Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 3
15. desember 1986 - DAGUR - 3 Húsvíkingar nýta heita vatnið illa Sjónvarp Akureyri Dagskrá næstu viku Segja má að vatn Hitaveitu Húsavíkur sé fullnýtt á álags- tíma og miðað við óbreytt ástand hvað söluna varðar mun betri nýting þýða að seinka má borunum eftir meiru af heitu vatni. Á fundi orku- og veitunefndar 7. nóv. fól nefndin veitustjóra að taka saman yfirlit um hitastig á afrennslisvatni í húsum og yfirlit um orkunotkun heimila miðað við stærð húsa í rúmmetrum og er hugmyndin að vinna heildarút- tekt á því hvernig auka megi nýt- ingu á heita vatninu og draga úr hita á afrennslisvatninu. Víglundur Porsteinsson veitu- stjóri sagði í samtali við Dag að á Akureyri: „Ekki sjálfgefið að það þurfi að byggja nýjan kastala" - segir Gunnar Ragnars formaður menningarmálanefndar „Það hefur ýmislegt komið inn í myndina sem ekki hefur verið bent á. Það er til dæmis spurn- ing um það hvernig Glerár- kirkjan verður, hvort þar verði góður hljómburður. Er ekki hugsanlegt að þarna sé að koma tónleikahöll um leið? Það eru ýmsir kostir sem þarf að kanna,“ sagði Gunnar Ragnars, formaður menning- armálanefndar, er hann var spurður um möguleika á hús- næði fyrir lista- og menningar- líf í bænum. Á málþingi um menningarmál sem haldið var fyrir skömmu gerðu flestir talsmenn lista- og menningarlífs húsnæðisskort að umtalsefni og ýmsum hugmynd- um var varpað fram þar að lút- andi. Skorað var á menningar- málanefnd að taka forystu varð- andi úrbætur í þessum málum. „Það er ekki endilega sjálfgef- ið að það þurfi að byggja nýjan kastala,“ sagði Gunnar Ragnars og benti á að það þyrfti að athuga hvernig hægt væri að nýta húsnæði sem er fyrir hendi, svo og það sem er í byggingu. „Svo er það þessi nýi Verkmennta- skóli. Við sáum það vel þegar við héldum þetta málþing þar, að þetta er nú bara hálfgerð menn- ingarmiðstöð að verða. En varð- andi Amtsbókasafnið þá þarf að gera þar einhverjar aðgerðir á næstu árum og það er spurning hvort við getum ekki nýtt þar sal fyrir málverkasýningar, minni tónleika og fleira um leið og við myndum auka við húsnæði þess,“ sagði Gunnar. Hann sagði að bæjaryfirvöld hefðu ákveðið að gera fjögurra ára áætlun í sambandi við fram- kvæmdir og skipuleggja þær þannig að færri járn yrðu í eldin- um en þess í stað yrði kappkost- að að ljúka við það sem væri í gangi. Inn í það dæmi kæmu auð- vitað möguleikar varðandi hús- næði fyrir menningar- og listalíf. Hann sagði ýmsa kosti koma til greina en það þyrfti að athuga á raunsæjan hátt hvað væri skynsamlegast að gera. SS Veitumál á Daivík: Vatnsveitan hefur forgang - „Dæmi upp á tugi milljóna“ segir Kristján Júlíusson bæjarstjóri „Ef á að gera eitthvað varð- andi kalda vatnið hér, er það dæmi upp á tugi milljóna,“ sagði Kristján Júlíusson bæjar- stjóri á Dalvík um fram- kvæmdir við veitur bæjarins á næstu árum. Ástand í kaldavatnsmálum Dalvíkinga hefur verið mjög bág- borið undanfarin ár og lítill árangur náðst, varðandi úrbætur. Unnið hefur verið nokkuð vel að rannsóknum á köldu vatni og eru málin enn á frumvinnslustigi, eins og Kristján sagði. í Karlsárdal hefur verið unnið að vatnstöku og virðist rennsli fara þar minnkandi. „Þess vegna erum við farnir að líta í kringum okkur og kemur svæði fram í Svarfaðardal helst til greina, en það þarf að koma vatninu í bæinn og er það mikið dæmi,“ sagði Kristján. Nú er verið að vinna áætlun um veitumál á Dalvík. Slíkt er gert samkvæmt reglum um að all- ar sveitarstjórnir eiga að gera sér 3 ára framkvæmdaáætlun samhliða fjárhagsáætlun. í minni sveitar- félögum hefur slík áætlun ekki verið gerð og er svo á Dalvík. í fundargerð veitunefndar kemur fram að vatnsveitan mun hafa forgang varðandi fram- kvæmdir og eins lítið verður unn- ið við hitaveitu og hægt er á næsta ári. Einnig var samþykkt að hitaveitan styddi vatnsveituna hvað varðar fjármagn. gej- hverju ári væru gerðar mælingar á hita afrennslisvatns í húsum. Mikið væri um að afrennslisvatn- ið væri of heitt og orsökin væri sú að kerfin væru alls ekki með þeim búnaði sem á þeim þyrfti að vera og þetta yki notkun heita vatnsins. Fyrir tveim árum var gefinn út bæklingur um notkun og nýtingu hitakerfa, er hann handhægur til að koma sér niður á hvernig þjóna á þessum kerfum og sagði Víglundur að gott væri að fólk kynnti sér efni bæklingsins sem dreift var í öll hús. Ef til vill má rekja orsakir fyrir slæmri nýtingu vatnsins til verðs þess, fastagjald Hitaveitu Húsa- víkur er 140 kr. á mánuði, hver mínútulítri af vatni kostar 319 kr., þannig að það kostar um 13 þúsund krónur á ári að hita upp einbýlishús af venjulegri stærð. IM MÁNUDAGUR 15. DESEMBER. 20:30 Myndrokk. 21:00 Bjargvætturinn (Equa- lizer). 21:50 Dallas. 22:45 48 stundir - Kvikmynd. 00:15 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGIJR 16. DESEMBER. 20:30 Gúmmíbirnirnir - Teiknimynd. 20:55 Morögáta (Murder She Wrote). 21:40 Dynasty - 2. þáttur. 22.25 Foul play - Kvikmynd. 00.20 Dagskárlok. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER. 20:30 Glæframúsin - Teikni- mynd. 20:50 Myndrokk. 21:20 Þorparar (Minder). 22:10 He is not your son - Kvikmynd. 23:40 Dagskárlok. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER. 19:30 Furðubirnir - Teikni- mynd. 19:55 íþróttir. 20:45 Matreiðsluþáttur - Ari Garðar Georgsson. 21:10 í návígi - Umsjón Páll Magnússon. 21:55 My wicked, wicked ways. 1. Þáttur af þremur um líf Hollywood-stjörnunnar Errol Flynn. 23:00 Threesome - Kvikmynd. 00:30 Dagskrárlok. góðum stað Okkar hús er enginn stökkpallur á milli íbúða, þetta eru varanlegar íbúðir. Helstu nýjungar eru: • Með lyftum (lyftur úr bílageymslu og upp á þína haeð). • Húsvarðaríbúð (hann mun sjá um sameign og lóð). • Bílageymslur (með fjarstýrðum opnara). Otisvaeði fullfrágengið (með trjám, runnum og leiktaekj- um barna ásamt útigrilli). Dæmi um greiðslukjör 4ra herbergja íbúða: Við undirritun kaupsamnings kr. 350.000.- Með tilkomu húsn. láns kr. 2300.000.- Með 12 jöfnum mán. gr. (12x44.100) kr. 530.000,- kr3.180.000,- Dæmi um greiðslukjör 2ja herbergja íbúða: Við undirritun kaupsamnings kr. 250.000.- Með tiikomu húsn. láns kr. 1.650.000,- kr. 1.900.000,- Komið og kynnið ykkur verð og teikningar á skrifstofu okkar, Sunnuhlíð 10, alla virka daga milli kl. 13.00 og 1 7.00, sími 26277. Eða hringið í síma 26172 (vinna), 24719 (Sigurður-heima), 23956 (Heimir-heima). byggir sf. byggir sf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.