Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 11
4. september 1987 - DAGUR - 11 ) er hraustur mir funi Dla á SKarði leba Pálsdóttir dóttir Hallveigar, Torfi Ólafsson og Tinna Pálsdóttir dóttir víburana Ólaf og Helga syni Torfa og Guðbjargar Helgadóttur Bergs konu ði fyrr í sumar. mér leyfisbréf í morgun. Það sé skilyrði fyrir að hún fari í hjóna- band að jörðin sé sjálfseignarjörð sem hún búi á. Því hún eigi íbúð í Reykjavík og ætli ekki að vera leigjandi í Skagafirði. Ef verði ekki hægt að ganga frá þessu strax sé búið með að ég geti geng- ið í hjónaband í dag. „Ja, hvað er að heyra og hvað er hægt að gera,“ sagði karlinn. Jú, þá er bara að afla pappíranna sem Hermann þarf að skrifa undir, sagði ég. Friðgeir geymdi síðan peningana og lét mig fara með eintök af pappírunum á fund Hermanns. Svo lét ég bílstjórann keyra mig á Tjarnargötu þar sem ráðherrabústaðurinn var, því ég vissi ekki hvar í andsk... flokks- þingið var haldið. Eg var búinn að ganga um gólf í klukkutíma þegar Hermann kom akandi f hlað klukkan að ganga eitt. Hann varð alveg hissa að sjá mig og sagði. „Hvað ert þú eiginlega að gera hér Ólafur?" Ég bíð eftir Hermanni að skrifa hérna nafnið sitt, sagði ég. „Hvað meinar þú maður? Dettur þér í hug maður, að ég geri það þótt ég skreppi heim í matinn og það í eins störfum og ég er í þessa stundina.“ Þá brást ég illa við og sagði: Ég bjóst nú ekki við þess- um svörum frá þér. Ég hef nú gert annað eins fyrir þessa andsk... framsóknarmenn nótt og dag og það er fremur líklegra að ég eigi eitthvað inni hjá flokknum. Þá sagði Hermann: „Jæja Ólafur komdu þá hérna inn á skrifstofuna." Þar settist hann á stól og skrifaði undir plöggin. Svo labbaði ég alsæll á braut, hóaði í bílstjórann og hélt til hádegisverðar. Þegar ég kom í ráðuneytið aft- ur til Friðgeirs karlsins, varð hann rasandi í fyrstu. Síðan lét hann mig fá kaupbréfið alveg frágengið og þegar ég hafði feng- ið það kvaddi ég hann með mestu virktum. Svo þegar ég er kominn | fram í dyrnar sagði ég: Jæja þá stíg ég nú yfir fyrsta þröskuldinn sem óðalsbóndi, en hart hefur það verið sótt að ná þessu marki. „Ha!, það er ekkert að sjá á pappírunum," sagði karlinn. Ja, Krókurinn átti þetta lofað, sagði ég. „Hvað hafa mennirnir gert. Ef bærinn hefur átt þetta lofað, þá bera pappírarnir allt annað með sér og ég óska þér bara enn frekar til hamingju hafi það verið hart sótt að ná þessu. Síðan hélt ég á braut og klukkan 6 um dag- inn giftum við okkur í Laugar- neskirkju. Þannig varð Skarð að sjálfseignarbýli. Albert, Waldheim og ég En svona þarf að haga til í lífinu. Þetta hefði aldrei gerst nema ég hefði verið oddviti og hrepp- stjóri. Það er margt skrýtið í þessari tilveru, þ.á m. það að ef maður er kominn í forystu er ýmis- legt hægt. En ég hef aldrei verið sakaður af nokkrum um hlut- drægni, eða sýnt á mér neitt ein- asta snið að ég væri fyrirmaður í minni sveit, en ég hef svarað full- um hálsi á uppboðum og við ýmis önnur tækifæri, ef mér hefur ver- ið svarað af skætingi. Þá hef ég látið þá vita hvaða maður ég væri. Ég hef aldrei látið troða neitt á mér svoleiðis. Þegar fólk hefur undrast á þessum múg sem hefur safnast að Albert, Waldheinr og þessum körlum, þá er það ekkert annað en það sem hefur gerst hérna heima í Skarðshrepp. Það mátti enginn gera neitt nema ég og mér var algjörlega sýndur hlutur í öllu, hafði ekkert vit á þessu og var nótt og dag að vinna í þessu í mínum einstæðingsskap. Ég var einn, með stafsetningarbókina í annarri hendinni og gerði upp- kastið með hinni. Engu einasta einasta plaggi henti ég af upp- kasti, hvað stutt sem það var. Þegar ég var búinn að fá rétta stafsetningu var ekki verið að eyðileggja þetta. Þá var ég fljótur að skrifa auglýsinguna og nú get ég þó skrifað nafnið mitt þótt ég hafi oft þurft að flýta mér að skrifa það. Ef maður lifir sig inn í þetta kemur það, þá þarf ekki skólamenntun. En það gengur ekkert annað en skólamenntun nú til dags ef á að komast eitt- hvað. En við búskapinn, það geta allir draslað við hann. Ég fékk með konunni litla stúlku sem var á fyrsta árinu. Síð- an átti ég eftir 2 ár dreng með henni og það er þessi Torfi stóri, sem er alltaf í skólum. Það er alveg öfugt við mig, þennan litla sem var aldrei í skóla,“ og nú læt- ur Óli sposka svipinn ekki duga, heldur hlær líka. „Hann hefur stundað hér heyskapinn, en er aldrei hérna heima að vetrinum. Hefur alltaf stundað skólalíf og er náttúrlega orðinn fjölskyldu- maður núna í Reykjavík. Hann var á Króknum 2 undanfarin ár en flutti suður í haust og fór þá í Tækniskólann. Hann var samt búinn að vera í Háskólanum í nokkur ár, í viðskiptafræðinni. Stúlkan heitir Hallveig, kölluð Halla. Maðurinn hennar Páll Pétursson forstjóri hjá Icelandic Seafood er bróðursonur minn. Það finnst sumum þetta vera skrýtið og skylt, en það er það ekki. Þær höfðu bara svipaðan smekk mæðgurnar, önnur vildi eiga stjúpföðurinn og hin bróður- soninn. Þau koma á hverju ári, Halla á hverju einasta surnri ineð stelpurnar. Hér voru þau í 2 næt- ur í júlí í sumar sem leið. Þá var eldri stelpan hennar fermd hérna. Athöfnin þótti merkileg, því hún fór fram í kirkjunni litlu á Sjávarborg. Þau vildu endilega að hún væri fermd þar og Hjálm- ari þótti það alveg sjálfsagt. Það komu um 50 manns og þetta var ákaflega hátíðlegt alltsaman. Hér í Skarði hefur enginn búskapur verið rekinn að ráði. Ég hafði mest 12 kýr og 150 kind- ur og þá stundaði minn strákur bara nám hérna í Króknum, í barna-, gagnfræða- og iðnskóla. Svo pegar hann fór suður í MH varð ég að hætta með kýrnar, því hann flutti alltaf mjólkina og héðan var engin rúta. Hann fór með mjólkina niður eftir þegar hann fór í skólann. Mér datt í hug fyrst ég var svona balllegur að halda áfram með kindurnar og gerði það í 2 ár, en fékk þá blóð- spýting. Enginn vissi af hverju hann stafaði og það þurfti bara að láta mig fá hvíld niðri á spít- ala. Þá voru húsin orðin full af lambám og enginn gróður kominn á túnin. En það var heppni að hann var í seinasta prófinu og kom heim nóttina eftir.“ - Þú varst fyrsti mjólkurinn- leggjandinn í bæði samlögin? „Já það hittist svona á, að í síðara skiptið þegar nýja samlag- ið var tekið í notkun, komst til- kynningin hvenær flutningurinn færi fram ekki til mín. Mér var fagnað óskaplega í stórafmæli mjólkursamlagsins fyrir stuttu. Við vorum aðalgestirnir, for- maður mjólkursamsölunnar Skafti Öskars fyrsti samlagsstjór- inn og ég. Þetta var rosaveisla.“ Það var orðið áliðið dags og við Óli höfðum spjallað um margt. Bæði um gleði og sorg í hans lífi og alltaf var öldungurinn eins, léttur og kátur, sama hvert umræðuefnið var. Hér í lokin kemur vísa sem ort var Óla til heiðurs þegar hann var í bænda- för fyrir nokkrum árum. í þessari bændaför sem farin var til Noregs varð hann 75 ára. Þegar hann var á heimleið og var staddur á Keflavíkurflugvelli, var honum afhentur miði þar sem á var skrif- uð þessi vísa. Ekki náði Óli að komast fyrir um höfundinn. ÓIi í Skarði er alltaf svo kátur það ómar um rútuna dillandi hlátur þegar konurnar kyss’ann með smell. Úr hálsliðnum fór hann íheyskap á túni cn andinn er hraustur þó limimir fúni hann á Tindastól tignasta fell. -þá Jórunn Sigurðardóttir Njarðvík kona Ólafs í Skarði lést 25. júlí sl. og af þeim sökum hefur orðið dráttur á að þetta viðtal birtist. Viðtalið hafði verið lesið fyrir Jórunni og hún gert sínar athugasemdir semtekið var tillit til. Bless- uð sé minning Jórunnar í Skarði. Óli í bæjardyrunum á Skarði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.