Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 5
19. mars 1987 - DAGUR - 5 í útvarpsstöðinni voru tveir ungir og hressir menn, þeir Davíð Rúnar Gunnarsson og Jóhann Gísli Sigurðs- son. Þeir svöruðu nokkrum spurn- ingum um starfsemi stöðvarinnar. - Hvenær hófust útsendingar? Davíð Rúnar Gunnarsson: „Við byrjuðum mánudaginn 16. kl. 10.30 og við hættum um kl. 22.00 á miðvikudagskvöld. Við þurfum að færa græjurnar vegna árshátíðar skólans og skólaskemmtunar á fimmtudags- og föstudagskvöld. Ég vil nota tækifærið og þakka Gunna Sigurbjörns fyrir að lána okkur mixer og ekkó sem við höfum notað hérna í útvarpsstöðinni. Hann bjargaði okkur alveg.“ - Hvað dregur sendirinn langt hjá ykkur? „Hann nær yfir allan bæinn og suður að Hrafnagíli eða Kristnesi ef ekki lengra.“ Harpa Örvarsdóttir teiknar hér eftir hinni þekktu myndaseríu „Love is“. - Hvernig fenguð þið útvarps- sendi? Jóhann Gísli Sigurðsson: „Við hringdum í Póst og síma en þeir áttu ekki lausan sendi. Þeir bentu okkur á fyrirtækið E. Helgason & Melstað og þar náðum við sambandi við mann sem heitir Ragnar Borg. Hann lánaði okkur tækið en þetta er sami maður- inn og flytur inn sendibúnað nýju útvarpsstöðvarinnar, Útvarp Akur- eyri. Styrkur tækisins er 50 vött en við stilltum hann bara á 20 vött. Loft- netið fylgdi með og er hérna á þaki skólans." - Hvernig tónlist spilið þið helst? (Báðir:) „Við spilum allt nema sinfóníur, óperur og djass. Við erum með það sem krökkunum finnst gott að hlusta á, vinsælustu lögin, þunga- ■yrokk, barbídúkkudiskó o.fl. Þunga- rokkið er að slá aftur í gegn núna.“ Hækkaði um 1,48% í mars Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í marsbyrj- un 1987. Reyndist hún vera 190,55 stig eða 1,48% hærri en í febrúarbyrjun 1987. Af þessari 1,48% hækkun stafa um 0,5% af hækkun á verði mat- vöru, 0,3% af hækkun á verði fatnaðar, 0,1% af hækkun hús- næðisliðs og um 0,6% af hækkun á verði ýmissa vöru- og þjónustu- liða. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 15,4%. Hækkun vísi- tölunnar um 1,48% á einum mánuði frá febrúar til mars svar- ar til 19,3% árshækkunar. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,4% og jafngildir sú hækkun 23,2% verð- bólgu á heilu ári. Sauðárkrókur: Ráðstefna um atvinnumál Atvinnumálanefnd Sauðár- króks hefur ákveðið að gang- ast fyrir ráðstefnu um atvinnu- mál á Sauðárkróki og nágrenni; undir heitinu ATVINNA ’87 - staða og horfur í atvinnumál- um á Sauðárkróki. Verður ráðstefnan haldin í félagsheim- ilinu Bifröst laugardaginn 21. mars kl. 13.00. Ráðstefnan er öllum opin sem áhuga hafa. Fyrirlesarar verða samtals 15. Verða þar bæði stutt innlegg heimamanna og veigameiri erindi starfsmanna við stofnan- ir atvinnuvega og ríkisins. Það er ljóst, að byggðarlag sem Sauðárkrókur fer ekki varhluta af þeim breytingum, sem stafa af samdrætti og búháttabreyting- um í héraðinu, svo og þeirri byggðaröskun og atgervisflótta, sem verður af stöðugum búferla- flutningum fólks til Reykjavíkur- svæðisins. Ýmiss konar þjónusta, opinber og óopinber, er í miklum vexti á suðvesturhorninu, en virð- ist eiga erfitt uppdráttar úr um land. Opinberar tölur sýna, að á Norðvesturlandi - og þ.m.t. Sauð- árkróki - eru einna lægst meðal- laun á landinu. Má m.a. nefna, að útsvarstekjur pr. íbúa eru lægstar á Sauðárkróki af kaup- stöðum landsins. Þar kunna þó að vera til staðar fleiri ástæður en lág laun. Atvinnumálanefndin er nú að gera könnun meðal fyrir- tækja og stofnana í bænum um fjölda fólks á launaskrá og hverra breytinga sé að vænta á næstu mánuðum. Einnig hve margir eigi lögheimili utan bæjarins. Niðurstöður munu liggja fyrir á ráðstefnunni. Atvinnumálaráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á það efni, sem hér er nefnt og er það von atvinnumálanefndarinnar að ráð- stefnan og þau gögn, sem eftir hana liggja, geti hjálpað til við að bregðast rétt við þeim vanda, sem nú blasir við. Nánari upplýs- ingar um ráðstefnuna gefa Matt- hías Viktorsson í s. 95-5133 og Jón Karlsson í s. 95-5433. A „Mývatn ’87“: Urslit úr vél- sleöakeppninni Helgina 6.-8. mars héldu Björg- unarsveitin Stefán og íþróttafé- lagið Eilífur árlegt mót vélsleða- manna í Mývatrissveit „Mývatn . ’87“. Á fimmtudag voru fyrstu gestirnir komnir í sveitina, svo að á föstudag gafst tækifæri til að fara með tölverðan hóp fólks í sleðaferð um nágrennið í mjög fallegu veðri. Á laugardag fór svo fram hin eiginlega vélsleðakeppni. En hún var fyrst haldin árið 1979. Á þetta mót komu um 80 manns af Suðurlandi, þar af um 20 sem óku sleðum sínum yfir hálendið. Auk þeirra kom héðan af norðanverðu landinu fjöldi manns. Fyrir hádegi var keppt í Va mílu spyrnu í fjórum stærðarflokkum sleða. Eftir hádegi var svo keppt í alhliða þrautabraut þar sem þurfti að leysa hinar ýmsu þrautir t.d. sökk af palli, hemlunarþraut og svigþrautir. Keppt var í þrem- ur stærðarflokkum sleða. Kepp- endur voru 48 alls, þar af í A fl. 27, í B og C fl. 12. Að kvöldi laugardagsins fór svo fram verðlaunaafhending í Hótel Reynihlíð. Við það tækifæri færði Guðmundur Gíslason hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum, Björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit að gjöf vélsleða af dýrustu gerð. Þá færði Hótel Reynihlíð björgunarsveitinni að gjöf Lóran C staðsetningartæki á vélsleðann. Björgunarsveitin vill nota þetta tækifæri til að færa Bifreið- um og landbúnaðarvélum - Guð- mundi Gíslasyni og Hótel Reyni- hlíð bestu þakkir fyrir höfðing- legar gjafir. Að verðlauna- afhendingu lokinni var stiginn dans fram eftir nóttu. Á sunnudag fór hluti vélsleða- manna í skemmtiferð á sleðum norður á Þeistareykjabungu og Hrútafjöll og víðar undir leið- sögn heimamann. Þegar líða tók á daginn héldu ferðalangar hver til síns heima og voru þeir sem fóru yfir hálendið á vélsleðum ferjaðir í snjó við Heilagsdal á jeppum og dráttarvélum. Er það samdóma álit mótshald- ara og gesta að helgin hafi verið hin ánægjulegasta. Brautarkeppni: A-flokkur yfír 72 hö: Heimili: Vélsleði: Lokatími. 1. Ingvar Grétarsson, Akureyri Polaris Indy 600 6.50,83 2. Bergsveinn Jónss., Fnjóskadal Arctic E1 Tigre 7.13,34 3. Jón I. Sveinsson, Árskógsstr. Polaris Indy 600 7.16,39 B-fíokkur 57-71 hö: 1. Ingvar Jónsson, Fnjóskadal Arctic Pantera LC 7.25,93 2. Hinrik Á. Bóasson, Mývatnss. Polaris Indy 400 7.38,16 3. Ari Hallgrímss., Mývatnss. Polaris Indy 400 8.14,03 C-flokkur 0-56 hö: 1. Tómas Eyþórsson, Akureyri Polaris Indy Trail 7.25,85 2. Ófeigur F. Birkiss., Mývatnss. Yamaha Phazer 7.26,23 3. Jóhannes Reykjalín, Eyjafirði Polaris Indy Trail 7.37,76 Spyrnukeppni: Opinn flokkur: 1. Jón H. Garðarss., Reykjavík Arctic Wildcat 15,40 2. Ingvar Grétarsson, Akureyri Polaris Indy 600 15,84 3. Stefán Þengilss., Svalbarðsstr. Ski Doo FP 16.20 A-flokkur 72-105 hö: 1. Jón H. Garðarss., Reykjavík Arctic Wildcat 15,07 2. Trausti Halldórss., Akureyri Polaris Indy 600 15,41 3. Jón I. Sveinss., Árskógsstr. Polaris Indy 600 15,65 B-flokkur 57-71 hö: 1. Rúnar Arason, Svalbarðsstr. Ski Doo Form. MX 16,43 2. Ólafur Baldvinss., Fnjóskadal Arctic Pantera. 16,55 3. Birgir Steingrímss., Mývatnss. Ski Doo Form. MX 16,59 C-flokkur 45-53 hö: 1. Gunnar Hákonars., Akureyri Polaris Indy Trail 16,65 2. Ketill Tryggvason, Fnjóskadal Yamaha Phazer 17,00 3. Ófeigur F. Birkiss., Mývatnss. Yamaha Phazer 17,06 Odýr og heiilug bma- og unglingáúsgögn Skrifborð með yfirhillu B. 150 cm, D. 48 cm, H. 140 cm. Verð kr. 5.560. Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum kr. 8.260. Yfírhiiia kr. 5.450. Kommóður, 8 skúffu kr. 5.380, 6 skúffu kr. 4.250 og 4 skúffu kr. 3.490. Bókahillur háar kr. 3.440 og lágar kr. 2.260. Fást í mörgum litum. Vandaðir skrifborðsstólar Öll þessi húsgögn fást í hvítu og furulituðu. Þetta er aðeins hluti af úrvali okkar af unglingahúsgögnum. Einnig höfum við margar breiddir af einstaklingsrúmum. Afborgunarkjör 30% út og eftirstöðvar á 6 mán. KKIvöouboerf' l HÚSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.