Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 9
4. 'sfeptember'i§87 i- DAGUR -9 Hvað er að gerast: Knattspyrna helgarinnar Á morgun laugardag fer fram heil umferð í 1., 2. og 3. deild á íslandsmótinu í knattspyrnu. Senn líður að lokum knatt- spyrnuvertíðarinnar og er leikin næst síðasta umferð- in í 1. og 2. deild og loka- umferðin í B-riðli 3. deildar. Þá fer einnig fram úrslita- leikurinn í 4. deild á sunnudag. í 1. deild leika, Þór og KA á Akureyri, Völsungur og Fram á Húsavík, ÍBK og FH í Keflavík, ÍA og Víðir á Akranesi og KR og Valur í Reykjavík. í 2. deild leika, Leiftur og Ein- herji í Ólafsfirði, Selfoss og Þróttur á Selfossi, ÍR og ÍBÍ í Reykjavík, UBK og KS í Kópa- vogi og ÍBV og Víkingur í Eyj- um. í B-riðli 3. deildar leika, Sindri og Þróttur N á Hornafirði, Reyn- ir og HSÞ-b á Árskógsstönd og loks Tindastóll og Magni á Sauð- árkróki og er það hreinn úrslita- leikur í riðlinum. Þá leika Hvöt og Grótta um sigur í 4. deildinni en þessi tvö lið unnu úrslitariðlana fyrir skömmu. Leikurinn fer fram á Sauðárkróki og hefst kl. 16. Getraunir: Sjö með 12 rétta íslenskar getraunir hófu vetrar- starf sitt laugardaginn 29. ágúst s.l. en þá var 1. leikvika. Seldar voru 86.794 raðir og komu fram 7 raðir með 12 rétta. Fær hver um sig kr. 41.660. Með 11 rétta voru 153 raðir og hlýtur hver þeirra 816 kr. í næstu leikviku er á seðlinum 5 leikir úr 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og þeir fara allir fram á laugardaginn. Auk þeirra verða hefðbundnir enskir 1. deildarleikir. Héraðs- 1 fundur II i Eyjafjarðar- prófasts- 1 ■■ ÓlafurJ. Eyland: dæmis 40 ár á Akureyri „Það fer hver að verða síðast- ur að taka mynd af mér með skeggið, það verður rakað af fljótlega,“ sagði Ólafur J. Eyland á Akureyri. Óli Eyland, eins og hann er venjulega nefndur, var á iðnsýn- ingunni um daginn þegar hann tjáði blaðamanni þessi tíðindi en ekki eru margir menn jafn skegg- prúðir og hann. í dag, 4. sept., eru 40 ár liðin síðan Óli flutti til Akureyrar en hann var um árabil bílstjóri og síðar verkamaður hjá Eimskipafélagi íslands hf. á Akureyri. EHB Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í.Ólafsfjarðarkirkju og safnaðarheimili kirkjunnar n.k. laugardag og hefst kl. 10 f.h. Fundinn sækja prestar prófasts- dæmisins og safnaðarfulltrúar einn frá hverri sókn, en þær eru 21 í prófastsdæminu. Framsögumenn á fundinum verða séra Bragi Friðriksson prófastur og séra Pétur Þórarins- son. Fundinum lýkur með guðs- þjónustu í Ólafsfjarðarkirkju sem hefjast mun kl. 6 e.h. Þar prédikar séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir, en fyrir altari þjóna séra Jón Helgi Þórarinsson, séra Vigfús Þór Árnason, séra Svavar Alfreð Jónsson og prófasturinn séra Birgir Snæbjörnsson. Allir eru velkomnir til guðsþjónust- unnar. Prófastur Takið eftir Tilboðsverð verður á pizzum og hrá- salati frá Eyfírskum Matvælum í nokkra daga hjá eftirtöldum sölu- aðilum: Hagkaup, Akureyri. Matvörumarkaðnum, Akureyri. Versluninni Síðu, Akureyri. Versluninni Brynju, Akureyri. Kjarabót, Húsavík. Kjörbúð KEA, Ólafsfirði. Austurborg, Vopnafirði. EYFIRSK MATVÆLI HF. sími 27122, Akureyri. Blöndukarlinn r a Iðnsýningu Blöndukarlinn kemur á staðinn: föstud. laugard. sunnud. 4. sept. 5. sept. 6. sept. kl. 20-22 kl. 17-18 kl. 17-18 Mætum ö//. Mjólkursamlag KEA Sumarhus - íbúðarhús Höfum til sýnis stórt og rúmgott sumarhús. Húsið má einnig nota sem íbúðarhús. Sjáum um flutning sé þess óskað. .TRÉSMIÐJAN MOGILSF.rm SVALBARÐSSTRÖND 601 AKUREYRI S 96-21S70 Opið á laugardögum Framvegis verður opið á laugardögum frá kl. 9-12. HAGKAUP Akureyri Teppalandi hefst á morgun Saugardag. Beykiparket II fl., verð frá kr. 1.390.- m! Gólfteppi, verð frá kr. 323.- m! Gólfdúkar, verð frá kr. 595.- m! Mottur, verð frá kr. 390.- Notið tækifærið og gerið góð kaup meðan birgðir endast Opið laugardag kl. 10-14. Teppa/and— Dúkaland Tryggvabraut 22, sími 25055. Akureyri Simi 96-21400 «ltuTéU»ni0tvoStaðl' air totto féUO1 uitl ,riviUuetasK‘PtS{ana . . tt þó iatu nar- ■ ,riKu at hvetaP - milljónir, á hverjum laugardegi. Upplýsingasimi: 685111.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.