Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 13

Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 13
_bækur.: Ó, hvað ég hlakka til - eftir Bent Kjærsgaard Iðunn hefur sent frá sér nýja bók fyrir yngstu lesendurna. Hún heitir O, hvað éghlakka til, og er eftir danska höfundinn Bent Kjærsgaard. í bókinni er sagt frá krökkun- um Jóni og Dóru vinkonu hans og því sem á daga þeirra drífur á dagheimilinu. Sumir dagar eru skemmtilegir, en aðrir svolítið erfiðari. Pannig var það daginn sem Jón fann ekki Dóru og hafði engan til að leika sér við. En loksins kom Dóra og þá færðist fjör í leikinn. Skemmtileg bók fyrir yngstu börnin, prýdd fjölda mynda. Þorsteinn frá Hamri þýddi. if AflDCRS BÆK5TH> QOÐ 00 HETJUR í HEIÐMUM 5IÐ Undírstöðuverts um foman íslenshan menningararf Goð og hetjur í heiðnum sið Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina Goð og hetjur í heiðnum sið eins og segir í undirtitli bókarinnar er hér um að ræða fornan íslenskan menn- ingararf. Höfundur bókarinnar er Anders Bæksted en þýðandi Eysteinn Þorvaldsson lektor. Bókin Goð og hetjur í heiðn- um sið er stærsta og vandaðasta rit um goðsögur og hetjusögur sem komið hefur út á íslensku. Hér er brugðið upp skýrum myndum af heiðnum átrúnaði og stórbrotinni veröld goðsagnanna. Jafnframt er sýnt fram á hvernig hin heiðnu lífsviðhorf birtast ljós- lifandi í hetjum fornsagnanna, einkalífi þeirra, framgöngu og örlögum. Raktar eru helstu goð- sögur norrænna manna og sagt frá hlutverki þeirra í daglegu lífi forfeðra okkar. Einnig eru hér endursagðar norrænar hetjusög- ur miðalda sem byggja á æva- gömlum sagnaarfi þar sem hin fornu goð eru jafnan í námunda við róstursamt mannlíf. Bókin er ríkulega myndskreytt og í rauninni listaverkabók ásínu sviði. Þar á meðal er fjöldi lit- mynda úr íslenskum handritum. Þýðandinn segir í formála sín- um m.a.: Bæksted var gjörkunn- ugur norrænni menningu og ekki síst íslenskum fornbókmenntum enda metur hann þær mikils og þær eru ein helsta undirstaða þessa verks. Þetta er ítarlegasta rit sem komið hefur út á íslensku um heiðinn sið í Norður-Evrópu, og ekki hefur heldur fyrr komfð út á íslensku bók sem tengir svo skýrlega saman fræðslu um heið- inn átrúnað og heiðin lífsviðhorf sem birtast í fornum, norrænum hetjusögum. Mörkin milli goð- sagna og hetjusagna eru oft óljós og stundum hefur blandast efni milli þeirra. J O Y F I E L 0 I N G KOHAN Hin konan - eftir Joy Fielding Komin er út bók að nafni Hin konan eftir bandaríska höfund- inn Joy Fielding, sem náð hefur heimsfrægð fyrir bækur sínar um nútímakonuna. í kynningu forlagsins segir svo um efni bókarinnar: „Ég ætla að giftast manninum þínum.“ Eiginkonan, Jill, stend- ur agndofa andspænis þessari óþægilegu staðhæfingu ungrar og bráðfallegrar stúlku. Var henni alvara eða var þetta ósmekklegur brandari? „Þetta var ekki brand- ari,“ sagði stúlkan og Jill finnur hvernig allt gengur í skrykkjum fyrir augunum á henni. Fjögurra ára brúðkaupsafmæli sem byrjaði með magakveisu, tvö fjandsam- leg stjúpbörn, fyrrverandi eigin- kona Davíðs og nú þetta. . . Bækur Joy Fielding eru skrifaðar af ríkum skilningi og innsæi og eru jafnframt svo spennandi að erfitt er að leggja þær frá sér. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. HRAFM Hrafn á Hallorms- stað - og lífið kringum hann skráð af Ármanni Halldórssyni Örn og Örlygur hafa gefið út bókina Hrafn á Hallormsstað og lífið kringum hann. Ármann Halldórsson skráði. Hrafn Sveinbjarnarson á Hall- ormsstað er nú á áttræðisaldri. Hann byrjaði lífsferilinn sinn á Hólmum í Reyðarfirði og átti heima í bernsku í Búðareyrar- þorpinu, en ólst upp á Sómastöð- um eftir að hann missti móður sína átta ára að aldri og þangað til hann réðst kyndari að Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað haustið 1932. Eins og áður segir hefur Ár- mann Halldórsson fært sögu Hrafns í letur eftir frásögn hans og fleiri heimildum. Fjallað er um þá þróun sem átt hefur sér stað niðri á Fjörðum og á Héraði um ævidaga Hrafns og raunar áður en hann kemur til sögunnar. Fjöldi manna á Austurlandi kem- ur við sögu Hrafns þótt Reyðfirð- ingar og Héraðsmenn séu þar í fararbroddi. Lýsingar á aldarfari og lífsháttum á Austfjörðum eru þess eðlis að bókin mun verða talin merk heimild um það efni er stundir líða. Bókin um Hrafn á Hallorms- stað er sett og prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Húsráða- handbókin - nytsamar ráðleggingar og svör við spurningum Frjálst framtak hefur sent frá sér Húsráðahandbókina eftir Mary Ellen’s í íslenskri þýðingu Sigurðar Björgvinssonar og Þór- dísar Mósesdóttur. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna er í henni að finna ýmis húsráð og er bókin mjög aðgengilega uppsett og henni fylgir ítarleg atriðaskrá, þannig að auðvelt er að fletta upp í henni þegar þörf krefur. I inn- gangi bókarinnar segir m.a.: „Ef þú hefur heyrt eða lesið „hollráð" en manst ekki eftir þeim þegar þú ert nýbúinn að hella rauðvíni í besta dúkinn eða setja blett í nýja teppið er Hús- ráðahandbókin hrein himnasend- ing fyrir þig. Við höfum lesið (og reynt) hundruð hollráða úr ýms- um áttum, en aðeins haldið þeim allra bestu eftir. Við höfum rað- að þeim í ákveðna flokka svo fljótlegt er að fletta þeim upp þegar þörf er á.“ Húsráðahandbókin skiptist í eftirtalda kafla: Bestu ráðin fyrir - eldhúsið - baðherbergið - fegr- un - bílinn - teppin - börnin - hreinsun á hinu og þessu - fatnað, skartgripi og skó - gólfið - húsgögn - þann laghenta - þvottahúsið - málarann - gælu- dýr, skordýr - plöntur, blóm garða - saumaskapinn - geymslu, söfnun, sendingar - veggfóður, tréverk - glugga. Húsráðahandbókin er prent- unnin í Prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin hjá Bókfelli. Kápuhönnun annaðist Auglýs- ingastofa Ernst Bachmans. íi"í:iV;Ti;VfÍMI •• • líf 15. desember 1986 - DAGUR - 13 F.V.S.A. F.V.S.A. Félagsfiindur Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni heldur alm. félagsfund í Alþýðuhúsinu 4. hæð, niánud. 15. des. kl. 20.30. Fundarefni. Nýgerðir kjarasamningar. Félagar fjölmennið. Stjórnin. ■ -. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Óskum að taka á leigu 3-4ra herbergja íbúðir, í Glerárhverfi eða á Brekkunni, fyrir starfsfólk sjúkra- hussins. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofustjóra í síma 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Krístján Jóhannsson árítar hina frábœru nýju plötu sína /— milli kl. 12 og 13, á morgun, / þriðjudag. Nauðungaruppboð á fasteigninni Aðalbraut 61, Raufarhöfn, þingl. eigandi Agnar Indriðason, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 18. des. ’86 kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur eru: Trygg- ingastofnun ríkisins, Ólafur Thoroddsen, Árni Pálsson hdl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Lyngás, Kelduhverfi, þingl. eigandi Sveinn L. Ólafsson og Ólína Karlsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 18. des. ’86 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, Ólafur Ragnarsson hrl., Jón G. Briem hdl., Trygg- ingastofnun ríkisins, Búnaðarbanki íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.