Dagur - 24.04.1987, Page 1

Dagur - 24.04.1987, Page 1
70. árgangur Akureyri, föstudagur 24. apríl 1987 77. tölublaö Norðurlandskjördæmi eystra: Talningu lokið á 5. tímanum - ef vel gengur - um 17.900 manns á kjörskrá í 43 kjördeildum Þaö hefur víst ekki fariö fram hjá neinum, og ætti ekki að gera það, að á morgun fara fram kosningar til Alþingis Islendinga. í Norðurlandskjör- dæmi eystra eru um 17.900 manns á kjörskrá, 1600 fleiri en í síðustu kosningum. Kosið er í 43 kjördeildum, sú stærsta er á Húsavík, með um 1700 manns, en sú minnsta er í Fjallahreppi og í Þverárkjör- deild í Reykdælahreppi þar sem eru um 20 á kjörskrá. Kjördeildirnar eru einni færri en í síðustu kosningum. Þá voru 9 kjördeildir á Akureyri en þær eru nú 8 með um 1200 kjósend- um hver. Kjörstöðum verður lokað klukkan 23:00 en strax klukkan 8 verður hafist handa við að flokka atkvæðin. Talning getur hins veg- ar ekki hafist fyrr en öll atkvæðin hafa borist og sagðist Ragnar Steinbergsson formaður yfirkjör- stjórnar vonast til að það gæti orðið um klukkan eitt. Þetta er þó mjög komið undir veðurguðunum því úr Norður- Þingeyjarsýslu og hluta af S.-Þing- eyjarsýslu koma kjörkassarnir með flugvél í fylgd lögreglu- manna. Kjörkassi úr Grímsey kemur einnig með flugi en kjör- kassar frá öðrum kjördeildum verða fluttir með bílum. Ragnar sagðist vonast til að talningu yrði lokið á fimmta tímanum. Atkvæðin verða talin í Oddeyrarskóla eins og undanfar- in ár og talningin er í höndum yfirkjörstjórnar. Að kosningun- um vinna hins vegar að minnsta kosti 200 manns ef allt er talið. í Norðurlandskjördæmi eystra eru níu listar í framboði. Kjör- seðillinn er um 40 cm á lengri kantinn eða 20 cm samanbrotinn. Það er svipað og lengd minnstu kjörkassanna og að sögn Ragnars hafa athugasemdir borist vegna þessa frá undirkjörstjórnum í minnstu deildunum. ET Kosningahandbók Dags — Bls. 8 og 13 Ertu hjátrúarfullur? - Bls. 12 Strengir í vöðvum -Bls.9 Hvað segir Hallfreður um kosningamar? -Bls.15 Andrésar Andar-leikarnir Andrésar Andar-leikarnir voru settir í fyrrakvöld og eru á fjórða hundraö ungmenni skráð til keppni. Eins og sést á myndinni þá mættu menn ákveðnir til leiks. Mynd: ri*b.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.