Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 16
Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Helgaiyisting á Hótel Húsavík Hótel__________ Húsavik The MidnighUun Hoiei Fjórðungssamband Norðlendinga: Framlög sveitar- félaga lækka - þrátt fyrir skerta tekjustofna sambandsins Börnin spretta áhyggjulaus úr spori á meðan þeir fullorðnu reyna að leysa vandamálin. Mynd: TLV Dagvistir Akureyrar: 342 böm á biðlista Raunlækkun árgjalda sveitar- félaga til Fjórðungssambands Norðlendinga nemur 22 prós- entum milli áranna 1985 og 1987. Þetta gerist þrátt fyrir skerta tekjustofna, verðhækk- anir og aðrar almennar kostn- aðarhækkanir í þjóðfélaginu á þessu tímabili, samkvæmt niðurstöðum Áskels Einars- sonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambandsins. Á fjórðungsþinginu að Laug- um 1985 var fullkomin samstaða Sigló hf.: Kröftugar umræður í bæjarstjóm „Bæjarstjórn Siglufjarðar harmar, að atvinnumálanefnd og bæjarráði skuli ekki hafa verið gefinn kostur á að leita allra leiða til að tryggja áfram- haldandi framleiðslu gaffal- bita, áður en stjórn Sigló hf. samþykkti að selja framleiðslu- línu sína til Hornafjarðar,“ sagði m.a. í ályktun sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi á Siglufírði í gær. Vanþóknun var lýst yfir með vinnubrögð iðnaðarráðuneytis og Sölustofnunar lagmetis, að stað- festa sölusamninginn og flutning framleiðsluréttar án þess að leita samþykkis bæjaryfirvalda. Kristján Jónsson og Ólafur Marteinsson frá Niðursuðu K. Jónssonar á Akureyri mættu á fund bæjarráðs í gær. Rætt var um hugsanlega aðild fyrirtækisins að nýju fyrirtæki sem myndi yfir- taka framleiðslu Sigló hf. á gaff- albitum, svo framarlega að unnt reyndist að ganga inn í samning síðarnefnda fyrirtækisins og Fiskimjölsverksmiðju Horna- fjarðar. EHB um nokkrar breytingar á starf- semi Fjórðungssambandsins. Ákveðið var að hætta rekstri iðn- ráðgjafastarfsemi á vegum þess og leggja niður milliþinganefndir til að spara í starfseminni. Ákveðið var að lækka árgjöldin með því að miða þau við 0,35% af tekjum sveitarfélaga í stað 0,5% áður. Ákvörðun um lækkun árgjalda var byggð á þeirri trú að áfram fengist framlag úr Byggðasjóði til áætlanagerðar og að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga yrði ekki skert frekar en orðið var. Þá var gert ráð fyrir hliðstæðri álagningu og árið 1985. Raunin varð þó sú að vegna lækkaðrar álagningar útsvara í kjölfar febrúarsamkomulagsins minnkuðu tekjur sambandsins um 140 þúsund krónur. Þá skert- ist framlag Jöfnunarsjóðs um 260 þúsund kr. miðað við áætlun. Niðurfelling á framlagi Byggða- sjóðs nam kr. 600 þúsund. Þetta þýðir tekjutap upp á um eina milljón króna auk þess sem kostnaðarhækkanir urðu meiri á árinu en ráð var fyrir gert. Þrátt fyrir þetta skilaði áform- aður sparnaður sér að fullu til sveitarfélaganna og árgjöld margra þeirra stærstu, eins og t.d. Siglufjarðar, stóðu í stað milli ára. Sjá nánar í grein eftir Áskel Einarsson á bls. 5. EHB Vegagerð ríkisins hefur efnt til forvals á verktökum vegna byggingar jarðganga í Olafs- Qarðarmúla og er síðasti skila- dagur á forvalsgögnum 19. Nú eru 342 börn á biðlista við dagvistir Akureyrarbæjar. AIIs bíða 169 börn á Brekkunni og Eyrinni eftir plássi á dagvistum og 173 börn utan Glerár, en sem kunnugt er gerir tilrauna- verkefni Félagsmálastofnunar ráð fyrir að Glerárhverfí verði sérstök eining í dagvistakerfí bæjarins. I bókun félagsmálaráðs kemur janúar 1988. Með forvalinu getur Vegagerðin valið úr þá verktaka sem hafa burði til að taka verk sem þetta að sér en miðað er við að gerð ganganna hefjist síðla næsta sumars. fram að á árinu 1988 munu 132 börn hætta á dagvistum bæjarins, þar af 14 vegna svokallaðrar 3ja ára reglu, en afgangurinn hættír fyrir aldurs sakir. Mismunurinn á þeim börnum sem eru á biðlista og þeim sem munu hætta á dagvistunum á næsta ári er 210 börn og því ljóst að dagvistarþörfin er enn brýn. Með forvalsgögnunum fær Vegagerðin upplýsingar um stærð og gerð fyrirtækjanna, rekstrarreikninga síðustu ára, tækjaeign, fyrri verkefni o.s.frv. í forvalsgögnum segir m.a.: „í framhaldi af úrvinnslu úr forvals- gögnum er Vegagerðinni berst er ætlun Vegagerðarinnar að bjóða verkið út aðeins til þeirra er metnir eru hæfir til að fram- kvæma verkið. Vegagerðin áskil- ur sér rétt til að takmarka fjölda bjóðenda sem útboðsgögn verða send til. í því tilfelli að Vega- gerðin telji þátttöku í forvali ófullnægjandi áskilur hún sér rétt til að hafa almennt útboð.“ Forvalsgögn eru bæði á íslensku og ensku og er beinlínis hvatt til að erlendir aðilar taki upp samvinnu við íslenska aðila í þessu verki. Um þetta segir í forvalsgögnum: „Erlend fyrirtæki eru hvött til að hafa samvinnu við íslensk fyrirtæki." Sigurður Oddson, umdæmis- tæknifræðingur Vegargerðarinn- ar sagði að enginn íslenskur verk- taki ætti nú tæki til verks sem þessa. Dæmi væri um að íslenskir og erlendir aðilar hafi tekið upp samvinnu af þessu taki í verkefn- um sem þessum og því hvetji Vegagerðin til þess. JÓH Bæjarráð Akureyrar: Þétting byggðar í Síðuhverfi Bæjarráö Akureyrar hefur nú til athugunar tillögur, unnar af Jóni Geir Ágústssyni, bygg- ingafulltrúa, og Stefáni Stefáns- syni, bæjarverkfræðingi, um hvaða leiðir séu vænlegastar til að þétta byggð í Síðuhverfí. Tillögurnar ganga út á að Akureyrarbær komi til móts við væntanlega húsbyggjendur í hverfinu varðandi kostnað við jarðvegsskipti og niðurfell- ingu lóðagjalda. Tillögurnar eru, í grófum dráttum, þessar: 1. Fella niður byggingargjöld af lóðum, þar sem jarðvegsdýpi er meira en tveir metrar. 2. Skipta um jarð- veg í áföngum í grunnum hús- anna áður en lóðarveiting fer fram, miðað við byggingarreit samkv. skipulagi, og fylla grunna í jarðvegshæð. 3. Deila bygging- arsvæðinu upp í 21 reit og telji hver reitur eina eða fleiri lóðir eftir aðstæðum. Reitunum verði síðan úthlutað til verktaka, ein- staklinga eða verkamannabú- staða. Hugmyndir þessar byggja á til- lögu bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksins frá 17. september, um að bærinn láti kanna hvaða ráð- stafanir sé hægt að gera til að gera óleigðar einbýlishúsalóðir í Síðuhverfi byggilegri en vegna mikils kostnaðar við jarðvegs- skipti veigri fólk sér við að byggja á mörgum lóðanna. Sigurður Jóhannesson, annar flutnings- manna, sagði það álit sitt að 1. og 3. tillaga tæknideildar, eða sam- eiginleg atriði þeirra, væru hentugastar til úrbóta. EHB Leikfélag Akureyrar: Góð aðsókn á leikárinu Sýningar Leikfélags Akureyrar hafa hlotið mjög góða aðsókn á þessu leikári, sem hófst óvenju snemma með afmælis- dagskrá í tengslum við 125 ára kaupstaðarafmæli Akureyrar 29. ágúst. Reyndar höfðu menn búist við ívið meiri aðsókn að Lokaæfíngu en þó munu 1.200 manns hafa séð sýninguna, sem telst ekki síæmt. Að sögn Theodórs Júlíusson- ar, formanns leikhúsráðs, mættu 1.100 áhorfendur á „Afmælis- veislu handa Eyrarrós" sem l'lutt var í íþróttaskemmunni á af- mælishátíðinni. „Halló Einar Áskell'1 fékk fádæma góða aðsókn, en alls munu um 5.500 börn og fullorðnir á Norðurlandi hafa séð þetta barnaleikrit. Samtals hafa því um 7.800 manns séð sýningar Leikfélagsins á þessu leikári og enn á eftir að sýna „Pilt og stúlku", „Horft af brúnni“ og „Fiðlarann á þakinu“. Theodór sagðist vera mjög ánægður með þessa aðsókn og benti á að leikfélagið væri nú þegar búið að ná svipaðri aðsókn og á öllu leikárinu í fyrra. SS Jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla: Hvatt til samvinnu inn- lendra og erlendra verktaka

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.