Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 04.09.1987, Blaðsíða 3
YfiR f iflHrnst.nef' 4. september 1 987-ÖÁ&UR- Iðnsýningin: „Okkur finnst eðli- legt að vera með“ - segir Viiborg Harðardóttir hjá Iðntæknistofnun Það hefur vakið nokkra athygli að Iðntæknistofnun skuli vera með kynningarbás á iðnsýn- ingunni því ekki er þar um framleiðslufyrirtæki að ræða. Hins vegar kom fram í ræðu Páls Kr. Pálssonar forstjóra stofnunarinnar á ráðstefnu um iðnað að stofnunin Ieitast við að kynna iðnfyrirtækjum á landsbyggðinni þjónustu sína, ekki síður en fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Vilborg Harðardóttir var beðin að skýra nánar hlutverk Iðn- tæknistofnunar á sýningunni og sagði hún meðal annars: „Við erum þjónustustofnun fyrir iðn- aðinn og okkur finnst eðlilegt að vera með í svona sýningu. Við erum að kynna starfsemi stofnunarinnar og áherslusvið, þau eru vöruþróun, sjálfvirkni og endurmenntun. Þetta á við allar framleiðslugreinar í iðnaði. Stofnunin er deildaskipt, t.d. efna- og matvælatæknideild, málmtæknideild o.s.frv. og fólk frá þessum deildum kynnir síðan starfsemi þeirra á iðnsýning- unni.“ Vilborg sagði að fólk úr hinum mismunandi deildum skiptist á með kynningarbásinn. Menn frá fræðsludeildunum hafa verið á sýningunni svo og vinnuvélaskól- inn, verkstjórnarfræðslan og rekstrartæknideild sem kynnti „Just in time“ kerfið. „Nú eru menn frá efna- og matvælatæknideild á sýningunni, en margir hafa spurst fyrir um þessa deild, bæði þeir sem hafa áhuga á matvælatækni og þeir sem vinna við málningu og plast,“ sagði Vilborg og bætti því við að síðustu dagana kæmu menn frá málmiðnaðardeild, nýiðnaðardeild og sjálfvirkni- deild. SS Siglufjörður: Kennsla hefst væntan- lega um miðjan mánuð - nokkrar umsóknir hafa borist um stöður leiðbeinenda „Þetta er bölvaður barningur, og alls ekki nógu gott,“ sagði Pétur Garðarsson skólastjóri Grunnskólans á Siglufirði í samtali við Dag þegar hann var spurður hvernig gengi að ráða þangað kennara. „Mér sýnist nú sem þetta muni smella sam- an og að við getum hafið kennslu um miðjan mánuð, en það er ekki Ijóst ennþá hvort við þurfum að fresta kennslu í einhverjum fögum.“ Pétur sagði að af 13 réttinda- kennurum við skólann, væru að- eins þrír í fullu starfi. Hjá honum liggja nú nokkrar umsóknir frá leiðbeinendum með litla eða enga reynslu og eingöngu stúd- entspróf eða minna. Hjá undan- þágunefnd liggja nú þrjár umsóknir frá Grunnskólanum á Siglufirði. Enn vantar kennara í 5 stöður og er um að ræða öll fög. Þeir sem sótt hafa um eru bæði heimamenn og utanbæjarfólk, og sagði Pétur að hann hefði frekar hug á að ráða heimamenn, því þá vissi hann í það minnsta hvað hann fengi. „Þetta er að því leyti verra en það hefur verið undanfarin ár, að við höfum auglýst eftir kennurum síðan í maí, en fyrstu fyrirspurnir bárust ekki fyrr en í ágúst, svo það er ekki úr mörgum að velja.“ í skólanum verða í vetur 290- 300 nemendur í 0-9. bekk. Eftir áramót er síðan stefnt að fram- haldsnámi í trésmíðum. VG Púlvika!! 5 daga púlvika hefst 7. sept.-ll. sept. í jazzleikfimi og Aerobic. 5 daga púl!! púl!! púl!! Kennarar: Alice Jóhanns. og Asta Sigurðard. Innritun frá kl. 17-19 í sínia 24979. Vetrarnámskeið hefjast 21. sept. Innritun föstudag og laugardag frá kl. 17-19. Tryggvabraut 22 Akureyri J « pjansstudio. Sfltli 24979 tt Kynnum og seljum saltkjöt í dag og laugardag «4r Mikill afsláttur * ^ ■ Kjötiðnaðarstöð K.IÖTI0NA0ARSTÖ0 A K U R E Y R I IÐNSÝN/NG1987 í ÍPRÓTTAHÖLUNNIÁ AKUREYRI 28 ÁGÚST - 6. SEPTEMBER FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 18.00 HEIMSÓKN í SÚKKULAÐIVERKSMIÐJUNA LINDU. 20.00 STRENGJASVEIT MICHAEL CLARK LEIKUR FYRIR GESTI. LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 15.00 SÝNING Á NÝJUSTU SKÓLÍNU FRÁ ACT OG CLASSICO. 16.00 STÓRSVEIT SÝNINGARINNAR LEIKUR FYRIR GESTI. 17.00 SÝNING Á NÝJUSTU SKÓLÍNU FRÁ ACT OG CLASSICO. 18.00 HEIMSÓKN í SKÓGERÐ SAMBANDSINS. 20.00 STRENGJASVEIT MICHAEL CLARK LEIKUR FYRIR GESTI. SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 15.00 SÝNING Á NÝJUSTU SKÓLÍNU FRÁ ACT OG CLASSICO. 16.00 STÓRSVEIT SÝNINGARINNAR LEIKUR FYRIR GESTI. 17.00 SÝNING Á NÝJUSTU SKÓLÍNU FRÁ ACT OG CLASSICO. 18.00 HEIMSÓKN Á DAG. 20.00 STRENGJASVEIT MICHAEL CLARK LEIKUR FYRIR a GESTI. SYNINGIN ER OPIN: SUNNUDAG 14-22.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.