Dagur - 21.11.1986, Síða 4

Dagur - 21.11.1986, Síða 4
4 - DAGUR - 21. nóvember 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. /e/'ðari_______________ Stjórnvöld glíma nú við það mikla verkefni að leysa mál Útvegsbanka íslands í kjölfar stærsta gjaldþrots hér á landi á síðari árum, Hafskips- málsins. Útvegsbankinn hefur tapað milljónatug- um á þessu ævintýri en eðli málsins samkvæmt getur bankinn ekki orðið gjaldþrota með fyrirtæk- inu, þar sem um ríkis- banka er að ræða. Tryggja verður hagsmuni annarra viðskiptamanna bankans og því er ljóst að þjóðin verður að taka á sig skell- inn með einhverjum hætti. Ágreiningur er uppi meðal stjórnarflokkanna um það hvernig bregðast skuli við. Um eitt eru flest- ir sammála og það er að nauðsyn beri til að fækka bönkum og gera banka- kerfið jafnframt hæfara til Bankamál í að takast á við þær kröfur sem þjóðfélagið, einkum atvinnulífið, gerir til bankaþjónustu í landinu. Menn greinir á um leiðir. Sjálfstæðismenn hafa lagt til að settur verði á laggirnar einn hlutafé- lagsbanki úr Verslunar- bankanum, Iðnaðarbank- anum og Útvegsbankan- um. Fengið verði nýtt hlutafé og því safnað meðal fyrirtækja og ein- staklinga. Er raunar furðulegt að ekki skuli minnst á Samvinnubank- ann og Alþýðubankann í þessu samhengi, sem ekki eru ríkisbankar frem- brennidepli ur en hinir tveir. Þegar hins vegar er litið til þess að sjálfstæðismenn hafa tögl og hagldir í Verslun- arbankanum og Iðnaðar- bankanum, en svo er ekki með hina tvo hlutafélags- bankana, þá sjá menn hvaðan vindurinn blæs. Þarna blandast pólitík inn í málið, svo ekki verður um villst. Framsóknarmenn telja á hinn bóginn að slíkur banki muni ekki sinna landinu öllu með sama hætti og annar öflugur ríkisbanki við hlið Lands- bankans myndi gera. Segja má að þetta sé einn- ig pólitík, en hún er tölu- vert annars eðlis en sú flokkspólitík sem kemur fram í tillögum sjálfstæð- ismanna. Mikilsvert er að framleiðslufyrirtæki víðs vegar um landið geti fengið viðunandi banka- þjónustu, en án þessara fyrirtækja stæði íslenskt þjóðfélag á brauðfótum. Einkabanki getur ekki tryggt hagsmuni þessara fyrirtækja og fólksins sem við þau vinnur með sama hætti og öflugur ríkis- banki. Því leggja fram- sóknarmenn til að Búnað- arbankinn yfirtaki Útvegsbankann með ákveðnum hætti og úr verði öflugur atvinnu- vegabanki. Flokkshagsmunir Sjálf- stæðisflokksins mega ekki ráða ferðinni í þessu máli, það er allt of mikilvægt til þess. HS „Náum okkur ekki niðurstrax" - segir Kristín Steinsdóttir Síðastliðinn laugardag var fyrsta leikrit systranna Iðunnar og Kristínar Steinsdætra, Síld- in kemur og sfldin fer, frum- sýnt á Húsavík við mikinn fögnuð áhorfenda og á mið- vikudag fengu þær aflient fyrstu verðlaun í samkeppni, sem Ríkisútvarpið efndi til, um gerð leikrita fyrir hljóðvarp. Keppni þessi var auglýst í vet- ur og alls bárust 65 leikrit áður en skilafrestur rann út 15. sept. Fyrstu verðlaun, sem skiptast milli svstranna, eru 200 þúsund krónur. Blaðamaður Dags hafði sam- band við Kristínu í gær og spurði hvenær systurnar hefðu fengið að vita um þennan ágæta árangur sinn í keppninni: „Síðastliðinn föstudag, þegar við vorum að fara til Húsavíkur til að vera við frumsýninguna, var hringt í okk- ur frá útvarpinu og okkur boðið að koma og taka við verðlaunum á miðvikudag. En okkur var ekki sagt hvaða verðlaun okkur yrðu veitt eða hve margir þátttakend- urnir hefðu verið. Svo mættum við þarna í gær, sáum mörg þekkt andlit og við systurnar urðum alltaf minni og mjórri eftir því sem andlitunum fjölgaði, en svo fór þetta nú svona.“ - Um hvað fjallar verðlauna- leikritið ykkar? „Verkið heitir Nítjándi júní, eftir kvennadeginum og það ger- ist þann dag. Kona að nafni Anna er vakin af manninum sín- um um morguninn, hún er búin að skipuleggja daginn, ætlar að fara niður í bæ og samfagna með kynsystrum sínum, en alltaf kem- ur eitthvað í veg fyrir að hún komist af stað. Heimilið gerir svo miklar kröfur til hennar, hún þarf að elda, taka á móti gestum, þvo föt af stráknum sínum og það er svo sjálfsagt að hún geri alla þessa hluti að í raun er ekkert vandamál á heimilinu nema hún sjálf. Hún skýtur því alltaf aftur fyrir sem hún ætlaði að gera fyrir sig, finnst að það megi bíða. Það er í raun Annan í okkur konum sem við erum að gagnrýna, við erum ekki að gagnrýna karlmenn held- ur erum við að gagnrýna okkur sjálfar, það að við erum aldrei að gera svo merkilegan hlut að við getum ekki slegið honum á frest fyrir aðra.“ - Það er mikið um að vera hjá ykkur þessa dagana. Hvaða áhrif hafa þessi verðlaun fyrir ykkur systur? „Við náum okkur ekki niður fyrr en eftir áramót, við erum orðnar alveg svefnlausar, fyrst var frumsýningin og svo þessi verðlaun. Mér finnst þetta vera tvíþætt, hvað mig varðar og ég býst við að það sé svipað með Iðunni. Ann- ars vegar óskaplega mikil gleði yfir að þessu skuli tekið svona vel, og gaman vegna þess að þetta er málefni sem okkur er hugleikið, að konur reyni að stappa stálinu í sig sjálfar en séu ekki alltaf tilbúnar til að láta ýta sér út í horn. Hins vegar vex mér svolítið í augum að byrja á því að fá svona verðlaun, það fylgir þessu dálítið mikil ábyrgð.“ - Hvetja verðlaunin ykkur til dáða, eða eigið þið stóran lager af verkum? „Við vorum búnar að ætla okk- ur að byrja á barnaleikriti eftir áramót, okkur hefur lengi Iangað til þess, finnst að fleiri slík verk mættu komast í umferð. Verð- launin verða öruggiega til þess að við byrjum, annars höfum við punktað eitt og annað hjá okkur og við áttum fleiri verk í keppn- inni, vonandi betrumbætum við þau og komum þeim eitthvað áfram.“ IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.