Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 16. desember 1987 Börnin okkar segja gjarnan mér langar, mér vantar, mig hlakkar, mér hlakkar, mig kvíöur, mér kvíður o.s.frv. Þetta er rangt, þeim skilst það kannski þegar þau byrja í skóla en þó er ég ekki viss um að mörg þeirra venjist á það að segja mig langar, mig vantar, ég hlakka og ég kvíði. Hvers vegna ekki? Við köllum það „þágufalls- sýki“ þegar sagnir á borð við langa og vanta taka með sér þágufall í stað þolfalls. Erlingur Sigurðarson menntaskólakennari ræddi dálítið um þágufallssýkina í viðtali á dögunum og sagði þá meðal annars: „Ástæðan fyrir henni er kannski ekki óeðlileg. Sagnir sem lýsa einhvers konar löngun, eða tilfinningu, eru ópersónulegar og taka með sér þágufall; mér þykir, mér finnst, mér sýnist o.s.frv. Þetta getur haft áhrif á sagnir sem lýsa svipuðu ástandi.“ Erlingi finnst óráðlegt að láta þágufallssýkina vaða uppi og tel- ur sjálfsagt að gera skýran grein- armun á mig langar og mér þykir, því hann telur að „hvers konar tiislökun feli í sér undanslátt og þar með sé fjandinn laus“. „Ekki skal berjast gegn „þágufallssýki“ í skólum og á opinberum vettvangi“ Ekki eru allir sammála Erlingi í þessu tilviki. Þágufallssýkin svo- kallaða er mjög útbreidd og leiðréttingar og opinber barátta gegn henni virðist ekki skila sér eins vel og til er ætlast. Til að fræðast aðeins um sjónarmið þeirra sem telja rangt að berjast gegn þágufallssýkinni höfum við fengið leyfi til að birta ritgerð íslenskunemanda í Háskóla íslands sem ber titilinn: „Ekki skal berjast gegn „þágufallssýki" í skólum og á opinberum vett- vangi.“ Fróðlegt verður að vita hvort lesendur eru sammála þeim rökum sem þar koma fram. INNGANGUR 1. þáttur, 1. atriði, Hallvarður hefur boðið Stefáni á Koníaks- barinn. Stefán: Mig langar jafnvel í meira koníak. Hallvarður: Langar þig í meira vinurinn. Alveg sjálfsagt. Þjónn! Honum Stefáni hérna vantar meira koníak. Þjónn (er cand. mag. í íslensku, ræskir sig, reigir sig); HANN vantar! Hallvarður (niðurbrotinn): Fyrir- gefðu, fyrirgefðu tilvist mína. Þjónn (glottir sigri hrósandi). TJALDIÐ MÁLFRÆÐIN - SAMFÉLAGIÐ Atriðið hér að ofan sýnir það hvernig eitt gegnsýrt málíhald getur eyðilagt kvöídstund venju- legra manna. Málfræðin segir að þolfall skuli nota bæði með - langa - og - vanta -, þannig að Hallvarður reikar frá „réttu“ (langar þig) yfir í „alrangt“ (hon- um vantar). Fjarstæða. Þetta er það eina sem málvendir og aðrir berserkir uppskera með því að sporna við eðlilegri málþróun með ítroðslum sínum og djöful- gangi. Uppskeran er ruglingur og tjáningarhræðsla hjá einstakl- ingnum. Sumir nota þf. og þgf. óafvitandi sitt á hvað (málsýkis- fræðingum til mikillar armæðu) og ef þessir málnotendur gera sér enga rellu út af því þá líður þeim ágætlega. Sumir taka það hins vegar nærri sér. Aðrir hafa ein- hverja hugmynd um fallnotkun með ópersónulegum sögnum, en eru ekki öruggir á því hvað telst rétt í hverju tilfelli og þora vart „Hverjum eiga börnin að trúa þegar þau heyra „mér langar“ allt í kringum sig og síðan reyna sumir að leiðrétta þau, fá þau til að segja „mig langar“?“ að opna munninn af ótta við háðsglósur þeirra sem til heyra. Frá erfiðleikum einstaklingsins skulum við snúa okkur að mál- fræðinni. Margur gæti haldið að „þágufallssýki" væri skaðleg íslensku málkerfi og því væru menn að berjast gegn henni. Svo er nú ekki. Að vísu þenkja sumir eldri málfræðingar enn á þann veg en rannsóknir á síðustu árum benda hins vegar til þess að „þágufallssýki“ sé málkerfinu nauðsynleg og alls ekki af hinu illa. Þannig fjallar Bent Christian Jacobsen um málið í Skímu 1980 og segir þar m.a. að „þágufalls- sýkin“ sé hreystimerki á íslensku máli. í sama riti 1983 birti Eirík- ur Rögnvaldsson athyglisverða grein þar sem réttmæti þeirrar þróunar, sem „þágufallssýki“ nefnist, er reifað og rökstutt. Hann bendir á að það sé hugsan- legt að „þágufallssýkin“ sé mikil- vægur þáttur í viðhaldi fallakerf- isins og hann segir réttilega að barátta gegn henni hljóti því að teljst varhugaverð. Eiríkur segir orðrétt: „Ég fæ ekki séð að samhengið í íslenskum bókmenntum rofni þótt nokkrar sagnir breyti um frumlagsfall. Hrun fallakerfisins hefði hins vegar geysivíðtækar afleiðingar, eins og óþarft er að útmála.“ (bls. 5). Hver vill bera ábyrgð á hruni fallakerfisins, hvers lags ringul- reið og algerri upplausn móður- málsins? Enginn. Því skal ekki berjast gegn „þágufallssýki" á einum eða öðrum vettvangi. „Hún bendir á að fordæming á „þágufallssýki“ í skólum (og að ofan) geti stuðlað að aukinni stéttaskiptingu, skipt- ingu í stéttamállýskur og þar af leiðandi aukinni mannfyrirlitningu og hroka.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.