Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, föstudagur 4. september 1987 167. tölublað Nýgerðir sláturhúsasamningar: 32-40% launahækkanir frá síðustu sláturtíð -segir Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaganna Snemma í gærmorgun voru undirritaðir samningar miili Vinnumáiasambands sam- vinnufclaganna og verkalýðs- félaganna á Norður- og Vest- urlandi um laun starfsfólks sláturhúsa fyrir komandi slát- urtíð. Að sögn Hjartar Eiríks- sonar, framkvæmdastjórá vinnumálasambandsins, fela samningarnir í sér 32-40% launahækkanir frá síðustu slát- urtíð, en hækkanir voru nokk- uð misjafnar þar sem grunnur- inn frá síðustu sláturtíð var ekki sá sami á öllum stöðum. Laun starfsfólks í sláturhúsum á áðurnefndum svæðum verða á bilinu 27.868 kr. og upp í 38.000 kr. fyrir þá sem búnir eru að vinna 9 sláturtímabil. „Þetta er náttúrlega nokkuð mikil hækkun en menn verða að taka tillit til þess að þarna er ver- ið að semja um árshækkanir. í öðru lagi náði starfsfólk á slátur- húsum ekki þeim launahækkun- um sem almennt var samið um í landinu 1986 og það var tekið til- lit til þess nú,“ sagði Hjörtur. Þetta er í fyrsta sinn sem samið er sameiginjega fyrir öll þessi sláturhús en hingað til hefur ver- ið samið sérstaklega fyrir hvert. Af þeim sökum voru hækkanir mismunandi eftir húsum nú þar sem grunnur frá síðustu sláturtfð var ekki sá sami og samræma þurfti taxtana. En eru þetta góðir samningar? „Við höfum geysilegar áhyggj- ur af því hve hækkanir hafa orðið miklar á þessu tímabili. Afleiðingar af þeim hljóta náttúr- lega að verða verðbólga,“ sagði Hjörtur Eiríksson. Ekki náðist í neinn úr saminga- nefnd verkalýðsfélaganna í gær. JHB ... en andinn er hraustur þó limimir funi - raett við Óla á SKarði 10-11 „Við emm háðir hvor öðmm upp á lífogdauðaí orðsins fyllstu merhingu" - frásögn tveggja þýskra ferðalanga 6-7-8 Virkjunarsvæði Hitaveitu Akureyrar: Orkustofnun vill rann- sóknir Fyrr í þessari viku lagði Orku- stofnun fram hugmyndir um rannsóknir og tilraunaboranir á virkjunarsvæðum Hitaveitu Akureyrar. Samkvæmt hug- myndunum er hér um fjögurra til fimm ára rannsóknarverk- efni að ræða. Franz Árnason, hitaveitu- stjóri, sagði að rannsóknir þessar væru ekki sérlega víðtækar en sagði þær aftur á móti mjóg kostnaðarsamar. „Við höfum ekki tekið neina afstöðu til hug- myndanna enda hafa þær enn ekki verið lagðar fyrir stjórn hita- veitunnar. Það er mikilvægt að skoða þetta vel svo sjá megi hvort hægt sé að stýra rannsókn- unum á þann hátt að þær verði hitaveitunni til gagns ef í þær verður ráðist," sagði Franz. Hug- myndir Orkustofnunar verða kynntar stjórn hitaveitunnar í næstu viku. Pá hefur Orkustofnun nýlega sent frá sér niðurstöður á rann- sóknum á efnainnihaldi í vatni Hitaveitu Akureyrar sem gerðar voru í október í fyrra. Niður- stöðurnar benda til þess að mið- að við núverandi dælingu séu virkjunarsvæðin í ágætu jafn- vægi. Ekkert bendir til innrennsl- is á köldu vatni og efnainnihald hefur ekkert breyst. JHB Norðanátt og skúrir Helgarveorið verður ekkert sér- lega spennandi, en vonandi kemst fólk þó í berjamó og kart- öfluupptöku. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að norðanáttin og rigningin yrðu áfram, a.m.k. fram á laugardag. Þá er möguleiki að stytti upp, trúlega verða þó einhverjar skúrir. Hitinn verður á bilinu 5-9 stig og ekki hélt veðurfræðingur að mikil hætta væri á næturfrosti. HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.