Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 30.12.1986, Blaðsíða 11
30. desember 1986 - DAGUR - 11 IÞROTTIR - v> stunda nám næstu ár og jafnframt Ingigerður Júlíusdóttir sigraði í svigi á landsmótinu í Bláfjöllum um pásk- ana. Norðlenskir íþróttamenn náðu margir hverjir mjög góðum árangri á árinu sem er að líða. A það jafnt við um þá sem stunda hópíþróttir og einstakl- ingsíþróttir. Nú í lok ársins er rétt að renna yfír farinn veg og rifja upp það helsta í hverri grein. Körfubolti Tindastóll frá Sauðárkróki sigr- aði glæsilega í 2. deildar keppn- inni í körfubolta á árinu og vann sér þar með sæti í 1. deild. Þórsarar léku í 1. deild sem fyrr og olli liðið nokkrum vonbrigð- um. Þórsarar voru í fallhættu lengi vel en liðið náði að bjarga sér á síðustu stundu. USAH lék eins og Tindastóll í 2. deild. Lið- inu gekk illa og vann aðeins einn leik í deildinni. Handbolti KA lék í 1. deild á ný og náði mjög góðum árangri. Liðið hafn- aði í 4. sæti með 15 stig í 14 leikj- um. KA vann 7 leiki, gerði 1 jafntefli og tapaði 6 leikjum. KA var slegið út úr bikarnum strax í fyrsta leik. Þór lék í 3. deild en liðið komst bakdyramegin í 2. deild á ný þar sem fjölgað var í 1. og 2. deild. Þór hafnaði í 3. sæti 3. deildar og það dugði liðinu. Völsungur tók þátt í deilda- keppninni í handbolta á ný eftir nokkurra ára hlé. Liðið lék í 3. deild og stóð sig þokkalega. í úrslitakepppni yngri flokka náði 5. flokkur Þórs bestum árangri en liðið varð í 2. sæti eftir að hafa tapað fyrir Val í úrslita- leik. Knattspyrna Árið sem er að líða er eitt merki- legasta ár norðlenskrar knatt- spyrnusögu, því bæði Völsung- ur og KA unnu sér sæti í 1. deild næsta sumar og því munu þrjú norðlensk félög leika í þeirri deild næsta ár. Völsungar komu skemmtilega á óvart og unnu 2. deildina. KA varð í öðru sæti eft- ir að hafa leitt deildina lengst af. Þórsarar léku sem fyrr í 1. deild. Liðið olli miklum von- brigðum, átti misjafna leiki og hafnaði í 6. sæti deildarinnar. Þá var liðið slegið strax út í Mjólkur- bikarkeppni KSI. Leiftur frá Ólafsfirði gerði góða hluti í sumar. Liðið sigraði glæsilega í 3. deildinni og endur- heimti sæti sitt í 2. deild að ári. Tindastóll, Reynir Árskógs- strönd og Magni léku einnig í 3. deildinni. Tindastóll háði harða keppni við Leiftur um sigur í riðl- inum en varð að láta í minni pokann. Reynir varð í 4. sæti rið- ilsins og Magni í 6. sæti. Mývetningar unnu sér sæti í 3. deild á ný að lokinni úrslita- keppni í 4. deild. Auk þeirra tóku Hvöt á Blönduósi og Sindri frá Hornafirði þátt í úrslita- keppninni en þau lið sigruðu í sínum riðli. Eftir harða baráttu voru það Sindri og HSÞ-b sem náðu þeim tveim sætum í 3. deild sem keppt var um. Kvennalið KA vann sér sæti í 1. deild á ný með því að sigra í sínum riðli í 2. deildinni í sumar. KA lék síðan til úrslita við Stjörnuna um sigur í 2. deildinni en tapaði þeim leik naumlega. Þór lék í 1. deildinni í sumar. Liðið lék eins og karlaliðið mis- jafnlega og hafnaði í 6. sæti. Af árangri yngri flokka ber fyrst að nefna glæsilegan árangur 5. flokks Þórs á íslandsmótinu þar sem liðið vann til silfurverð- launa. 3. flokkur Þórs komst einnig í úrslitakeppnina og hafn- aði í 4. sæti. 4. flokkur KA lék einnig í úrslitakeppninni og varð í 5. sæti. Völsungar stóðu sig best 6. flokks liða á svæðinu. Liðið hafnaði í 2. sæti á Tommamótinu í Eyjum og í 4. sæti á Pollamóti KSI og Eimskips í Reykjavík. Skíði Norðlenskir skíðamenn létu sem fyrr mikið að sér kveða á skíða- mótum vetrarins. Á landsmót- inu sem fór fram í Bláfjöllum, vann Daníel Hilmarsson frá Dal- vík til þrennra gullverðlauna. Hann sigraði í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Þá varð Daníel bikarmeistari SKÍ. Daníel æfði og keppti erlendis stóran hluta af árinu og stóð sig nokkuð vel. Nú skömmu fyrir jólin var hann síð- an útnefndur skíðamaður Skíða- sambandsins 1986. Þorvaldur Jónsson frá Ólafs- firði gerði líka góða hluti á lands- mótinu. Hann vann einnig til þrennra gullverðlauna, sigraði í stökki af 40 m, og 47 m palli og í norrænni tvíkeppni. Ingigerður Júlíusdóttir frá Dalvík sigraði í svigi kvenna á landsmótinu. Guðrún H. Kristjánsdóttir skíða- drottning frá Akureyri varð að láta sér lynda 3. sætið í svigi og stórsvigi og 2. sætið í alpatvi- keppni kvenna. Guðmundur Sig- urjónsson frá Akureyri varð í 2. sæti í alpatvíkeppni og Björn Brynjar óíslason frá Akureyri í því 3. Anna María Malmquist frá Akureyri sem hafði staðið sig mjög vel á mótum fram að lands- mótinu, náði sér ekki á strik á sjálfu landsmótinu og höfðu mótshaldarar þar mikil áhrif á eins og komið hefur fram. Anna María varð þó bikarmeistari SKÍ í alpagreinum. Unglingameistaramótið á skíð- um fór fram á ísafirði. Þar stóðu Akureyringar sig mjög vel í alpa- greinum og Ólafsfirðingar og Siglfirðingar í norrænum grein- um. Kristinn Svanbergsson sigr- aði í svigi pilta í flokki 15-16 ára, varð í 2. sæti í stórsvigi og sigraði í alpatvíkeppni. Vilhelm Þor- steinsson sigraði í svigi í flokki 13-14 ára, varð í 3. sæti í stórsvigi og sigraði í alpatvíkeppni. Jóhannes Baldursson varð í 2. sæti í stórsvigi í flokki 13-14 ára og hann varð bikarmeistari SKÍ í þeim flokki. Ása Þrastardóttir varð í 3. sæti í svigi stúlkna í flokki 13-14 ára, í 2. sæti í stór- svigi og í 2. sæti í alpatvíkeppni á mótinu. Kristín Jóhannsdóttir varð í 3. sæti í svigi í flokki 15-16 ára og í 2. sæti í alpatvíkeppni. Valdimar Valdimarsson varð í 2. sæti í bikarkeppni SKÍ og María Magnúsdóttir varð í 3. sæti. Allir þessir krakkar eru frá Akureyri. í boðgöngu á unglingameist- aramótinu urðu Ólafsfirðingar sigursælir. Þeir sigruðu í flokki stúlkna og drengja 13-14 ára. í einstaklingskeppninni urðu þær Magnea Guðbjörnsdóttir og Lena Rós Matthíasdóttir í 2. og 3. sæti í flokki 13-15 ára. Þær urðu einnig númer 2 og 3 í bikar- keppni SKÍ í göngu. Sölvi Sölva- son frá Siglufirði sigraði í göngu í flokki 13-14 ára og hann varð einnig bikarmeistari SKÍ í þeim flokki. Grétar Björnsson frá Ólafsfirði varð í 2. sæti bæði í göngu og bikarkeppni SKÍ. Skíðastökkið var flutt til Ólafs- fjarðar og þar unnu heimamenn þrefalt. Kristinn Björnsson sigr- aði, Grétar Björnsson varð annar og Magnús Þorgeirsson þriðji. Akureyringar urðu tvöfaldir íslandsmeistarar í skíðagöngu karla. Haukur Eiríksson sigraði í flokki 17-34 ára og Sigurður Aðalsteinsson sigraði í flokki 35 ára og eldri. Haukur stóð sig mjög vel á mótum síðastliðinn vetur. Hann er nú á leið til Sví- þjóðar, þar sem hann mun stunda skíðagönguna af miklum krafti. Andrésar Andar leikarnir fóru fram á Akureyri sem fyrr. Á fimmta hundrað keppendur mættu á mótið frá 14 bæjarfélög- um. Leikarnir þóttu takast mjög vel og voru þeim er að fram- kvæmdinni stóðu til mikils sóma. Glíma Mývetningar stóðu sig mjög vel í Landsflokkaglímu Glímusam- bands íslands á árinu og vakti Arngeir Friðriksson úr HSÞ mikla athygli á mótinu fyrir góð- an árangur. HSÞ-menn sigruðu í fjórum flokkum á mótinu. Eyþór Pétursson sigraði í yfirþyngd, Kristján Yngvason í milliþyngd, Arngeir Friðriksson í piltaflokki og Böðvar Pétursson í drengja- flokki. í Sveitaglímu íslands sigraði HSÞ KR 13:3. Þá var í fyrsta skipti keppt í drengjaflokki í sveitaglímunni og þar sigraði HSK HSÞ naumlega 13:12. Sund Sundfélagið Óðinn varð stiga- hæst félaga á sundmeistaramóti Norðurlands í sundi sem fram fór á Akureyri í sumar. Óðinn keppti í bikarkeppni SÍ í haust og hafnaði þar í 3. sæti. Óðinn tók einnig þátt í aldursflokkamótinu í sundi og hafnaði þar í 6. sæti. Svavar Þór Guðmundsson varð Akureyrarmeistari í sundi í sumar. I öðru sæti varð Birna Björnsdóttir og í þriðja sæti Vala Magnúsdóttir. Svavar Þór komst tvisvar á verðlaunapall í íslands- mótinu í sundi. Hann varð þriðji í 100 m og 200 m baksundi. Mörg önnur mót fóru fram hér víðs vegar um Norðurland og náðist í þeim ágætis árangur. Sundfólk úr Óðni setti nokkur íslandsmet á árinu og fjölmörg Akureyrarmet. Blak Karla- og kvennalið KA í blaki léku í 1. deild á síðasta keppnis- tímabili en árangur liðanna var slakur. Eikin frá Akureyri varð Islandsmeistari í 1. flokki í blak- inu á árinu og þá sigraði liðið í haustmóti sem fram fór nú í haust. Strákarnir úr Skautafélagi Akureyrar náðu öðru sæti á íslandsmóti 1. flokks. Öldungamót íslands í blaki fór fram í Kópavogi í byrjun maí. í kvennadeild varð Eik í 2. sæti og einnig í öðlingadeild. Karlalið Óðins sigraði í 1. deild öldunga og Skautafélag Akureyrar í öðl- ingadeild og þar varð Óðinn í 2. sæti. Frjálsar UMF Svarfdæla hlaut flest stig félaga á innanhússmóti UMSE í frjálsum íþróttum sem haldið var á Dalvík um páskana og einnig á aldursflokkamótinu sem fram fór í sumar. Hvöt varð stigahæst félaga á unglingamóti USAH í frjálsum íþróttum. Héraðsmót UMSE var haldið í júlí. Þar urðu þau Cees van de Ven og Laufey Hreiðarsdóttir stigahæst. Meist- aramót íslands í frjálsum íþrótt- urn 14 ára og yngri fór fram á Húsavík í sumar. Mótið tókst vel í alla staði og þótti góður undir- > Völsungar unnu sér sæti í 1. deild knattspyrnunnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.