Dagur - 16.12.1987, Page 5

Dagur - 16.12.1987, Page 5
16. desember 1987 - DAGUR - 5 Vilhjálmur Ingi: Neytandinn og tannlæknirinn Þaö er nú komið fram yfir venju- legan meðgöngutíma síðan ég skrifaði síðustu grein mína um gjaldskrá tannlækna, ég hef beð- ið eftir hugarfóstri þeirra, en ekkert bólar á nokkru lífi úr þeirri átt, sennilega geldfuglar blessaðir. Þegar ég fór að efast um að tannlæknar ætluðu að svara, hvort sem það nú var af ofan- greindum ástæðum, eða því að þeir ætloðu sér að svæfa málið, þá snéri ég mér til heilbrigðisráð- herra. Ragnhildi Helgadóttur skorti áhuga eða treysti sér ekki til að svara mér, sennilega mædd eftir fyrri deilur sínar við tann- læknastéttina. Ég varð því að bíða eftir því að annar húsbóndi kæmi og tæki við stjórnartaumunum í heilbrigðis- ráðuneytinu, sú bið var sem bet- ur fer ekki ýkja löng, og á fundi með þingmönnum kjördæmisins þann 2. október síðastliðinn bað ég sem fulltrúi Neytendafélags Akureyrar og samkvæmt sam- þykkt stjórnar þess, Guðmund Bjarnason núverandi heilbrigðis- ráðherra að svara bréfi því sem Ragnhildur hafði stungið undir stólinn sinn. Guðmundur sýndi hvern mann hann hafði að geyma og brást snarlega við, innan örfárra daga hafði ég fengið svar sem hafði að geyma góðar upplýsingar um forsendur gjaldskrár Tannlækna- félags íslands og Tryggingastofn- unar. Þegar þessar upplýsingar eru skoðaðar, vakna því miður enn frekari efasemdir um sanngirni verðlagningarinnar. Ég hef því valið tvo reikninga sem ég ætla að fá útskýrða til hlítar, og síðan ef til eru, rökin sem gefin eru fyr- ir hverjum einstaka þætti, svo sem efniskostnaði og þá líka framleiðendur efnanna, auk gjaldtöku fyrir þá óskilgreindu vinnu og þjónustu, sem ekki kemur fram á reikningnum. Viðbrögð annarra þingmanna kjördæmisins hafa verið misjöfn, allt frá því að nefna hugsanlega fyrirspurn á Alþingi, niður í það að forðast málið eins og pestina, ég skil þá afstöðu nokkuð vel í Ijósi þess, að það er ekki sama hverja er verið að styggja, og hvaða hagsmuni er verið að verja, það liggja víða leyniþræð- irnir og þingmenn þurfa auðvitað að meta málefnin út frá hags- munum sínum (og flokksins). Ég birti hér reikning frá ónefndum tannlækni, að gefnu tilefni skal það tekið fram að það er ekki sá sami og fékk reikning sinn birtan í fyrstu greininni, ég vil líka taka það fram að ég tel reikninginn vera réttan sam- kvæmt þeim forsendum sem Tryggingastofnun hefur sam- 3. grein þykkt, þótt þær forsendur' hljóti að vera rangar, eða hvað finnst lesendum um útkömuna? Samkvæmt þessu dæmi hefur Tryggingastofnun fallist á að tannlækninum beri 12.662 kr. á klukkustund, og fái þar að auki 8.078 kr. til að borga áfallinn kostnað, þar af vegna launa- kostnaðar 1.737 (21,5%). Aðstoðarfólkið getur svo sjálft reiknað út hvað það fær raun- verulega á tímann, en tannlækna- félagið og Tryggingastofnun virð- ast hafa samið um upphæð sem ætti að Iáta nærri 1.340 kr. eða um 6,0-9,0% af hverjum reikn- ingi sem það skrifar, allt eftir því hve miklu álagi tannlæknirinn lætur bæta ofan á. Kjaranefndir þeirra stétta sem eru á svipuðum grunni, geta þá ef þær vilja raunverulegar launa- bætur fyrir sína umbjóðendur, haft þessar tölur til hliðsjónar því öll erum við jöfn fyrir ríkinu... eða hvað? Áætlaður stofnkostnaður tann- læknastofu 1. júní 1986: 1,9 millj- ónir, auk tækja fyrir 2,7 milljóií- ir. Miðað við þennan reikning, tekur það tannlækni um þrjá mánuði að vinna sér inn fyrir stofnkostnaði stofu sinnar. Hve margar stéttir geta leikið það eftir? Rekstrarkostnaður tannlækna- stofu var sömuleiðis áætlaður rúmar 3,3 milljónir, það tekur einnig um þrjá mánuði miðað við eðlilegan vinnudag (8 tíma) að vinna fyrir honum. Ætla tannlæknar að halda því fram, að % hluta ársins hafi þeir engar tekjur eða vinni ókeypis? Ælta má samkvæmt upplýsing- um í bréfi heilbrigðisráðherra að 6,0-9,0% af hverjum reikningi séu laun aðstoðarfólks, mig grun- Reikningur fyrir tannlæknaþjónustu: (uppfærður samkvæmt gjaldskrá frá 1.10. 1987) 17 sinnum gjaldskráreining XXX @ 1525 kr............... 25.925 kr. 40% sérfræðingsálag .................................... 10.370 kr. Samtals .... 36.295 kr. Aðgerðin tók 105 mínútur og samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráð- herra, eru launin 45,47% af grunnverði, auk allt að 40% álags. Það er því auðvelt að reikna út hvað stór hluti þess sem tannlæknirinn lætur neytandann greiða, eru hrein laun (mínus sjóðir, skattur og útsvar auðvitað). Grunnverð: Brúttótekjur: Laun: (grunnv.+40% álag) (45,47%+40% álag) Á mínútu ............ 246,90 ............. 345,66............. 211,00 Á klukkustund..... 14.814,00 .......... 20.740,00.......... 12.662,00 ar þó að hluti peninganna renni í vasa tannlæknisins, að ógleymd- um þeim tekjum sem aðstoðar- fólkið skapar þegar það vinnur samkvæmt gjaldskránni. Ég skora á samtök aðstoðar- fólks tannlækna að upplýsa um hvort þetta sé rétt, þið hafið aðgang að gjaldskránum og getið eins og fyrr sagði, reiknað út þær upphæðir sem þar eru ykkur ætl- aðar. Neytendur þurfa að greiða sérstaka prósentu vegna launa- kostnaðar ykkar, ég ann ykkur þess, að peningarnir kornist allir til skila í samræmi við vilja Tryggingastofnunar, á meðan gjaldskráin er enn óbreytt. Þessi margumrædda gjaldskrá snertir allar launastéttir beint og óbeint, við verðum að greiða reikninga sem eru byggðir á sam- komulagi sem Tryggingastofnun fyrir hönd ríkisins hefur gert þannig úr garði, að tannlæknar hafa hærri tímalaun en nokkur önnur stétt á íslandi. Hvernig ætla samningamenn Tryggingastofnunar að færa rök fyrir því að tannlæknum beri yfir 12.000 kr. tímalaun? Voru þetta rnistök? Ef ekki, þá er formaður samninganefndar- innar varla í vandræðum að koma fram fyrir skjöldu og gefa skýringar sem duga. Kjaranefndir fagfélaga sem eiga í samningum nú og á næst- unni hafa óskað eftir og fengið upplýsingar, sem þær eiga eflaust eftir að hafa til hliðsjónar þegar farið verður að semja við ríkið. Ég mun fjalla nánar um þá hlið málsins í næstu grein. Að fenginni reynslu vænti ég ekki skjótra viðbragða frá tann- læknum, en bíð svars frá aðstoð- arfólki þeirra og heilbrigðisráð- herra. Áð endingu hvet ég sem flesta til að skoða reikninga sína minnuga þess að tæpur helmingur (45%) eru laun tannlæknisins. Eruð þið sátt við tímakaupið sem þið þurfið að greiða honum? Ef ekki, þá er tilvalið að ganga í neytendasamtökin og láta í sér heyra, því lítið megnar einn og einn en sameinuð getum við ýmsu breytt, jafnvel gjaldskrá tannlækna. Vilhjálmur Ingi. Piltur og stúlka Leikstjóri Borgar Garöarsson. Leikmynd Örn Ingi Gíslason. Lýsing Ingvar Björnsson. Tónlist Jón Hlööver Áskelsson. Frumsýning 2. dag jóla kl. 17.00. 2. sýning sunnudag 27. des kl. 20.30. 3. sýning þriðjud. 29. des. kl. 20.30. 4. sýning miðvikud. 30. des. kl. 20.30. 5. sýning fimmtud. 7. jan. kl. 20.30. 6. sýning föstudag 8. jan. kl. 20.30. 7. sýning laugardag 9. jan. kl. 18.00. 8. sýning sunnudag 10. jan. kl. 15.00. Athugiö breyttan sýningartíma. Forsala abgöngumiða hafin. Gjafakortið gleður Tilvalin jólagjöf É Æ MIÐASALA JX SiMI mmm 96-24073 iGKRÉLAG AKURGYRAR Sumar á Brattási Ingehrigt Oavik og Oddhjörn Monscn Sumar á Brattási Höf.: Ingebrigt Davik og Oddbjörn Monsen. Þýð.: Kristján frá Djúpalæk. Þessi bók segir frá ungum dreng sem elst upp í borginni hjá pabba og mömmu. Hann fer síðan í sveitina til ömmu og afa á Brattási. Þar kynnist hann dýrunum á bænum og lærir að umgangast þau. Þar eru geitur, kýr, hestar, kisa og hundur, og líka svín liænsni, gæsir, endur og fl. Tómas söguhetjan okkar lendir í ýmsum ævintýrum með þessum vinum sínum. Tómas kynnist heyskapnum og umhverf- inu. Þetta er falleg og uppbyggjandi saga. í bókinni eru yfir 30 litmyndir af dýrunum sem Tómas kynnist. Þá eru í bókinni þrjú kvæði eftir íslenska höfunda og fylgja kvæðunum nótur. Kristján frá Djúpalæk hefur þýtt bókina á lifandi og uppbyggilegt mál, eins og honum er einum lagið. Verð kr. 798,00. jjSkjaldboré Sími 96-24024. Hafnarstræti 75, Akureyri. Rörahillur Hvítar, krómaðar og svartar. Hagstætt verð. vörubœrf1 HÚSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SÍMI (96)21410 AKUREYRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrua Fimmtudaginn 17. desember 1987 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Siguröur J. Sigurösson og Sigurður Jóhannesson til viötals í fundarstofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæö. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.