Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 6
6 - DAG'UR- 15. desember 1986 „Mikil þörf fyrir bók af þessu tagi“ - segja Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingar sem hafa sent frá sér bókina „Nútímafólk - í starfi og einkalífi“ „Við höfum viðað að okkur efni í þessa bók í mörg ár. Við þetta efni bætist okkar reynsla úr starfi, en við höfum rekið Sálfræðistöðina í þrjú ár auk þess að hafa unnið víða sem sálfræðingar,“ sögðu þær Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð- flnna Eydal, en þær hafa sent frá sér bókina Nútímafólk - í starfi og einkalífi. „Við höfum fundið fyrir mikilli þörf á bók af þessu tagi. Bók sem er aðgengileg og krefst ekki fyrirfram þekkingar á sálarfræði. Við höfum forðast að hafa textann á fræðilegu máli, hann á að vera léttur og auðlesanlegur. Fólk hefur mikið spurt okkur um efni um fjölskylduna og ýmislegt það sem upp á getur komið innan hennar, en íslenskt efni hefur því miður ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þær bækur sem til eru hér eru annað hvort þýddar erlendar bækur eða kennslubækur. Með þessari bók sem leggur áherslu á íslensk- an veruleika erum við að reyna að bæta úr þessari þörf.“ Bók þeirra Álfheiðar og Guð- finnu skiptist í 15 kafla og kennir þar ýmissa grasa, en áhersla er lögð á fjölskylduna, starfið og andlega heilsu. „Sterk og mikil tengsl við upprunafjölskylduna eru einkennandi fyrir okkur hér á Islandi. Þessum tengslum eru gerð skil í bókinni og hvaða áhrif þau hafa við myndun nýrrar fjöl- skyldu. I íslensku samfélagi skiptir fjölskyldan miklu máli, hér er fólk tengt nánari böndum við þá fjölskyldu sem það elst upp í og samskiptin eru meiri og tíðari en almenní gerist erlendis. Fjölskyldan veitir bæði fjár- hags- og tilfinningalegan stuðning. Það að fólk hafi áhuga hvort á öðru og veiti stuðning er auðvitað jákvætt. En fjölskyldan gerir einnig ákveðnar kröfur til okkar og þær verðum við að upp- fylla. Það eru ekki allar fjölskyld- ur eins, sumar eru lokaðar þann- ig að hver og einn situr uppi með sínar tilfinningar. Ágreiningur kemur ekki fram í deilum og það er ekki tekist á við vandann. Aðrar fjölskyldur eru opnari, þar er andrúmsloft afslappað og létt stemmning yfir öllu. Óleystar deilur sem upp hafa komið hafa áhrif á líðan allra í fjölskyldunni og það getur verið erfitt að byggja upp nýtt líf með nýrri fjöl- skyldu ef málin eru ekki á hreinu. Mikil samskipti við upprunafjöl- skylduna geta því bæði verið jákvæð og neikvæð. í „Nútímafólki" er að finna kafla um hvers við væntum af sambúð, um það að eignast barn, eða að geta ekki eignast barn og áhrif þess á tengsl hjóna. Þá er fjallað um ágreiningsefni í sam- búð og af hverju fólk rífst, en að sögn þeirra Álfheiðar og Guð- finnu getur fólk endalaust fundið sér eitthvað til að rífast um ef spenna er á heimilinu. Það er rif- ist um svefnvenjur, fjármál og barnauppeldi svo dæmi séu tekin. Afbrýðisemi, framhjáhaldi, ofbeldi í sambúð og kynlífi eru gerð skil í bókinni. Þá er skilnað- ur og allt er í kjölfar hans fylgir veigamikill þáttur. „Umræðan um skilnað hefur verið mjög einhæf finnst okkur. Þegar talað er um skilnað er oft ásökunartónn hjá fólki. Það er sagt að fólk skilji af því það sé —af erlendum vettvangi. Einelti meðal fullorðinna - á vinnustöðum Það eru ekki bara börn og unglingar sem leggja hvert annað í einelti - fullorðið fólk gerir slíkt hið sama. Heinz Leymann sem er dósent í uppeldissálarfræði gaf nýlega út bók sem byggir á rannsóknum sem hann hef- ur gert á andlegu otbeldi á vinnustöðum. - Fórnarlömbin eiga oft yfir höfði sér sálarlegt, félags- legt og efnahagslegt hrun, segir hann. Karen vann á skrifstofu og var lögð í einelti af skrifstofustjóran- um sem er kona og starfsfélögum sínum. Þegar hún varð barnshaf- andi og byrjaði að skipuleggja barnseignarleyfið, var lagt fast að henni að sækja um leyfi frá störfum. Karen þoldi ekki þetta álag, hún sagði upp starfi sínu í staðinn. Hún fór að eiga erfitt með svefn og hlakkaði ekki leng- ur til komu barnsins. Bertil fékk vinnu sem yfirmað- ur í söludeild í verksmiðju. Hann hafði 5 manns í vinnu. Þeim kom ekki vel saman og snérust allir sem einn gegn nýja stjórnandan- um, sem þeim fannst of ungur og of metnaðargjarn. Þeir hlustuðu ekki á hann, töluðu ekki við hann og breiddu út kjaftasögur um hann. Bertil brást við með ýmiss konar sjúkdómseinkennum og hann hætti eftir árið. Þannig hljóða í stuttu máli nokkur þeirra tilfella sem Heinz Leymann fjallar um í bók sinni, en hún er framhald rannsóknar- skýrslu um andlegt ofbeldi á vinnustöðum, sem hann ásamt Björn-Göran Gustavsson birti árið 1984. Einelti er alvarlegt vandamál sem er algengara en margur heldur, segir hann. í einu tilviki sem við rannsökuðum, var einelti eina ástæðan fyrir sjálfsmorði viðkomandi. í einstaka tilvikum tekst fórnarlambinu að leysa vandann af eigin rammleik, en það er þó mjög erfitt ef eineltið hefur átt sér stað í langan tíma. Þegar rætt er um einelti verður að gera greinarmun á einstökum árekstrum og kerfisbundnum árásum. Einungis það síðar- nefnda er skilgreint sem einelti. í þessum rannsóknum er einnig könnuð tíðni, hve lengi eineltið varir og hve alvariegar afleiðing- ar það hefur. Það eru ýmsar leiðir til að bjóta niður aðra manneskju. Það þarf engin meiri háttar hneykslis- mál til. Þögult andlegt ofbeldi, Heinz Leymann vinnur við rann- sóknir hjá Vinnuvcrndarstofnuninni í Svíþjóð. Hann hefur geflð út bók- ina „Einelti meðal fullorðinna - Um andlegt ofbcldi í atvinnulífinu“. s.s. að standa upp frá kaffiborð- inu þegar einhver kemur inn, er mjög áhrifaríkt. Aðrar aðferðir eru t.d. útilokun, að hindra ein- hvern í að sinna starfi sínu vel, að baktala einhvern, að þegja yfir upplýsingum o.s.frv. Bók Ley- manns fjallar um mörg skelfileg dæmi um þetta, og skilur lesand- ann eftir agndofa yfir grimmd manneskjunnar. Til þess að þola einelti þarf m.a. gott sjálfstraust, ákveðinn hæfileika til að geta leyst úr eigin vandamálum, góða félagslega aðstöðu, félagslegan stuðning og efnahagslegt öryggi. Ef þetta er ekki fyrir hendi geta afleiðing- arnar orðið þær að viðkomandi hætti að umgangast aðra. Hann á erfitt með félagsleg samskipti, missir sjálfstraustið og getur á endanum orðið líkamlegur vesa- lingur. Það er nauðsynlegt að vera í sæmilegum efnum, t.d. til að geta tekið veikindafrí eða leyfi frá störfum, til þess að gera eitthvað til að breyta aðstæðunum. Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist þegar manneskja á vinnustað fer að verða fyrir áreitni. Það atvik sem kemur ferlinu af stað er venjulega ekki í neinu samræmi við það ofbeldi sem getur fylgt í kjölfarið. í mörgum tilvikum er hér um að ræða hversdagsleg atvik sem und- ir öðrum kringumstæðum vektu enga athygli. En þegar eineiti er einu sinni hafið, viðheldur það sér sjálft. Við vitum heldur ekki enn hvers vegna sérstakur atburður í sérstöku augnabliki getur orðið upphafið að langvar- andi og skipulegum pyntingum, en það er álitið að einelti verði oft til þegar starfsmenn á vinnu- stað eru undir miklu álagi og kvíðafullir af einhverjum ástæð- um. T.d. getur verið um að ræða víðtækar breytingar, s.s. tækni- væðingu. Miklar skipulagsbreyt- ingar gerast oft í þrepum, þannig að þeim vinnuaðferðum sem fólkið hefur tileinkað sér, er gjör- breytt hvað eftir annað - og það skapar óöryggi. Starfsfólkið kvíðir e.t.v. því hvað framtíðin ber í skauti sér, án þess að gera sér þess ljósa grein. Fólk sem er undir miklu álagi ræðst hvert á annað, kennir hvert öðru um vanlíðan sína. Fólk sem leggur aðra í einelti er ekkert sérstaklega vondar eða illgjarnar manneskjur, segir Heinz Leymann, það getur hver sem er gert. Fórnarlömbin eru heldur ekki nein ákveðin manngerð. Hins vegar gerist það oft að fólk sem lagt er í einelti, kvalið og útilokað, tekur smám saman breytingum. Þegar það einangrast félagslega kemur fyrir að það snýst til varnar. í rannsóknum sínum hefur Heinz rekið sig á þá skelfilegu til- hneigingu umhverfisins að fara smám saman að líta á eineltis- fórnarlambið sem geðsjúkling. Stjórnendur fyrirtækisins ráð- leggja e.t.v. viðkomandi að leita sér lækninga. Fólk sem er illa á sig komið, verður þá strax sann- fært um það undir niðri að eitt- hvað alvarlegt sé að því. Þegar viðkomandi leitar hjálpar er hon- um oftast vísað til geðlæknis - ekki sálfræðings. Geðlæknirinn hefur fyrst og fremst læknisfræði- lega menntun og hefur ekki jafn langa menntun í sálarfræði og sálfræðingurinn. Það þýðir að sú hætta er fyrir hendi að sjúkdóms- greiningin verði röng. Sá hjálpar- þurfi fær einungis læknishjálp, t.d. róandi töflur. Þetta getur jafnvel gert ástandið ennþá verra. Ef fólk tekur mikið af lyfj- um getur það átt mun erfiðara með að horfast í augu við aðstæð- urnar. í 6 ár hefur Heinz rannsakað andlegt ofbeldi á vinnustöðum. Enn er margt ógert. Rannsókn- irnar eru rétt að hefjast, segir hann, og harmar hve erfitt það er að fá fjármagn til framkvæmd- anna. Enn er ekki vitað um fjölda þeirra sem fyrir þessu verða. Það fólk sem tekur þátt í þessari rannsókn getur tjáð líðan sína með orðum. En það eru margir sem ekki geta tjáð sig og þeir hafa kannski þjáðst af þung- lyndi um margra ára bil. Móteitrið gegn einelti er sam- vinna og hún er því aðeins mögu- leg að þeir sem í hlut eiga, skilji hvað um er að vera. Þróunarferil eineltis er einung- is hægt að stöðva, sé það gert í tæka tíð. Það er ekki fyrr en við skiljum orsakir eineltis og hvern- ig það þróast, sem við höfum möguleika á að hindra það. (Kvinna nu, þýö. GH)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.