Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 12
Pf — rA(IOti— 'fftðr iAí'r«nf5í»*'-»5"> é>.t' 12 - DAGUR - 16. desember 1987 Mjófirðinga- sögur Vilhjálms Hjálmarssonar Mjófirðingasögur Vilhjálms Hjálmarssonar fyrrum alþingis- manns og ráðherra fjalla einkum um forfeður hans og frændgarð, en þó sér í lagi afa hans og ömmu, Vilhjálm Hjálmarsson hreppstjóra á Brekku og Svan- björgu Pálsdóttur. Þátturinn af þeim er kjarni bókarinnar. Einn- ig segir ítarlega frá háttum og daglegu lífi á Brekku, og er 'Vinnubrögðum þar lýst sem gerst. Mjóifjörður eystra er hér sögu- svið. Þar hefur margt borið við á liðnum öldum. Frá 1700 fer að verða unnt að greina ábúendur jarða og smám saman meira og meira um mannlífið. Svo langt sem séð verður aftur í tíma eru 15 heimili og 100 manns ekkert fjarri meðallaginu í Mjóafirði. Fyrir 140 árum eða svo hófst bylt- ingarskeið á þessum slóðum og brátt var allt komið á ferð og flug í sveitinni. Þorskveiðar marg- földuðust, Norðmenn komu í síldina og reistu 20 veiði- og söltunarstöðvar, fyrsta frystihús- ið í landinu var byggt, Norðmenn komu á ný og stofnuðu hvalveiði- stöðvar, höfðu 300 aðkomumenn í vinnu og 20 skip til veiða og flutninga. Mjófirðingar ræktuðu grýtta jörð, ráku verslun og keyptu mótorbáta og gufuskip til fiskveiða. Og fólkinu fjölgaði úr 100 í 400 við síðustu aldamót. Síðan er margt breytt og íbúum Mjóafjarðarhrepps hefur fækkað í 35. Frá öllu þessu greina Mjó- firðingasögur Vilhjálms Hjálm- arssonar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur út. Max - eftir Howard Fast Þetta er sjötta bókin er út kemur á íslensku eftir þennan þekkta höfund. Bækur hans um innflytjend- urna liafa selst mjög vel hér á landi eins og annars staðar. Þær bækur heita: Innflytjendurnir, Næsta kynslóð, Valdaklíkan, Arfurinn og Dóttir innflytjand- ans. Þessi bók Max er ein af þekkt- ari bókum hans. Tólf ára varð Max að berjast fyrir lífi sínu, móður sinnar og fimm systkina á skuggalegum strætum New York-borgar. Átján ára hittir hann Sally Levine, gullfallega stúlku og gift- ist henni. Tuttugu ára, þá klókur og útsjónarsamur eftir reynsluna á götunni, reynir hann að komast áfram í kvikmyndaiðnaðinum og stígur sín fyrstu skref í uppbygg- ingu risaveldis í kvikmyndaheim- inum. Áræði Max og kænska koma honum úr ömurleikanum á strætum New York til auðs og glæsileika í Hollywood. Max er persóna sem lesandinn mun hlæja með, gráta með, dást að og aldrei gleyma. Útg. Skjaldborg hf., Reykja- vík. Að breyta fjalli - Bernskuminningar Stefáns Jónssonar Þann 10. nóvember sl. kom út hjá bókaútgáfunni Svart á hvítu bókin „Að breyta fjalli“ eftir Stefán Jónsson fyrrv. fréttamann og alþingismann. Stefán skrifaði hér á árum áður bækur byggðar á endurminningum tveggja manna, þeirra Jóhannesar á Borg og Pét- urs H. Salómonssonar, hvor- tveggja sígild verk. Nú þegar hann svo tekur til við eigin ævi er vart við öðru að búast en að það þriðja bætist við. í bókinni „Að breyta fjalli“ lýsir Stefán því fólki og umhverfi sem mótaði hann mest í uppvext- inum. Frásögnin er gædd þeirri ómótstæðilegu hlýju og húmor sem jafnan einkenna bækur Stefáns en í gegnum allan gásk- ann skynja lesendur grimman og kaldan veruleika kreppunnar, sem mestu réði um gerðir fólks- ins á slóðum sögunnar. í inngangskafla bókarinnar segir Stefán m.a.: „Ég hef skrifað bernsku- minningar í þetta kver án nokk- urra vilyrða um sannindi, bein- línis í þeirri mynd sem þær hafa þyrlast upp úr ryksugu hugskoti mínu...En skáldsaga er þetta ekki, nema þá að bernska mín hafi verið það og ég þá að sára litlu leyti höfundur hennar.“ í annríki fá- breytlra daga Við íslendingar eigum fagurt land og höfum flest daglega fyrir augum fjallatinda sem teyja sig upp í himinblámann, oft krýnda hvítum snæhettum. Við eigum líka menn sem hlotið hafa þann sess í þjóðfélaginu að enginn kemst hjá því að vita hverjir þar eru á ferðinnni. Gróðurinn sem vex við hlíðar- fót hinna nöktu tinda, og lítt þekktur fjöldi manna og kvenna, sem erjar akurinn og dregur úr djúpi hafsins, á líka sína sögu og hana ekki ómerkari þó hljóðlát- ara fari. Það eru svipmyndir úr lífi þessa fólks sem hér birtast. Þeir sem sagt er frá eru: Ásgrímur Kristjánsson, Berglaug Sigurðardóttir, Grétar Símonar- son, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Kol- beinn Guðmundsson, Marta Kristjánsdóttir, Pálína Magnús- dóttir, Soffonías Stefánsson, Tryggvi Jónsson, Þórður Gísla- son og Sturlaugur Einarsson. Útgefandi er Skjaldborg. „Tómas Davíðsson“ (dulnefni): Tungumál fuglanna Bókaforlagið Svart á hvítu sendir nú frá sér bókina „Tungumál fuglanna“ sem vafalaust verður sú umdeildasta á jólabókamark- aðinum í ár. Sagan er sögð í fyrstu persónu, af Tómasi sjálfum, sem er rit- stjóri á blaðinu „Helgartíðindi". Honum berast nafnlaus bréf sem eiga eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Tveir forsætisráð- herrar verða að víkja. „Tungumál fuganna“ er skáld- saga um fólk, ekki lykilróman heldur skáldverk í sakamálastíl um fólk í stjórnmálum, viðskipt- um og fjölmiðlun. Ríkt fólk, frægt fólk, venjulegt fók; fólk um borð í fjölmiðlahringekjunni. Um Tómas Davíðsson ritstjóra, starf hans og einkalíf og um kon- urnar tvær í lífi hans. Sakamálasagan fjallar ekki um blóðsúthellingar heldur um pólit- ísk morð, mannorðsmeiðingar, baráttu um völd, frægð og pen- inga - um mannlegt eðli, um græðgi. Hún minnir óþyrmilega á atburði sem hafa gerst, en kannski enn frekar á atburði sem gætu gerst eða gætu verið að gerast. BUNAÐARBANKI ISLANDS Geislagötu 5 og Sunnuhlíð AKUREYRI OG ALLTAF LAUS!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.