Dagur


Dagur - 19.03.1987, Qupperneq 9

Dagur - 19.03.1987, Qupperneq 9
8 - DAGUR - 19. mars 1987 19. mars 1987 - DAGUR - 9 aLIt Á síðustu Allt-síðu fjallaði ég um Verkmenntaskólann, þ.e.a.s. hluta af því námi sem hann býður upp á. Núna verður fjallað um hinn hlutann, uppeldissvið og hús- stjórnarsvið. Ennfremur birtast svör við nokkrum spurn- ingum sem ég lagði fyrir Bernharð Haraldsson skóla- meistara. Nanna Þórsdóttir kennslustjóri uppeldissviðs - Hvaða fög eru kennd á upp- eldissviði? „Það eru allir almennir byrjun- aráfangar á fyrsta ári: íslenska, danska, stærðfræði, félagsfræði, saga, líffræði. Á öðru ári er farið að kenna þýsku. Síðan eru val- greinar, þau eiga að hafa 11 ein- ingar í vali og velja þær mest- megnis af hússtjórnarsviðinu, einnig vélritun og íþróttagrein- ar.“ - Hvað er þetta langt nám? „Þetta eru fjögur ár til stúd- entsprófs. Eftir tvö ár hafa þau rétt til að sækja um í íþrótta- kennaraskólann og fóstruskólann en stúdentar sitja þar fyrir og þar er aðsókn sem ræður.“ - En eftir stúdentspróf, í hvað geta þau þá farið? „Þau geta farið í allt mögulegt, heimspekideild Háskólans, í fóstruskólann, í þroskaþjálfa- skólann, erlenda háskóla, tungu- málanám og þetta er að ég held ágætur undirbúningur undir fjöl- miðlafræðinám. Það eru síst ein- hverjar raungreinar, verkfræði, læknisfræði eða þess háttar." - Hver verður meginbreyting- in á þessari braut eftir að nýja námsskráin tekur gildi? „Þá mun þetta kallast uppeld- issvið einungis tvö fyrstu árin og gert ráð fyrir að stúdentspróf verði tekið af félagsfræðibraut. Við erum að vísu ekki búin að sjá nýjustu námsskrána þannig að við vitum ekki mikið meira.“ - Engin breyting á fögum? „Nei, ekki að heitið geti.“ - Hvernig skiptist uppeldis- svið milli kynja? „Það er náttúrlega yfirgnæf- andi meirihluti stelpur.“ - Og virðist það ætla að haldast? „Já, ég reikna með því. Það eru svona 3 og 4 strákar í hverri deild. Nema á íþróttabrautinni þar eru þó nokkrir strákar." - Eigið þið von á að aðsóknin breytist? „Nei ekki svo mikið. Það hefur fjölgað fram að þessu frekar en hitt. Að vísu vitum við ekki hvað ný námsskrá gæti haft í för með sér.“ - Hvernig er þá með inntöku- skilyrðin? „Það er grunnskólapróf, fyrst og fremst. Ef krakkar eru orðnir 18 ára og eldri þá komast þeir inn án sérstakra inntökuskilyrða. Það gildir um alla framhalds- skóla.“ - Hvernig er með þessa braut, farið þið ekki í neitt verklegt, engar starfskynningar eða þess háttar? „Það hefur bara einu sinni verið, þetta er náttúrlega ekki nema þriggja ára skóli. í sam- bandi við valgreinar, þá fóru þau á barnaheimilin. Það átti að koma upp starfskynningu í vetur en það reyndist ekki áhugi fyrir því.“ - Er eitthvað sem þér finnst hafa gætt misskilnings um hjá nýjum nemendum sem koma? „Það er helst það að þau halda að þetta sé fyrst og fremst fyrir fóstrur og uppeldisstéttir. Þau gera sér ekki grein fyrir því að það eru miklu miklu víðtækari möguleikar eftir stúdentsprófið. Þetta er bara almennt stúdents- próf sem þau taka hér af þessari braut og það gefur þeim sömu möguleika og félagsfræðipróf og próf úr máladeild. Það má segja að þetta sé almennasta brautin í skóianum og þar af leiðandi ætti hún að gefa hvað víðtækasta möguleika." - Hvaðan eru þessir nemend- ur? „Flestir frá Norðurlandi og einstaka höfum við fengið að austan.“ - Hvernig skiptist aldurinn? „Flestir eru á réttum aldri en þó eru nokkrir orðnir eldri. Ég man nú ekki eftir neinum sem hefur byrjað hér kominn yfir tví- tugt á uppeldisbraut. Það eru margir sem koma eftir að hafa lokið einu eða tveim árum í fram- haldi og koma eftir hvíld,“ - Hvernig gengur þá með að meta það nám? „Það hefur gengið mjög vel að meta það ef það er ekki þeim mun lengra frá því, að þau luku þessu námi. Einnig ef nemandi kemur úr áfangaskóla þá er auð- velt að meta það.“ - Hver er nemendafjöldinn? „Það eru samtals um 120 á öll- um árum. Það er ein deild í ár- gangi nema í fyrsta bek, þar er almenn uppeldisbraut ein deild og íþróttabraut ein deild. Við byrjuðum með íþróttabraut í haust.“ - Hvað er þá kennt á henni? „Það er alveg það sama og á uppeldisbrautinni nema það bæt- ast við íþróttagreinar þegar hinir taka valgreinar, hugsanlega á hússtjórnarsviði eða listgreinar. Á íþróttabrautinni er reiknað með að þau ljúki 9 einingum í íþróttagreinum og það er bæði bóklegt og verklegt. Dómgæsla er þjálfuð og leikreglur og þau eiga að geta, alla vega eftir tvö ár, þjálfað yngri flokka. íþrótta- brautin er líka tveggja ára braut. Samkvæmt nýju námsskránni er gert ráð fyrir að þau ljúki fé- lagsfræðibraut til stúdentsprófs. Áður var þetta fjögurra ára nám á íþróttabraut til stúdentsprófs og þá með meiri íþróttagrein- Margrét Kristinsdóttir. - Er þetta þá næststærsta almenna brautin í skólanum? „Já, það er vafalaust. í dag eru fleiri á þessari braut heldur en á heilsugæslu, áður fyrr þá var þetta öfugt.“ Margrét Kristinsdóttir kennslustjóri hússtjórnarsviðs - Hvað er kennt á hússtjórnar- sviði? „Það er þriggja ára námsbraut á hússtjórnarsviði sem heitir mat- artæknanám. Það eru 2 ár hérna í Verkmenntaskólanum og eitt ár í starfsþjálfun í sjúkrahúseldhúsi. Matartæknar útskrifast eftir þetta þriggja ára nám.“ - Hvaða réttindi hafa matar- tæknar? „Þeir hafa réttindi til að mat- reiða sjúkrafæði á heilbrigðis- stofnunum undir yfirumsjón næringarfræðinga eða annarra sem þar starfa. Sömuleiðis hafa þeir líka réttindi til að reka lítil mötuneyti. Eftir fyrsta árið út- skrifast nemendur með sjó- kokkaréttindi á fiskiskipum að vissri stærð. Síðan eru þeir mikið til aðstoðar í stórum mötuneyt- u um. - Hvernig er með valgreinar frá öðrum sviðum? „Það er mikið af því hér. Mat- reiðsla, fatasaumur og vefnaður. Oft höfum við um 300 nemendur bara í valgreinum jafnt stráka sem stelpur í öllum fögum." - Hvað með réttindi til náms á veitingastöðum? „Fyrsta árið köllum við grunn- námsbraut og ásamt því að hafa réttindi til að vinna sem sjókokk- ur þá fær nemandi styttingu á námi í Hótel og veitingaskólan- um. Það er hægt að fara beint þangað inn ef nemandi hefur samning og fengið styttingu þar um heilt ár (eftir grunnnáms- braut hér) í kokkinn og að hluta til í þjóninn." - Hvað eru kokkurinn og þjónninn langt nám? Bemharb Haraldsson skólameistara - Hvenær er áætlað að skól- inn verði tilbúinn? „Fyrsta skóflustungan var tekin síðsumars 1981 og fyrsta áætlun var að byggingin tæki 6 ár og þau 6 ár eru liðin á þessu ári og við erum tæplega hálfnuð með byggingu húsa. Það er líka augljóst að þær áætlanir sem við byggjum eftir á síðari hluta byggingartímans eru aðrar en þær sem viö byggðum eftir því skoðanir manna á byggingu skólahúsnæðis og þörfin hafa sýnt sig vera aðrar en var upp- haflega gert ráð fyrir. Kannski 5, 6, 7 ár í viðbót." - Hvað með nemendafjöld- ann? „Nemendafjöldinn er miklu meiri en var upphaflega gert ráð fyrir. Það var gert ráð fyrir skóla fyrir 550 nemendur í upp- hafi og í seinni áætlunum fyrir 650-750 nemendur en í reynd voru u.þ.b. 1000 nemendur inn- ritaðir í skólann síðastliðið haust, þar af 900 í dagskóla og 100 í öldungadeild." - Hvernig gengur með hús- næði fyrir 900 nemendur í dag- skóla? „Það gengur einfaldlega vegna þess að nemendur vilja að þetta gangi. Þetta er miklu meiri fjöldi en við áætluðum en það er líka vegna þess að við höfum yfirleitt ekki neitað nein- um nemanda sem á rétt til náms í framhaldsskóla, við höfum reynt að pota honum einhvers staðar." - Áætlað að bæta við nýjum brautum í framtíðinni? „Það ræðst af mjög mörgu. Við þennan húsakost eigum við mjög erfitt með það og þær brautir sem okkur langar að bæta við krefjast stórra húsa og dýrra tækja. Ég get nefnt sem dæmi 1 árs viðbótarnám í raf- eindavirkjun þar sem tækja- kosturinn kostar milljónir og húsnæði vantar alveg. Óskirnar blunda í okkur en 'möguleikinn til að uppfylla þær er svo lítill.“ - Hvað með að hækka skóia- gjöld nemenda? „Það er ekki t okkar valdi að ákveða það og ég get ekki svar- að fyrir hina sem sjá um þau mál. Nemendur borga ekki fyrir kennsluna heldur taka þátt í ýmiss konar sérkostnaði, Bemharð Haraldsson skólameistari. kennsluna greiðir ríkið. Þær upphæðir sem við þurfum til að byggja fyrir eru það háar að við þyrftum að leggja tugi þúsunda gjalda á hvern nemanda, alla vega þúsundir.“ - Én nýja námsskráin gerir ekki ráö fyrir að brautir bætist við. „Ekki hún sem siík. Hún er „Það er fjögurra ára nám hvort fyrir sig.“ - Hvernig er að komast á samning? „Það hefur gengið mjög erfið- lega því veitingahúsin taka á sig vissa og mikla ábyrgð að vera með nema. En það hefur gengið miklu betur ef þeir eru búnir grunnnámið, því meistararnir vilja gjarnan fá nemendur sem eru búnir að fá grunninn.“ - Hvernig skiptist námið í verklegt og bóklegt? „Það er ansi mikið kennt af verklegu fyrsta veturinn, eh á öðru ári eru þau ekki með nema 6 einingar allan veturinn í verk- legu, meðan fyrsti bekkurinn er með 20 einingar hvora önn. Á öðru ári eru kennd áfram kjarna- fögin, tungumál, stærðfræði og eðlisfræði. Einnig er framhalds- áfangi í næringarfræði og líffræði ásamt vörufræði og örverufræði og sjúkrafræði sem fer að hluta fram verkleg og að hluta til bókleg.“ - En hvernig er með fram- haldsnám eftir 3 ár? „Þau hafa möguleika á að verða matarfræðingar. Það verða þau að læra í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti, það er bara kennt þar núna og er tveggja ára nám. Éíka að fara í stúdentspróf þar, ekki hjá okkur ennþá. Það Helgadóttir skipaði árið 1984 gerði úttekt á högum og þörf fyrir heimavist. Þessi nefnd skil- aði greinargerð og besta lausnin var að byggja álmu við heima- vist Menntaskólans því grunn- þjónustan væri þar fyrir hendi, félagslega og annað. Síðan hef- ur þessi tillaga gengið milli manna en ekkert hefur verið ákveðið. Við auglýstum eitt árið eftir leiguhúsnæði fyrir nemendur okkar en það kom lítið út úr því. Nemendur útvega sér húsnæöi fyrst og fremst sjálfir. Það hefur sýnt sig að það er hætta á að nemendur hverfi frá námi hér á Akureyri því þeir fá ekki húsnæði. For- eldrum finnst ekki alltaf gaman að senda óharönaða unglinga í annað sveitarfélag upp á eigin ábyrgð, heimavist veitir alltaf ákveðið öryggi. Það hefur létt róðurinn að við höfum fengið aðgang að heimavist MA, en þeir eiga líka nóg með sitt.“ - Hvaða svið er vinsælast? „Á bóklegu sviðunum er verslunarbraut langvinsælust. Á tæknisviði er rafeindavirkjun vinsælust, matvælatæknibrautin á hússtjórnarsviði á líka vax- andi fylgi aö fagna. Þetta er líka ákveðin tíska, nú vilja allir læra á tölvur en sjálfsagt keniur eitt- hvert undratæki í framtíðinni sem allir vilja læra á." - Hvað eru margir kennarar við skólann núna? „Það eru um 50 fastir og stundakennarafjöldinn er breytilegur eftir önnum. Þeir geta skipt tugum." stendur til eftir að nýja náms- skráin tekur gildi að sameina náttúrufræðibraut með hús- stjórnarsviði. Hún tæki þá hús- stjórnarsvið eftir fyrstu tvo vet- urna.“ - Er það eina meginbreytingin sem verður eftir að nýja náms- skráin tekur gildi? „Það má segja það en það hef- ur verið mikið spurst fyrir um það að geta haldið áfram eftir tvö árin og lokið stúdentsprófi en við höfum ekki getað veitt það ennþá. Þá er þetta fólk gjarnan að hugsa um nám í háskóla í mat- vælagreinum og þessi braut er náttúrlega mjög góður undirbún- ingur undir það.“ - Hvernig skiptist verklegt nám á fyrsta ári? „í veitingatækni 135 þá læra þau almenna matreiðslu 10 tíma á viku hjá húsmæðrakennara. í veitingatækni 235 þá kennir kokkur þeim matreiðslu og þjónn framreiðslu. Til að fá þetta nám stytt í Hótel og veitingaskólanum var það sett inn að kokkur og þjónn skyldu kenna þeim undir- stöðuatriðin til þess að skólinn gæti tekið á móti þessum nemendum." - En býður hússtjórnarsvið upp á námskeið fyrir þá sem vilja kynna sér þessi störf lauslega? „Það er hægt að komast í þau með valgreinunum og yfirleitt komast færri að en vilja og það er fólk á öllum aldri, mest þó yngra, og af báðum kynjum.“ - Hvernig er með kynskipt- ingu á matartæknibrautinni? „Hún er skemmtileg. Hún er nálægt því að vera jöfn, stuhdum eru fleiri strákar og stundum fleiri stelpur.“ - Finnst þér vera farið að auk- ast að strákar komi í matreiðslu og nám sem fylgir heimilsstörf- um? „Það er náttúrlega ekkert sam- bærilegt, þeir eru farnir að líta á þetta sem eðlilegan hlut. Marga stráka og margar stelpur dreymir um að verða kokkar.“ - En ef kemur til þín nemi á námskeið hefur þú þá séð þann sama vera kominn í matartækni- nám? „Já ég hef séð það og þá fær viðkomandi nemi styttingu á náminu út á námskeiðið.“ - Hverja telur þú skýringuna á því að svo margir eru farnir að starfa sem kokkar eða á mat- vælasviði? „Við eigum svo mikið af auð- lindum t.d. sjóinn og ónýttu hrá- efni og getum nýtt þetta allt á mjög skemmtilegan hátt. Við erum líka orðin fræg fyrir góðan mat utan landsteinanna og þetta er líka tekjulind fyrir þjóðfélag- ið. Það er mikil samkeppni orðin á veitingastöðum og fólk fer miklu meira út að borða en var, maturinn er orðinn betri og kokkarnir hafa fengið á sig gott orð það er greinilegt að nám þeirra er gott. Einnig hugsa ég að það leiki grunur á að þeir hafi góðar tekjur, þeir vinna mikið á kvöldin og um helgar.“ Hér cr fyrst og fremst samræming allra námsskráa í landinu til einföld- unar. í henni felst lítið sem ekk- ert nýtt námsframboð.“ - Hvaða nám er boðið upp á í öldungadeild? „Öldungadeild er nú starf- andi hjá okkur í fyrsta sinn og það er boðið upp á 1. og 2. ár á viðskiptasviði og er á áætlun fyrir næsta ár að bæta viö 3. vetrinum ásamt því að fjölga nemendum.“ - Hver er aldurinn á þessu fólki? „Hann er góður, frá þrítugs- aldri og fram undir sjötugt." - Hvers konar fólk er þetta? „Þetta eru húsmæður sem vinna heima, fólk sem vinnur úti í bæ og er búið klukkan fimm á daginn. Sumir eru aö afla sér frekari starfsmenntunar til að geta sinnt sínu starfi betur, aðrir eru að fylgjast með hvað börnin þeirra eru að læra. Enn aðrir eru að nýta sér tæki- færi sem þeir misstu af áður fyrr.“ - Hvaða grein er vinsælust í öldungadeild? „Tölvufræðin er langvinsæl- ust.“ - Er mikið af utanbæjarfóiki í skólanum? „í dagskólanum er um það bil þriðjungur utanbæjarfólk, 36% eða þar unt bil. Þeir koma úr öllum kjördæmum en langmest af Norðausturlandi, þ.e.a.s. okkar kjördæmi. Þingeyjarsýsl- unum báðum, byggðum Eyja- fjarðar fyrir utan Akureyri. Dálítið af Austfjörðum, dálítið af Norðurlandi vestra og cinn og einn Reykvíkingur slæðist með.“ - Aðstoðar skólinn með húsnæði? „Það er alltaf stóra vanda- málið, húsnæði. Við eigum ekki heimavist fyrir Verkmennta- skólann og hún er ekki í sjón- máli. En nefnd sem Ragnhildur Texti: Ingibjörg Elfa Stefánsdóttir. Myndir: Kjartan Þorbjörnsson. rspurning vikunnac Fylgist þú með skoðana- könnunum sem gerðar eru í fjölmiðlum? Bergdís Kristmundsdóttir: Já ég fylgist yfirleitt með þess- um könnunum og tek talsvert mark á þeim. Mér finnst rétt aö gera svona kannanir um það sem ofarlega er í þjóð- málaumræðunni hverju sinni. Einar Eyland: Ég hef því miður ekki tíma til að fylgjast nógu vel með þessum könnunum. Maður sér þetta þó og heyrir og ég hef þetta svona til hliðsjónar. Mér finnst alveg sjálfsagt að gera þessar kann- anir. Sigþrúður Arnardóttir: Já svona í og með. Yfirleitt tek ég nokkurt mark á þessum könnunum þó svo að þær móti ; ekki mínar skoðanir og mér finnst allt í lagi að þær séu gerðar. Anna Svavarsdóttir: Ég fylgist stundum með þeim og ég tek talsvert mark á þeim niðurstöðum sem fram koma í þessum könnunum. Mér finnst skoðanakannanir eiga fyllilega rétt á sér. Sigrún Sigurjónsdóttir: Já ég fylgist nú yfirleitt með skoðanakönnunum en ég tek ekki mark á þeim. Ég er ekki viss um að mér finnist rétt að gera þessar kannanir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.