Dagur - 02.12.1987, Síða 10

Dagur - 02.12.1987, Síða 10
D^taUR'-2If«ö5embep't98?^ MJÓLKURSAMLAG KAUPFÉLAGS WNGi-YINGA Haukur Haraldsson mjólkur- fræðingur er verkstjóri hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga en hann hefur unn- ið þar frá upphafi. „Ég vann við að setja niður vélarnar og byrjaði svo fyrsta daginn sem tekið var á móti mjólk, 10. október 1947, þá var ég 19 ára. Síðan hóf ég fljótlega nám hjá Haraldi og lauk því 1955, áður en ég lauk námi var ég orðinn verkstjóri og hef verið það síðan. í fyrstu var þetta ákaf- Ein af afmælistertunum skorin. lega smátt í sniðum, nú er al- gengt að fá inn á einum degi það magn af mjólk sem tekið var á móti fyrsta mánuðinn. Það var strax farið að framleiða smjör, skyr og osta, fyrsta mánuðinn voru framleidd 535 kg af smjöri en nú framleiðum við 800 kg í einu lagi í strokknum. Pá voru framleidd 1126 kg af 45% osti í mánuðinum, það er svipað magn og við framleiðum nú í einum tank og stundum framleiðum við í 2-3 yfir daginn. Húsakosturinn var um 1/5 af því sem við erum með í dag. Við unnum þrjú við vinnsluna, Har- aldur, Jónheiður Kristjana Stein- þórsdóttir og ég en Páll Jónsson vann á skrifstofunni. Framleiðsl- an jókst mjög hratt og á fyrsta ári byrjuðu Ragnar Kjartansson, Stefán Jakob Hjaltason og Sól- veig Jónsdóttir að vinna hérna.“ - Var gaman að vinna að þessu? „Það var óskaplega gaman að vinna að þessu, á þessum tíma var matvælaframleiðsla hjá okk- ur afskaplega frumstæð. Á fyrstu árunum voru mjólkurframleið- endurnir tæplega 400 en í dag eru þeir 126. Það voru margir fram- leiðendur hér á Húsavík, hér voru rekin nokkur kúabú fram- undir og framyfir þennan tíma. Við byrjuðum strax framleiðslu á neyslumjólk og í fyrstu var mjólkin afgreidd þannig að henni var ausið í brúsa, síðan var byrj- að með handvirk mælitæki í brúsa, næst var mjólkin afgreidd í glærum flöskum, svo í brúnum flöskum, þá var farið yfir í plast- poka og loks í fernur.“ - Var framleiðslunni vel tekið? „Já þessu var afskaplega vel tekið, en eins og ævinlega er í matvælaframleiðslu var mjög mikil gagnrýni á mjólkurvörur. Við íslendingar erum sennilega mikl- ir neytendur á mjólk og mjólkur- Haukur Haraldsson verkstjóri býður börnunum ostapinna Haukur Haraldsson verkstjóri: „Neyshimjólk var sótt á snjóbíl“ Haraldur Jóhannesson og Davíð Gunnarsson buðu gestum að smakka mysu- ostinn. vörur og mjólkurvörur má aldrei vanta. Við komum inn í búð og spyrjum eftir brauði og er sagt að því miður sé það búið en ef við komum inn í búð þar sem seld er mjólk og sagt er að hún sé búin þá hvolfist allt við. Þetta á ekki aðeins við um börn sem þurfa mjólk heldur á þetta við um okk- ur öll, við látum svona í sam- bandi við mjólkina. Það þarf frekar að vinna allan sólarhring- inn heldur en það verði mjólk-i urlaust." Það var nóg að gera við að útbúa ostapinna. - Er mikill munur á vinnu- brögðum við framleiðsluna núna frá því sem var fyrir fjörutíu árum? „Það er kominn nýr tækjakost- ur, t.d. byrjaði ostagerðin með handavinnu, osturinn var hrærð-. ur með höndunum fyrstu árin, svo komu vélhrærur og að síð- ustu tankar sem vélhrært er í. Það varð bylting 1975 þegar tank- væðingin kom bæði hvað mjólk- ina varðar og vinnubrögðin við hana. Aðstæður hvað varðar flutninga á mjólkinni hafa mikið breyst, sérstaklega yfir veturinn en kannski hjálpar tíðarfarið til líka. Mér finnst tíðarfarið betra núna en einnig höfum við betri tæki og betri vegi og þetta hjálp- ast allt saman að. Ég man eftir því að við unnum einu sinni til klukkan 6 eða 7 á aðfangadagskvöld við að losa mjólkurbílana og þá áttu þeir eft- ir að fara heim. Reykdælingarnir, þeir Sigtryggur á Breiðumýri og Friðrik í Vaílakoti komu heim til sín klukkan 6 á jóladagsmorg- un. Stundum varð alveg ófært og þá var notaður lítill snjóbíll til að sækja neyslumjólk, þetta var oft heilmikið bras.“ - Nú hefur þú verið fjörutíu ár á sama vinnustað, hefur þér líkað svona vel hérna? „Það hlýtur að vera, ég væri ekki búinn að vera fjörutíu ár á sama stað nema mér hefði líkað vel. Ég rek þetta mikið til þess sérstaka persónuleika sem Har- aldur Gíslason var. Ég kenni honum um að ég er búinn að vera hér allan þennan tíma, hann var á sinn hátt einstæður persónu- leiki og ég hefði aldrei tollað í þessu nema vegna þess að okkur kom þannig saman. Þegar ég byrjaði ætlaði ég aðeins að vera í sumarvinnu, ætlaði ekki að fara að læra þetta eða neitt slíkt. “ IM JJj ÁNHITA JJJ Þarf ekki að endurnýja á baðherberginu? ★ Handúðarar ★ Sturtustangir ★ Barkar ★ Baðhengi og -mottur Verslið vib fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Borgarbíó Miðvikudagur kl. 9.00 Predator Miðvikudagur kl. 9.10 Angel Heart Miðvikudagur kl. 11.10 52 Pick-Up Miðvikudagur kl. 11.00 Stjúpfaðirinn Arnarsíðu Kjalarsíðu KeilusTðu V/estursTðu KúpasTðu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.