Dagur - 03.12.1987, Page 13

Dagur - 03.12.1987, Page 13
3. desember 1987 - DAGUR - 13 / skáldlegu uppnámi orti hann ljóð, í öndverðu háfleygt og bundið. En lesendur gátu ekki hrifningu hans né hjartslátt í kvæðinu fundið. Og svo liðu dagar. - Þá dæmdi ’ann eitt kvöld til dauða sitt gamla kvæði. En mildaði dóminn og orti það upp af einstakri þolinmæði. Hann samræmdi efnið og orðanna hljóm, sem átti við formið og Ijóðið, uns kvæðið var rímað við reynslu hans sjálfs og runnið í merginn og blóðið. Ljóðabók sinni skiptir Heið- rekur í þrjá flokka. í hinum fyrsta eru aðeins þrjú ljóð, tuttugu og átta í öðrum, en tuttugu og eitt í þeim þriðja. Nöfn ljóðanna gefa til kynna fjölbreytt viðfangsefni og áhugaverð, en í svo stuttri umfjöllun sem þessari verða þeim ekki gerð nokkur skil, er þau sannarlega verðskulda. Mörg bera þau svip uppgjörs aldur- hnigins manns, sem hefur ein- beitt sér að því að finna viðun- andi lausn á áleitnum gátum. Hann er ekki sáttur við það mistur, sem byrgir honum sýn þegar hann nálgast landamærin, en um það yrkir Heiðrekur: Ég er á leið til landamæra, aldraður maður og einn á ferð. Það er mistur fram undan og fátt um kennileiti, að baki mér bjarmar enn af degi. Þar hverfa þeir einn af öðrum áningarstaðir mínir síðast við sjóndeildarhring. Bókin Landamæri ber þó ekki svip undanhalds, heldur rís hún miklu fremur eins og tindur upp af hjöllum þess fjalls, sem Heið- rekur Guðmundsson hefur klifið. Hann á brýnt erindi við samtíð sína í áleitnum ljóðum, sem bera traustan svip sígildrar listar. Og ekki þarf hann að óttast um gengi ljóða sinna, ef íslensk tunga lifir og andlegri menningu vorri verð- ur bjargað frá hruni. Ljóðin í Landamærum eru máttug vörn gegn því slysi. - Bókin er fallega út gefin og Margrét E. Laxness hefur gert listræna og lifandi mynd á kápu. (t %. Ný sending af rúffköppum og gluggatjaldaefnum — Aldrei meira úrval Rúmföt og rúmfataefni fyrir börn og fullorðna. Lök og teygjulök, margar gerðir og stærðir. Handklæði, stök og í gjafapakkningum. Barnahandklæði og þvottapokar með Tomma og Jenna. Diskamottur úr taui og plasti. Plastdúkar. Jóladúkar og jóladúkaefni í úrvali. Jólagluggatj aldaefni. Jólatrésdúkar. Værðarvoðir. Rúmteppi. Saumakassar. Tvinna- og spólubox Úrval af fataefnum og smávörum til sauma. Svarta og gráa rúskinnslíkið loksins komið aftur ásamt tveimur nýjum litum. vefnaðarvöruverslun Sunnuhlíð. Sími 96-27177 J Opnunartímí verslana í des. umfram venju Laugard. 5. des. frá kl. 10-16. Laugard. 12. des. frá kl. 10-18. Fimmtud. 17. des. frá kl. 9-22. Laugard. 19. des. frá kl. 10-22. Miðvikud. 23. des. frá kl. 9-23. Fimmtud. 24. des. frá kl. 9-12. Fimmtud. 31. des. frákl. 9-12. (t #HITACHI hljómtækjasett MD28 Útvarp með 5 stöðva minni. Hálfsjálfvirkur plötuspilari. 2x30 sínuswatta magnari með tónjafnara. Tvöfalt kassettutæki. 45 watta hátalarar. Fallegur dökkur skápur. Verð kr. 39.500,00 stgr. V ÍUIMBUÐIN S 22111 mjNMUMb Mýjar vörur - vandadar vörur Kaupmannafélag Akureyrar j J

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.