Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. desember 1987 Afinælistónleikar I tilefni 15 ára afmælis Passíukórsins verða tón- leikar í kvöld í Akureyrarkirkju kl. 20.30. Efnisskrá: 1. Jólaoratoría eftir Camille Saint-Saéns. 2. A Ceremony of Carols eftir Benjamín Britten. Flytjendur: Passíukórinn á Akureyri, Margrét Bóasdóttir sópran, Elín Sigurvinsdóttir sópran, Þuríður Baldursdóttir alt, Miðaverð 600 kr. Skólafólk fær 50% afslátt PASSÍUKÓRINN. Páll Jóhannesson tenór, Michael Jón Clarke bariton, Monika Abendroth harpa, Björn Steinar Sólbergss. orgel og strengjasveit. Stjórnmálaályktun - kjördæmisþings framsóknarmanna á Norðurlandi vestra Kjördæmisþing framsóknar- manna á Norðurlandi vestra fagnar þeim árangri sem náðist í efnahagsmálum undir stjórn framsóknarmanna á síðasta kjörtímabili. Böndum var komið á óðaverðbólgu, atvinnuöryggi skapaðist. Innlendur sparnaður jókst og erlendar skuldir lækk- uðu. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna varð meiri en nokkru sinni fyrr. Framsóknarmenn á Nl. vestra gera þá kröfu til ríkis- stjórnarinnar að hún standi vörð um þann mikla árangur sem náð- ist á síðasta kjörtímabili. Þingið telur framsóknarmönn- um ekki sæmandi að sitja í ríkis- stjórn sem sleppir verðbólgunni lausri. Framsóknarflokkurinn setur manngildi ofar auðgildi og berst fyrir hugsjónum samhjálpar og samvinnu. Kjördæmisþingið varar við aðferðum frjálshyggjunnar við skiptingu þjóðarauðs. Undir- staða mannlífs á íslandi er það sem landið og hafið umhverfis það gefa af sér. Þess vegna er mikilvægt að nýta land og haf af fyrirhyggju og framsýni. Flokk- urinn á enn sem fyrr að hafa for- ystu um umhverfisvernd. Þingið leggur ríka áherslu á að íslendingar verði að hafa full og óskoruð yfirráð yfir gögnum landsins og gæðum. Kjördæmisþing framsóknar- manna á Norðurlandi vestra treystir því að Framsóknarflokk- urinn standi áfram sem hingað til einarðan vörð um byggðastefn- una. Til þess að auðlindir lands og sjávar, verði skynsamlega nýttar verður byggðin að vera dreifð um landið. Tryggja þarf sem jafnasta lífsaðstöðu þegn- anna þannig að hvarvetna sé eftirsóknarvert að búa. Fjöl- breytt og öflugt atvinnulíf er undirstaða traustrar búsetu. Jafn- rétti til náms er mikilvægt byggðamál og því er flokknum skylt að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna svo honum verði kleift að mæta þörfum þeirra sem sækja þurfa nám fjarri heima- byggð. Fiskveiðistefna sú sem fylgt hefur verið undanfarin ár hefur reynst vel, treyst landsbyggðina og ber okkur því að halda áfram á sömu braut. Landbúnaði verð- ur að skapa skilyrði til eðlilegrar þróunar. Sporna verður við NorðlentHngar ysko ik jarðarberjasúpa bláberjasúpa Nú eru nýju Vilkósúpurnar komnar í verslanir. Súpurnar eru í fernum tilbúnar til neyslu, heitar sem kaldar. Ný jarðarberjasúpa og gamla góða bláberjasúpan | ■ Umboðsaðilar: Mjólkursamlag K.P. Húsavík Mjólkursamlag KEA Akureyri Mjólkursamlag K.S. Sauðárkróki Mjólkursamlag K.V.H. Hvammstanga Mjólkursamlag S.A.H. Blönduósi. byggðaröskun með eflingu nýrra búgreina og fjölbreyttra atvinnu- tækifæra í sveitum og byggða- kjörnum. Stórauka þarf vöru- þróun og markaðssetningu land- búnaðarafurða. Þingið fagnar breyttum áhersl- um í íslenskri utanríkisstefnu og telur að okkur beri að leggjast gegn hernaðarhyggju og vígbún- aðarkapphlaupi. Kjördæmisþing framsóknar- manna á Norðurlandi vestra heit- ir á forystumenn flokksins að standa traustan vörð um þær hug- sjónir sem flokkurinn hefur ætíð haft að leiðarljósi, samvinnu, samhjálp og jafnrétti. Flokkn- um ber að standa áfram vörð um velferðarríkið og að sjá til þess að þegnarnir búi við félagslegt öryggi og sem jafnasta lífsað- stöðu, vel sé séð fyrir þeim sem eru sjúkir og aldraðir eða standa höllum fæti. Þjóðmenning okkar greinir okkur frá öðrum þjóðum, á þeim grunni eigum við að byggja. Beta og villti fjallafolinn Út er komin hjá Korninu Heimil- isútgáfu ný bók eftir Vigfús Björnsson, sem ber nafnið Beta og villti fjallafolinn. Bók þessi fjallar um hest sem lokast inni í dalverpi þegar mikil grjótskriða fellur í haustrigningum. Þegar folinn lokast þarna inni er hann veturgamall. Þarna gengur hann einn í 3 ár en tekst þá að brjótast yfir urðina og birtist í „Fjallinu" eitt vorkvöld - og þá sem full- þroska stóðhestur. Sagan segir frá örlögum þessa hests og ör- lagavaldi hans, að verulegu leyti, Betu, ungri stúlku sem við höfum áður kynnst í bókinni Beta, heimsmeistarinn - og þá sem lítilli stúlku. í þessari bók stend- ur Beta fyrir sínu, eins og fyrri daginn, og nær hún ótrúlegu sambandi við hinn glæsta villifola sem ríkir nú í fjallinu. Hún forð- ar honum frá því að vera skotinn á færi - og stefnir í lokin með hann á Landsmót hestamanna, að rétta hlut hans og heiður gagn- vart óvildarmönnum hans. Sagan gerist á bænum Hlíð, hjá afa, sem einnig leggur nokkuð til mál- anna í þessari sögu. Þarna bregð- ur fyrir ráðunautum, tamninga- mönnum og raunar hvers kyns fólki. - Þetta er hugnæm saga og lifandi frásögn - íslensk út í fing- urgóma. Bókin er 106 bls. með nokkr- um teikningum eftir dóttur höfundar. Hún hefur einnig gert bókarkápuna, sem verður að telj- ast í fallegra lagi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.