið og haft öðrum hnöpp- um að hneppa. -þá maður Siguröur Eiríksson aðalfulltrúi sýslumannsins í Eyjafjaröar- sýslu og bæjarfógetans á Akur- eyri hefur verið skipaður sýslu- maður S.-Múlasýslu og bæjar- fógeti á Eskifirði. Þrír umsækjendur voru um þessa stöðu er losnaði er Bogi Nilsson sýslumaður var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkis- ins. Sigurður Eiríksson mun taka við hinu nýja starfi um næstu mánaðamót. gk-. Blönduós: 8 sóttu um 7 íbúðir Nýlega var úthlutað á Blöndu- ósi fjórum íbúðum í verka- mannabústöðum, alls voru auglýstar sjö íbúðir en ekki reyndist unnt að úthluta nema fjórum, þar eð sumir umsækj- endur uppfylltu ekki þau skil- yrði sem sett eru um verka- mannabústaði, en átta aðilar sóttu um. íbúðirnar sem úthlutað var eru tvær endursöluíbúðir við Skúla- braut, ný íbúð við Garðabyggð sem áætlað er að afhent verði í byrjun mars og einbýlishús við Urðarbraut sem afhent verður í byrjun nóvember. Tveir umsækj- endur voru um sömu íbúðina og getur sá sem ekki hlaut úthlutun sótt um eina af þeim íbúðum sem eftir urðu. Hinar íbúðirnar verða endurauglýstar og geta þá þeir sem ekki uppfylltu skilyrði að þessu sinni væntanlega sótt um aftur hafi þeir í tæka tíð komið sínum málum í lag. G.Kr. Allt rólegt í Brekkugötunni... Mynd: gej- Dagblað í eitt ár í dag er liðið eitt ár frá því að Dagur var gerður að dagblaði, en það var 26. september í fyrra. Á því ári sem liðið er hafa verið gefin út 248 tölu- blöð, þar af 180 það sem af er þessu ári og er það met í tölu- blaðafjölda blaðsins. Gera má ráð fyrir að tölublöð þessa árs verði alls um 250 talsins. Margir höfðu efasemdir um að rekstur dagblaðs á landsbyggð- inni gengi upp þegar farið var út í þessa breytingu, en reyndin hefur orðið önnur. Reksturinn hefur gengið þokkalega, þrátt fyrir töluverðan fjármagnskostnað vegna fjárfestinga, t.d. í innrétt- ingum, tölvubúnaði og fleiri tækjum. Þá hefur verið lagt í kostnað vegna ritstjórnarskrif- stofa blaðsins á Blönduósi, Sauð- árkróki og Húsavík, en sú starf- semi virðist ætla að skila sér, því hún hefur mælst mjög vel fyrir. Þegar við upphaf dagblaðs- útgáfunnar jókst áskrifendafjöld- inn nokkuð, án þess að nokkurt sérstakt átak væri gert í þeim efnum. Upp á síðkastið hefur hins vegar verið unnið að áskrif- endaherferð sem virðist ætla að skila verulegum árangri. Upphaf þessa átaks var á sýningunni Heimilið ’86 og þar gerðust rúm- lega 500 manns áskrifendur að blaðinu í kynningaráskrift. Undanfarið hefur verið hringt í heimili á Norðurlandi í kjölfar kynningarbæklings sem sendur var út og hafa nú þegar komið um 1400 nýir áskrifendur í kynn- ingaráskrift. Þessari áskrifenda- herferð er enn ekki lokið. Sú breyting var gerð á útgáfu blaðsins á tímabilinu, að farið var að gefa það út á morgnana. Aug- ljós ánægja er meðal áskrifenda með þessa breytingu. Ef vel tekst til með útbreiðslu Dags, eins og ofangreindar tölur gefa vísbend- ingu um, verður auðveldara að stækka blaðið og betrumbæta, en það er markmið þeirra sem að útgáfunni standa og vinna við blaðið. HS Sími: 200 ný númer „Við bjuggumst ekki við mik- ilii fjölgun á nýjum símanúm- erum eftir að 1000 númera stækkun var framkvæmd á símstööinni á Akureyri eftir síðustu áramót,“ sagði Ársæll Magnússon umdæmisstjóri. Þessi stækkun stöðvarinar þótti tímabær þar sem nokkuð var far- ið að þrengjast um úthlutun nýrra númera. Ársæll sagði að nú þegar væri búið að úthluta um 200 númerum, sem sýndi að nokkur flutningur fólks í bæinn ætti sér stað. „Hins vegar er stöð- in alveg nógu stór fyrir okkur um nokkuð langan tíma,“ sagði Ársæll. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.