Dagur - 05.12.1986, Síða 1

Dagur - 05.12.1986, Síða 1
69. árgangui________________________ Akureyri, föstudagur 5. desember 1986 230. tölublað Kaupir Akureyrarbær húsnæði í Gleráraötu undir stjómsýslu? „Norðurverk hefur boðið Akureyrarbæ húseign í Gler- árgötu til kaups en við höfum ekki fjallað um þetta tilboð ennþá í bæjarkerfinu og erind- ið er óafgreitt,“ sagði Valgarð- ur Baldvinsson bæjarritari í samtali við Dag en sá orðróm- ur hefur gengið að Akureyrar- bær sé að kaupa húsnæði Norðurverks h.f. að Glerár- götu 26 á Akureyri. Húsnæðið sem um ræðir er 1820 fermetrar að flatarmáli á fjórum hæðum, 4x455 fermetrar. Norðurverk á allar nema jarð- hæðina en hún er engu að síður með í „pakkanum“. Bæjarritari sagði að óskaplega þröngt væri um stjórnsýsluna í núverandi húsnæði og skrifstofur Akureyrarbæjar væru dreifðar um allan bæ. Það hefði oft verið rætt, m.a. í bæjarráði, hvernig leysa ætti þessi húsnæðismál skrifstofa bæjarins. Að hans mati væri nauðsynlegt að fara að móta ákveðna stefnu í þessum málum. „Ég tel afskaplega mikla þörf á að koma embættum bæjarins sem mest undir eitt þak. Það voru nú uppi hugmyndir um að byggja við þetta hús sem við erum í og þeim hugmyndum hefur svo sem ekki verið varpað neitt fyrir róða. Þetta er bara ein hugmyndin, að kaupa hús sem er í byggingu, ef það gæti leyst einhvern vanda. Húsnæðismál slökkviliðsins hafa einnig verið til athugunar og það brennur á bæjarstjórn að gera eitthvað fyrir slökkviliðið einnig," sagði Valgarður. Hann sagðist vona að málið yrði tekið til umfjöllunar á næst- unni en á þessu stigi væri ekkert hægt að segja til um viðbrögð bæjarstjórnar: Hvort hún hugs- aði sér að byrja á byggja yfir slökkviliðið, byggja við ráðhúsið, ellegar kaupa húsið að Glerár- götu 26. „Þetta er allt saman opið enn sem komið er,“ sagði ,Val- garður. „Það er rétt, við höfum verið að reyna að selja húsnæðið í Glerárgötunni,“ sagði Franz Árnason framkvæmdastjóri Norðurverks og verðandi hita- veitustjóri aðspurður. „Bæinn vantar sárlega hús af þessari stærð í nágrenni við aðalráðhús- ið, því stofnanir bæjarins eru dreifðar um allt og á mjög Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins á Akureyri var verið að moka veginn fyrir Ólafsfjarðarmúla í gær en ekki var vitað hvort það tækist vegna hríðar sem skall á síðari hluta dags. Verið er að moka vegi í nágrenni Akureyrar. óheppilegan hátt margar hverjar. Við höfum ekki sett upp ákveðið verð en markaðsverð hér í bænum er u.þ.b. 15 þúsund krónur á .fermetra fyrir húsnæði sem er tilbúið undir tréverk og 20-22 þúsund fyrir fullbúið skrif- stofuhúsnæði. Þetta eru þær við- miðunartölur sem við höfum í huga. Neðsta hæðin er fullbúin en aðrar hæðir eru tilbúnár undir tréverk. Verðið er auðvitað sam- Vegurinn fram að Kristnesi var mokaður í gær og einnig er fært til Grenivíkur. Ofært var í gær um Víkurskarð og Ljósavatns- skarð til Húsavíkur en sú leið verður opnuð í dag. Öxnadals- heiði verður einnig opnuð í dag og þokkaleg færð er í Skagafirði. komulagsatriði en segja má að 24-28 milljónir króna séu nærri lagi fyrir svona húsnæði.“ Samkvæmt heimildum Dags hafa bæjarstjóri, bæjarritari og bæjarverkfræðingur verið að skoða þessi mál að undanförnu en þau hafa ekki enn komið til kasta bæjarstjórnar. Ljóst þykir að byggingaáformum slökkviliðs- ins verði að fresta enn um sinn ef gengið verður til samninga við Norðurverk. BB. Ófært er til Siglufjarðar. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að suðaustlæg átt yrði ríkjandi um helgina á Norðurlandi, skýjað en þurrt að mestu. Vænta má einhverra élja en frost verður ekki mikið. Veður og færð um helgina iff':-- ... *ÍfK TcPIJIjr- ’ Sgliib. fW'' ■ " ; il ifw m? <*J«g Hópur Norðlendinga frá Eyjafirði, einkum Dalvík, og frá Húsavík, kom í gær heim frá Bretlandi, þar sem hann kynnti sér fiskmarkaði og fleira því viökomandi í Hull og Grimsby. Þar var ýmislegt að sjá og fróðlegt að kynnast þessum málum, einkum þar sem þau eru nú mjög til umræðu hér á landi - hugmyndir uppi um fiskmarkaði við Eyjafjörð og víðar. Þá var ekki síður forvitnilegt að sjá íslenskan fisk sem berst á markaðina og hvernig Bretarnir með- höndla hann, en það er greinilegt að þeir líta á þessa vöru sem gífurlegt verðmæti, þótt hún sé ærið misjöfn þegar hún berst á markaöinn. Á myndinni má sjá frá vinstri: Valdimar Bragason frá Dalvík, Jón Olgeirsson frá Húsavík, Anton Gunnlaugsson frá Dalvík, Þorleif Ólafsson sem er frá Neskaupstað og starfar við og rekur umboðsskrifstofu í Grimsby, Hilmar Daníelsson frá Dalvík, en hann skipulagði ferðina, Svein Ríkharðsson frá Dalvík og lengst til hægri sést í Aðalgeir Bjarnason frá Húsavík. Mynd: HS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.