Dagur - 30.12.1986, Page 12

Dagur - 30.12.1986, Page 12
12 — DAGUR- 30. desember 1986 búnigur fyrir stóra mótið næsta sumar. USAH sigraði bæði í karla- og kvennaflokki á Norðurlandsmót- inu í frjálsum íþróttum sem fram fór á Blönduósi í sumar. UMF Mývetningur hlaut flest stig félaga á Héraðsmóti HSP í sumar. Þá má geta þess að Sigurður Matthíasson frá Dalvík er að verða einn fremsti spjótkastari landsins. Sigurður hefur stundað æfingar og keppni erlendis og hann mun búa í Bandaríkjunum á næsta ári. Kraftlyftingar Kraftlyftingar eru í mikilli sókn á Akureyri enda búa hér margir af bestu kraftlyftingamönnum landsins. Meistaramót íslands í kraftlyftingum var haldið á Akur- eyri að þessu sinni og tókst mjög vel. Kári Elíson náði þar bestum árangri allra keppenda. Hann sigraði í 75 kg flokki með miklum yfirburðum og hann vann titilinn meistari meistaranna fyrir að hljóta flest stig á mótinu. Víking- ur Traustason sigraði í plús 125 kg flokki og Aðalsteinn Kjartans- son í 60 kg flokki. Kári tók þátt í þremur af stærstu mótum heims í kraftlyft- ingum. Hann varð í 5. sæti á HM í Hollandi, 3. sæti á EM í Svíþjóð og 2. sæti á NM í Finnlandi. Kári setti nokkur íslandsmet og sigr- aði á öðrum mótum innanlands sem hann tók þátt í. Aðalsteinn Kjartansson frá Akureyri og Gunnlaugur Pálsson frá Siglufirði kepptu á Ungl- ingameistaramóti íslands í kraft- lyftingum. Þeir sigruðu í sínum flokkum, Gunnlaugur í 67,5 kg og Aðalsteinn í 60 kg flokki. Vaxtarrækt Islandsmótið í vaxtarrækt fór fram í Reykjavík í apríl. Akur- eyringar voru sigursælir á mótinu og sigruðu í þremur flokkum og þá varð Sigurður Gestsson fs- landsmeistari í karlaflokki. Björn Broddason sigraði í undir 75 kg flokki unglinga, Kári Elíson í flokki karla undir 75 kg og Sig- urður Gestsson í flokki undir 90 kg- Júdó Mikill og vaxandi áhugi er á júdó á Akureyri og það hefur verið stofnað útibú frá júdódeild KA í Varmahlíð í Skagafirði. Sex ung- ir KA-menn hafa verið valdir til æfinga með unglingalandsliði íslands. Hinn frábæri þjálfari þeirra KA-manna, Jón Oðinn Óðinsson, náði svarta beltinu í íþróttinni. Jón Óðinn hlaut afreksbikar ÍSÍ fyrir frábæran árangur við júdóþjálfun. Strák- arnir hans .gerðu marga góða hluti á árinu. Á íslandsmóti júníora unnu strákarnir úr KA til margra verðlauna. í mínus 65 kg flokki sigraði Gunnar Gunnars- son og félagar hans þeir Trausti Harðarson og Arnar Harðarson urðu í 2. og 3. sæti. í mínus 71 kg flokki sigraði Adam Traustason og félagi hans Njáll Stefánsson hafnaði í 3. sæti. í mínus 55 kg flokki varð Baldur Stefánsson í 2. sæti og í mínus 60 kg flokki varð Freyr Gauti Sigmundsson í 2. sæti. í sveitakeppni drengja í júdó mætti KA með þrjár sveitir til leiks og urðu þær í þremur fyrstu sætunum. Loks má geta þess að Auðjón Guðmundsson júdómaður úr KA hlaut tækniverðlaun Júdósam- bands íslands á árinu. Golf Axel Reynisson GH varð Norð- urlandsmeistari karla í golfi 1986 í keppni án forgjafar, Jón- ína Pálsdóttir GA í flokki kvenna og Sigurbjörn Þorgeirsson GA í unglingaflokki. Björn Axelsson varð Akureyr- armeistari karla í golfi, Inga Magnúsdóttir í kvennaflokki og Ragnar Steinbergsson í öldunga- flokki. Akureyrarmótið í ár var það stærsta og fjölmennasta til þessa og þótti takast mjög vel. Einn kylfingur fór holu í höggi á mótinu en það var Gunnar Jakobsson. Kristján Hjálmarsson sigraði í karlaflokki á meistaramóti Golf- klúbbs Húsavíkur og Sigríður Birna Ólafsdóttir í kvennaflokki. Kári Elísson hafði oft góða ástæðu til þess að fagna sigri á árinu. Sigurður Gestsson varð íslandsmeistari í vaxtarrækt. Júdómenn á Akureyri unnu marga góða sigra á árinu og hafa sýnt miklar framfarir. sveit GK. í þriðja sæti varð A- sveit GA. Tveir ungir kylfingar frá GA voru valdir af Golfsambandi íslands til þess að keppa á alþjóðamótum erlendis, þeir Björn Axelsson og Magnús Karlsson. A-sveit GA sigraði í Sveita- keppni Golfsambands íslands, 2. deild í haust og vann sér þar með sæti í 1. deild að ári. í öðru sæti varð sveit GH. í kvennaflokki 2. deildar sigraði sveit GK og sveit GH varð í öðru sæti. A-kvenna- sveit GA lék í 1. deild, liðið hafn- aði í 4. og síðasta sæti og féll í 2. deild. Fimleikar Stúlkurnar í Fimleikaráði Akur- eyrar gerðu góða ferð á ungl- ingameistaramót íslands í fim- leikum sem fram fór í Reykjavík í byrjun ársins og unnu til 10 verðlauna. Matthea Sigurðar- dóttir keppti í 3. þrepi og hún sigraði í tveimur greinum, á hesti og í gólfæfingum og þá varð hún 'í þriðja sæti í samanlögðu. í 4. þrepi sigraði Elva B. Jónsdóttir á hesti og Hildur B. Sigbjörnsdótt- ir varð í þriðja sæti. Þá urðu þær Rósa Jónsdóttir og Harpa M. Örlygsdóttir í 2. og 3. sæti í æfingum á slá. Hildur M. Sig- björnsdóttir varð önnur í saman- lögðu og Harpa í því þriðja. Einnig má geta þess að stúlkur úr FRA unnu til 8 verðlauna á miklu fimleikamóti sem haldið var f Kópavogi í apríl síðastliðn- um. Matthea Sigurðardóttir varð sexfaldur Akureyrarmeistari í fimleikum í flokki 13 ára og eldri á mótinu sem fram fór í maí síð- astliðnum. Aðalheiður Ragnars- dóttir vann titilinn á gólfi. í flokki 11-12 ára sigraði Hildur Rós Símonardóttir á hesti og tvíslá. Harpa Ragnarsdóttir sigr- aði á slá og Aðalheiður Ragnars- dóttir á gólfi. í flokki 10 ára og yngri sigraði Arnbjörg Valsdóttir á hesti og íris Gunnlaugsdóttir á gólfi. Badminton Kristinn Jónsson varð Akureyr- armeistari í A-flokki karla í badminton og Jakobína Reynis- dóttir í kvennaflokki. Kári Árna- son sigraði í öðlingaflokki og Einar Karlsson í B-flokki karla. í tvíliðaleik sigruðu Haukur Jóhannsson og Girish Hirlekar í A-flokki. Kári Árnason og Björn Baldursson í öðlingaflokki og Guðrún Erlendsdóttir og Jakob- ína Reynisdóttir í kvennaflokki. í tvenndarleik sigruðu Ragnheið- ur Haraldsdóttir og Girish Hir- lekar. Norðurlandsmót unglinga í badminton fór fram á Akureyri í mars síðastliðnum. Til leiks mættu keppendur frá Akureyri og Siglu- firði. Þrír keppendur frá TBA unnu þrefaldan sigur á mótinu, þeir Karl Karlsson, Þórarinn Árnason og Helgi Jóhannsson. Á Akureyrarmóti unglinga unnu sex keppendur tvöfalt. íþróttir fatlaða Stærsta íþróttamót fatlaðra sem haldið var hér norðanlands var Hængsmótið sem fram fór í Höllinni á Akureyri í mars. Alls mættu um 90 keppendur til leiks, víðs vegar af landinu og náðist ágætur árangur. Heiðursgestur mótsins var Reynir Pétur Ingv- arsson göngugarpur. Þrír Akureyringar kepptu með landsliðinu á Norðurlandamótinu í boccía sem fram fór í Dan- mörku í maí síðastliðnum. Þetta voru þau Sigurrós Karlsdóttir, Björn Magnússon og Tryggvi Haraldsson. Sigurvegarar á Norðurlandsmótinu í golfi sem fram fór á Akureyri í sumar. Hreinn Jónsson sló holu í höggi á mótinu. Haraldur Friðriksson sigraði í 2. flokki á meistaramóti Golf- klúbbs Sauðárkróks og Stefán Pedersen í 3. flokki. Unglingameistaramót íslands fór fram í Eyjum. Þar náði Magnús Karlsson GA öðru sæti í drengjaflokki og Árný L. Árna- dóttir varð í 3. sæti í stúlkna- flokki. Landsmótið í golfi fór fram á Hólmsvelli í Leiru í byrjun águst. Úlfar Jónsson GK sigraði í karla- flokki og Steinunn Sæmundsdóttir GR í kvennaflokki. Af Norður- landi voru margir kallaðir en fáir útvaldir. Sigríður B. Ólafsdóttir frá Húsavík var sú eina er komst á verðlaunapall en hún sigraði í 2. flokki kvenna. Sveitakeppni unglinga fór fram að Jaðri í sumar. A-sveit GR sigraði eftir harða keppni við A- i vaxtarr

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.