Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 4. september 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Framsóknarkonur þinga gert það að verkum að æ fleiri konur vilja hasla sér völl í Framsóknarflokknum og er það ánægjuleg staðreynd. Sú tíð er liðin er konur önnuðust aðeins um kaffiuppáhellingar og kökubakstur fyrir flokks- fundi. Hitt er svo aftur annað mál að enn eru til karlar - og það nokkuð margir - sem virðast eiga erfitt með að skilja þá staðreynd að konur hafa ekki síður en karlar áhuga á byggða- eða efna- hagsmálum. Dagur hvetur konurnar sem Skólabúðir Jeiðari. Landssamband framsóknar- kvenna heldur sitt þriðja landsþing að Varmahlíð í Skagafirði um þessa helgi. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er aðalmál þings- ins starf og stefna LFK - staða framsóknarkvenna inn- an Framsóknarflokksins og hvernig hægt er að auka hlut kvenna í flokknum á næstu árum. Auk þess munu kon- urnar ræða ýmis mál svo sem atvinnumál, umhverfismál og byggðamál svo eitthvað sé nefnt. LFK hefur unnið afar þýð- ingarmikið starf innan Fram- sóknarflokksins á undanförn- um árum. Frá þeim tíma að LFK fór á skrið fyrir nokkrum árum hafa konur innan sam- takanna rutt brautina - sem svo sannarlega var stórgrýtt. Nú er svo komið að í þing- flokki Framsóknar er ein kona, Valgerður Sverrisdótt- ir, og var tími til kominn að kvenmaður sæist í þing- flokknum. Starf LFK hefur Það þarf víst ekki að fjöl- yrða mjög um framtíð hér- aðsskólanna. Sumir þeirra hafa verið afar illa nýttir undanfarin ár og lokun blasir í sumum tilvikum. Sigurður Helgason, deildar- stjóri í menntamálaráðu- neytinu, kom fram með þá hugmynd sl. haust að í ein- um þeirra yrðu settar upp svonefndar skólabúðir, en í slíkum búðum eru börn og unglingar úr þéttbýli við nám í nokkra daga 1 senn. En ekki er ætlunin að hafa þetta fyrirkomulag aðeins á annan veginn því börn úr strjálbýli munu geta sótt sams konar búðir í Reykja- vík. í blaði sem Bandalag kennara gefur út segir Sig- urður Helgason um mark- miðið með starfinu í skóla- búðum: „Það er að gefa nemendum kost á að kynn- ast öðru umhverfi en þeir (nemendurnir) hafa alist upp í, kynnast náttúru þess, sögu, atvinnu- og lífs- hittast í Varmahlíð til að brýna vopnin og koma tví- efldar af þinginu. Þær verða að gera sitt til að gróðursetja enn betur jafnréttishugsjón- ina í Framsóknarflokknum og gera hlut kvenna innan hans meiri og betri. háttum fólksins í viðkom- andi héraði. “ Ætlunin er að stofna skólabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði og í Reykjavík eins og fyrr var nefnt og byrja starfsemina haustið 1988. Sú hugmynd að stofna skólabúðir er góð. Skólabúðir munu m.a. stuðla að auknum skilningi á milli strjálbýlis og þéttbýlis og veitir ekki af. ÁÞ. Viðskiptavinir athugið! Verkstæði okkar að Hvannavöllum 14b verður lokað vikuna 7.-11. september. Opnum aftur mánudaginn 14. september. Hjólbarðaþjónustan Hvannavöllum 14b, sími 22840. ■Bókabúðin EddaB ■M Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 ■■É Hallfríður Einarsdóttir og þrír sýningargestir í bás Valsmíði. Mynd: JHB Iðnsýningin: „Margt hérna í senn forvitni- legt og skemmtilegt" - segir Hallfríður Einarsdóttir hjá Valsmíði „Sýningin hefur gengið mjög vel og ég heyri ekki annað en fólk sé ánægt með hana,“ sagði Hallfríður Einarsdóttir, starfsstúlka í bás Valsmíði á iðnsýningunni í Iþróttahöll- inni. Hallfríður sagðist vera að sýna eldhúsinnréttingar og bað- og fataskápa og hefði það gengið vel og básinn fengið ágæta athygli. Sagði hún beiðnir um tilboð þeg-l ar farnar að berast. . „Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með sýninguna," sagði Hallfríður. „Mér finnst margt hérna í senn forvitnilegt og skemmtilegt, t.d. básar hitaveit- unnar og rafveitunnar, þar er margt sem maður hefur ekki haft tækifæri á að kynna sér áður. Ég vissi t.d. ekki fyrr en nú að mað- ur getur fengið útskrift úr tölvu .sem sýnir eyðsluna hjá manni yfir árið. Þannig getur maður séð hvenær maður eyðir mest og hvenær minnst. Það er margt fleira athyglisvert hér, t.d. það sem Fatalitunin Höfði er að sýna. Það er sniðugt að sjá hvað þeir geta gert,“ sagði Hallfríður Ein- arsdóttir. Iðnsýningunni lýkur á sunnu- dagskvöldið þannig að nú fer hver að verða síðastur. JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.