Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 11
15. desember 1986 - DAGUR - 11 Andrés Kristinsson Kvíabekk: Nýtt hitaveitumál ekki í uppsiglingu um 50 árum og var þegar vel tek- ið og seldist upp á einu ári. Með þessari bók hefur Guðmundur Daníelsson feril sinn sem frásagnameistari og einn fyrir- ferðarmesti rithöfundur íslend- inga á þessari öld. „Umfram allt tekst honum að gæða frásögn sína lífi. Bókin virðist skrifuð svo að segja í einu andartaki og þeirri fagnaðar- vímu, er sumir nefna innblástur. Höfundurinn er sjálfur með af lífi og sál, frásagnargleðin geislar út frá hverri blaðsíðu... Þó er það enn sem fyrr stílgáfa höfundar og frásagnargleði, sem lyftir bókinni og gerir hana að nær því furðu- legu fyrirbæri í bókmenntaheimi okkar. Guðmundur Daníelsson er gæddur alveg óvenjulegri frá- sagnar- og stílgáfu... Frásögn hans glitrar af kviku lífi, skemmtiiegum hugdettum og lík- ingum sem oft eru bráðsnjallar. Manni gæti dottið í hug að hér væri íslenzkur Hamsun að vaxa upp á meðal okkar.“ Ólafur Halldórsson: Horfnir heimar - Nýju Ijósi varpað á leyndardóma sögunnar Út er komin hjá Erni og Örlygi bók um forvitnilegt efni. Nefnist hún Horfnir heimar og er eftir Ólaf Halldórsson kennara. f bók þessari leitast Ólafur við að varpa nýju ljósi á ýmsa leyndardóma sögunnar. Framan á bókinni er mynd af líkneski sem indíánar í Mið-Ameríku gerðu af guði sín- um Quetzalcoatl, sem var hvít- skeggjaður. Undir myndinni er varpað fram þeirri spurningu hvort hér hafi verið um að ræða Björn Breiðvíkingakappa. Það má með sanni segja að í þessari nýstárlegu bók kannar höfundurinn ýmsa þætti heims- sögunnar sem og sögu íslands, - þætti sem höfundar hefðbund- inna vísindarita og þá sérstaklega sagnfræðirita hafa veigrað sér við að fjalla um eða taka afstöðu til. Víða er leitað fanga og áleitn- um spurningum svarað: Á fjölbreytileg siðmenning jarðarbúa rætur að rekja til einn- ar móðurmenningar? Er kominn tími til að hrista rækilega upp í viðteknum hug- myndum um uppruna íslend- inga? Við lestur þessarar bókar fer lesandinn um ýmsa baksali sög- unnar, allt frá spurningunni um það hverjir námu ísland fyrstir, til bollalegginga um það hvaðan frumstæðum ættflokki í Vestur- Afríku barst víðtæk þekking í stjörnufræði, svo sem um fylgi- stjörnu Síríusar og umferðartíma hennar. Lesandinn fær svör við ýmsum áleitnum spurningum við lesturinn en verður jafnframt að taka afstöðu til margra þeirra hluta, er hann rekst á sem þátt- takandi í þessari spennandi könnunarferð. Bókin Horfnir heimar er sett og prentuð hjá Steinholti hf. en bundin í Arnarfelli. Kápugerð annaðist Hrafnhildur Sigurðar- dóttir. Blekkinga- vefur - eftir Phyllis A. Whitney Komin er út ný bók í íslenskri þýðingu eftir ástar- og spennu- sagnahöfundinn Phyllis A. Whitney. Nefnist hún Blekkingavefur og er þrettánda bók höfundar sem kemur út á íslensku. Efni bókarinnar er á þá ieið að ung stúlka fær boð frá föður sínum, sem er frægur rithöfund- ur, um að hann þarfnist hjálpar hennar. Hún hefur ekki séð föð- ur sinn síðan hún var barn að aldri og er á báðum áttum, en afræður þó að fara til hans. Þar kynnist hún hálfsystrum sínum sem höfðu ekki hugmynd um að hún væri til. Dularfullir atburðir gerast, leyndardómar fortíðar- innar magnast . . . Blekkingavefur er í senn róm- antísk og afar spennandi bók. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Magnea Matthíasdóttir þýddi. SHEIIA KITZINGER Konan rKynrcynsla kvcnna7 Konan - kynreynsla kvenna Komin er út ný bók hjá Iðunni sem nefnist Konan, kynreynsla kvenna. Höfundur hennar er Sheila Kitzinger. Flestar bækur sem skrifaðar hafa verið um kynlíf kvenna fjalla um konur, en byggja ekki á reynslu kvennanna sjálfra. Höfundur þessarar bókar hefur hins vegar vísvitandi upprætt all- ar þær hugmyndir urn kynlíf kvenna og tilfinningar sem ekki koma heim við beina reynslu þeirra. - Út frá þeirri skoðun að kynlíf sé í ríkum mæli háð flestu því sem fyrir kemur f lífinu er hér fjallað um ýmsa tilfinningalega og líkamlega þætti þess frá unga aldri til efri ára. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Fá en hlý þakkarorð til Hauks í Sveinbjarnargerði fyrir svar hans í Degi 4.12. sl. Bráðsnjalli Haukur. Mikið þakka ég þér vel fyrir svör þín. Sennilega hefur hvarfl- að að mörgum sem lásu grein þína, að nú væri í uppsiglingu nýtt hitaveitumál. En svo er nú aldeilis ekki. Ég hef gaman af góðlátlegu hnútukasti og ekki mun ég rengja einu einustu tölu í talnaflóði þfnia né hallmæla greininni á nokkurn hátt. Mér finnst hún bara helvíti góð hjá þér. Þú gerir raunar allt sem ég ætlaðist til að þú gerðir og í sum- um tilfellum gerðir þú betur en ég þorði að vona. Á ég þar sérstaklega við eftir- farandi málsgrein, þar sem segir: „Sækir þú um aukinn fullvirðis- rétt vonast ég til þess að þú notir tilsent eyðublað þar um og slepp- ir sem mest óþarfa dylgjum um menn og málefni því minnstu þess að fáir þú aukningu á full- virðisrétti þýðir það samsvarandi minnkun hjá öðrum.“ Með þess- um orðum þínum segirðu raunar allt sem ég vildi fá fram í dags- ljósið með opna bréfkorninu þínu. Ég þakka þér hreinskiln- ina. En mikið vorkenni ég þeim mönnum sem neyðast til að knékrjúpa við fótskör ykkar með krossmerkt það ölmusubeiðni- blað í höndum sem þú segist hafa sent okkur. Ég byrjaði minn búskap á við- reisnarárunum og er því misjöfnu vanur. Ætla ég nú að reyna að skrimta af þeim 170 ærgildum sem mér hefur verið úthlutað. Þú nefndir það Haukur að búmark Ólafsfirðinga samanlagt hafi ver- ið 3.746 ærgildi. Það er rétt, en þér láðist að geta þess að það var áður en eyfirskir stórbændur með hjálp sterkra aðila ýmist tældu eða neyddu Ólafsfirðinga til að hætta mjólkurframleiðslu. Þið tölduð flutninga á mjólk frá Ólafsfirði of dýra fyrir ykkur. En þið sjáið ekkert athugavert við það þótt Ólafsfirðingar greiði á hverju ári ntun hærri sláturlaun á hvert lamb en nokkur önnur deild KEA. Nú mun fullvirðisréttur Ólafs- firðinga samanlagt vera nálægt 800 ærgildum eða innan við 100 ærgildi á býli. Það er svo sem ekkert undarlegt þótt titlaðir snobbarar kerfisins reyni að þagga niður í mönnum úr svo niðurlægðri sveit og vilji láta þá tjá sig með krossum. Það er ekki laust við að mér finnist örla á dulítilli gremju í grein þinni. Fæ ég vart skilið hvernig á því stendur. Finnist þér ég hafa verið eitthvað ótuktarlegur við þig get ég glatt þig með því að Andrés á Kvíabekk ræðst ekki viljandi að minnimáttar. Ekki sé ég eftir að hafa lánað þér þessa setningu úr umsókn minni til framleiðslu- ráðs. Hún var skemmtileg rúsína í pylsuendanum fyrir okkur sem lásum grein þína til enda. En þú slítur þessa setningu það leiðin- lega úr samhengi að ég neyðist til að birta umsóknina í heild sinni. Þá umsókn sem máski var því valdandi að kvóti minn var lækk- aður úr 246 ærgildum í 170 ærgildi. Víst hlýtur það að vera mikið áfall að fullvirðisréttur þinn skuli nú vera aðeins 1.074 ærgildi í stað 1.767 ærgilda kvóta. Og votta ég þér samúð mína. Vonandi hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins stutt vel við bakið á þér. Hann ku vera hjálp- legur mönnum í þinni aðstöðu. Heimboð þitt mun ég þiggja. Ekki til að sannreyna tölur held- ur vegna þess að ég hef gaman af mönnum eins og þér. Mér finnst þú skemmtilegur. Þú býður mér einnig að heimsækja skrifstofur Búnaðarsambands Eyjafjarðar og víst væri það gaman því mér hefur oft dottið í hug hvort ekki hefði verið rétt að byrja á því að setja kvóta á ýmsar afætur land- búnaðarins. Svo sem ráðunauta og sumar skrautfjaðrir bænda- hallarinnar. Þeim virðist síður en svo hafa fækkað, þótt landbúnað- ur hafi dregist saman. Kvfabekk 11.01 .’86. Ágæta Framleiðsluráð. Árið 1957 keypti ég jörðina Kvíabekk í Ólafsfirði og á næstu árum byggði ég hana upp og ræktaði og hóf hér fjárbúskap. Um langt árabil hafði ég á fjórða hundrað fjár á fóðrum og á tíma- bili um 10 kýr að auki. Á áttunda áratugnum þegar fór að bóla á offramleiðslu kinda- kjöts og fjölmiðlar néru okkur bændum því óspart um nasir að við værum ómagar á þjóðfélag- inu, sem bændasamtökin sam- þykktu með þögninni fór ég að Íeita að búgrein sem óháð væri styrkjakerfi landbúnaðarins. Og fyrir valinu varð hrossarækt. Ekki þarf að orðlengja það að hrossaræktin hefur gengið hér mjög vel og hef ég haft mitt lifi- brauð að verulegu leyti frá henni á annan áratug. En það olli því að framleiðslukvóti jarðarinnar er aðeins 246 ærgildi. Þegar Drottinn kjálkaði þeim stöllum öfund og illgirni niður á héruð eftir mannfjölda var engin von til að hann leysti Ólafsfjörð undan ánauð að bera slíkan fén- að að sínum hluta enda er hér enginn skortur á slíku eins og meðfylgjandi auglýsing úr Lög- birtingablaðinu ber með sér. Er nú svo komið að ég sé mér ekki fært að búa hér með hross lengur því girðingar eru hér oft í kafi í snjó 8 mánuði á ári. Þjóðvegurinn liggur hér þvert í gegnum túnið og engin leið að verjast því að hross slæðist ekki að veginum vetur og vor. Reið- hesta getur enginn ræktað eins og hænsni í búri. Af greindum ástæð-) um mun ég snúa mér að sauð- fjárbúskap eingöngu enda farinn að sjóast í. Hús eru hér fyrir hendi og jörðin mjög góð til sauðfjárbúskapar. Nú hugsið þið máski líkt og illa gerð bæjar- stjórn að best væri að leggja allar Mig langar til að biðja þig að gera mér greiða Haukur, og veit ég að þú neitar mér ekki um slíkt lítilræði. En hann er sá að þú sjáir til þess að birtur verði í Degi einhvern næstu daga fullvirðis- réttur allra lögbýla á sambands- svæðinu. Hvað stærri bændur hafa verið duglegir að dreifa afurðunum á marga fjölskyldu- meðlimi tel ég svo sem óþarfa að birta, þar er oftast um skattalega sjálfsbjargarviðleitni að ræða. Éins væri fróðlegt að fá upplýst hverjir hafa selt kvóta og hvað mikið. Að lokum gamli vin ef þig langaði að gleðja mig um jólþi þá fyndist mér fátt ánægjulegra en önnur álíka grein frá þér. Vil ég svo óska þér og þínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Andrés Kristinsson Kvíabekk. P.S. Prufaðu að brosa næst þegar þú skrifar bréf.. útkjálkasveitir í auðn. Satt er það að stundum hefur orðið hart í ári í Ólafsfirði en harðindi hafa víðar gert vart við sig. Minnist ég þess að Grund í Eyjafirði var seld á sínum tíma fyrir eitt kjötlæri, svo lágt hefur jarðarverð aldrei farið á þessum útkjálka. Ég sagði að jörðin væri vel fall- in til sauðfjárbúskapar. Því til staðfestingar vil ég nefna að með- alvigt dilka minna síðastliðið haust var 19,4 kg sem mun vera hæsta vigt í sýslunni og um langt árabil hafa komið jafnvænni dilk- ar frá Ólafsfirði en úr nokkurri annarri sveit á landinu. Bithagar í Ólafsfirði eru sérlega góðir en hafa þó farið versnandi að undanförnu vegna of lítillar beit- ar og eru nú bestir þar sem hross eru flest svo sem á Kvíabekkjar- dal. Ósk mín er sú að mér verði úthlutað þeim kvóta sem telst vera meðaltalskvóti í Eyjafjarð- arsýslu eða sem næst 600 ærgild- um. Sýnist mér á ærbókum mín- um að það muni vera nálægt 300 vetrarfóðruðum ám. Töluverður afgangskvóti mun vera hér í Ólafsfirði sem ekki verður nýttur á næstu árum því skipulega hefur verið unnið að eyðingu byggðar í sveitinni að undanförnu og í hvert skipti sem bændur hér hafa fengið kveisu er þeim boðið starf hjá KEA og hanga þeir nú á vot- um spenum kaupfélagsins sem áður voru við búskap. Við eigum svo gott KEA. Að lokum vil ég biðja ykkur alls góðs í starfi með von um að þið verðið við bón minni og aldr- ei að ykkur hvarfli að stimpla mig sem einhvern minnimáttar Ey- firðing, þótt ég búi í harðbýlli sveit. Kær kveðja. Andrés kristinsson. P.S. Auglýsing í Lögbirtinga- blaðinu er engum til sóma. Umsóknin til Framleiðsluráðs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.