Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 19

Dagur - 24.04.1987, Blaðsíða 19
Frjálst framtak kaupir Fjölni Útgáfufyrirtækið Frjálst framtak hefur í dag fest kaup á rekstri útgáfufyrirtækisins Fjölnis. Tek- ur Frjálst framtak þar með við útgáfu þeirri, er Fjölnir hefur haft með höndum, en Fjölnir hef- ur m.a. gefið út tímaritin Mannlíf, Viðskipta- og Tölvu- blaðið, Hús & garða, Bóndann og Fréttablað iðnaðarins. Frjálst framtak hefur hins vegar gefið út 12 tímarit á undanförnum árum. Með kaupum á rekstri Fjölnis hyggst Frjálst framtak styrkja enn stöðu sína á íslenska tíma- ritamarkaðnum. Að undanförnu hefur orðið mikil aukning í sölu íslenskra tímarita og nokkur þeirra náð verulegri útbreiðslu. Eigi að síður er það staðreynd að rekstur tímaritaútgáfu hérlendis er erfiðleikum háður vegna smæðar markaðarins og mjög mikillar samkeppni við erlend tímarit, sem hafa styrkari stöðu vegna mikils upplags og út- breiðslu. Með því að auka enn útgáfu sína og markaðshlutdeild telur Frjálst framtak sig koma við mestri hugsanlegri hagkvæmni í útgáfu sinn, sem aftur á að tryggja tímaritakaupendum betri og enn vandaðri tímarit, auk þess sem samkeppnisaðstaðan við erlendu tímaritin styrkist. Útgáfufyrirtækið Fjölnir hefur haldið uppi öflugu útgáfustarfi og gefið út vönduð tímarit. Er það stefna Frjáls framtaks að halda áfram útgáfu þeirra tímarita,isem Fjölnir gaf út, þótt einhverjar breytingar kunni að verða gerðar á útgáfutíðni þeirra og fyrir- komulagi. Tímaritin sem Frjálst framtak mun gefa út eftir kaupin á rekstri Fjölnis eru því þessi: Á veiðum; Áfangar; Barnablaðið ABC; Bílablaðið Bíllinn; Bóndinn; Fiskifréttir; Fréttablað iðnaðar- ins; Frjáls verslun; Gróður & Garðar; Hús & Garður; Iðnaðar- Passa- myndir Gott úrval mynda- ramma nonðun mynol LJÓSMYN DASTOFA Simi 96-22807 • Pósthólf 464 Glerárgötu 20 ■ 602 Akureyri blaðið; íþróttablaðið; Mannlíf; Nýtt líf; Sjávarfréttir; Viðskipta- og tölvublaðið og Við sem fljúgum. Auk þess rekur Frjálst framtak bókaútgáfu og annast aðra útgáfustarfsemi. Föstud. 24. apríl. kl. 20.30. Tryggið ykkur miða í tíma. iÁ MIÐASALA SlMI 96-24073 lEIKFÉLAG AKUR6YRAR BORGARAU FLOKKURINN -flokkur með íramtíðt Matsveinn óskar eftir plássi á bát eða togara, annað kemur til greina. Upplýsingar í síma 21113 eftir kl. 19.00. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Sambýli Starfsfólk óskast til sumarafleysinga á sambýli. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 26960 kl. 12-16, eða á skrifstofu svæðisstjórnar, Stórholti 1. Starfsfólk vantar Okkur bráðvantar sjúkraliða bæði í fastar stöður og til sumarafleysinga. Einnig vantar hjúkrunarfræðing til að leysa hjúkr- unarforstjóra af í sumarleyfi. Nánari uppl. veita forstöðumaður og hjúkrunarfor- stjóri í símum 96-61378 og 96-61379. Landssamband íslenskra samvinnustarfsmanna óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf sem allra fyrst. Upplýsingar um starfið veita Páll Leósson í síma v: 96-21400, h: 96-22141 og Guðmundur Logi Lár- usson í síma v: 96-21900, h: 96-22246. Umsóknum sé skilað fyrir 8. maí nk. til Páls Leóssonar, Borgarhlíð 1a, 600 Akureyri. it Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför HELGU JÓNSDÓTTUR, Garði, Hauganesi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur vin- áttu og velgjörð við andlát og útför ÞÓRIS VALGEIRSSONAR, bónda, Auðbrekku. Sérstakar þakkir til Kvenfélags Hörgdæla, forráðamanna Þelamerkurskóla og presthjónanna á Möðruvöllum, einnig til allra þeirra er sýndu hinum látna virðingu á útfarardaginn. Halla Halldórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.