Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 13
16. desember 1987 - DAGUR - 13 Landssamband iðnaðarmanna: Um breytingar á tekju- öflun hins opinbera Breytingar þær á tekjuöflun hins opinbera, sem ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að gera, hafa í för með sér verulega jöfnun á starf- skilyrðum atvinnuveganna hér á landi. ToIIar, sem voru smám saman afnumdir af aðföngum til samkeppnis- og útflutningsiðn- aðar við inngönguna í EFTA, verða nú einnig að langmestu leyti afnumdir af aðföngum til viðgerðar og þjónustuiðnaðar, svo og byggingariönaðar, landbúnaðar og annarrar starfsemi, sem ekki hefur flokkast undir samkeppnisatvinnuvegi. Á móti gæti komið óhagræði vegna lækkunar tolla á innfluttum samkeppnisvörum, aðallega frá löndum utan EFTA og Evrópubandalagsins, en lækkun tolla á hráefnum frá sömu löndum verka að sama skapi til hagræðis. Þannig geta iðnfyrirtæki hugsanlega farið að beina hráefniskaupum sínum í auknum mæli til annarra landa en Evr- ópu Landssamband iðnaðarmanna hefur jafnan lagt áherslu á, að það sé rangt að aðskilja atvinnu- greinar, eins og gert hefur verið í samkeppnisgreinar annars vegar og aðrar atvinnugreinar hins veg- ar og að hinar fyrrnefndu búi við betri rekstrarskilyrði en hinar síðarnefndu. Samkeppnishæfni þjóðfélagsins hlýtur að byggjast á sameiginlegum árangri allra atvinnugreinanna. Rekstrarskil- yrði atvinnulífsins ættu því að vera hin sömu í öllum greinum. Með stefnumörkun þeirri, sem nú hefur verið tekin, er stigið rétt spor í jafnræðisátt að þessu leyti. Hins vegar ber að leggja áherslu á, að til þess að um fullt jafnræði verði að ræða, þarf einnig að fella niður önnur aðflutningsgjöld til viðkomandi starfsemi, s.s. sölu- skatt. Landssambandið treystir því að ríkisstjórnin og Alþingi muni stíga þetta skref til fulls og fella niður söiuskatt á aðföngum allra atvinnugreina. Landssamband iðnaðarmanna hefur lengi óskað eftir stefnu- mörkun eins og þeirri, sem hér að framan er lýst. Mál þetta hefur jafnan strandað á því að lækkun og afnám tolla og annarra aðflutningsgjalda hefur óhjá- kvæmilega í för með sér svo mikla skerðingu á tekjum ríkis- sjóðs, að erfitt hefur reynst að finna leiðir, sem flestir geta sætt sig við, til þess að bæta hana upp. Hugmyndir fjármálaráðuneytis- ins hafa jafnan verið að leggja á mjög víðtækt vörugjald. Lands- samband iðnaðarmanna hefur barist gegn þeirri aðferð. Sú leið, sem ríkisstjórnin hefur nú ákveð- ið að fara, þ.e. að hækka sölu- skatt frá því sem ákveðið hafði verið og einfalda vörugjaldið og halda því á nokkrum skýrt afmörkuðum vöruflokkum, er að dómi Landssambandsins mun betri, en vörugjaldsaðferðin, sem fyrirhuguð var. Fjölmörg rök má færa fyrir því, að þegar vörugjald er lagt á í greinum, þar sem fram- leiðsla er mjög fjölbreytt, seríur mjög smáar og ýmist framleiddar skattskyldar eða ekki skattskyld- ar vörur, er vörugjaldið mjög slæmt skattform og alls ekki hlutlaust gagnvart samkeppni, eins og haldið hefur verið fram. Það er því fagnaðarefni að ríkis- stjórnin skyldi hætta við að leggja 17% vörugjald á fjölmarga vöru- flokka, sem haft hefði í för með sér verulega íþyngingu fyrir iðn- aðinn. Hins vegar verður að hafa í huga, að söluskattur leggst með fullum þunga á allar matvörur í landinu. Að lina þessa aðgerð með gífurlegum niðurgreiðslum eins og gert er ráð fyrir hefur í för með sér meiri neyslustýringu en dæmi eru til um og við verður unað. Þótt það sé röng og villandi fullyrðing fjármálaráðherra að hollustufæða eins og brauð muni hækka um 25% vegna þessara aðgerða, er ljóst að á hlut þessar- ar nauðsynjavöru verður mjög gengið með niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum. Eðlilegra hefði verið að hækka niðurgreiðsl- urnar minna og stórauka fjöl- skyldubætur og bætur lífeyris- trygginga. í þessu sambandi mætti minnast þess, að tollalækk- anir á aðföng landbúnaðar ættu að gera að verkum, að minni þörf er á verðhækkunum vegna sölu- skattsins en verið hefði að öðrum kosti. Ennfremur hefði mátt draga úr þörf fyrir söluskatts- hækkun með því að lækka tolla á hátollavörum í áföngum í stað þess að stíga svo stórt skref í þeim efnum, sem raun ber vitni. Landssamband iðnaðarmanna vill benda Alþingi og ríkisstjórn á tvennt sem taka þyrfti tillit til við endanlega lagasetningu: 1. Sama stefnumörkun og nú hefur verið gerð varðandi niðurfellingu á tollum af aðföngunt fyrirtækja verði einnig gerð varðandi niður- fellingu söluskatts af aðföng- um alis iðnaðar. 2. Dregið verði verulega úr áformum um niðurgreiðslur á landbúnaðarvörunt og fjöl- skyldubætur og bætur lífeyris- trygginga hækkaðar á móti. Vélsleðagallar 3 gerðir. Verð frá kr. 10.950.- Tilvalin jólagjöf. + 10% jólaafsláttur k IIIEYFJÖRÐ Hialteyrargötu 4 • Simi 22275 LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. ■ /> / Tökum lyftara í umboössölu. J ■ LYFTARASALAN HF. Símar 82770 og 82655. •~38B8Bar Sjónvarp Akureyri Myndlykillinn Jólagjöf fjölskyldunnar Nú er frábær jóladagskrá framundan og ókeypis áskriftarmánuður fyrir nýja áskrifendur. Vildarkjör bjóðast á myndlyklum í Akurvík. Jólagetraun áskrifenda Á hvaða dögum er þetta efni sýnt: 1. Sjtortpakki Heimis Karlssonar. 2. A heimaslóðum. 3. Hasarleikur (Moonlighting). Hringdu í síma 27400 og láttu skrá þig. Dregið í beinni útsendingu 7. janúar. Mallorca - Mallorca - Mallorca - Mallorca Jóla- og áramótakveðjur Tekið er á móti jóla- og áramótakveðjum í síma 27400 og þær birtast á skjánum á aðfanga- og gamlársdag. Tilvalið og þægilegt. Gleðileg jól - Góia skemmtun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.