Dagur - 24.04.1987, Page 3
24. apríl 1987 - DAGUR - 3
Guðmundur Bjarnason:
Verkin
sýna merkin
Þá er komið að lokum þessarar
kosningabaráttu. Staða okkar
framsóknarmanna hér í kjör-
dæminu var í upphafi nokkuð
erfið, þar sem ekki náðist full-
komin samstaða um framboðs-
listann. Var hann þó ákveðinn af
flokksfólkinu í kjördæminu og án
aílrar íhlutunar „að sunnan“. í
lokabaráttunni síðustu dagana
hefur hins vegar myndast mikil
samstaða og auðfundið er, að
fólki er ljóst mikilvægi þess að
Framsóknarflokkurinn fái góð
kosningaúrslit, svo hann geti
áfram gegnt forystuhlutverki,
bæði hér í þessu kjördæmi og á
landsvísu.
Stefnufesta og ábyrgð
Fólk virðir þá stefnufestu og
ábyrgð sem flokkurinn hefur sýnt
á kjörtímabilinu og skilur mikil-
vægi þess að þeim árangri sem
náðst hefur verði ekki fórnað
með því að kjósa yfir sig sundr-
ungar- og upplausnaröfl. sem
undanfarið hafa reynt að gera sig
gildandi og gefið kjósendum alls-
kyns kosningaloforð og gylliboð,
án nokkurra útskýringa á því
hvernig við þau skuli staðið.
Fyrir kosningarnar 1983 sagði
Framsóknarflokkurinn hvað
þyrfti að gera. Þjóðin sætti sig við
þær fórnir, bæði einstaklingar,
atvinnurekstur og opinberir aðil-
ar. Þetta kostaði samdrátt, sem
því miður bitnaði meira á lands-
byggðinni en höfuðborgarsvæð-
inu. Nú hefur tekist að skapa
atvinnulífinu traustan grunn og
það er að skila sér í nýrri upp-
byggingu um land allt. Traust
efnahags- og atvinnulíf er for-
senda þess áð hægt sé að halda
þeirri uppbyggingu áfram.
Kjölfestan
Framsóknarflokkurinn hefur ver-
ið kjölfestan í íslenskum stjórn-
málum á undanförnum árum og
áratugum og átt stærstan þátt í
uppbyggingu þess velferðarþjóð-
félags sem við búum nú við.
Framsóknarflokkurinn hefur tek-
ið mið af breyttum þjóðfélagsað-
stæðum og mun gera svo áfram,
því stjórnmálaafl sem ekki gerir
það er staðnað. Framsóknar-
flokkurinn hefur á hinn bóginn
haldið fast við sín grundvallar-
sjónarmið, sem byggjast á félags-
hyggju og samvinnuhugsjón.
Framsóknarflokkurinn mun berj-
ast gegn því að frjálshyggjuöfl
nái yfirhönd í heilbrigðis-,
mennta- og menningarmálum
þjóðarinnar og halda áfram að
styrkja og styðja það samneyslu-
þjóðfélag sem tryggir stöðu
þeirra sem minna mega sín.
„Eg er bjartsýnn
á góða útkomu“
-segir Siguröur Haraldsson, kosningastjóri
B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra
„Þetta er búin að vera mikil
vinna en skemmtileg og það
úrvalslið sem hér hefur unnið í
sjálfboðavinnu nótt og dag síð-
ustu vikurnar, hefur staðið sig
frábærlega. Þá hefur ekki
dregið úr ánægjunni, sá mikli
meðbyr sem við höfum fundið
að er með Framsóknarflokkn-
um og ég er því bara bjartsýnn
á góða útkomu,“ sagði Sigurð-
ur Haraldsson, kosningastjóri
Framsóknarflokksins á
Norðurlandi eystra, er hann
var inntur eftir því hvernig
kosningabaráttan hafi gengið
fram að þessu.
Hann sagðist fyrst og fremst
vilja þakka það góðri málefna-
stöðu, markvissum stefnumálum
og síðast en ekki síst frábærum
frambjóðendum, hvað andinn
væri góður í dag.
„Eg vil nota þetta tækifæri til
að korna á framfæri þakklæti til
fjölmargra stuðningsmanna
Framsóknarflokksins fyrir mjög
góðar undirtektir við þeim gíró-
seðlum sem við sendurn út til að
afla fjár í kosningasjóðinn.
Þeirra framlag hefur gert það að
verkum að við höfum getað stað-
ið að svo fjölbreyttri og skemmti-
legri kosningabaráttu sem rauti
ber vitni.“
Sigurður sagðist vilja mitina
fólk á að kjósa snemma á morgun
og hafa samband við kosninga-
skrifstofuna á Hótel KEA. ef þaö
vildi láta sækja sig. Þar vcrður
Sigurður Haraldsson.
boðið upp á kosningakaffi á
morgun og um miðnættið hefst
svo kosningavaka Framsóknar-
flokksins og stendur hún fram á
næsta dag.
„Eg minni á að stuðningur við
Framsóknarflokkinn cr örugg-
asta leiðin til að tryggja áfram-
haldandi öfluga stjórn landsmála.
Þá hefur frammistaða Steingríms
Hermannssonar forsætisráðherra
sýnt, svo ekki vcrður um villst.
að þar fer sá maður sem langhæf-
astur er til að leiða næstu ríkis-
stjórn. Um það eru flestir sam-
mála. Hvcrt einasta atkvæði
greitt Framsóknarflokknum á
sinn þátt í að svo megi veröa."
sagði Sigurður Haraldsson að
lokum. BB.
Rannsóknir á lífríki Mývatns:
Silungsveiðin
í fyrra sú
mestafrá1957
- Andasteggjum hefur fækkað um 1000
frá árinu 1985
Guðmundur Bjarnason.
Verkin sýna merkin
Við frambjóðendur Framsóknar-
flokksins í þessu kjördæmi viljum
að kjósendur virði og meti þá
stefnufestu sem flokkurimí hefur
sýnt - meti hann af verkum sín-
um þegar það gengur að kjör-
borðinu á morgun. Verkin sýna
merkin.
í nýútkomnu fréttabréfi rann-
sóknarstöðvarinnar við Mývatn
kemur fram að í hefðbundinni
fuglatalningu í Mývatnssveit
og Laxárdal sl. sumar hafi anda-
steggjum fækkað um þús-
und frá árinu 1985. í talning-
unni sáust sjö þúsund steggir
en það er um fimm þúsund og
fimm hundruð færri en þegar
stofninn var í hámarki 1983.
Mest var af fugli í Álftavogi og
Bekraflóa, í Neslandsvík, austan
Geiteyjar og á vestanverðum
Ytriflóa. Ef miðað er við árið
1985 fækkaði skúfönd og hrafns-
önd mest, eða um helming. Þá
fækkaði duggönd og rauðhöfða
nokkuð en húsönd, gargönd og
toppönd stóðu í stað. Meira var
af straumönd en sést hefur
undanfarin tíu ár, einnig er talið
öruggt að hávellu hafi fjölgað
talsvert.
Veiðimálastofnun hefur um
árabil staðið fyrir rannsóknum á
lífríki Mývatns og má skipta
þeim í nokkra höfuðþætti. Þeir
eru: Athugun á áhrifum dýpkun-
ar vegna kísiligúrnáms í Ytriflóa
á lífríki flóans, áhrif súrefnis-
þurrðar í Syðriflóa á mýflugu-
stofna, rannsóknir á lífsferlum
mikilvægustu mýflugnategunda
og útbreiðslu þeirra í Syðriflóa
og rannsóknir á fiskstofnum og
fæðu fiska í vatninu.
Ákveðið hefur verið að láta
rannsóknir á áhrifum súrefnis-
þurrðar í Syðriflóa á mýflugna-
stofna ganga fyrir á þessu ári en
bíða með úrvinnslu gagna úr
Ytriflóa. Rannsóknir fyrri ára
sýna að á vetrum staðnar vatn við
botninn og er hitastig þess um
fjórar gráður vegna hitaleiðni frá
botninum. Þetta vatn verður súr-
efnissnautt og beinast rannsóknir
nú að því að kortleggja þau svæði
Mývatns þar sem súrefni þrýtur
yfir vetrarmánuðina. Áætlað er
að ljúka fyrsta áfanga þessara
rannsókna á árinu.
Ástand silungastofna í
Mývatni er mjög gott og hefur
veiðin í vatninu ekki verið meiri
frá árinu 1957. í fyrra veiddust 46
þúsund silungar, þar af 43.600
bleikjur. Þegar aflinn er skoðað-
ur nánar kemur í ljós að þrír
árgangar standa að mestu undir
veiðinni en þetta eru árgangarnir
1983, 1982 og 1981. Þá kom í ljós
að vaxtarhraði silungsins var mun
meiri í Syðriflóa en í Ytriflóa.
EHB
Ég hafna öfgastefnum
Ég kýs Framsókn!
Sigurður Ingólfsson
Bílvirki, bílasala
Daihatsu Charade væntanlegir.
Úrval af notuðum Daihatsu bílum á staðnum.
Vantar allar gerðir
bíla á skrá og
á staðinn.
Bílvirki, bílasala
Fjölnisgötu 6, Akureyri, sími 27255.