Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 6
„Lífið er dýrmætt“ - Vilhelm Ágústsson lýsir aðdraganda ferðarinnar í íslenskum dagblöðum 23. mars 1987 mátti sjá fyrirsagn- ir sem þessa: „Tveim V.- Þjóöverjum bjargað af há- lendinu, nær dauða en lífi.“ Þær eru því miður allt of algengar þessar fyrirsagnir, og ekki eru allir eins heppnir og þessir menn voru, þ.e. að sleppa lifandi. Degi hefur borist frásögn mannanna af þessari hrikalegu reynslu, og birtist hún hér á síðunni. Það var Vilhelm Agústsson, sem vart þarf að kynna nánar fyrir Akureyringum, sem var fyrir milligöngu þýskrar ferða- skrifstofu aðstoðarmaður ferðalanganna við undirbún- ing leiðangursins, og fer frá- sögn hans af aðdraganda og hans þætti hér einnig. „Þerta byrjar á því að för- stjóri þýskrar ferðaskrifstofu sem skiptir mikið við okkur hringir og biður mig að aðstoða, ef með þuffi, tvo viðskiptavini sína sem langi til að koma til íslands og ganga á skíðum yfir hálendið frá norðri til suðurs. Ég lofa því og segi honum að það sé mér kærkomið að segja mönnunum svolítið frá fjöllun- um og að ég skuli aðstoða þá eftir bestu getu. Hann segir mér að þetta séu menn sem séu mjög vanir fjall- göngum og hafi gengið mikið, bæði á Grænlandi, í Finnmörk og hefðu verið að æfa undanfar- ið í Ölpunum. Mennirnir koma og þetta eru menn, 44 og 49 ára gamlir. Annar þeirra er virtur dómari í Munchen og heitir Gerhard Domback en hinn Otto Keck og er listmálari. Ég reydni að greiða götur þeirra, sem var ekki mikið. Aðallega þurfti að gefa þeim upplýsingar um há- lendið og á korti fórum við sam- eiginlega yfir gönguleiðina. Leiðin er 300 km í beinni loft- línu sem menn hafa gengið á 5-7 dögum, en þeir ætluðu sér 16-18 daga, svo þeir reiknuðu með að vera veðurtepptir í þó nokkra daga. Þeir höfðu því nógan tíma. Um kvöldið fóru þeir á fund Hjálparsveitar skáta á Akur- eyri, sem hafði tekið að sér að fara yfir búnað þeirra, ráðleggja þeim og aka þeim síðan inn í Eyjafjarðardal. Ég lofaði þeim að fylgjast vel með þegar þeir kæmu á Hvera- velli til þess að vera viss um að allt væri í lagi, en þar er tal- stöðvarsamband. Þetta gerði ég í nokkra daga um það leyti sem eðlilegt var að þeir ættu að hafa náð þangað. Síðan gerist það, að þeir leggja af stað þann 10. mars með skátunum, en þeir breyta svolítið þeirri áætlun sem ég var búinn að semja fyrir þá. Það var að ganga fram allan Eyjafjarð- ; „Ég var farinn að hafa áhyggjur.“ a'rdal og tjalda þar í botninum, það væri hæfileg dagleið. Dag- inn eftir skyldu þeir halda upþ úr dalnum og að Laugafelli, það væri einnig ágæt dagleið auk þess sem þeir fengju þar húsa- skjól í Laugafellshúsinu sem er norðaustan við Hofsjökul. Þetta hafa skátar á Akureyri gert í gegnum tíðina, farið þarna inneftir með unglinga og annað, og gengið prýðilega. Þessi leið býður upp á, að ef það skellur á vont veður þegar komið er upp á hálendið, er auðvelt að hopa niður. En í meðförum þeirra og samtölum við skátana, ákveða þeir að fara upp svokallaðan Vatnahjalla- veg sem er utar í dalnum og reyna að ná þar húsum í Berg- landi sem er hús sem stendur í Urðavötnum fyrstu nóttina. Þetta Íagðist ekki vel í mig, því ég veit að erfitt er að finna Bergland í vondu veðri og var það alls ekki gott á fjöllum þessa næstu daga. Ég tók eftir því að þótt það hafi alltaf verið sæmilegasta veður hér á Akur- eyri, var alltaf sorti og ljótt veð- ur yfir hálendinum. Eg var far- inn að hafa áhyggjur út af þessu, og höfðum bæði ég og skátarnir reglulega samband við Hveravelli til þess að vita hvort þeir væru komnir þangað. Aldrei komu þeir þangað. Þegar liðnir eru fjórir dagar fram yfir að ég taldi eðlilegt að þeir kæmu á Hveravelli, stytti upp einn daginn og gerði heið- skírt yfir landinu. Eg fékk Skúla bróður minn til þess að fljúga með mér yfir skálana á fyrirhug- aðri gönguleið, og urðum við alltaf meira og meira hissa eftir því sem við skoðuðum fleiri skála, því hvergi urðum við mannaferða varir, alls staðar fannbarðar dyr eftir undan- gengin veður og greinilega eng- inn haldið þar til. Við flugum alla gönguleiðina, sáum ekkert kvikt og enn voru þeir ekki komnir á Hveravelli. Var ég nú eftir þessa flugferð farinn að óttast allmjög um þá. Að kveldi næsta dags, þegar ég og nokkrir úr Hjálparsveit skáta á Akureyri erum að hugsa um að fara að gera út leitar- leiðangur, er hringt framan af Þormóðsstöðum í Þormóðs- staðadal í Eyjafirði. Var okkur sagt að þangað væru þeir komnir, allmjög þrekaðir. Við urðum mjög hissa á þessu, því þarna voru þeir komnir til byggða, austan megin við Eyja- fjörð í stað þess að hafa ætlað að ganga í vestur. Eg bað þá að sendá mér ferðalýsingu eftir að heirn væri komið, sem þeir gerðu, en mér finnst vanta í hana nákvæmari. í lýsingar á sumum stöðum. Skálinn sem þeir komu að, sem þeir nef-na „Svartolíufang- elsið", heitir Galtaból. Þeir segjast hafa komist inn í skála þar sem olía var geymd. Þetta er óupphitaður skáli og skil ég vel að vistin þar hafi verið erfið. En skálinn við hliðina sem þeir segjast halda að hafa verið geymsla, og þeir segja að ekki hafi verið hægt að komast inn í enda eflaust erfitt án skóflu; þar voru uppbúin rúm, hitunartæki og nesti til að láta sér líða vel í marga mánuði. Þetta lýsir örlitlu úrræðaleysi, lífið er það dýrmætt. En þeir eru svo kurt- eisir og agaðir eins og Þjóðverja er siður, að þeir reyna ekki að brjótast inn í húsið sem er hálf- um metra frá. Þó bjargar það iífi þeirra að hitta á þennan skála, því þeir eru komnir í skjól, þótt kuldinn hafi verið mikill. Ég dreg þá ályktun, að þessir menn sem hafa gert mikið af að ganga dagstúra á fjöll í Ölpun- um þar sem þeir búa og eru mjög miklir útilífsmenn, að það er ólíkt því að koma upp á ísland þar sem víðáttan er. í Ölpunum hafa þeir fjöll sem þeir þekkja báðum megin við sig sem kennileiti. Svo koma þeir á endaleysur sléttanna á íslandi þar sem kennileiti eru engin í vondum veðrum og hafa þar ekkert til að styðjast við. Þeir hafa greinilega ekki verið búnir að reikna út stefnur til að halda gráðunum, eins og við segjum. Ævinlega er göngu- stefna reiknuð nákvæmlega út, og henni haldið mcð gönguátta- vita. Mér finnst eins og þeir hafi strax orðið hræddir við vonda veðrið og misst bókstaflega allt skyn. Ég talaði við annan þeirra áður en þeir fóru heim, og sagði hann að þegar augun væru orð- in góð ætlaði hann að koma aft- ur reynslunni ríkari." VG Hér fer frásögn feröaianganna sjálfra eins og hún kemur fyrir. I hana vantar eins og fyrr segir ákveðna kafla t.d. hvernig á því stóð að þeir villtust af leið. En lýsingin segir ákaflega vel hvernig þeim leið sjálfum og hvað þeir hugsa. Hún verður vonandi til þess að lesendur sem hyggja á fjallaferðir dragi lærdóm af. Aðdragandi „Til eru í Evrópu þrjú svæði sem kalla má „Pólar-eyðimörk“. Þau eru Hardanger vidda í Noregi, Sarek í sænska hluta Lapplands og miðhálendi íslands. Því síðasttalda svipar mjög til hálendis Tíbets. Það teygir sig 100 km norður-suður og 125 km austur-vestur. En svæðið getur gefið þeim mikið, sem þorir að bjóða frosinni og ískaldri einver- unni byrginn. Þetta segjum við, því sá sem dvelur á íslandi og ætl- ar yfir hálendið, kemst ekki hjá því að komast í snertingu við hina köldu og sérstöku vinda sem eru einkennandi fyrir þetta hálendi. Hefðum við átt að efast meira í byrjun? Áætlun okkar var að fara ferð yfir hálendi íslands að vetri til, nánar tiltekið f mars 1987.. Leggja átti af stað frá Akureyri til suðvesturhluta Islands ogenda yið Gullfoss. Þessi vegalengd er um 300 km löng í beinni loftiínu. Ferðast átti á skíðum með bak- poka og tjald. Viö áætluöum að gangan tæki 16-18 daga og höfð- um í desember ’86 fengið þyrlu til þess að koma fyrir vistum og öðr- um nauðsynjum í veðurathugun- arstöð sem staðsett er á miðri leið. Til þess að tryggja öryggi okkar, höfðum við meðferðis góð kort af svæðinu, vissum af góðum ferðamannaskálum á leiðinni og höfðum áunnið okkur góða þjálf- un í vetrar- og sumarferðum, bæði í Ölpunum og á öðrum snjóasvæðum svo sem á Græn- landi og í Lapplandi. Af reynslu fyrri ferða var útbúnaður í samræmi víð nota- gildi og þyngd og síðast en ekki síst gáfu hjálparsveitarmenn á íslandi okkur grænt ljós, en þeir athuguðu hæfni okkar gaumgæfi- lega. Svar þeirra var stutt og laggott: „Þið náið þessu strákar!“ Um þetta svar snúast hugsanir mínar, en túlka einungis fræði- legan möguleika.“ (Hér vantar í frásögn félag- anna töluvert langan kafla, eða hvernig á því stóð að þeir villtust og hve langur tími er liðinn. Inn- skot blaðamanns.) Varð snjóblindur Það er laugardagur 15. mars 1987. í þrjá tíma hef ég beðið í tjaldi mínu eftir félaga mínum. Hann lagði af stað um tíuleytið f leit að ferðamannakofa sem sam- kvæmt korti ætti að vera hér nálægt. Frá því.r gær, er ég snjó- bhndur því suðvestan stormur blés skáhallt framán ’ f okkur qg náði að þekja okkur með margra sentimetra lagi af þéttum snjp. Það blés jafnvel undir gleraugun. Stormur, kuldi og stingandi endurgeislun sólarljóssins gerði það að verkum sem aldrei hefur hent mig fyrr, en það er að verða snjóblindur. Núna ligg ég því hér, hjálpar- vana og óttast um vin minn. Síð- Kort af svæðinu sem um er rætt. Skorna línan sýnir áætlaða leið. Sú heila, þá leið seni staðir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.