Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 13
4. september 1987 - DAGUR - 13 TSfit ledmetoeé .L - RUDAG - g Iðnþingið var fjölsótt og umræður gagnlegar. Myndir: RÞB — Sala til sölu eða leigu. ★ Tilbúið til afhendingar strax. ★ Húsnæðið er snyrtilegt, fullbúið og nýinnréttað. ★ Húsnæðið er í kjallara Sunnuhlíðar og með mjög fullkomnu loftræstikerfi. ★ Seljendur eru opnir fyrir ýmsum greiðslu- eða leigumöguleikum. ★ Húsnæðið er mjög hentugt fyrir þrifalegan iðnað eða sem geymslustaður (skjalageymsla). Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. REKSTRARRÁÐGJÖF FELLhf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - simi 25455 ★ Um 170 m' iðnaðar-geymsluhúsnæði En þróunin hefur verið þver- öfug,“ sagði Haraldur. Hann ræddi einnig um raf- eindaiðnað og skilningsleysi stjórnvalda á þróun atvinnulífs- ins: „Nýjasta dæmið þar er kannski 25% söluskattur á tölvur á sama tíma og fyrirtækin eru að reyna að ná tökum á framleiðslu sinni. Svona slys mega ekki eiga sér stað.“ Skortur á markaðs- tengslum stofnana Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðn- tæknistofnunar ræddi um tækni- aðstoð opinberra aðila og þá sér- staklega Iðntæknistofnunar. Hann gagnrýndi sjálfan sig og sína stofnun og það að fjárfram- lög til rannsóknastarfa í atvinnu- lífinu væru ekki nógu vel nýtt. „Árlega er varið umtalsverðu fjármagni af fjárlögum til að standa straum af kostnaði við rekstur tæknistofnana hins opin- bera. Til rannsóknastofnana atyinnuveganna renna á þessu ári um 800 milljónir króna og til ann- arrar hliðstæðrar starfsemi innan Háskóla íslands, Tækniskólans, Rannsóknasjóðs, Rannsóknar- ráðs ríkisins og fleiri aðila renna einnig umtalsverðir fjármunir. Þá er varið miklum fjármunum til reksturs ráðgjafastarfsemi í land- búnaði, þjálfunar starfsfólks í fiskvinnslu og svo mætti lengi telja. Mig skyldi ekki undra ef heild- arupphæðin nálgaðist 1.500- 2.000 milljónir á ári þegar allt er tínt til. Ég er hins vegar sann- færður um að hér er ekki um of mikið fé að ræða. Öflugt atvinnu- líf er undirstaða góðra lífskjara. Tækniþekking gegnir sífellt veigameira hlutverki í verðmæta: sköpun. Til að tryggja vöxt og viðgang atvinnulífsins er því eðli- legt að stjórnvöld tryggi ákveðið fé til þessarar starfsemi. Spurningin sem þarf að svara er hins vegar sú hvort þessu fjár- magni sé ráðstafað þannig að það skili besta hugsanlega árangri út í atvinnulífið á hverjum tíma. Sjálfur tel ég því miður að svo sé ekki. Ýinsar ástæður liggja að baki þessari skoðun minni. Sú veigamesta er skortur á markaðs- tengslum stofnanana og takmark- aður áhugi atvinnulífsins á að nýta sér þessar stofnanir,“ sagði Páll. „Við þekkjum öll þann darraðardans...“ Jón Sigurðarson framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar Sambands- ins hélt næstu tölu og gekk út frá fjórum áherslupunktum: 1. Kröf- ur lítils samfélags um stöðugleika geta leitt af sér skort á sveigjan- leika fyrirtækjanna. 2. Stöðugur vinnumarkaður í mörgum hinu dreifðu byggðum. 3. Fjarlægð frá stjórnkerfi í Reykjavík. 4. Fjar- lægð frá markaði og samgöngur. Jón sagði meðal annars: „Pað gefur augaleið að nauðsynlegar breytingar hjá stærri fyrirtækjum geta á tíðum haft veruleg áhrif á það samfélag sem hýsir fyrirtækið og þá sérstaklega ef viðkomandi fyrirtæki er verulegur hluti af veltu og vinnumarkaði í sínu sveitarfélagi. Af þessum ástæð- um verður oft veruleg andstaða við það að lagðar séu niður óarð- bærar einingar eða mannskap fækkað og er það vissulega skiljanlegt að hluta. Við þekkjum öll þann darrað- ardans sem fjölmiðlar og á tíðum stjórnmálamenn stíga þegar slíkt gerist. Af þessu leiðir sú hætta að þrýstingur á fyrirtækin sé veru- legur og fyrirtækin láti undan og haldi áfram óarðbærum rekstri og þá jafnvel að hluta á hálfopin- beru eða alopinberu framfæri. Slíkt er yfirleitt vítahringur. Tími stjórnenda fer í að viðhalda rekstri sem á ekki rétt á sér í stað þess að byggja upp ný og arðbær fyrirtæki og vinnuafl í landi þar sem er skortur á vinnuafli er bundið í fyrirtækjum sem ekki eiga sér framtíðarvon.“ Síðar sagði Jón: „Undanfarin ár virðist mér af minni reynslu að gegnumstreymi fólks í mörgum iðnfyrirtækjum, svo dæmi sé tek- ið í Reykjavík, hafi verið mikið og verulega meira en þar sem ég þekki best til í dreifbýli. Slíkt getur haft veruleg og neikvæð áhrif á reksturinn, erfitt er að halda uppi vönduðum vinnu- brögðum og gæðum afurða ef stöðugt er verið að skipta um starfsfólk hvort heldur sem er í framleiðslu eða stjórnun. Mér virðist sem einstaklingar endist lengur í starfi víða í dreifðum byggðum. Fyrir fyrirtækin er þetta kostur og sérstaklega ef fyrirtækin nýta þennan mögu- leika til að mennta og þjálfa starfsmenn vel. Bæði til að gera þá að betri starfsmönnum og einnig til að bæta vellíðan starfs- fólks í sínu starfi." „Allt eru þetta blómleg fyrirtæki“ Síðastur frummælenda var Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði. Hann ræddi um við- horf sveitarfélaga til iðnreksturs og einnig um Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar. Hann taldi að við- horf sveitarfélaga til iðnaðar væri yfirleitt jákvætt en hann sagðist ekki geta mælt með því að sveit- arfélög byggi iðnaðarhúsnæði til að leigja út nema nokkuð tryggt sé að reksturinn standi undir sér. Um Iðnþróunarfélagið hafði Valtýr m.a. þetta að segja: „Til- gangur félagsins er að efla iðnað og stuðla að iðnþróun í byggðum Eyjafjarðar en túlkun stjórnar félagsins á þessu hlutverki hefur alla tíð verið mjög á þann veg að flest það sem eflt getur atvinnulíf á svæðinu teljist falla undir starfs- vettvang félagsins. Grundvallar- þáttur í starfinu hefur þó ætíð verið vöruþróun og nýiðnaður og lítil áhersla verið lögð á hinn hefðbundna iðnað. Iðnþróunarfélagið hefur nú verið starfrækt í fjögur ár og það er ljóst af mjög miklum fjölda erinda sem til þess berst að þörfin fyrir þessa starfsemi er mikil. Tími starfsmanna fer mikið í það að meta raunsæi hugmynda sem leitað er til félagsins með og mjög oft reynast þær hugmyndir sem í fyrstu sýnast ágætar óraunhæfar eftir nánari skoðun. Hinn sjáan- legi árangur liggur þó mest i þeim verkefnum sem tekist hefur að koma í framkvæmd. Iðnþróunarfélagið hefur ásamt öðrum byggt upp nokkur fyrir- tæki sem þegar hafa sannað sinn tilverurétt og stunda arðbæran rekstur. Par má nefna Sæplast á Dalvík, fyrirtæki í Ólafsfirði sem stundar matvælaiðnað og Sæver heitir. Hér á Akureyri má nefna Gúmmívinnsluna, Hafspil og ístess. Allt eru þetta blómleg fyrirtæki sem hafa þegar sannað sinn tilverurétt og eiga vafalaust eftir að gera það enn betur.“ Eftir að Valtýr hafði lokið máli sínu hófust umræður og varpað fram fyrirspurnum. Þar kom líka ýmislegt fróðlegt fram sem ekki verður rakið hér en segja má að þessi ráðstefna hafi verið gagnleg um margt og vel til fundið hjá atvinnumálanefnd að boða til hennar á þessum tímamótum í kaupstaðarsögu Akueyrar. SS ATVENNA Ullariðnadur Okkur vantar nú þegar starfsfólk við ýmiss framleiðslustörf, m.a. í Loðbandadeild á dv. og kv. við spuna og kembingu. Prjónadeild á kv. og nv. við prjón, ýfingu og fleira og svo við ýmislegt annað á öllum vöktum. Unnið er eftir bónuskerfi sem gefur góða tekjumöguleika. Mötuneyti er á staðnum. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900 Ostakarlinn - besti vinur barnanna kemur á Iðnsýningu Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn 4. september .... kl. 5. september .... kl. 6. september .... kl. 17.00-19.00 16.00-18.00 16.00-18.00 Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.