Dagur - 30.12.1986, Síða 8

Dagur - 30.12.1986, Síða 8
8 - DAGUR - 30. desember 1986 unnar að framleiðsla er hafin á loðnumeltu. Ákveðið var að flytja sex þúsund tonn af meltu til Noregs og eru tækin að komast í gang í verksmiðjunni í þessu skyni, en talsvert hefur orðið að fá af vélum erlendis frá til að framleiða þessa afurð. 3. Tólf bílar skemmdust í sjö árekstrum á Akureyri. Ástæðan var skyndileg ísing sem myndað- ist á götum bæjarins en ökumenn voru á vanbúnum bifreiðum. 7. „Það liggur fyrir í dag að við munum ekki gera frekari samn- inga við Sovétmenn um sölu á ullarvörum fyrir þetta ár og það eru vonbrigði útaf fyrir sig,“ sagði Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Ullariðnaðar- deildar SÍS. 8. Ekki er laust við að áhrif leiðtogafundarins í Reykjavík nái til Akureyrar. Sjö lögreglu- þjónar og tugir bílaleigubíla verða sendir frá Akureyri vegna fundarins og Samver mun leigja allan sinn búnað til myndatöku suður. 9. Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar urðu miklar umræður um hvernig staðið var að ráðningu forstöðumanns öldrunarþjónustu í bænum. Meirihluti bæjarstjórn- ar réði Cesil Haraldsson í starfið áður en öldrunarráð hafði tekið afstöðu til umsókna. 9. Mikið er um rúðubrot í miðbæ Akureyrar um helgar og rúða var brotin í útibúi Lands- banka íslands. Par fór ungur maðurinn í bankann án þess að valda frekara tjóni. 10. Útvarpsréttarnefnd hefur veitt Eyfirska sjónvarpsfélaginu hf. á Akureyri heimild til sjón- Eyfírska sjónvarpsfélagið sem starfrækir Sjónvarp Akureyri, hóf útsendingar í desember. Myndin er tekin er tækj- um til fyrirtækisins Samvers sem annast tæknivinnu Sjónvarps Akureyrar var skipað upp á Akureyri. Kristján frá Djupalæk varð sjötugur á árinu. Lcikfélag Akureyrar flutti dagskrána „Dreifar af dagsláttu" honum til heiðurs og er myndin tekin í lok frumsýningar á verkinu. varpssendinga á Akureyri og í Eyjafirði. Verið er að smíða sendibúnaðinn í Frakklandi en sendirinn verður staðsettur á Vaðlaheiði. 11. Laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna á Akureyra hækka talsvert og er kaup þeirra nú miðað við ákveðið hlutfall þingfararlauna í stað kjarasamn- inga bæjarstarfsmanna. 11. Bæjarráð hafnar aukafjár- veitingu til Verkmenntaskólans á Akureyri að upphæð 160 þús. kr. 15. Mikið er spurt um mynd- lykla hjá Akurvík hf. en eins og kunnugt er þá þurfa menn að eiga sérstaka „lykla“ til að geta náð útsendingum Sjónvarps Akureyri. 16. Menn velta nú fyrir sér þeim möguleika að útvarpsstöðin | Bylgjan komi til Akureyrar. Ein- ar Sigurðsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar, segir að talsverður áhugi sé fyrir þessu máli hjá starfsmönnum stöðvarinnar. 16. Verslun Iðnaðardeildar SÍS á Akureyri hefur verið lokað fyr- ir fullt og allt, en þessi verslun hefur starfað undanfarin 50 ár og haft með höndum sölu fram- leiðsluvara verksmiðjanna. 17. Fjórir aðilar á Akureyri hafa verið kærðir fyrir ávísana- misferli, en fólkið sveik út fleiri hundruð þúsund krónur á flakki um landið. 20. Annað og síðasta uppboð á eignarhluta Akurs hf. í Sjallan- um hefur nú farið fram. Kröfur Iðnaðarbankans nema um 60 milljónum króna, en bankinn bauð 35 milljónir í eignarhlut Akurs. 20. Hitaveitustjóranum á Akureyri hefur nú verið gefinn kostur á að segja upp starfi sínu eða verða rekinn að öðrum kosti. Ástæðurnar fyrir þessu eru sagð- ar vera samstarfserfiðleikar hita- veitustjóra og bæjarstjórnar. 21. Bæjarstjórn Akureyrar ákvað eftir fimm klukkustunda langan fund að Vilhelm W. Steindórssyni, hitaveitustjóra, skyldi sagt upp. Ástæða brott- rekstrarins er talin vera trúnaðar- brestur milli hans og bæjarstjórn- ar og skoðanaágreiningur í mörg ár. Hitaveitustjóri er þó ekki sak- aður um neins konar mistök, mis- ferli eða vanrækslu í starfi. 22. Fyrirhugaðri hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar hefur verið frestað. Forsætisráð- herra, Steingrímur Hermanns- son, hefur gefið yfirlýsingu um að ríkisstjórnin muni hlutast til um að húshitunarkostnaður verði að einhverju leyti greiddur niður af ríkinu eða að ríkið muni taka á sig hluta af fjárhagsvanda hita- veitunnar. 24. Ákveðið var á stjórnar- fundi í Byggðastofnun að Akur- eyri fái fyrstu stjórnsýslumiðstöð- ina. Er þetta hluti af áætlun stofnunarinnar um dreifingu stjórnsýslumiðstöðva um landið. 29. Ákveðið var að selja Iðn- garðana í Ólafsfirði. „Þetta eru mikil vonbrigði,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson, bæjarstjóri. Taldi hann almennt áhugaleysi hafa staðið Iðngörðunum fyrir þrifum. 31. Framkvæmdir eru hafnar við sjónvarpssal Samvers hf. á Akureyri vegna Eyfirska sjón- varpsfélagsins hf. Gólfflötur í húsi sjónvarpsfélagsins við Grundargötu er 190 fermetrar, en inni í þeirri tölu er 110 fer- metra nýbygging sem SS Byggir sf. reisir. Framkvæmdin er öll hin vandaðasta. Nóvember 3. Guðmundur Bjarnason hlaut 1. sætið í prófkjöri framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra. Valgerður Sverrisdóttir lenti í öðru sæti og Jóhannes Geir Sigurgeirsson í þriðja. Stefán Valgeirsson gekk af kjördæmis- þingi er ljóst var að hann náði ekki fyrsta sæti. „Þá hefur aftak- an farið fram,“ sagði Stefán. Spurningar vöknuðu um sér- framboð hans og það varð að veruleika síðar meir. Togarinn Dreki til Kópaskers. Kaupsamningur að upphæð 75 milljónir króna var undirritaður með fyrirvara um að skipið stæðist gaumgæfilega skoðun. 4. Viðræður standa yfir um framlengingu leigusamnings milli Kaupfélags Eyfirðinga og for- svarsmanna KSÞ á Svalbarðseyri. Þórður Stefánsson sagði að úti- lokað hefði verið að endurnýja samninginn óbreyttan. 5. Sorpeyðingarmál ber á góma. Á Sauðárkróki stefnir í málaferli í sorpbrennslumálum, bærinn mun reka mál gegn Ríp- urhreppi vegna afturköllunar byggingarleyfis. Á Akureyri eru möguleikar á sorpeyðingu í athugun. 6. Rækjuveiðar hófust í Húna- flóa, en kvótinn var aðeins 500 tonn á móti 2800 tonnum í fyrra. Kvótinn er byggður á ítarlegum rannsóknum sem leiddu í ljós hrun innfjarðarrækjustofnsins í Húnaflóa. 11. „Það að farið verði að byggja nýjan herflugvöll á Sauð- árkróki kemur alls ekki til greina,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, en umræður um vara- flugvöll voru áberandi á þessu tímabili og reyndar enn. 12. Fimm tonn af laxi drápust hjá Hafrúnu á Sauðárkróki í norðanveðri og hafróti. Frétt um ólöglegt efni í niður- soðinni rækju frá K. Jónsson skýtur upp. Rækjan var endur- send frá Þýskalandi vegna notk- á Húsavík, en þangað kom hún 24. júlí. Á laugardagskvöldið var svo lokið við að tengja síma í Kelduhverfi og Öxarfirði við sím- stöðina á Kópaskeri og þar með er búið að tengja sjálfvirkan síma á alla sveitabæi á landinu. 4. „Það er ekki laust við að mikla birgðir séu til, því við liggj- um með 105 tonn af alikálfakjöti og 60 tonn af kýrkjöti og hefur aldrei verið til annað eins af kjöti og núna,“ sagði Óli Valdimars- son sláturhússtjóri hjá KEA á Akureyri. ÓIi taldi þetta m.a. stafa af offramleiðslu og eftir- spurn eftir nýrra kjöti á kostnað birgða. 8. „Loðnuverð er mun lægra í ár en var í fyrra eða um 20% og tala verksmiðjueigendur um að lækka enn meira. Þegar menn tala um að verksmiðjurnar tapi 500 krónum á tonninu þá hljóta þær að vera allt of margar og ætti að loka þeim á stundinni,“ sagði Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri í sambandi við loðnu- verðið. 9. Ný Volvobifreið brann á Akureyri og er talið að bensín- slanga hafi losnað frá mótornum og íkveikjan orðið þannig. 9. Gerfihnattaöldin er hafin á Akureyri því verslunin Hljómver hefur hafið sölu á móttökudisk- um fyrir sendingar um gerfi- hnetti. Fyrirtækið Rafeind í Reykjavík annast innflutning diskanna, sem eru af gerðinni NEC. Búið er að staðsetja einn slíkan á þaki Hljómvers. Sam- kvæmt upplýsingum Hljóm- versmanna mun vera hægt að ná níu stöðvum frá gerfihnettinum ECS-1. 10. Guðmundur Guðlaugsson, bæjarverkfræðingur, segir að svæði sorphauganna við Akur- eyri sé á þrotum og nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir til úrbóta hið fyrsta. 11. Bæjarráð Akureyrar hafn- aði beiðni um fjárstuðning við alþjóðlegt skákmót á Akureyri, en áður hafði verið gefið vilyrði fyrir slíkum stuðningi. 11. Iðnaðarráðuneytið hefir ákveðið að fella niður olíustyrki í áföngum vegna lækkunar olíu- verðs undanfarna mánuði. 12. Nýtt hlutafélag, Kjörland hf., hefur verið stofnað. Þetta er hlutafélag um rekstur kartöflu- verksmiðju á Svalbarðseyri. Hlutafé er 1,8 milljónir króna. KEA á 60%, Ágæti 20% og Hlutur hf., sem er í eigu kartöflu- bænda við Eyjafjörð, á 20%. 12. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi G. Vagnssyni sauðfjár- ræktarráðunauti virðist riðuveiki vera að breiðast út í Eyjafirði. Tilfelli hafa verið staðfest á þremur bæjum. 16. Rússneskir jarðvísinda- menn hafa undanfaið sprengt til- raunasprengjur í Eyjafirði og hefur hristingurinn fundist greini- lega í húsum á Akureyri og nálægum sveitum. Sumir hafa verið uggandi um borholur hita- veitunnar sem eru nálægt spreng- istöðunum. 16. „Ég hef ekki heyrt talað um frjálst fiskverð á annan hátt en þann að koma upp fiskmark- aði á suðvesturhorninu og reikna ekki með að slíkt verði tekið upp hér hjá okkur,“ sagði Gísli Konráðsson, forstjóri ÚA er hann var spurður um fiskmarkað og frjálst fiskverð. 17. Eigendur Kórónakjúklinga á Akureyri lögðu fram beiðni um lögbann við hlutafjáraukningu í Akri hf. sem rekur Sjallann. Telja þeir að þessi hlutafjáraukn- ing stríði gegn hagsmunum sín- um þar sem þeir hafi verið komn- ir með bindandi kaupsamning. 18. „Það er ekki hægt að segja að Eimskip neiti að borga, heldur er spurning hversu mikið þeir eigi að borga,“ sagði Valtýr Sig- urbjarnarson bæjarstjóri á Ólafs- firði, en Skeiðsfoss, skip Eim- skipafélagsins, sigldi á bryggju í Ólafsfirði 29. september í fyrra og skemmdi hana nokkuð. 18. „Við förum að lögum,“ sagði Elías I. Elíasson, bæjar- fógeti á Akureyri, en jafnréttis- nefnd Akureyrar hefur beðið hann að fara að lögum við ráðningar í lögregluna á Akur- eyri. Aðeins karlar voru ráðnir í lögregluna á Akureyri og telur Erlingur Pálmason, yfirlögreglu- þjónn, ekki mögulegt að ráða konur til lögreglustarfa að óbreyttu ástandi mála hvað varð- ar aðstöðu í lögreglustöðinni. 19. Tveir menn voru handtekn- ir þegar lögreglan á Akureyri lokaði einkabruggstöð í bænum. 22. Alvarlegt vinnuslys varð í sútunarverksmiðju SÍS á Akur- eyri þegar piltur um tvítugt missti hægri höndina í vél. 22. Ákveðið hefur verið að breyta Sléttbak, togara ÚA, í frystiskip og verður breytingin framkvæmd í Slippstöðinni á Akureyri. 25. Ákveðið hefur verið að leggja samtals 10 kílómetra af boðveituköplum á Akureyri. Rör hafa verið lögð í gangstéttir áður en þær voru malbikaðar. Október: 1. Á sameiginlegum fundi skóla- stjóra á Norðurlandi eystra sem haldinn var í Stórutjarnaskóla og á almennum félagsfundi BKNE sama dag var samþykkt harðorð ályktun vegna vinnubragða menntamálaráðuneytisins við afgreiðslu á áætlun um kennslu í grunnskólum næsta skólaár. 2. Sú nýjung hefur orðið í starfsemi Krossanesverksmiðj-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.