Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 14

Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 14
2 f 987 Gísli Jónsson: Akureyri 125 ára - hátíðarræða í Akureyrarkirkju Heil og blessuð, Akureyri, Eyfírðinga höfuðból! Fáar betri triðarstöðvar fann ég undir skýjastól. Hýran bauðstu bömum mínum blíðufaðm og náðarskjól. Svo kvað, ágætu áheyrendur, sr. Matthías Jochumsson eftir nokkra dvöl hér á Akureyri. Það er naumast tilviljun að hann getur barna sinna í þessu eriudi. Hvers vegna fluttist sr. Matthías hingað frá hinu fornfræga brauði, Odda á Rangárvöllum, og lét sig hætta að dreyma um hina „oddversku kjötkatla", eins og hann orðaði það sjálfur? Hann segir í Söguköflum af sjálfum sér að hann hafi helst viljað fá presta- kall sem „gæfi méf‘ - eins og hann segir - „betri kost á að mennta börn okkaf. Hann lét sig líka dreyma um minni menningarlega einangrun en í Odda, greiðari skipti við umheiminn, fleiri tækifæri til andlegra starfa. Matthías gat ekki látið þann draum sinn rætast, að stofna nýjan skóla í Odda, en hann vissi um skóla í námunda Akureyrar, Gagnfræða- skólann á Möðruvöllum, og síðar á Akureyri. Nokkur barna hans urðu gagnfræðingar frá þessum skóla sem nú er Menntaskólinn. En fleira kom til en hugmyndir um menntun ungmenna. Prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson segir um Matthías og dvöl hans í Odda og á Akureyri: „En einkum fann hann til einangr- unar (það er að segja í Odda). Póst- samgöngur voru þá strjálar og þarna því örðugt um öflun blaða og nýrra bóka og um bréfaskipti, en þau átti Matthías mikil við erlenda menn sem innlenda, _og voru honum lífsþörf. Að þessu öllu stóð Akureyri miklu nær umheiminum- ogsvo ernokkuð, sem var mikils virði manni, er lá jafn- mikið á hjarta og Matthíasi: Pað er prcntsmiðjaf Ég bið ykkur að taka eftir þessum orðum prófessors Steingríms. Á Kæra foldin, kennd við snjó, hvað ég feginn yrði, mætti holdið hvíla 'f ró ' r-y- heima í Eyjafírði. Akureyri var prentsmiðja, og ég held að tilvist þeirrar menningarstofnunar hafi ráðið úrslitum um búferlaflutn- ing Matthíasar. Prentsmiðja var fengin til Akureyrar 1852, aðeins átta árum síðar en í Reykjavík, og strax árið eftir hófst þar útgáfa blaðs og bóka. Sjálfur var Matthías fyrr- verandi blaðsútgefandi og á Akur- evri var hann það aftur um tveggja ára skeið, - og svo segja skilríkir menn að eftir að hann hætti sjálfur blaðaútgáfu, hafi tímunum saman ekki liðið svo dagur að hann kæmi ekki með eitthvert efni til blaðanna sem þá og þá komu út í bænum. Þess má svo geta að Matthías flutt- ist inn í Aðalstræti 50 og átti þar heima lengi, en þar hafði prentsmiðj- an verið fyrst og vagga útgáfu- starfseminnar í bænum staðið. Varla þarf að taka það fram hversu Gísli Jónsson. A afmælisdaginn í Midbænum. Ekki varð honum að þeirri ósk sinni. HvöVki lifandi né dattður hafði hann efni á því að fara aftur til íslands. En vísur hans hafa gert hann ódauðlegan. Haustið 1909 kom hingað til bæjarins ungur sveinn, Davíð að nafni Stefánsson, frá Fagraskógi í Arnarneshreppi. Hvaða erindi skyldi hann hafa átt. Jú, hann var að setjast í skóla. Gagnfræðaskólinn var þá fyr- ir nokkru fluttur hingað frá Möðru- völlum. Þá var liðin rösk öld frá því að Norðlendingar voru sviptir skóla sínum og biskupsstóli á Hólum þrátt fyrir ölula baráttu Stefáns amtmanns Þórarinssonar fyrir því að fá hvort tveggja fært til Akureyrar. En hvað bíður síns tíma. Sveinninn Davíð Stefánsson lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1911 og lengra varð námsbrautin ekki gengin Matthías lyfti bæjarbragnum á Akur- eyri með andlegum höfðingsskap sínum, andríki, málsnilld, trú og mannúð. En hann var jafningjalegur í háttum, við hvern sem var að eiga, taldi sig jafnháan höfðingjum og jafnsmáan smælingjum. Guðmundur Hannesson læknir segir að af honum legði yl samúðar og góðvildar. Hann brá stórum svip yfir dálítið hverfi, svo að ég taki að láni orðalag Einars Benediktssonar í Útsæ. Sigurður Nordal prófessor sagði að sér hefði fundist mest til um séra Matthías af öllum mönnum sem hann hefði kynnst, og var hann víð- förull. Og hann bætti við: „Ég kynntist honum rnest rúmu ári áður en hann dó. Hnnn var orðinn hrumur og sjóndapur, en skilningur- inn var næmur, lundin glöð, hjartað heitt. Enginn maður hefur verið mér svo lifandi sönnun þess að andinn er meiri en efnið, lífið meira en dauð- inn, að sálin á ekki að sofna, þegar hún er „rétt vöknuð“. Þessi sál var ekki blaktandi logi á nærri útbrunnu kertisskari. Hún minnti mig fremur a ungan hauk, í gömlu og hrörlegu hreiðri, albúinn til flugs.“ Þetta voru orð Sigurðar Nordals. Tímarnir voru harðir, þegar sr. Matthías fluttist til Akureyrar. Þá, sem hvorki höfðu í sig né á, mátti einu gilda hvort hér væri prentsmiðja og skóli eða ekki. Tæpum áratug áður en Matthías kom hingað, flýði í aðra heimsálfu af fátæktarsökum, á unglingsaldri, skáldið Kristján Níels Jónsson, Káinn. Hann hefur haft hvað mest skopskyn íslenskra skálda, hreinna, græskulausara, sjálfshittnara en gengur og gerist með íslendingum, enda er hinn sanni húmor, segja spakir, menn, úthverf- an á sársaukanum. Einstaka sinnum sýndi Káinn inn í kvikuna. Hann kvað eftir langa dvöl erlendis: Bamaúlpur frá kr. 1.470.- Stórkostlegt úrval af úlpum á börn og unglinga. Einnig tvískiptir gallar á börnin. Ótrúlega ódýrir. Einnig stórgóðar dúnúlpixr á kr. 5.700.- Laus Staöa bókafulltrúa í menntamálaráöuneytinu, sbr. 10. gr. laga nr. 50/1976 um almenningsbókasöfn, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir meö upplýsingum um menntun og starfs- feril skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu fyrir 25. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 31. ágúst 1987. staða Ibúðir óskast Viljum taka á leigu 2-3ja herb. íbúð og 4ra herb. íbúð eða raðhús frá 1. okt. nk. Tryggjum góða umgengni, skilvísar greiðslur og góð- an frágang við lok leigutímabils. Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson í síma 21900. Iðnaðardeild Sambandsins, Akureyri. Hvar og hvenær er réttað Göngur og réttir nálgast óðum og er vafalaust farinn að fara fiðringur um marga sem ekki láta slíkt fram hjá sér fara. Dagur hefur í hyggju að segja lesendum sínum frá því hvenær réttað er norðanlands og biður því forsvarsmenn á hverjum stað að hafa samband við ritstjórn og gefa upp stað og stund um leið og ákvörðun hefur verið tekin. Það getur valdið slímhúðar- bóigum að taka í nefið eða vörina. LANDLÆKNtR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.