Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 15. desember 1986 236. tölublað
★ Viðgerðarþjónusta
Gerum við flestar tegundir
skrifstofutækja.
Svo sem: Ljósritunarvélar,
ritvélar og reiknivélar.
i
GÍSLI J. JOHNSEN SF.
n
GLERÁRGATA 20, AKUREYRI,S:(96)25004
Húsavík:
Óánægja meðal
fiskvinnslufólks
- Þeir sem lengstan starfsaldur hafa
lækka í launum
Nú eru níu dagar til jóla. Það voru niargir sem tóku góðan sprett í jólainnkaupunum á laugardaginn en þá var þessi
mynd tekin í göngugötunni. Mynd: rþb
Fundur um vanda hitaveitna:
„Mönnum miðaði mjög Iftið
fram á við á þessum fundi,“
- segir Sigurður J. Sigurðsson formaður stjórnar veitustofnana
Fiskverkunarfólk á Húsavík er
mjög óánægt með launamál
sín. Eftir nýju kjarasamning-
ana stóð til að taka 12%
umframgreiðslu af þeim sem
ekki hafa tök á að vinna eftir
bónuskerfi og fyrirsjáanlegt er
að þeir sem Iengstan starfsald-
ur hafa við fiskvinnslu, lækka í
launum.
Á föstudag héldu fulltrúar
starfsfólks og verkalýðsfélags
Akureyri:
8 árekstrar
um helgina
Nú um helgina urðu átta
árekstrar á Akureyri. Flestir
voru þeir smávægilegir og
aðeins í einum urðu einhver
meiðsli á fólki. Talsverð ölvun
var í bænum aðfaranótt laugar-
dagsins.
í gær varð allharður árekstur
við innkeyrlsluna að verslunar-
miðstöðinni Kaupangi. Bíll sem
kom af planinu ók í veg fyrir ann-
an sem kom suður Mýrarveginn.
Farþegi og ökumaður úr öðrum
bílnum voru fluttir á slysadeild
en meiðsli þeirra reyndust ekki
alvarleg.
Töluverð ölvun var í Miðbæn-
um aðfaranótt laugardagsins og
margt manna á ferli. Tilkynnt var
um tvö rúðubrot og einnig var
brotist inn í sundlaugarhúsið og
þaðan stolið um tíu þúsund
krónum. Ekið var á mann í
Norðurgötu og er ökumaðurinn
grunaður urn ölvun við akstur.
Maðurinn meiddist lítillega en
bíllinn hafnaði á staur að lokinni
ákeyrslunni. ET
í síðustu viku þurfti í þrígang
að fella niður flug til Siglu-
fjarðar vegna þess að mikil
hálka var á flugbrautinni. Á
Siglufirði eru ekki til tæki til
sandburðar og fram að þessu
hefur sandi verið dreift á
brautina með frumstæðum
hætti nefnilega með skóflum.
Nú í vetur hefur flugbrautin
ekki verið sandborin þegar hálka
hefur verið til vandræða. Rúnar
Sigmundsson umdæmisstjóri
flugmálastjórnar gerði athuga-
semd við þá aðferð sem notuð
var enda höfðu flugmenn
fund með verksjóra og fram-
kvæmdastjóra fiskiðjusamlags-
ins. Á fundinum var ákveðið að
greiða laun samkvæmt gömlu
kjarasamningunum í það minnsta
í næstu viku en síðan yrði sest að
samningaborði.
„Það eru allir ánægðir með
nýju kjarasamningana, það var
lífsspursmál að hækka lægstu
launin, en við erum óánægð með
að fólkið sem er með lengstan
starfsaldur og fólkið sem hefur
fengið þessa 12% umfram-
greiðslu skuli lækka í launum,“
sagði Helga Gunnarsdóttir
stjórnarmaður í verkalýðsfélag-
inu.
Helga sagði að aðilar væru
ekki enn búnir að átta sig á hvaða
áhrif nýgerðar hliðarráðstafanir
við samningana hefðu og því væri
málið í biðstöðu.
Helgi Bjarnason formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur sagði
að á miðvikudag hefði verið hald-
inn fundur í stjórn og trúnaðar-
ráði félagsins, þá hefði strax ver-
ið séð að veruleg lækkun yrði á
launum fólks sem ynni eftir bón-
uskerfinu og fundarmenn hefðu
verið sammála um að ekki kæmi
til greina að gefa eftir 12%
greiðsluna til þeirra sem ekki
hafa möguleika á að vinna sér inn
kaupauka. Á fundinum á mið-
vikudag kom fram að fiskverkun-
arfólkið mundi aldrei una við
þessar lækkanir og allir væru til-
búnir tii uppsagna ef á þyrfti að
halda.
„Ég er klár á því að þessi mál
leysum við heima í héraði eins og
við höfum alltaf gert. Þó að við
fælum ASÍ að gera þessa samn-
inga lá alltaf ljós fyrir að við ætl-
uðum að meta þá þegar að því
kæmi, við höfum oft gengið frá
okkar samningum hér heima og
ég er ekki í nokkrum vafa um að
við leysum þessi mál þannig að
allir geti vel við unað.“ IM
Flugfélags Norðurlands kvartað
undan lélegum sandburði.
„Þetta er enginn sandburður
með þessum hætti. Ég sagði þeim
mína skoðun á málinu. Svona
sandburður er bara framkvæmd-
ur til málamynda og gefur svo
litla raun að af því stafar slysa-
hætta. Þá er betra að aflýsa
flugi,“ sagði Rúnar í samtali við
blaðið.
Rúnar sagði að víða þar sem
sanddreifarar væru ekki til, væri
sandi dreift með vörubíl og síðan
jafnaði hefill sandinum yfir.
Sagðist hann hafa mælst til þess
Fyrir helgina var haldinn í
Reykjavík fundur á veguin
nefndar um vanda hitaveitna.
Á fundinum voru fulltrúar
þeirra þriggja veitustofnana
sem í mestum erfiðleikum eiga.
Sigfús Jónsson bæjarstjóri og
Sigurður J. Sigurðsson for-
maður stjórnar veitustofnana
sátu fundinn fyrir hönd Hita-
veitu Akureyrar.
Nefndin mun í framhaldi af
þessum fundi og öðrum sem
haldnir hafa verið, skila greinar-
gerð til þeirra þriggja ráðherra
sem að nefndinni standa, for-
sætisráðherra, fjármálaráðherra
og iðnaðarráðherra. Að sögn
að þessi aðferð yrði notuð fram-
vegis á Siglufirði.
Auk þess sem dreifingu sands-
ins er ábótavant þá veldur það
nokkrum vandræðum að erfitt er
að ná í sand á Siglufirði. Hingað
til hefur sandi verið ýtt upp úr
sjónum við hlið brautarinnar en
hann er mjög leirkenndur og í
honum mikið af grjóti þannig að
hann hentar illa og myndi alls
ekki vera notaður í dreifara ef
hann væri til.
Ingvar Hreinsson flugvallar-
stjóri á Siglufirði sagðist eiga eftir
að ræða þessi mál við Rúnar og
Sigurðar felur sú greinargerð
ekki í sér afstöðu þeirra sveitar-
félaga sem rætt hefur verið við,
enda hafa tillögur þeirra hlotið
litlar undirtektir hjá nefndinni.
„Það er mjög erfitt að átta sig á
því núna hvort á okkur verður
hlustað en okkur finnst þetta
vera heldur stirt í augnablikinu.
Ég held það megi segja að mönn-
um miðaði mjög lítið fram á við á
þessum fundi,“ sagði Sigurður í
samtali við Dag.
í greinargerð nefndarinnar er
meðal annars lagt til að í næstu
lánsfjáráætlun verði heimild fyrir
fjárntálaráðherra til að semja við
Hitaveitu Akraness og Borgar-
líklega yrði farið að tilmælum
hans. Ingvar sagðist telja að til
þess að fá þetta í gott lag þyrfti
að sækja almennilegan sand til
Sauðárkróks og því fylgdi vissu-
lega mikill kostnaður. „Við erum
auðvitað ekki ánægðir með að
þurfa að aflýsa flugi,“ sagði
Ingvar.
í máli Rúnars kom fram að í
áætlun um flugmál væri gert ráð
.fyrir kaupum á sanddreifurum á
alla flugvelli. Ekki taldi hann lík-
legt að af því yrði fyrr en eftir 2-3
ár. ET
fjarðar, Hitaveitu Akureyrar og
Fjarhitun Vestmannaeyja um
ráðstafanir til að bæta rekstur
veitnanna í framtíðinni. Þetta
felur þó að sögn Sigurðar ekki í
sér nein loforð um aðgerðir og
því ekki enn ljóst hvað verður.
Ekki hefur verið boðaður nýr
fundur um málið og að sögn
Sigurðar ræðst framhaldið af við-
brögðum ráðherranna við tillög-
um nefndarinnar unt að vinna að
málinu áfram. ET
Þingeyjarsýsla:
Bílar fuku
af vegum
Mikil hálka hefur verið víða
um Norðurland að undan-
förnu. Að sögn lögreglumanna
hefur umferð gengið ótrúlega
áfallalítið fyrir sig þrátt fyrir
hálkuna.
Síðastliðinn föstudag var mjög
hvasst á Húsavík og í nágrenni og
var talsvert um það að bílar fykju
af vegum. Lögreglan varaði fólk
við að vera á ferli að óþörfu enda
urðu engin óhöpp í umferðinni
þar í bænum. Nokkrir bílar fuku
út af veginum í Aðaldalshrauni
en hvorki urðu skemmdir á bíium
eða slys á fólki.
í Mývatnssveit rann rúta, á leið
til Húsavíkur frá Akureyri, út af
veginum í mikilli hálku og hvass-|
viðri. Erfiðlega gekk að koma
bílnum á veginn að nýju. ET
Siglufjörður:
Sandburður á flugbraut í ólestri
- Umdæmisstjóri flugmálastjórnar gerði athugasemd við dreifingu með skóflum