Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 4. september 1987 23. júní sl. birtist í Degi viðtal við Óla í Skarði um reynslu hans af andalækningum. Petta var „heilsuþátturinn í hans ævi“ eins og Óli sjálfur kallar hann, en það var fleira sem Óla og undirrituð- um fór á milli, því margt hefur á daga hans drifið á langri ævi. Hann er nýlega orðinn 88 ára og hefur búið allan þann tíma í Skarði. Lárus faðir Ólafs hafði búið þar í 12 ár áður en Ólafur fæddist, svo Skarð hefur verið í ábúð þeirrafeðga í 100 ár. Ekki er langt síðan Óli lét af trúnaðar- störfum sem hann gegndi fyrir hrepp sinn, Skarðshrepp. Hann var hreppstjóri og oddviti í tæpa fjóra áratugi og gegndi auk þess fleiri skyldustörfum fyrir sveit sína. Gefum nú Ólafi orðið þar sem hann hefur frásögn sína af œsku og uppvexti. „Ég hlaut enga menntun og þannig var það með allan þennan systkinahóp hérna. Við vorum 12 systkinin og fæst af okkur hlutu einhverja menntun svo heitið geti. Með fræðslulögunum gömlu sem kröfðust þess að öll börn væru læs og skrifandi við ferm- ingaraldur var komið á fót far- skóla í sveitinni. Skólinn var þar sem húsakostur var sæmilegur og þar sem börnin voru flest, 2 mán- uði á hverjum bæ. En þá átti ég stutt eftir í ferminguna og var fermdur án fullnaðarprófs. Við vorum með ágætis kennara bæði austan úr Þingeyjarsýslu og húnvetnska líka, barnakennara sem kenndu líka systkinum mín- um sem búið var að ferma, því elsta þegar það var orðið 17 ára gamalt. Þegar ég var innan við ferm- ingu fór pabbi að taka mig með sér til verka og lét mig vera með sér við skepnuhirðinguna. Það varð alveg föst regla, hann fór ekki í húsin nema ég væri með honum. Ég varð algjörlega útundan í þessari kennslu, svoleiðis að ég gat varla skrifað nafnið mitt þeg- ar ég var kominn á fullorðinsár. Mér var alltaf þrælað fyrir fjöl- skylduna og ég hugsaði alltaf seinast um sjálfan mig. Ræturnar til bernskuheimilisins voru samt svo sterkar að ég gat aldrei farið héðan. Hvaða máttur sem þar hefur verið að verki. Og hvort sem það voru lifandi ættingjar eða fallnir, þá hefur aldrei verið spurt um neitt nema Óla í Skarði, hvernig hann hafi það. Það varð- ar ekkert um hin systkinin, og það gerir þetta sterka aðdráttar- afl hjá því til þessa æskuheimilis sem fór svona vel með alla fjöl- skylduna. Þetta er ekta góð jörð. Varð einn eftir Skarð er betra en mörg'önnur býli. Vegurinn er hérna rétt við bæinn, en ég vil ekki setja það inn á band hvernig sá leikur var leikinn þegar ég eignaðist jörð- ina. Hún átti aldrei að seljast.“ ...en andinr þó limii ® — rætt við X En ekki var full meining í þessum orðum Óla því frásögnin af því hvernig hann eignaðist Skarð kom án þess að mikið væri gengið eftir henni. „Sauðárkróksbær átti að fá jörðina og það var margbúið að sækja um býlið af okkur. Þetta var kirkjujörð sem heyrði undir kirkjumálasjóð og náttúrlega átti að vera auðvelt að fá hana keypta eins og allar jarðirnar hérna út og suður sem voru klausturjarðir og ríkið átti. Það átti að sækja um þetta til sýslunefndar og ef hún gaf samþykki sitt var ekkert ann- að en að framvísa því plaggi til ráðuneytisins fyrir sunnan sem fór með þessi mál. En það var eðlilegt að Skarð fengist ekki keypt þar sem okkar maður í sýslunefnd var harðastur á móti því að við fengjum Skarð og svo var sýslunefndarmaðurinn á Sauðárkróki líka fyrir. Þó svo að pabbi væri fylgdarmaður allra sýslumanna kom það ekki að gagni, því hvorki gekk né rak í þessu máli. Það var alveg sama hvað þeir lögðu sig fram. Hinir höfðu alltaf yfirhöndina því sýslunefndarmennirnir á Krókn- um og í Skarðshreppi vissu hvað þeir sungu. Árið 1907 klauf Sauðárkrókur sig út úr Skarðshreppi og varð sjálfstætt sveitarfélag, Sauðár- hreppur. Svo er ekkert með það, að mörg ár liðu og við vorum orðnir afhuga kaupum á jörðinni. Pabbi dó, öll systkini mín fóru í burtu og ég var bara einn eftir hjá mömmu. Systkini mín fóru öll suður, ekkert þeirra vildi vera hér eftir, en hér lagðist ég bara á grúfu þegar það seinasta fór og grét. En áhuginn á því að eignast Skarð var ekki alveg búinn. Ég fór suður á alþingishátíðina 1930, haltur og vitlaus. Þá var dóms- og kirkjumálaráðherra Jónas gamli frá Hriflu. Ég hitti hann og skor- aði á hann að selja mér jörðina. Hún fengist aldrei keypt öðruvísi en bara með beinni sölu, ,það væri búið að sækja um það svo oft. Jónas var þá nýbúinn að selja hjáleiguna frá Bjarnarnesi í Skaftafellssýslunni. Hann sagði mér að hann væri búinn að fá svo miklar skammir í blöðunum að hann gæti ekki gert þetta. Svo var ekkert meira með það, en svo samdist um á milli okkar að ég fengi erfðaábúð í Skarði. Þegar heim kom skrifaði ég bréf þar sem mamma afsalaði sér ábúðar- réttinum með því skilyrði að ég yrði ábúandi. Og svo kom frá ráðuneytinu byggingabréf um erfðaábúð. Hér var ég einn ár eftir ár og tók alltaf ráðskonur að sumrinu. Þær voru alls staðar af landinu. Svo kom þessi rétta, Jórunn Brynja Sigurðardóttir Njarðvík árið ’49, þegar ég varð fimmtugur og með þetta litla barn. Þá átti hún saumastofu og íbúð í Reykjavík. Einhver kunningi hennar sagði henni að það væri gott fyrir börnin að leika sér í grasinu og hún vildi hætta við saumaskapinn til að barnið gæti leikið sér hér í grasi og heyi. Þegar konan mín var búin að vera hérna eitt ár kom sýslu- nefndarmaðurinn Árni Daníels- son á Sjávarborg og spurði, þótt hann væri tengdasonur Björns á Veðramóti sýslunefndarmanns sem þá dáinn fyrir nokkru og gat ekkert meira um þetta sagt, hvort ég hefði nokkuð á móti því að við fengjum Skarð og hvort við ætl- uðum ekki að sækja um að fá jörðina keypta, sérstaklega ef Jórunn ætlaði að ílengjast eitt- hvað? Þá var leikurinn auðveldur því hrepparnir voru skiptir og þeir hjá bæjarfélaginu áttu eng- an mann í sýslunefndinni. Ég sem var oddviti þegar þetta var 1950, gerði uppkast og kallaði saman hreppsnefndina. Svo er ekkert með það að ég kom þessu til Árna í tæka tíð og hann fór með plaggið fyrir sýslunefndina og ég fékk því betri meðmæli þaðan. Sýslunefndarmönnunum fannst þetta tiltökumál, hvort ég fylgdist ekki með því bærinn hefði augastað á þessu býli og ætti það jafnvel lofað. Óg ég fékk allsherjarsamþykki þeirra fyrir því. Þessi 2 plögg voru geymd hjá mér eins og helgidóm- ur allt sumarið þangað til í nóvember að við fórum suður til að gifta okkur. Þá fór ég með þau og það var alveg kostuleg saga af þeim degi. Það er nú eitthvað það stórbrotnasta sem maður hefur tórt. Þegar ég eignaðist Skarð Það var blíðskaparveður þennan dag sem ákveðinn hafði verið Séð heim að Skarði. sem brúðkaupsdagur og ég fór snemma um morguninn að kaupa leyfisbréfið. Við ætluðum að gifta okkur í Laugarneskirkju, kirkjunni hennar. Þegar ég er búinn að kaupa bréfið var ekkert annað en fara til umboðsmanns ráðherra, sem var ráðuneytis- stjórinn Friðgeir Björnsson, gamall maður sem hafði einn mann hjá sér á skrifstofunni. Ég var með bílstjóra með mér og 4 þúsund í peningum. Það var bara fyrir landinu, því við áttum öll hús á jörðinni. Friðgeir tók pen- inginn og pappírana og sagði: „Þá held ég að þetta sé nú í lagi. Þetta eru góðir pappírar, vel frá þeim gengið," sagði karlinn. En svo hugsaði hann sig um og sagði eft- ir smástund. „En Ólafur minn það er nú dálítið sem kannski skyggir á þetta allt saman. Það er ekki hægt að ganga frá þessu núna. Nú stendur flokksþing Framsóknarflokksins yfir og dóms- og kirkjumálaráðherra Hermann Jónasson er formaður flokksins, og það er ekkert það afl til sem getur truflað hann og tekið hann til embættisstarfa, þegar hann er við svoleiðislagað það get ég fullvissað þig um. En þetta er allt í lagi, þú leggur þetta bara hjá mér og ég gef þér kvitt- un fyrir því sem ég hef veitt mót- töku, vottorðunum og peningun- um.“ Friðgeir hefur sjálfsagt séð á svipnum á mér að ég væri ekki til- búinn til að samþykkja þetta, en ég sagði honum alla söguna. Það sé nú best að skrifta fyrir honum hvað eiginlega sé um að vera. Hingað alla leið suður sé ég kom- inn með konuefnið og hafi keypt Frá vinstri; Haliveig stjúpdóttir Óla, 1 Hallveigar. Fyrir framan er Óli með t hans. Myndin var tekin í túninu í Skar ■■■■---

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.