Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 15.12.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 15. desember 1986 -bækuc Takið ettir! Vegna talningar verður Sjafnarlager við Austursíðu lokaður frá og með mánud. 22. des. 1986. Við opnum aftur föstudaginn 2. jan. 1987. ☆ Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs. Þökkum viðskiptin á árinu. Efnaverksmiðjan Sjöfn. Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar 41534 ■ Sérleyfisferðir • Hópferðir • Sætaferðir • Vöruflutningar Húsavík - Akureyri - Húsavík Daglegar ferðir til jóla Nánari upplýsingar í símum 24442, 41140 og 41534. Sérleyfishafi. NÝKONA Ný kona — Skáldsaga eftir frönsku skáldkonuna Janine Boissard komin út Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina Ný kona eftir frönsku skáldkonuna Janine Boissard í íslenskri þýðingu Halldóru Fil- ippusdóttur. Janine Boissard er nú talin í hópi efnilegustu skáld- kvenna Frakklands og hefur hún hlotið mjög góða dóma þarlendis fyrir bækur sínar og þær hafa einnig verið þýddar á mörg tungumál. Hefur Boissard oft verið líkt við hina kunnu skáld- konu Francoise Sagan. Ný kona er fyrsta bókin sem út kemur á íslensku eftir skáldkonuna. Janine Boissard hefur fengið lof fyrir trúverðugar lýsingar og glögga persónusköpun í bókum sínum. Söguefnið sækir hún til samtíðarinnar. Bókin Ný kona fjallar um konu eina í Frakklandi sem meginhluta ævi sinnar hefur verið í húsmóðurhlutverkinu einu og látið sér það vel lynda. Eiginmaður hennar yfirgefur hana síðan skyndilega og þá stendur hún frammi fyrir því að þurfa að endurmeta líf sitt. Og meira en það. Hún þarf að glíma við ýmis vandamál eins og við- horf vina sinna, möguleika á lífs- framfærslu o.fl. Hún þarf að öðl- ast fyllingu í líf sitt að nýju. Dalur dauðans — eftir Heinz G. Konsalik Iðunn hefur sent frá sér nýja bók eftir þýska spennusagnahöfund- inn Heinz G. Konsalik. Er þetta fimmta bókin sem út kemur eftir hann í íslenskri þýðingu, Dalur dauðans. í kynningu forlagsins á efni bókarinnar segir svo: í marga mánuði hefur ekki komið dropi úr lofti í þorpinu Santa Magda- lena í Mexíkó. Purrkurinn er miskunnarlaus við menn og málleysingja, öll vatnsból eru tóm og íbúarnir þjást. Allir nema einn, Jack Paddy. Hann á stórar bómullar- og kaffiekrur og hann er sá eini sem hefur yfir vatni að ráða. En það eru aðrar ekrur sem hafa gert Paddy ríkan. Á glóandi hásléttunni eru kaktusekrur og úr kaktusnum er unnið eiturlyfið Meskalín. . . En hvað gerist þegar menn snúast til varnar gegn eymd og kúgun? Heinz G. Konsalik svík- ur ekki lesendur sína frekar en fyrri daginn. Sú áhrifaríka tækni hans að sameina spennu og ástir í sömu sögu hefur aflað honum vinsælda um allan heim. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. PRÆÐURNIR I GRASHAGA GUfiMVMH'R Bræðurnir í Grashaga Bókin sem nú kemur út í 3. útgáfu hefur verið ófáanleg í mörg ár. Bókin kom fyrst út fyrir rúm- -If Sf'■«. _VJ .T-.Á 10<)0 ISLAND ÍSLA3SD 1500 ISLAND Bok og mappa Tilvalin jólagjöf til vina. Takið þátt í skoðanakönnun um fallegasta íslenska frímerkið 1986. Við höfum til sölu margar gerðir símtækja Ais ábyrgö og örugg viðgerðdipjónusta POSTUR OG SIMI AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.