Dagur - 24.04.1987, Page 5

Dagur - 24.04.1987, Page 5
24. apríl 1987- DAGUR-5 Akureyri: Reiöhallarmótið á sunnudaginn Á sunnudaginn verður nýbygg- ing Heildsölu Valdemars Bald- vinssonar tekin í notkun, ekki sem heildverslun heidur reið- höll. Þar munu 100 glæstir gæðingar gleðja augun og verður þetta að teljast stórvið- burður hjá hestamönnum á Akureyri. Reiðhallarmótið hefst klukkan þrjú á sunnudag og eflaust hlakka margir til að ná úr sér kosningaskjálftanum með því að mæta á staðinn. Að sögn Hólmgeirs Valde- marssonar er áætlað að halda reiðhallarmótið með reisn. Mein- ingin er að hestamenn safnist rétt fyrir ofan Akureyri klukkan 2 þennan dag og fari síðan í hóp- reið um breiðstræti bæjarins, í lögreglufylgd væntanlega. Um klukkan 3 spretta síðan glæsilegustu hross Akureyrar úr spori í fyrstu reiðhöll vorra daga. Petta er einstakt tækifæri því eflaust munu hrossin senn víkja fyrir alls kyns heildsöluvarningi enda húsið til þess ætlað. SS Framkvæmda- og menningarsjoður LA: Theodórí Júlíussyni veittur Nýlega var veittur styrkur úr Framkvæmda- og menningar- sjóði Leikfélags Akureyrar. Var það Theodór Júlíusson, leikari sem hlaut styrkinn, að upphæð kr. 35.000. Theodór stundar nú leiklistarnám við Drama studio í London og er Halldórsmótið: Sveit Gunnars Berg efst Nú er lokið 6 umferðum af 13 í Halldórsmótinu hjá Bridgefé- lagi Akureyrar, en það er árlegt minningarmót um HaU- dór Helgason. Þetta er sveita- keppni og spilað er eftir Board-0-Max fyrirkomulagi. Staða efstu sveita að ioknum 6 umferðum er þessi: 1. Gunnar Berg 112 stig 2. Ragnhildur Gunnarsdóttir 101 stig 3. SS Byggir hf. 100 stig 4. Gunnlaugur Guðmundsson 99 stig 5. Stefán Sveinbjörnsson 88 stig 6. -7. Hellusteypan hf. 86 stig 6.-7. Árni Bjarnason 86 stig 8.-9. Haukur Harðarson 85 stig 8.-9. Zarioh Hamadi 85 stig Meðalárangur er 84 stig. Næstu fjórar umferðir verða spil- aðar í Félagsborg á þriðjudaginn og hefst spilamennskan kl. 19.30. BB. styrkur styrkurinn ætlaður til að létta undir með Theodór í náminu, en það er mjög dýrt að stunda nám eriendis. Framkvæmda- og menningar- sjóður LA var stofnaður af Jóni Kristinssyni á 2. í jólum árið 1978 í tilefni af 40 ára leikafmæli hans. Stofnframlag til sjóðsins var 400.000 kr. og má ekki hreyfa höfuðstól en úthluta má allt að 90% af vöxtum hans árlega og fer úthlutun fram í janúar ár hvert. Tvisvar sinnum áður hefur ver- ið úthlutað úr sjóðnum. Fyrst 1983, kr. 27.000 til styrktar upp- færslu á My Fair Lady. 1985 var síðan tæplega 22.000 kr. úthlutað til starfsemi LA og var það fé notað til að greiða Ólafi Hauki Símonarsyni höfundarlaun fyrir barnaleikritið „Kötturinn fer sín- ar eigin leiðir". í sjóðnum eru nú kr. 232.000 kr. og er hverjum sem er heimilt að leggja fram fé í sjóðinn. Var Theodóri afhentur styrk- urinn að viðstöddu fjölmiðlafólki og sagðist hann næstum því vera orðlaus yfir þessum heiðri. „Ég frétti af þessu úti í London í janúar og varð mjög hrærður. Ég er mjög stoltur yfir að vera fyrsti einstaklingurinn sem hlýtur styrk úr þessum sjóði. Mér er minnis- stætt þegar Jón stofnaði þennan sjóð og ég hef alltaf fundið vel fyrr og síðar hvaða hug Jón ber til leikfélagsins. Ég þakka kær- lega fyrir og vona að nám mitt nýtist félaginu vel þegar ég sný aftur." -HTs: Rekstur A.T. í föstum skorðum Aðalfundur Almennu toll- vörugeymslunnar hf. var hald- inn miðvikudaginn 15. apríl og að honum loknum var hluthöf- um og fleiri aðiluin boðið upp á veitingar. Þá var kynning á nýrri tölvuþjónustu sem toll- vörugeymslan hefur tekið í notkun og þjónustuhlutverk fyrirtækisins kynnt. Hlutverk Almennu tollvöru- geymslunnar hf. er geymsla á ótolluðum vörum. Tölvuþjónust- an gerbreytir afgreiðslunni. Áður voru menn að gera beiðnir, hver fyrir sig, en inni í þessum tölvu- búnaði er töllskrá og allt sem til þarf. Nú koma menn bara með tollmerktan reikning og skýrslan er gerð í tölvunni og þá á ekki að vera nein hætta á villum, ef reikningurinn er rétt tollmerktur. Síðan geta menn hringt daginn eftir og sagt: Ég ætla að fá 3 stykki af þessari vöru númer þetta o.s.frv. og þá býr starfs- maður geymslunnar til sérstakt eyðublað. í ræðu sem Kristján Skarphéð- insson hélt kom fram að tölvu- búnaðurinn er beintengdur við tollvörugeymsluna í Réykjavík og þurfa þeir því ekki að hafa áhyggjur þótt tollskránni sé breytt, það er séð um slíkt fyrir sunnan og kemur það allt fram á tölvunni fyrir norðan. Kristján sagði að ýmsir aðilar hefðu hætt að skipta við Almennu tollvöru- geymsluna vegna of mikillar fyrirhafnar við tollskýrslurnar og til þess að ná þessum mönnum aftur hefði tölvubúnaðurinn ver- ið tekinn í notkun. Petta væri þegar farið að sýna árangur. Að sögn stjórnarmanna kom fram á aðalfundinum að rekstur fyrirtækisins er í mjög föstum skorðum. Veltan er lítil miðað við afskriftir og veltufjárhlutfall er 1,88 sem telst mjög gott. SS Bifreiðaeigendur Nú er rétti tíminn til að setja sumardekkin undir Úrval af nýjum og sóluðum sumarhjólbörðum Athugið! Opið á laugardögum kl. 9-12 f.h. Véladeild Hjólbarðaverkstæði Óseyri 2, símar 23084 og 21400. K01 tur! Kntttnuiijrtkwliííu verða föstudaqim 1. maí ttt. 19.00 og [augardaginn 2. maí kl. 19.00 í Sjaííaniim Miðasaía í Sjattanum miðvikud. 29. apríí ítt. 18-20, fimmtutt. 30. ítt. 18-20 Húsið opnað um miðnætd fiyrvr aðra en maiargesti Híjómsvát Grétars Orvarssonar (ákurjyrir áansi 6ceði kvöíáin Krúttmaganefintt

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.