Dagur - 21.04.1987, Síða 3
21. apríl 1987 - DAGUR - 3
tvær í Safnahúsinu á Húsavík, á
þessar sýningar hefur komiö
fjöldi gesta og ég hef selt vel.
Þetta er ekki nóg til að lifa af,
maður verður að hafa eitthvað
annað með en þó ég hafi lítið
unnið við annað að undanförnu
er ég samt lifandi. Að vísu veitir
maður sér ekki mikið og verður
að lifa af nægjusemi. Það er ákaf-
lega gaman að sýnæsérstaklega í
sinni fyrri heimabyggð og eins
hér, á Húsavík þar sem maður
þekkir fólkið og tækifæri gefst til
að sjalla við það, því góð aðsókn
hefur verið að sýningunum mín-
um bæði á Vopnafirði og Húsa-
vík.
Þó hefur verið lélegri aðsókn
að sýningum hér síðustu árin og
fáar sýningar hafa verið haldnar.
Ég hef tekið eftir því að þvf fleiri
sem sýningarnar eru, því betri er
aðsóknin. Eitt haustið voru fjór-
ar sýningar á einum og hálfum
mánuði og þá var aðsókn mjög
góð en svo er eins og staðurinn
gleymist ef hann er ekki í
umfjöllun. Að vísu var met-
aðsókn að stóru sýningunni sem
Gunnar Rafn Jónsson stóð fyrir
til styrktar sumarbúðunum við
Vestmannsvatn."
- Kári, hefurðu lært myndlist?
„Ég verð bara að segja mcð
stolti eins og Gunnar Örn Gunn-
arsson hefur sagt og reyndar fleiri
góðir myndlistarmenn að ég sé
sjálfmenntaður myndlistarmaður.
Ég er það að mestu leyti og gall-
inn við það er að maður er lengur
að kynnast ýmsum efnum og þarf
að prufa sig áfram, en það er lær-
dómsríkt. Ég er ekki á móti
skólanum en þegar ég var yngri
sá ég enga möguleika á að fara í
myndlistarskóla þó að mig langaði
til þess, eftir á sé ég að þetta hefði
ekki verið nokkurt mál. Tíðar-
andinn var þannig að maður varð
að fara í einhverja vinnu svo
maður gæti séð fyrir sér. Þegar ég
fór að búa á Húsavík var ekki um
margs konar framhaldsnám að
ræða nema iðnnám, ég var kom-
inn með fjögurra manna fjölskyldu
og þá þótti gott að geta lært á
kaupi. Ég valdi húsasmíði og
vann við hana til 1977 en þá fór
ég að vinna hjá kaupfélaginu.
Þegar ég kemst yfir upplýsing-
ar um vinnuaðferðir og efni í
blöðum eða myndlistarbókum þá
koma þær mér ekki alltaf á óvart
því ég er oft búinn að vinna
svona sjálfur, hef fundið þetta út
og er nokkurn veginn á réttri leið,
en samt sem áður er maður alltaf
að læra eitthvað nýtt.“
- Hvert er þitt uppáhalds við-
fangsefni?
„Það hefur alltaf verið náttúr-
an og landslag. Ég er ábyggilega
undir töluverðum áhrifum frá
Hring Jóhannessyni. Fyrstu sýn-
ingu hans sá ég 1966 og þá var ég
mjög hrifinn af hvað hann gat
gert góða inynd af ekki neinu,
mótívin voru þröng. Þegar ég var
að byrja að mála sem unglingur
heima þá vildi fólk helst fá mynd-
ir af öllum sjóndeildarhringnum,
allt þurfti að komast fyrir á einni
mynd. A sýningu Hrings upp-
götvaði ég að myndefnið þarf
ekki að vera svo margbrotið,
þetta eru fyrst og fremst áhrifin
sem ég varð fyrir hjá Hring og
það koma margir fleiri til en fólk
hér þekkir Hring vel og bendlar
mig við hann. Mér finnst það
ekkert sárt því ég er mjög hrifinn
af honum.
Ég hef unnið mikið með
olíukrít, bæði vegna þess að fyrst
bjuggum við þröngt og eftir að
fluttum í okkar eigið hús vann ég
á borðstofuborðinu og þá var
þægilegt að ganga frá olíukrítinni
og ekkert sull í kringum mann.
Mér hefur verið olíukrítin mjög
kær og mér er sagt að ég hafi náð
ágætis tökum á henni. Á þessari
sýningu eru flest verkin unnin
með olíu m.a. vegna þess að nú
hef ég góða vinnuaðstöðu í bíl-
skúrnum, mótívin á myndunum
eru að mestu úr fjörunni."
- Að lokum Kári, hvað færðu
út úr því að fást við myndlistina?
„Þetta er erfið spurning, ég hef
í sjálfu sér aldrei hugsað út í það
hvað maður fær út úr þessu. Það
er viss ánægja að vinna við
verkið, þetta er glíma og oft er
maður óánægður en stundum er
maður sæmilega ánægður. Þetta
hefur verið hluti af mínu lífi
alveg frá því að ég man fyrst eftir
mér. Það voru ekki mörg mál-
verk í húsum fyrir austan, þar
sem ég ólst upp, fyrstu málverkin
sem ég sá voru hjá kaupfélags-
stjórahjónunum heima, en þau
áttu nokkrar myndir eftir
Kjarval. Okkur krökkunum var
alltaf boðið í jólaboð til þeirra og
ég hvorki drakk kakóið né borð-
aði brauðið því mér var svo star-
sýnt á eina stóra mynd á
veggnum. Fyrst fannst mér þetta
vera gróft klessuverk sem ég sá
ekki neitt út úr, en þegár við sett-
umst til borðs fór ég að sjá ýmis-
legt út úr myndinni. Frúin hélt að
ég væri lystarlaus eða veikur því
ég glápti bara á þessa mynd og
aðrar. Þannig hefur alltaf blund-
að áhugi hjá mér, en fyrsta mál-
verkasýning sem ég sá var hjá
Veturliða Gunnarssyni á Vopna-
firði en sú stórkostlegasta var
sýning Kára Eiríkssonar í gamla
Listamannaskálanum.“ IM
Fyrirtæki
Einstaklingar
Framieiðum allar stærðir
og þykktir plastpoka
M.a.: Heimilispoka ★ Haldapoka ★
Ruslapoka ★ Iðnaðarpoka
Óseyri 1, sími 96-22211 • 600 Akureyri
Sölustjóri: Pöntunarsími 96-26888.
Eigandi: Sjálfsbjörg Akureyri
Ingólfur Viktorsson, formaður landssamtaka hjartasjúklinga, afhenti um daginn vandaðan blóðþrýstingsmæli og
hjartalínuritstæki til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir veitti tækjunum viðtöku
fyrir hönd FSA og þakkaði hann samtökunum fyrir gott og mekilegt starf síðan þau voru stofnuð 8. okt. 1983.
_____________________________________________________________________Mynd: EHB
Könnun markaðsnefndar:
Dregiö hefur úr
kaupum á lambakjöti
- kjötið þó almennt talið gott
Fólk hefur í talsverðum mæli
dregið úr innkaupum á lamba-
kjöti og virðist samdrátturinn
ganga jafnt yfír alla aldurs-
flokka. Þó þykir yfírgnæfandi
meirihluta lambakjöt mjög
gott eða gott. Verð er í ríkum
mæli nefnt sem ástæða minnk-
andi lambakjötskaupa og
birgðasöfnunar. Stór hluti
treysti sér samt ekki til að
segja til um hvað lambalæri
kostar. Þetta kemur fram í
markaðskönnun sem Hag-
vangur gerði fyrir Markaðs-
nefnd landbúnaðarins. Úrtak-
ið var 1000 manns og svöruðu
779 einstaklingar á aldrinum
18-67 ára, eða 77,9%.
Könnunin var gerð dagana 19.-
26. mars.
í könnuninni voru þátttakend-
ur spurðir ýmissa spurninga um
málefni landbúnaðarins með til-
liti til neyslu á lambakjöti. Meðal
annars voru þátttakendur spurðir
hvernig þeir hefðu upplifað
umræðuna um landbúnaðarmál
og álitu 43,5% að almenn
umræða um málefni landbúnað-
arins hafi verið fremur neikvæð
eða neikvæð, en 33,5% töldu
hana jákvæða eða fremur já-
kvæða. Af þeim sem álitu
umræðuna vera neikvæða var
mikill meirihluti þeirrar skoðun-
ar að umræðan hafi mótast af
ósanngirni.
Á meirihluta heimila hafði ver-
ið keypt lambakjöt á síðastliðn-
um hálfum mánuði og á 16%
heimila hafði lambakjöt verið í
matinn um síðustu helgi, þar á
eftir komu kjúklingar með 13%
og nautakjöt með tæp 12%. Þeir
sem ekki höfðu lambakjöt í mat-
inn töldu í rúmum 40% tilvika að
fyrir því hafi ekki verið nein sér-
stök ástæða. Hins vegar nefndu
rúm 17% að verð á lambakjöti
væri of hátt og hefði þess vegna
ekki verið í matinn umrædda
helgi.
Rúm 52% álitu að innkaup á
lambakjöti til heimilisins hefði
minnkað frá því sem þau voru
fyrir þremur árum, þar af töldu
rúm 27% að um verulega minnk-
un hafi verið að ræða. Tæp 59%
sögðu að verð á lambakjöti þyrfti
að lækka verulega til þess að þeir
myndu auka neyslu sína, en um
17% töldu að þeir myndu ekki
auka neyslu sína frá því sem hún
væri nú.
Meirihluti var fylgjandi áfram-
haldandi niðurgreiðslum á
lambakjöti, eða um 58%, en um
26% álitu að framleiðslukostnað-
ur ætti að koma fram í hækkuðu
vöruverði. Um 36% þátttakenda
töldu að meginástæðan fyrir auk-
inni birgðasöfnun á lambakjöti
væri vegna þess að lambakjötið
væri of dýrt, en um 21% nefndu
offramleiðslu eða skipulagsleysi.
Rúmlega þriðjungur aðspurðra
töldu að lækka ætti verðið til að
minnka birgðirnar, en um 26%
álitu að endurskipulagning fram-
leiðslunnar stuðlaði að minnk-
andi birgðum.
Þær upplýsingar sem úr könn-
un þessari fengust munu nýtast
við markvissari markaðssetningu
á íslensku lambakjöti og við al-
menna stefnumótun í framtíð-
inni. mþþ
Nýtt fjáimálafyrirtaeki
Kaupþing Norðurlands hf. er nýstofnað fjármálafyrirtæki
sem mun veita einstaklingum og fyrirtækjum á Norður-
landi alhliða fjármálaþjónustu m.a. á sviði verðbréfa-
viðskipta.
Fyrirtækið mun annast:
★ Verðbréfamiðlun.
★ Sölu Einingabréfa og Lífeyrisbréfa.
★ Skuldabréfaútboð fyrir fyrirtæki.
★ Hönnun og aðstoð við útgáfu
skuldabréfa.
★ Fjárvörslu.
★ Kröfukaup, m.a. kaup á Euro-Visa
sölunótum.
★ Fasteignasölu - verðmat fasteigna.
★ Núvirðingu kaupsamninga, mat á
greiðslubyrði.
★ Gjaldmiðilsráðgjöf.
Skrifstofa félagsins Ráðhústorgi 5, Akureyri, er opin daglega frá kl. 9-12
og 13-17. (Gengið er inn frá Skipagötu).
Kaupþing Norðurlands hf.
Ráðhústorgi 5 • Pósthólf 914 • 602 Akureyri • Sími 96-24700