Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 16
Akureyri, mánudagur 15. desember 1986 CHICOGO Nýtt merki í snyrtivörum gott og ódýrt SIMI (96)21400 Snyrtivörudfeild Argvítug háls- bólga í gangi - Flensufaraldur hugsanlegur „Ef þessi Singapore stofn kemur þá má búast við því að hann dreifist hratt út og leggi heilu fjölskyldurnar og vinnu- staðina í rúinið, eins og oftast þegar um nýjan stofn er að ræða,“ sagði Hjálmar Frey- steinsson yfírlæknir. Heilsa Akureyringa er frekar bágbor- in um þessar mundir og flensu- faraldur gæti dunið yfír í þokkabót. Jólaflug Flugleiða: Yfir 50 aukaferðir innanlands Flugleiðir ráðgera að fara rúm- lega 50 aukaferðir í innan- landsflugi í kringum jól og ára- mót að þessu sinni til viðbótar venjulegri áætlun. Þessi jóla- áætlun hefst þriðjudaginn 16. desember og lýkur sunnudag- inn 4. janúar. Flestar auka- ferðir verða til Akureyrar, ísafjarðar, Vestmannaeyja og Egilsstaöa. Að vanda verður ekkert innanlandsflug á vegum Flugleiða á jóladag og nýárs- dag. Mikill viðbúnaður er hjá innanlandsdeild Flugleiða vegna þessarar auknu áætlunar. Vegna þess hversu margir frídagar tengjast jólahátíðinni að þessu sinni er reiknað mcð miklum ferðalögum fólks, og verður allt gert til að tryggja að farþegar félagsins nái til ákvörðunarstaðar í tæka tíð fyrir hátíðina. Flugleið- ir beina því til farþega að þeir bóki far tímanlega. Slíkt auð- veldar alla framkvæmd flutning- anna og er til hagsbóta fyrir bæði farþega og starfsfólk félagsins. Einnig eru farþegar vinsamlega beðnir að láta vita tímanlega ef þeir hyggjast ekki nota far sem áður hefur verið pantað. Að sögn Hjálmars er ansi mik- ið um vírusa núna sem valda slæmri hálsbólgu og einnig barka- bólgu hjá börnum. Flensan hefur ekki stungið sér niður á Akureyri en einhverjir A-stofnar eru í gangi og verulegar líkur eru á því að Singapore stofninn sé væntan- legur. Bólusetningar voru aug- lýstar í haust og hefur margt eldra fólk og sjúklingar fengið bólusetningu. Hins vegar er bóluefni gegn Singapore stofnin- um ekki komið ennþá. Aðspurður kvaðst Hjálmar ekki geta, heilsufarslega séð, ráð- lagt neinum nema öldruðum og sjúkum að fara í bólusetningu. Hins vegar gætu forráðamenn fyrirtækja beðið starfsmenn sína að láta bólusetja sig með hag- kvæmnissjónarmið að leiðarljósi. Ef Singapore stofninn kæmi þá gæti hann gert mikinn usla. Bragi Stefánsson, héraðslæknir á Dalvík, sagði að dæmi væru fyr- ir því að starfsfólk fyrirtækja væri bólusett gegn inflúensu. Hann sagðist ekki hafa orðið var við flensu á Dalvík núna, en aftur á móti væri argvítug hálsbólga í gangi. SS Bráðum koma blessuö jólin. Þessi snáði var einn af mörgum á jólaballi sem dagmömmur héldu í síðustu viku. Mynd: ri>h Ólafsfjörður: Eitt tilboð barst - í smíði flotholta fyrir smábátahöfn í síðustu viku rann út tilboðs- frestur í smíði tveggja flotholta fyrir smábátahöfn á Ólafsfirði. Aðeins eitt tilboð barst og var það frá Tréveri hf. á Ólafsfirði. Á fundi hafnarstjórnar síðast- liðinn fimmtudag var ákveðið að taka tilboðinu. Tilboð Trévers hf. var upp á 397 þúsund krónur og er það örlítið hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Flotholtin tvö verða um 7 metra löng úr gagnvörðum viði. Fyrst um sinn verða tvö látin nægja. Smíði flotholtanna er síð- ari hluti fyrsta áfanga við höfn- ina. Fyrri hlutinn felst í dýpkun hafnarinnar og er það verk langt komið. „Það kom okkur injög á óvart að aðeins skuli hafa borist eitt tilboð. Þetta er tiltölulega einfalt verk sem margir hefðu getað ráð- íð við. Eri þetta bendir til þess að atvinnuástand sé alveg þokka- legt,“ sagði Óskar Þór Sigur- björnsson formaður hafnar- nefndar Ólafsfjarðar í samtali við blaðið. ET Iðnaðardeild SlS: Stórauknu fé varið til kynningar á framleiðslunni - „Söluaukning um 20% á þessu ári,“ segir Ármann Sverrisson Það hefur verið sett stóraukið 55 fé í kynningarstarfsemi á mörkuðum erlendis og hér heima,“ sagði Ármann Sverr- isson markaðsstjóri ullarvöru hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri, en nú stendur yfir mikil herferð til að kynna framleiðslu deildarinnar. Eftir því sem forráðamenn Iðnaðardeildar segja-virðist sem þessi aukna kynning sé að skila sér í aukinni eftirspurn eftir framleiðsluvörum deildarinnar. Breytingar hafa átt sér stað í þá átt að aðlaga framleiðsluna betur eftir þörfun og óskum viðskipta- vina. Nú er unnið að útgáfu á 4 kynningarbæklingum í stað eins áður. I þessum nýju bæklingum er vöruflokkum skipt upp í hefð- bundna íslenska framleiðslu og Áhrif breytinganna á Stakfellinu: „Við segjum ekki upp fólki,“ - segir Gunnar Jónasson verkstjóri hjá Jökli hf. á Raufarhöfn „Við segjum ekki upp fólki. Það hefur vissulega áhrif ef afli Stakfellsins dettur út en ekki neitt afgerandi. Við erum alveg sérstaklega bjartsýnir og höldum okkar striki og flytjum í nýtt og stærra frystihús á næstunni,“ sagði Gunnar Jón- asson verkstjóri í hraðfrysti- húsi Jökuls hf. á Raufarhöfn aðspurður um það hvaða áhrif breyting Stakfellsins í frysti- skip hefði á reksturinn. Fyrir helgina var sagt frá því að gífurlegt atvinnuleysi blasti við fiskvinnslufólki á Þórshöfn vegna breytinganna. Þar hefur 70 manns verið sagt upp. Kaupfélag Langnesinga keypti fyrir skömmu hlut Jökuls hf. á Raufarhöfn í Utgerðarfélagi Norður-Þingeyinga sem gerir út Stakfellið. Hlutur kaupfélagsins er nú 52%. Við kaupin var gerð- ur samningur milli Jökuls og stjórnar útgerðarfélagsins um að Jökull fengi næstu 3 árin 25% af öllum ísfiskafla togarans og 15% í 2 ár. Þetta var gert til að fyrir- tækið gæti betur aðlagast þessari breytingu í hráefnisstreymi. Að sögn Gunnars er nú verið að leita að skipi í stað Stakfellsins enda var að því stefnt með söl- unni. Annað hvort verður þá keypt gamalt skip með kvóta sem verður gert út eða sótt verð- ur um leyfi til nýsmíði á skipi sem nota myndi þennan kvóta. Hlutur Stakfellsins í hráefnis- öflun Jökuls hf. er um 10%. Stærstan hluta hráefnisins leggur Rauðinúpur til, um 80%, en bát- ar leggja til um 10%. Rauðinúp- ur er nú í slipp í Reykjavík vegna viðhalds og endurnýjunar. ET framleiðslu á fatnaði sem fylgir frekar tískusveiflum á alþjóða- markaði. A þessu ári er varið um 28 milljónum í þessa kynningar- starfsemi sem felst í söluferðum, sýningum, auglýsingum og öðru sem tilheyrir slíku starfi. Iðnað- ardeildin einbeitir sér að kynn- ingu á 3 mörkuðum, auk hins íslenska. Það eru markaðir í Bandaríkjunum, Englandi og Noregi. Stærsti hluti fjárins fer í kynningar á þessum mörkuðum í stað margra smærri áður. Mikil áhersla er lögð á Bandaríkja- markaðinn og er Sambandið með söluskrifstofu þar og er nokkur hópur starfsmanna sem sinnir þessu verkefni. „Bandaríkja- markaðurinn hefir strax tekið við sér og hefur sala aukist um 20% á þessu ári. Hins vegar er ekki að marka þetta fyrr en á næsta ári og gerum við okkur góðar vonir um verulega aukningu þar,“ sagði Ármann. Auk framleiðslu og sölu á fatn- aði er hafin framleiðsla á nýrri gerð ullarteppa sem hafa fengið mjög góðar viðtökur á mörk- uðunum erlendis og gera Sam- bandsmenn sér miklar vonir um sölu á þeim. „Á undanförnum vikum höfum við unnið að kynningum á þessum stóru mörkuðum og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið mjög góðar,“ sagði Ármann Sverris- son. gej- Kelduhverfi: Dræm rjúpna- veiði „Þeir veiða nánast ekki neitt. Það er hörmungar rjúpna- veiði,“ sagði Sigurgeir ísaks- son, verslunarstjóri hjá KNÞ í Ásbyrgi. Aðspurður kvaðst hann ekki vera með rjúpur á hoöstólum hjá sér, menn veiddu bara fyrir sig og sína en gengi illa. „Fyrir snjóinn, rétt fyrir rjúpnatímann, þá var töluvert mikið af rjúpu hérna. Síðan kom snjór í byrjun rjúpnatím- ans og hún dreifðist um allt eða hvarf. Hún er komin niður í skógana núna, en hún er óvenju stygg og veiðimenn ná henni ekki,“ sagði Sigurgeir. Að sögn Sigurgeirs eru vegir í Kelduhverfi snjólausir, en svell- aðir og ansi mikil hálka. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.